Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 45
Danni var alltaf meira fyrir okkur systkinunum en bara maðurinn henn- ar Sollu frænku, hann var Danni frændi. Hann sýndi okkur alltaf mik- inn áhuga og spurði okkur út í smáat- riði lífs okkar í hvert sinn sem við hitt- umst. Nóttina sem Danni yfirgaf þennan heim dreymdi mig þau Sollu, þau voru að passa barnabarnið sitt á Flateyri, hana Svandísi Rós. Gleðin skein af andliti þeirra. Ég trúi því að það hafi einmitt verið þeirra fyrsti áfangastað- ur saman á ný. Þeirra verður sárt saknað. Elsku Kjartan, Ívar, Kristín og börn, ég votta ykkur samúð mína vegna fráfalls ástkærs föður, tengda- föður og afa. Valdís. Margt leitar á hugann og minningar vakna þegar góðir vinir kveðja. Þær tengjast gjarnan ákveðnum stöðum og þannig er það einmitt þegar Kristján J. Jóhannesson eða Danni, eins og hann var jafnan nefndur, á í hlut, þá kemur Flateyri ævinlega upp í hug- ann. Þar var hann fæddur, átti sitt heimili lengst af og heimabyggðin naut hans starfskrafta stærstan hluta starfsævinnar. Hann var sannur Flat- eyringur í bestu merkingu þess orðs, unni sinni heimabyggð og leið hvergi betur en þar. Það sama á við um Sollu, eiginkonu hans, sem lést 15. júlí 2005. Kynni okkar hófust á árinu 1977, en Danni hafði þá, með litlum fyrirvara, tekið við starfi sveitarstjóra við mjög erfiðar aðstæður og þannig vildi til, að ég var beðinn um að aðstoða við bók- hald og endurskoðun sveitarfélagsins. Í hönd fór samstarf, sem átti eftir að vara í næstum tvo áratugi og breyttist mjög fljótlega í vináttusamband þar sem sú venja varð til, að ég bjó jafnan heima hjá sveitarstjórafjölskyldunni í vinnuferðum mínum vestur. Þangað var ávallt einstaklega gott að koma og dvelja og ekki spillti, að vinir og vandamenn sóttu mjög þangað og þannig upplifði ég og naut hins ein- staka mannlífs og andrúmslofts, sem þarna ríkti á þessum árum. Í bland við megintilgang hverrar ferðar, þ.e. að sinna reikningshaldi sveitarfélagsins, fylgdu ýmis „hlunnindi“ svo sem sund- laugarferðir, Vagninn, góðir vindlar og ýmis mannamót svo eitthvað sé nefnt. Hver vinnuferð vestur var því jafnan tilhlökkunarefni. Það leyndi sér ekki, að sveitarstjór- inn bar hag síns byggðarlags mjög fyrir brjósti og dró ekkert af sér í þeim efnum. Ekkert viðfangsefni á þeim vettvangi var svo lítils virði að hann sinnti því ekki, væri þess nokkur kost- ur. Þetta kom ekki síst fram þegar hinar miklu hörmungar snjóflóðsins árið 1995 dundu yfir og viðfangsefnin virtust óyfirstíganleg. Hann hafði ein- stakt lag á að umgangast íbúana og sinna þeirra þörfum, hvort sem ungir eða aldnir áttu í hlut. Þegar til stóð að sameina sveitar- félögin á norðanverðum Vestfjörðum, hafði hann efasemdir um, að hagur síns byggðarlags væri nægilega tryggður með slíkri sameiningu og lá ekki á þeirri skoðun sinni við litla hrifningu þeirra, sem sáu einungis kosti við slíka aðgerð. Engu að síður varð sú niðurstaðan og að því loknu fluttu þau Danni og Solla suður þótt ljóst væri, að slíkt var ekki fyrsti kost- ur í stöðunni. Atvinnulegar aðstæður réðu eflaust mestu þar um en það leyndi sér aldrei, að hugur hans var stöðugt fyrir vestan og vildi helst hvergi þaðan fara. Landsbyggðin á það stundum til að hafna sínum bestu mönnum og leita langt yfir skammt en það er önnur saga. Í árslok 2005 tók hann þá ákvörðun að flytja aftur vest- ur en sú dvöl varð skemmri en til stóð. