Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 30. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. í Kalastaðarkoti á Hvalfjarðarströnd 8. júní 1906, d. 29. september 1982, og Guðmundur Jó- hannsson, f. í Sveinatungu í Norðurárdal í Borg- arfirði 6. júní 1893, d. 1. sept- ember 1931. Seinni maður Sigríð- ar var Felix Ottó Sigurbjarnason, f. 1. október 1908, d. 1. febrúar 1969. Systkini Ingibjargar eru Jón Guðmundsson, f. 1925, Hörður Felixson, f. 1933, d. 1985, og Soffía Felixdóttir, f. 1935. Evalds eru Pétur, f. 1972 og Óttar, f. 1974. 1. september 1956 giftist Ingi- björg seinni manni sínum Guðfinni Sigfússyni, f. 14. apríl 1918, d. 14. október 1997. Börn Ingibjargar og Guðfinns eru: 1) Sigfús, f. 28. nóv- ember 1957, kvæntur Andreu Henk. Börn Sigfúsar og Andreu eru: Kristoffer, f. 1987, Lilja, f. 1989 og Arild, f. 1993. 2) Guð- mundur, f. 26. janúar 1959, kvænt- ur Lenu Maríu Gústafsdóttur. Dætur Guðmundar og Lenu eru Ingibjörg, f. 1982, Helga María, f. 1985 og Bryndís, f. 1990. 3) María, f. 17. maí 1960, gift Herði Hauks- syni. Synir Maríu og Harðar eru: Hrafn, f. 1982, Haukur, f. 1986 og Arnar Sveinn, f. 1994. Langömmubörnin eru þrjú, Sól, Anton Breki og Eva Björk. Útför Ingibjargar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 2. nóvember 1946 giftist Ingibjörg fyrri manni sínum Hauki Sveinssyni, f. 13. október 1923. Þau skildu árið 1954. Börn Ingibjargar og Hauks eru: 1) Sveinn Rúnar, f. 10. maí 1947, kvæntur Björk Vilhelmsdóttur, fyrri kona Sveins er Eva Kaaber. Börn Sveins og Evu eru Gerður, f. 1973, Inga, f. 1978 og Haukur, f. 1980. Börn Sveins og Bjarkar eru Guð- finnur, f. 1989 og Kristín, f. 1991. 2) Óttar Felix, f. 19. janúar 1950, kvæntur Guðnýju Aðalsteins- dóttur. Börn Óttars og Guðnýjar eru Aðalsteinn, f. 1978 og Ingi- björg Ösp, f. 1982. 3) Sigríður, f. 1. nóvember 1951, gift Evald Sæ- mundsen. Synir Sigríðar og Tengdamamma mín, Ingibjörg Guðmundsdóttir, var ekki eins og tengdamömmurnar í skrýtlunum þó hún hafi kannski gefið þá mynd af sér því ákveðin var hún. Tengdamamma var mér og allri fjölskyldunni stoð og stytta og fyrirmynd á margan hátt. Fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ingu var umhugað um sjálfstæði lands og þjóðar. Fyrir henni var sjálf- stæði fólgið í því að tryggja byggð í landinu, óháð erlendum öflum. Henn- ar draumur var að sjá lífrænan land- búnað og heilsueflandi ferðaþjónustu byggjast upp um allt land. Lengst af treystu íslenskar konur sér ekki til að taka þátt í stjórnmála- starfi og það hefur eflaust gert okkar samfélag fátækara. Inga hefði getað gefið mikið af sér á þeim vettvangi, þótt hún hafi sjálf ekki litið svo á, enda voru hennar fyrirmyndir aðrar. Á efri árum var Inga stoltust af því að bera titilinn ættmóðir, það var „starfsheiti“ sem hún leit upp til. Inga nýtti krafta sína í þágu fjöl- skyldunnar og bakarísins. Hún stóð ætíð við hlið Guðfinns í rekstrinum ásamt því að fæða og klæða börnin sex og síðar barnabörnin átján. Hún lagði ríka áherslu á að tengja hópinn saman og hélt í ýmsar hefðir því til halds og trausts. Íslenskir málshættir léku stórt hlutverk í fjölskylduboðum og alltaf var sungið við píanóundirleik. Hún gætti að hverjum fjölskyldumeð- lim og á engan mátti halla. Hún gekk jafnvel hart fram í því að afneita ákveðnum göllum í fólkinu sínu þó svo að viðkomandi gallagripur væri reiðubúinn að viðurkenna þá fyrir Guði og mönnum. Eftir að mamma mín dó fyrir mörg- um árum virtist tengdó hafa ákveðið að vera mér annað og meira en bara tengdamamma. Fyrir það verð ég henni alltaf þakklát. Hún færði það aldrei í orð en hún lét mig finna það með hlýju sinni