Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 47

Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 47 ✝ Valdimar Jóns-son skipstjóri fæddist 11. janúar 1921. Hann lést á Sjúkarahúsi Kefla- víkur 5. október síðastliðinn. Ól hann allan sinn aldur í Keflavík. Foreldrar hans voru Jóna Lilja Samúelsdóttir úr Dalasýslu og Jón Valdimarsson sjó- maður úr Keflavík. Faðir hans dó ung- ur, 1923, móðir hans þá ekkja með tvö börn og eitt á leiðinni. Systkini Valdimars eru Júlíana, látin, Jón látinn, og hálfbróðir Hörður Reynir sem lifir bróður sinn. Til Akureyrar fór Valdimar 1944 á stýrimannanámskeið og þar hitti hann eiginkonu sína, Árnínu Jónsdóttur, sem er frá Akureyri. Þau giftust 8. sept- ember 1945 og bjuggu lengst af í Keflavík. Börn Valdimars og Árnínu eru fjögur, Jón Kristinn, Mar- grét Lilja, Þórður Gunnar og Erna Valdís, tengdason- ur Karl Her- mannsson, barna- börnin eru tíu og langafabörnin fimmtán. Valdimar stund- aði sjómennsku frá unga aldri sem há- seti, stýrimaður og skipstjóri á bátum, skipum og tog- urum. Á sjónum var Valdimar í tæp 40 ár. Þegar hann hætti sjó- mennsku vann hann sem neta- maður á Netaverkstæði Suð- urnesja. Valdimar var mjög heimakær. Þó átti hann eitt áhugamál; að vera við laxveiðar í fallegum ám á okkar fagra landi. Síðustu 11 árin átti hann við heilsuleysi að stríða. Útför Valdimars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku hjartans pabbi minn. Nú ertu farinn yfir móðuna miklu inn í ljósið fagra. Vertu sæll, elsku pabbi. Megi gengnir ástvinir okkar leiða þig áfram í ljósinu. Ástarþakkir fyrir allt sem þú varst og stóðst fyrir. Hve vel þú hugsaðir um okkur. Fjölskyldan var þér allt. Ekkert var of gott fyrir okk- ur. Elsku pabbi. Það væri ekki í þín- um anda að tala fjálglega hér. Þú varst orðfár maður. Grandvar og traustur. Klettur í lífsins ólgusjó. Geymi í hjarta mér minningar fagrar. Lítil stúlka hjá pabba sínum. Davíð Örn og Katrín Ásta kveðja elskulegan afa sinn. Góður guð þig leiði. Þín Erna Valdís. Elsku Valli afi, mínar minningar um þig eru að þú varst þessi sterki, þöguli og ákveðni karakter. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa, sérstak- lega ef það viðkom námi og skóla. En sterkastar eru minningarnar um laxveiðimanninn, hann afa minn, sem alltaf veiddi flesta laxa. Seint mun ég gleyma ferðum okkar í Svartá, fyrir allmörgum árum. Í minningunni varst þú alltaf aðal- veiðiklóin, veiddir lax þegar enga veiði var að fá fyrir okkur hin í hópn- um. Í þessum ferðum náðir þú að smita mig af veiðibakteríunni. Það var alltof snemma sem veikindin tóku þig frá veiðinni og allri þeirri útivist sem henni fylgir. Síðustu tæp fjögur árin hefur þú verið rúmfastur að mestu, en náðir að vinna lítil lista- verk og þar á meðal að gera tvö fyrir Guðbjörgu Lív og Lilju Lív þegar þær fæddust. Þessi litlu listaverk munu halda minningunni um þig lif- andi hér á heimilinu. Elsku afi, nú hefur þú fengið frið- inn sem þú varst búinn að bíða eftir í nokkurn tíma. Elsku amma, pabbi, Magga Lilja, Þórður Gunnar og Erna Valdís, Guð veri með ykkur og styrki í sorg ykkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Margrét Kristín. Valdimar Jónssonsamir og öllum leið vel . Gleðin geisl-aði af þér og ég sá hvað þú varst ánægð. Ég kveð þig, vina mín, og ég veit að þinn kæri eiginmaður, sem fór á und- an þér, tekur á móti þér fagnandi með sínu hlýja brosi og góða viðmóti. Börnum þínum og öðrum aðstandend- um vottum við hjónin innilega samúð. Ingibjörg (Imma). Það eru margar myndir sem koma upp í hugann er ég minnist minnar elskulegu vinkonu, Ingibjargar eða Ingu eins og hún var kölluð. Við kynntumst er við hófum nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur haustið 1943. Svo merkilegt var það að þær sem voru yngstar drógu sama núm- erið og lentu því saman í hóp. Ég byrj- aði aðeins seinna í skólanum vegna heyanna í sveitinni og var því bætt við hópinn sem Inga var í. Við vorum allt- af kallaðar „barnanúmerið“. Allar urðu þær mínar bestu vinkonur. Inga var íðilfögur með sín tindrandi brúnu augu, hún