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til þeirra hjóna fyrir allar góðu stundirnar á Flateyri. Sá tími lif- ir í minningunni og mun gera um ókomna tíð. Við Anna sendum Kjart- ani, Ívari og fjölskyldunni allri inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þessara mætu hjóna. Guðmundur Jóelsson. Kær vinur okkar, hann Danni, er látinn. Fregnin um andlát Danna kom okkur og öðrum sem til hans þekktu ekki á óvart því veikindi hans síðustu mánuðina reyndu verulega á hann og alla sem stóðu honum nærri. Okkur langar í örfáum orðum að kveðja góð- an vin og rifja upp nokkur augnablik sem við áttum með honum og hans góðu konu, henni Sollu. Solla lést í júlí á síðasta ári og var það Danna mikið áfall, þar missti hann eiginkonuna og einnig sinn besta vin. Segja má að hann hafi aldrei náð sér eftir þann dag, trúlega hefur Solla dregið Danna sinn sterkt til sín því þannig var það ávallt meðan bæði lifðu að þau máttu hvorugt af hinu sjá. Danni og Solla voru bæði í Flateyr- arhópnum sem fæddist árið 1951 og áttu drjúgan þátt í því að sá hópur hef- ur haldið vel saman síðustu árin og átt margar ógleymanlegar stundir. Þau hjón voru sannarlega miklir gleðigjaf- ar hvar sem þau voru meðal vina og verður það mun fátæklegra þegar við vinirnir komum saman næst vitandi það að ekki er von á Danna og Sollu. Við eigum minningar um góða vini og þær munum við geyma vel, við mun- um minnast ykkar á þann hátt sem ykkur líkaði best og reyna að sætta okkur við orðinn hlut. Margar góðar minningar koma upp í hugann frá unglingsárunum á Flateyri. Þessar minningar munum við varðveita vel. Ég var svo lánsamur að flytjast ásamt fjölskyldu minni aftur til Flateyrar og kynnast og taka þátt í því góða mann- lífi sem þar var og hefur alltaf verið. Þá endurnýjuðum við vináttuna og áttum saman mörg góð og stór- skemmtileg ár. Samstarf okkar var mikið öll árin okkar á Flateyri, bæði í gegnum ýmis félagsmál og síðar í hreppsnefndarmálunum. Við vorum reyndar ekki alltaf sammála í hrepps- málunum en aldrei bar skugga á vin- áttu okkar eða samstarf. Starf þitt sem sveitarstjóri í nær 20 ár hefur trú- lega oft verið erfitt en þú hafðir gaman af þínu starfi og naust þess að leggja góðum málum lið og gerðir það oftast á þinn sérstaka hátt með glaðværð og reisn svo eftir var tekið. Fyrir öll þessi ár og allar samverustundirnar þökk- um við af alhug og biðjum þér bless- unar. Danni var ekki einn á ferð, hann eignaðist hana Sollu sína snemma og hófu þau strax búskap á Flateyri þar sem þau bjuggu þar til fyrir tíu árum að þau fluttu til Reykjavíkur. Á Flat- eyri eignuðust þau drengina sína báða og ólu þar upp. Með Danna og Sollu var ávallt mikið jafnræði og umhyggja fyrir hvort öðru og fundum við það, vinir þeirra, að þeim þótti ofurvænt hvort um annað og sýndu það í öllum sínum háttum. Við söknum góðra vina og þökkum fyrir að hafa átt þau að vin- um en tíminn þeirra var alltof stuttur. Aðstæður haga því þannig að við verð- um erlendis þegar þú verður til grafar borinn og getum við því ekki fylgt þér. Hugur okkar verður hjá þér og þínu fólki. Kæri Kjartan, Ívar, Kristín, barna- börnin og aðrir aðstandendur, sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vitum að minningar um góð hjón og foreldra munu lifa. Ægir og Margrét, Þorlákshöfn. Mig langar að bjóða þér verkstjóra- starf við sundlaugina á Flateyri. Þannig hóf vinur minn og félagi til margra ára ávarp sitt í símann vorið 1978, en ég var þá sestur að í Reykja- vík og í námi. Kristján er nú allur, að- eins 55 ára gamall og það aðeins rúmu ári eftir að eiginkona hans yfirgaf þetta jarðlíf. Með samtalinu 78 varð Danni, eins og við vinir hans kölluðum hann nánast alltaf, ásamt Sollu konu sinni, líklega einn af stærri örlaga- völdum í mínu lífi og konunnar. Nú hafa þau bæði yfirgefið þetta jarðlíf. Og eins og allt sem þau gerðu í einka- lífinu, hefja þau nú förina um eilífðina í sameiningu. Böndin milli þeirra voru sérlega sterk og Danni tók andlát Sollu mjög nærri sér. Hann