og stuðningi. Ég fékk að vera ein af hennar fólki. Hin síðari ár náði Alzheimer-sjúk- dómurinn völdum hjá Ingu. Hún glímdi við sjúkdóminn með reisn, sjúkdóminn sem hún þekkti í gegnum móður sína og ömmu. Smám saman hvarf geta hennar til að framkvæma ýmsar athafnir daglegs lífs en tilfinn- ingarnar og sönggáfan voru alltaf á sínum stað. Hún varð ætíð glöð þegar fólkið hennar heimsótti hana þó svo að hún hafi ekki haft nöfnin og tengslin á hreinu undir lokin. En tilfinningalega vissi hún þó alltaf af sínu fólki og þekkti því sína nánustu. Mig langar að þakka öllu því góða fólki, af ýmsu þjóðerni, sem annaðist tengdamóður mína á Skjóli, Laugar- skjóli og þar áður Hlíðabæ. Perlurnar í íslensku samfélagi er að finna á vinnustöðum sem þessum. Ættmóðirin Inga er horfin til þeirra sem á undan gengu. Ég sé hana fyrir mér alsæla við hlið Guðfinns, lítandi stolta yfir afkomendur sína á jörðu niðri. Tengdó má vera stolt af fram- lagi sínu. Takk fyrir allt, þín Björk. Elskuleg tengdamóðir mín er látin. Þegar okkar leiðir lágu fyrst saman, tortryggði hún augljóslega þennan síðhærða skeggjaða mann í Álafoss- úlpu sem hafði brennandi áhuga á dóttur hennar. Þetta kom fram í dræmri upplýsingagjöf þegar ég reyndi að ná sambandi við Siggu og snubbóttum kveðjum þegar mig bar að garði. Það var ekki hennar sterka hlið að leyna tilfinningum sínum, en um leið var hún afar hreinskiptin. Okkur var það báðum gleðiefni þegar fór að örla á gagnkvæmu trausti. Vendipunktur í þeirri framvindu varð þegar hún sá mig ganga frá tjaldi í Hestagjá á Þingvöllum. Tjaldið höfð- um við Sigga fengið að láni, en Inga kom við að sækja það á leið sinni í aðra útilegu með Guðfinni og yngri börn- unum. Ég vissi að eitthvað hafði breyst, hún horfði svo hlýlega á mig. Það kom í hlut okkar Siggu að eign- ast fyrsta barnabarn Ingu og það var henni mikið gleðiefni, þótt hún hefði áhyggjur af því að við skyldum ekki vera búin að festa ráð okkar. Á þess- um árum var það eina ágreiningsefnið sem ég minnist, en talsverðar umræð- ur fóru fram um gildi hjónabandsins milli okkar, án þess þó að kastaðist í kekki. Á mannmörgu heimili þeirra hjóna var slík elska gagnvart þessum yngsta fjölskyldumeðlimi að ég velti fyrir mér hvort drengurinn lærði nokkurn tíma að ganga, þar sem hann tyllti varla niður tá heldur flögraði úr einu fanginu yfir í annað. Stærsta og traustasta fangið á heimilinu var þó Guðfinns, en þar áttu barnabörnin gjarnan athvarf og þannig minnist ég þess góða manns að hann er að lesa fyrir þau með tvö til þrjú í kjöltu sinni. Inga leit alltaf á sig fyrst og fremst sem húsmóður og í þeim efnum hafði hún traust tengsl við formæður sínar. Hún minntist oft þeirra tíma sem hún var ung í sveitinni sem hún sá í hill- ingum og hafði áhyggjur af flutningi fólks úr sveitum til þéttbýlisstaða. Það var líklega þess vegna sem hún hafði pólitískan metnað fyrir hönd hinna dreifðu byggða landsins og studdi ein- læglega allar hugmyndir sem lutu að eflingu sjálfstæðis þeirra gagnvart höfuðborginni. En Inga var ekki „bara húsmóðir“ heldur var hún einn- ig framkvæmdastjóri bakarísins í Grímsbæ, þótt hún gerði aldrei mikið með það starfsheiti. Á þessum árum sé ég hana fyrir mér brenna um á stórri Chevrolet drossíu, vippa sér svo fimlega út úr bifreiðinni með poka fulla af brauði sem hún dreifði á unga fólkið, stundum ásamt ýmsu öðru góð- gæti eða jafnvel fæðubótarefnum og vítamínum. Hún lifði fyrir fólkið sitt og velferð þess var henni allt. Nokkru eftir að Guðfinnur lést fór að bera á gleymsku hjá Ingu sem voru fyrstu einkenni Alzheimer. Um tíma hrakaði henni hratt sem markaði leið hennar úr sjálfstæðri búsetu