tók skólann kannski ekki of alvarlega í fyrstu enda ekki nema 16 ára. Hún var af borgfirskum ættum og hafði verið þar í sveit bæði sem barn og unglingur. Engin íslensk sveit fannst henni fallegri en Borgarfjörður og það gilti einnig um strákana þar. Ég reyndi að dásama mína sveit, Ár- nessýslu og strákana þar en hafði aldrei roð við henni í þeim rökræðum. Inga fór oft í Gúttó en þar var mamma hennar og stjúpi í æðstaráði og var hún búin að leika þar í hinum ýmsu leikritum og fór ég oft með henni þangað á böll en við fengum frítt inn. Í skólanum þurftum við ávallt að biðja um leyfi ef við vorum lengur úti en til tólf á miðnætti svo við hlupum iðulega út í tæka tíð til að komast í skólann fyrir lokun, eins og öskubuskur áður en klukkan sló tólf. Þetta var skemmtilegur tími sem við rifjuðum oft upp og yljuðum okkur við góðar minningar. Inga var ung að árum er ástin tók völdin og hún hitti laglegan ungan mann ættaðan frá Bolungarvík, Hauk Sveinsson að nafni. Þau giftust og eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Það urðu ýmsir erfiðleikar á vegi þeirra sem varð til þess að þau skildu eftir nokkurra ára búskap. Við tók erfiður tími í lífi vinkonu minnar sem hafði nú ein fyrir þremur börnum að sjá en hún var ung og falleg, hug- djörf og hélt ótrauð áfram að halda fyrirmyndarheimili handa börnum sínum og brátt fann hún ástina og kærleikann á ný er hún kynntist öðr- um Vestfirðingi, Guðfinni Sigfússyni bakarameistara, ættuðum frá Ísafirði. Þau giftu sig 1. september 1956. Það varð hennar mesta gæfuspor. Guð- finnur var einstakur maður, rólyndur og hlýr, sem tók henni og börnunum af miklum kærleika. Þau Guðfinnur eignuðust einnig tvo syni og eina dótt- ur og eru börnin, börn Ingu af fyrra og síðara hjónabandi, öll mannkosta- fólk sem hefur komið sér vel áfram í lífinu og á hún stóran ættboga barna- barna og langömmubarna, öll sérlega fallegt fólk. Hún talaði oft um það hversu heppin hún hafi verið að kynn- ast Guðfinni. Þau voru þó um margt ólík, hún fljóthuga og stundum svolítið fljótfær og gerði óspart grín að sjálfri sér en hann rólyndur og orðvar. Þau áttu vel saman og ráku bakaríið í Grímsbæ í áratugi og sá Inga um fjár- málin en tveir synir þeirra reka Grímsbæ í dag. Sumarið 1986 fékk ég Ingu með mér á enskunámskeið til Bornmouth á Englandi og höfðum við báðar gagn og gaman af þeirri ferð. Við hefðum getað verið ömmur skóla- systkinanna. Síðan fórum við tveim árum seinna með eiginmönnunum okkar til að sýna þeim alla fallegu staðina sem við höfðum ferðast um og varð það einnig mjög skemmtileg ferð. Inga var mjög söngelsk og var um tíma í kór eldri borgara á Vest- urgötu en þar keypti hún sér íbúð eftir að hún seldi húsið sitt í Fossvogi þeg- ar hún var orðin ekkja. Ég sakna vinkonu minnar mikið og er þakklát fyrir alla þá tryggð og vin- áttu sem ég hef verið aðnjótandi frá okkar fyrstu kynnum. Við fjölskyldan sendum innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna. Guð blessi minningu minnar elskulegu vin- konu. Ingunn Erla Stefánsdóttir. Miðvikudagsklúbburinn Miðvikudaginn 11. október var spilaður eins kvölds Barometer-tví- menningur. Staða efstu para var: Hrund Einarsd. – Vilhjálmur Sigurðss. 41.2 Andrés Þórarinsson – Halldór Þórólfsson 16.2 Unnar A. Guðmundss. – Gunnar Birgisson 11.3 Guðlaugur Sveinss. – Guðjón Sigurjónss.8.7 Sigurvegararnir fengu gjafabréf á Lauga-Ás og þeir sem hlutu 2. sætið fengu gjafabréf hjá SS. Í Bronsstigakeppni Sævars Karls standa Guðlaugur Sveinsson og Guðjón Sigurjónsson best að vígi hjá karlspilurum, en Hrund Ein- arsdóttir leiðir kvenspilara. Stiga- hæstu karl- og kvenspilarar í lok tímabilsins fá gjafaúttekt hjá einni glæsilegustu og virtustu fataverslun landsins. Miðvikudagsklúbburinn spilar öll miðvikudagskvöld í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, 3. hæð. Spilamennska byrjar kl. 19.00 og eru alltaf spilaðir eins kvölds Barometer-tvímenning- ar með forgefnum spilum. Notast er við BridgeMate við skráningu á skori. Veitt verða 4–6 verðlaun hvert kvöld auk þess sem bronsstigahæsti