ákvað síðan að flytja til Flateyrar í desember. Þegar hann kom var ljóst að hann hafði miklar væntingar til þess að koma aftur, ekki hvað síst til að geta verið hjá nýfæddri sonardóttur sinni og fjölskyldu. Hann var búinn að festa kaup á litlu húsi hér, en var aðeins búinn að flytja búslóðina þangað, þegar hann var fluttur mjög veikur á spítalann á Ísafirði og þaðan á gjörgæslu LSH við Hringbraut, en þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Danna hafði ekki unnist tími til að ljúka við að jarðsetja ösku Sollu þegar hann veiktist. Nú mun hann fá að hafa jarðneskar leifar hennar með sér í kistunni og þau bæði jarðsett í kirkju- garðinum hér í dag. Enn á ný sam- einuð. Ég ólst upp með honum á Flateyri. Meðal annars smíðuðum við kassabíla, gerðum prakkarastrik saman og stóð- um í bardögum á milli ,,efri-“ og ,,neðri“-Eyrar, stundum í sama liði, stundum ekki. Minningarnar eru ótrú- legar, fullar lífsgleði og athafnaþrár. Ég þáði verkstjórastarfið, fór vest- ur með mína reykvísku konu og barn. Sumardvölin á Flateyri varð hins veg- ar til þess að Gulla mín tók svo miklu ástfóstri við staðinn að hér höfum við búið síðan. Ekki er að efa að vinskapur Sollu og Danna við okkur hjón varð til þess að festa okkar búsetuvilja enn frekar. Við störfuðum nánast óslitið saman frá vorinu 1978 til sumarsins 1995, þegar ég sagði af mér oddvitastarfi, eftir 13 ára setu í hreppsnefndinni. Samstarf sem ég hafði magnaða lífs- reynslu af, ferðalög sem voru hvert öðru skemmtilegra, hvort heldur var vegna sveitarfélagsins eða í einkaer- indum. Kristján varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að starfa sem sveitar- stjóri hér á Flateyri frá árinu 1977 til sameiningar hreppsins við fimm önn- ur sveitarfélög í Ísafjarðarbæ í júní 1996 og geri aðrir betur. Það var þeirra val að flytja búferl- um til höfuðborgarinnar eftir samein- inguna. Lífsbaráttan þar varð þeim erfið og veikindi Sollu ágerðust með árunum. Mikið reyndum við vinirnir til að fá þau aftur hingað. Þegar hann kom loks í desember var eftirtektar- vert hversu innilega var á móti honum tekið. Dvölin varð hins vegar stutt, en nú eru þau bæði komin heim í heið- ardalinn. Við Gulla erum þakklát forsjóninni fyrir allar ánægjulegu samverustund- irnar með Danna og Sollu, um leið og við vottum aðstandendum þeirra okk- ar dýpstu samúð. Guðlaug og Eiríkur F. Greipsson. Okkur langar að minnast æskuvina okkar, hjónanna Sólveigar Dalrósar Kjartansdóttur og Kristjáns Jóns Jó- hannessonar, sem bæði létust langt um aldur fram, hún 15. júlí á síðasta ári en hann 10. október sl. Við nutum öll þeirra forréttinda að alast upp á Flateyri samtíða. Þar var gott að vera, frelsið algjört og ævintýrin á hverju strái. Solla, Danni og Pálína voru jafn- aldrar en Sigmar örlítið eldri, þannig að vinskapurinn var í fyrstu meira á milli Sollu og Pálínu annars vegar og Danna og Sigmars hins vegar, en svo seint á táningsárunum blandaðist þetta saman. Hópurinn frá ’51 var samstæður og hefur verið náinn allt fram á þennan dag, en nú er höggvið stórt skarð í hann við fráfall þeirra beggja. Þau voru stór hluti hópsins og það fór ekki framhjá neinum þegar þau voru á staðnum. Húmorinn og stríðnin voru alltaf stór hluti af nær- veru þeirra og allir okkar fundir ein- kenndust af því. Þau hjónin voru samhent og störf- uðu lengst af saman og í okkar huga voru þau eitt. Það var því erfitt fyrir Danna þegar Solla féll frá. Hann barð- ist við erfiðan sjúkdóm síðustu mán- uðina og lá á Landspítalanum allan þann tíma. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til drengjanna þeirra beggja og fjölskyldna þeirra. Þeir hafa nú misst báða foreldra sína með fárra mánaða millibili. Einnig sendum við samúðarkveðjur til systkina Danna og Sollu og fjölskyldna þeirra. Pálína og Sigmar. Fyrir um þrjátíu árum kynntist ég Kristjáni J. Jóhannessyni vestur á Flateyri. Starfsvettvangur okkar var sá að vinna saman að ýmsum verk- efnum fyrir sveitarfélagið. Kristján var verkstjóri hreppsins og allt í öllum verkefnum hans. Með honum unnu mest feðgarnir Guðni Guðnason og Bergur sonur hans. Þessi ár voru tími verulegra umsvifa í verklegum efnum hjá sveitarfélaginu, svo sem gerð var- anlegra gatna, skolpveitu, brimvarn- argarðs, bygging tveggja fjölbýlis- húsa og þriggja einbýlishúsa auk þess breytt og bætt hafnaraðstaða. Jafn- framt þessu var unnið að því að hreinsa til í plássinu, rifnir niðurníddir kofar og allt rusl fjarlægt. Svo vel gengu þessir menn fram ásamt fleir- um og ungmennum á staðnum að eftir að ég hafði fylgst með starfi þessu í þrjú ár komu þrír skoðunarmenn að sunnan og gáfu Flateyri þá einkunn að hún væri nú snyrtilegasta plássið á Vestfjörðum. Það sem einkenndi störf Kristjáns og félaga var einlægur vilji til að vinna þorpinu sínu vel og gleði þeirra hverju sinni að vel loknu verki. Samstarf okkar Kristjáns var með slíkum ágætum að ég hefi ekki oft starfað með þægilegri og ósérhlífnari manni. Þær minningar sem ég á frá þessum tíma með Kristjáni eru mér mikils virði og hans minnist ég ávallt með virðingu og þakklæti. Hann varð fyrir þeirri sorglegu reynslu að vera sveitarstjóri á Flateyri þegar hið gíf- urlega snjóflóð féll á þorpið með þeim afleiðingum að fjöldi íbúa lést. Sá at- burður varð honum áreiðanlega þung raun, en enn átti eftir að syrta í álinn. Eiginkona hans Sólveig D. Kjartans- dóttir veiktist og háði erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem lauk 15. júlí 2005 er hún lést. Á sama tíma og hún háði sitt dauðastríð veiktist Kristján og lést hann aðeins rúmu ári eftir lát Sólveigar. Um leið og ég þakka fyrir að hafa átt þess kost að kynnast og starfa með Kristjáni í þrjú góð og ánægjuleg ár, bið ég þess að Guð styrki börn þeirra og ættingja í sorginni. Kristinn Snæland. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 45 Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, DÚFA KRISTJÁNSDÓTTIR, Eskivöllum 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 6. október. Jarðarförin hefur farið fram. Hörður Hallbergsson, Bjarney Elísabet Harðardóttir, Jens Erik Skår, Sigurjón Harðarson, Kristín Elínborg Þórarinsdóttir, Jóhanna Elínborg Harðardóttir, Axel Antonio Penalver og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar, frændi og mágur, AGNAR MAGNÚSSON verkfræðingur, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laug- ardaginn 30. september. Útförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir sendum við öllum Karitis-systr- unum svo og hinu frábæra starfsfólki líknardeild- arinnar sem hlúði að honum í erfiðum veikindum hans. Ulla Magnússon, Guðjón Guðjónsson, Kristín Magnússon, Halldór S. Kristjánsson, Kristján Halldórsson, Sigrún Óttarsdóttir, Jón Már Halldórsson, Margrét Ólafsdóttir, Jón Glúmur Magnússon, Stefanie Gerza. Okkar ástkæri, ÓLAFUR ROY VINER SMITH JÓNSSON, (Óli Smith), verður jarðsettur frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. október kl. 15.00. Margaret Smith Jónsson og börn hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, KATRÍN JÓNA RÓBERTSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 2. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Andrea Gréta Axelsdóttir, Róbert Axel Axelsson, Aníta Pálsdóttir, Magnea Rós Axelsdóttir, Björgvin Jónsson, Róbert Lárusson, Jónína Róbertsdóttir, Lárus Róbertsson, Dórótea Róbertsdóttir og öll ömmubörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.