yfir á hjúkrunarheimili. Nú er hún látin og ef hennar draumar ganga eftir er hún búin að hitta bæði Guðmund föður sinn og Guðfinn. Innilegar samúðar- kveðjur til allra sem sakna Ingu. Evald Sæmundsen. Elsku amma, þær eru svo ótal margar góðu minningarnar sem skjóta upp kollinum þegar við hugsum til þín, amma, eða eins og við kölluðum þig alltaf, amma í Ánalandi. Það var alltaf jafnyndislegt að koma til ykkar afa í Ánalandið og þar var nóg að gera. Það voru ófáar stundirnar sem við átt- um niðri í stofu að syngja hástöfum með Kardimommubænum eða öðrum skemmtilegum plötum. Þetta voru hálfgerðir tónleikar hjá okkur, staðið uppi á borðum og stólum og öllu velt um koll í æsingnum. En þú leyfðir okkur að gera þetta allt saman, hafðir bara gaman af þessu. Og ósjaldan réð- umst við á fataskápinn þinn, tókum allt út úr honum og mátuðum. Tókum meira að segja skartgripina þína líka og síðan var haldin tískusýning fyrir þig. Þú hlóst að okkur og tókst mynd- ir, því við vorum svo fínar. Síðan spil- uðum við oft manna á kvöldin, alltaf jafnnotalegt að spila manna við ömmu áður en við fórum að sofa. Gönguferðirnar upp í bakarí voru vinsælar og komum við alltaf til baka með kókoskúlurnar hans afa, þær voru bestar. Sundferðirnar í Laugar- dalslaugina voru einnig alveg ómiss- andi, þú fórst að synda á meðan við lékum okkur. Svo ef þú fannst okkur ekki þegar þú varst búin, fórstu bara upp úr og við heyrðum síðan í kall- kerfinu að við ættum að koma upp úr, það var alveg ekta þú, amma. Svo er ekki hægt að gleyma bústaðarferðun- um. Þær voru alveg frábærar og æð- islegt ævintýri að komast út í náttúr- una með ykkur afa. Svo fóruð þið alltaf með Akraborginni og það var svakalega mikið sport. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, enginn gat farið svangur heim frá þér. Þú þurftir helst að fara að versla áður en við komum til að eiga nóg af öllu handa okkur. Svo gerðirðu bestu sam- lokur í heimi, það jafnast ekkert á við ömmu samlokurnar og pönnsurnar. Einu sinni þegar við vorum í Ánaland- inu og fengum okkur klaka og okkur fannst svona svakalega mikið tusku- bragð af klökunum hafðir þú, amma, undið úr gólftuskunni í klakaboxið og af einhverri ástæðu sett það aftur í frystinn, en við hlógum mikið af því eftir á. Eftir að þú fórst að veikjast varstu alltaf jafn yndisleg. Ég tala nú ekki um þegar við komum með hann Anton Breka með okkur. Þið náðuð svo vel saman og þú hafðir alveg rosalega gaman af honum. Hann á eftir að heyra margar góðar og skemmtilegar sögur um langömmu sína þegar hann verður eldri. Við gerðum svo margt skemmtilegt saman, þessar minningar eiga eftir að lifa að eilífu. Takk fyrir allt, elsku amma. Þínar ömmustelpur, Ingibjörg, Helga María og Bryndís. Nú er elsku Ingibjörg amma dáin og hugurinn fyllist af minningum frá liðnum tímum. Frábærum minning- um um þessa ótrúlega hressu, kraft- miklu og drífandi manneskju sem amma var, alltaf syngjandi og hafði skoðanir og áhuga á öllu. Frábærar ferðir upp í bústað með ömmu og afa, spjall í eldhúsinu í Ánalandinu, heilu staflarnir af pönnukökum á sunnu- dögum, risaveislur um jól, páska og áramót innan um alla afkomendurna sem ömmu fannst svo gaman að hafa í kringum sig, leikir, málshættir og fleira í þeim dúr er aðeins lítið brot af því sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu. En hvað sem það var, þá var alltaf gaman í kringum ömmu, og eitt er víst að hún vildi alltaf öllum vel. Síðustu árin hefur amma fjarlægst okkur smám saman vegna veikinda sinna, en alltaf varð hún jafn glöð að sjá okkur og hlýjan og vænt- umþykjan streymdi frá henni og hún hafði jafnan húmor fyrir sjálfri sér, og fyrir það bar ég mikla virðingu fyrir henni. Þó svo að það hafi verið ljóst hvar lífshlaup ömmu myndi enda að lokum, er aldrei hægt að undirbúa sig almennilega þegar stundin sjálf kem- ur. Það er því með sárum söknuði sem ég kveð ömmu í Ánalandi í síðasta skipti og ég vona innilega að hennar heitasta ósk hin síðari ár rætist, að hún hitti loksins afa Guðfinn sem hún saknaði svo mikið. Haukur Harðarson. Öll óskum við börnum okkar góðr- ar og heilbrigðrar tengdafjölskyldu þegar þau yfirgefa hreiðrið og hefja eigið fjölskyldulíf, og barnabörnum okkar ekki lakari ömmu og afa en við teljum okkur vera sjálf. Á tímum vax- andi óróa í lífi barna í yfirkeyrðu sam- félagi okkar er mikilvægi styrkrar fjölskyldu í víðasta skilningi enn meira en nokkru sinni. Hinir ungu þarfnast vakandi augna í umhleyp- ingum nýrra tíma. Það er þess vegna gott að vita af þeim í góðum og hlýjum höndum fleiri en foreldranna einna. Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur skilað samfélaginu sex góðum og þróttmiklum einstaklingum, sem allir bera ástríku æskuheimili sínu og ljúfri sambúð Ingibjargar og manns hennar Guðfinns heitins Sigfússonar fagurt vitni. Þar var háttvísi og hóf- semi í heiðri höfð og elskusemi í ann- arra garð ræktuð með augljósum ár- angri. Eitt þessara elskulegu barna þeirra hjóna hefur nú verið tengda- dóttir mín í á þriðja áratug og móðir þriggja sonarsona minna. Óhætt er að segja að vináttu okkar hefur aldrei borið skuggann á, og stóra fjölskyldu hennar tel ég meðal minna bestu vina. Minningar um óteljandi ánægjulegar samverustundir hrannast upp nú á kveðjustund, þar sem söngur og lífs- gleði réðu ríkjum, en einnig minning- ar um góða nærveru þegar ástvinir voru kvaddir. Stóri hópurinn hennar Ingibjargar kveður nú móður og ömmu sem aldrei brást, heldur veitti og gaf af heitu hjarta allt sem hún átti í sorg jafnt sem gleði. Ingibjörg var um margt óvenjuleg kona, skarpgreind og fróð, ör í lund og ástríðufull hugsjónakona, sem stundum átti til að fara offari, en hún villtist aldrei af leið. Ef til vill var Guð- finnur áttavitinn hennar og sá vegvís- ir brást heldur aldrei. Þau bættu hvort annað upp á einstaklega falleg- an máta. Þegar börnin okkar voru í námi erlendis héldum við ömmurnar gjarnan upp á afmælisdaga barnanna með súkkulaði og tertu á Hótel Borg. Ég minnist þess að eitt sinn ræddum við hverjum litlu barnabörnin okkar líktust mest og komumst að þeirri niðurstöðu að þau hefðu fengið kraft og fjör okkar tveggja í vöggugjöf, en til allrar hamingju einnig rólyndi og jafnaðargeð afa sinna. Töldum við að ástæða væri til að þakka himnaföð- urnum fyrir það. Hlógum við svo hátt að þessu, að pólitíska setuliðið við næsta borð hafði orð á því þegar út í þinghús var komið að sumum þætti ég skemmtilegri en öðrum. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð vinkonu mína. Enn einum kafla í lífsbók okkar sem þekktum Ingi- björgu Guðmundsdóttur er lokið, en það er mælikvarði á góða bók að sá kafli sé vel skrifaður, engir lausir end- ar, ekkert ósagt. Þannig er lífsbók Ingibjargar og börn hennar og barna- börn munu flytja inntak hennar áfram til komandi kynslóða, hjartahlý og ljúf eins og Ingibjörg var þeim. Slíkur hópur er mikil gjöf til sam- félagsins sem hún unni af heitu hjarta, og þannig verður dauðinn henni góður. Við sem eftir lifum minnumst hennar með dýpstu þökk og virðingu. Guðrún Helgadóttir. Elsku systir, nú er kallið komið og vona ég að þú sért komin til Guðfinns núna og veit ég að þér líður þá vel. Inga mín, við áttum nú ekki mikla samleið í lífinu en fylgdumst vel hvor með annarri, þú varst nú níu árum eldri en ég og fórst snemma að heim- an til að búa þér heimili. Þú eignaðist svo falleg og yndisleg börn og þér leið alltaf best að geta verið heima og hugsað um þau og það gerðir þú með mikilli prýði. Ég man hvað þér þótti gaman þeg- ar ég fór með þig í bíltúra og þá gátum við sungið öll gömlu lögin, því þótt minnið hefði verið farið að minnka, kunnir þú alla textana, það var alveg yndislegt. Svo tókum við smápásu í söngnum og fórum að heimsækja Huldu í Hafnarfirði, þér þótti alltaf svo vænt um hana og henni um þig. Ég kveð þig, elsku systir, og geymi góðar minningar um þig. Guð blessi börnin þín. Þín systir Soffía. Mig langar að minnast kærrar vin- konu minnar Ingu. Vinátta okkar hófst strax í barnaskóla þar sem við lærðum svo margt gott bæði til munns og handa hjá honum Jónasi B og fleir- um. Þú varst svo stór partur af mínu lífi. Við trúðum hvor annarri fyrir okk- ar innstu tilfinningum og öllu sem okkur fannst spennandi á þeim tíma. Við fórum alltaf í sveit á sumrin í æsku og mikið þurftum við að segja hvor annarri þegar við hittumst aftur að hausti. Þar var gjarnan margt róm- antískt á ferð. Einhver sem sá okkur saman sagði að við værum eins og Sí- amstvíburar þar sem við gengum um götur. Við höfðum báðar misst feður okk- ar í æsku og þegar unglingsárin runnu upp var ekki hugsað um lang- skólanám. Þú fórst í húsmæðraskól- ann. Og oft dáðist ég að hvað þér lét vel að matbúa og eins að prýða ykkar heimili. – Ég hugsa oft um það hvað heppnar við vorum að ganga í stúkuna hjá henni mömmu þinni sem ungling- ar. Þar lærðum við að dansa gömlu dansana og þar fengum við að leika í leikritum og vöndumst félagslífi. Þarna voru líka fleiri ungmenni sem hægt var að líta rómantískum augum. Allt var svo saklaust og líka spennandi og margt var rætt löngum stundum. Við vorum alltaf duglegar að heim- sækja hvor aðra og mættum mikilli velvild á báðum heimilum. Að því kom að við fundum okkar draumaprinsa. Þú giftist fyrst en ég fann minn mann úti á landi og settist þar að. En þótt ég færi úr bænum um tíma slitnaði aldrei þráðurinn. Við heimsóttum hvor aðra af og til. Við urðum svo báðar heimakonur og hugsuðum um okkar „hreiður og strá“ eins og flestar konur gerðu á þeim tíma. Við eignuðumst okkar börn og hlúðum að þeim af bestu getu. Við fylgdumst með því sem var efst á baugi á hverjum tíma og rökræddum menn og málefni. Ekki vorum við allt- af sammála í öllum greinum en allt gerði þetta okkur bara opnar fyrir hinum ýmsu hliðum mála. Eftir að ég flutti aftur í bæinn varð stutt milli vina. Alltaf varst þú tilbúin að koma með mér á hin ýmsu námskeið og fræðslu, sem mér datt í hug að sækja og oft slóst þú mér við með þinni skörpu greind í þeim efnum. Þú hafðir löngum yndi af söng og tókst stundum þátt í kórastarfi. Börnin okkar komu í heiminn og aðrir afkomendur sem nú eru að birt- ast í fjórða ættlið hver eftir annan. Þau færðu okkur ómælda hamingju sem við deildum hvor með annarri. Ljósmyndir voru endalaust dáðar og spáð í svipmót. Fagnað hverri tönn sem birtist og glaðst yfir hverju nýju fótspori sem stigið var af þessum ein- stöku fyrirbærum. Að fylgjast með öllu þessu fólki gegnum nám og allan þroska hefir verið okkur ómæld ham- ingja. Allt hefir sinn tíma. Þig vil ég muna eins og ég sá þig þegar ég kom síðast í heimsókn til þín á fögrum sólardegi og dvaldi hjá þér góða stund. Í stofunni hjá ykkur var þá mynd á skjánum sem sýndi eldra fólk sem dansaði og söng öll gömlu lögin frá okkar unglingsár- um og við sungum með og fleira fólk sem var í stofunni söng með hver með „sínu nefi“ og allir voru svo hamingju- Ingibjörg Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.