karl- og kvenspilarinn verða leystir út með fataúttekt frá glæsilegri fataverslun í lok vetrarins. Allir spilarar eru velkomnir og leitast er við að taka mjög vel á móti óvanari spilurum og vera þeim til fyrirmyndar í hegðun við og fyrir utan spilaborðið. Keppnisgjald er 800 kr. á spilara. Eldri borgarar og yngri spilarar borga 400 kr. og 20 ára og yngri spila frítt. Heimasíða Miðvikudagsklúbbs- ins: www.bridge.is/mid. Tvímenningur á Suðurnesjum Hjá bridsfélögunum stendur nú yfir þriggja kvölda tvímenningur þar sem tvö kvöld ráða úrslitum. Gunnar Guðbjörnsson og Arnór Ragnarsson unnu síðasta mánu- dagskvöld og hafa því unnið bæði kvöldin sem spilað hefir verið í keppninni. Lokastaðan síðasta spilakvöld: Gunnar – Arnór 104 Garðar Garðarss. – Kristján Kristjánss. 99 Karl G. Karlss. – Gunnlaugur Sævarss. 99 Gunnar og Arnór leiða mótið með 61,9% og 60,4% skor en Karl G. og Gunnlaugur fylgja þeim sem skugg- inn með 58,9% og 57,6% skor. Lokaumferðin verður spiluð nk. miðvikudagskvöld í félagsheimilinu kl. 19,30. Góð þátttaka hjá bílstjórunum Sl. mánudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Brids- félagi Hreyfils og var góð þátttaka. Lokastaða efstu para: Birgir Sigurðss. – Sigurður Ólafsson 138 Birgir Kjartanss. – Árni Kristjánss. 129 Þórdís Þormóðsd. – Hanna Friðriksd. 117 Jón Sigtryggss. – Skafti Björnss. 111 Á mánudaginn kemur hefst fjög- urra kvölda tvímenningur. Spilað er í Hreyfilshúsinu og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Íslandsmót kvenna Íslandsmót kvenna í tvímenningi verður haldið að Síðumúla 37 helgina 14. – 15. október. Stefnt er að því að spila barómeter. Spila- fjöldinn fer eftir þátttökufjölda. Keppnisgjald er 6.000 kr. á parið. Skráning á heimasíðu BSÍ eða síma Bridgesambandsins, 587 9360 eða 898 7162. Nánari upplýsingar á vefsíðu Bridssambandsins, bridge.is . Þorlákur og Jón efstir hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Þriggja kvölda Butler-tvímenn- ingi BR lauk þriðjudaginn 10. októ- ber. Þorlákur Jónsson og Jón Bald- ursson settu í fluggír síðasta kvöldið en þeir byrjuðu kvöldið í 6. sæti. Röð efstu para: Þorlákur Jónsson – Jón Baldursson 125 Sveinn Þorvaldss. – Gísli Steingríms. 101 Magnús Magnúss. – Matthías Þorvaldsson/ Ásmundur Pálsson 99 Sveinn R. Eiríkss. – Hrólfur Hjaltason 93 Guðrún Jóhannesd. – Arngunnur Jónsd. 89 Ómar Olgeirsson – Kristján Blöndal 84 Skor kvöldsins: Þorlákur Jónsson – Jón Baldursson 79 Helgi Bogason – Vignir Hauksson 71 Helgi Jónsson – Helgi Sigurðsson 43 Föstudaginn 6. október var dræm þátttaka en deildakeppnin stóð yfir alla helgina svo flestir hafa notað kvöldið í hvíld fyrir þau átök. Næsta keppni Bridsfélags Reykjavíkur er þriggja kvölda Swiss monrad-sveitakeppni en þar eru spilaðir stuttir leikir og fulln- aðarsigur er 8–0. Hefst keppnin þriðjudaginn 17. október. Spila- mennska hefst kl. 19. Nánar á bridge.is/br Minnt er á bronsstigakeppnina en 24 efstu vinna sér rétt í lokaein- menning BR sem haldinn verður í vor. Lögð saman bronsstig þriðju- daga og föstudaga. Staða 24 efstu 10. október: Sverrir Kristinsson 54 Jón Baldursson 53 Þorlákur Jónsson 53 Björgvin Már Kristinsson 49 Jöfn keppni hjá Bridsfélagi Akureyrar Hið sívinsæla Greifamót B.A. er hafið en það er þriggja kvölda impa- tvímenningur. Eftir fyrsta kvöldið er staða efstu para: Frímann Stefánsson – Reynir Helgason 38 Ævar Ármannss. – Árni Bjarnason 35 Soffía Guðmundsd. – Magnús Magnúss. 21 Hans V. Reisenhus – Sveinb.Sigurðss. 20 Jónas Róbertsson – Pétur Guðjónss. 16 Verðlaunahafar munu fá að skreppa út á borða á Greifann, eitt vinsælasta veitingahús norðan Holtavörðuheiðar svo til mikils er að vinna enda komu spilarar allt frá Dalvík til Mývatns. Sunnudaginn var jafnt og loka- staðan varð þessi: Gissur Jónass. – Gissur Gissurarson +8 Björn Þorlákss. – Tryggvi Ingason +7 Hans V. Reisenhus – Sveinbj. Sigurðss. +6 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 10 okt. var spilað á 13 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi. N/S Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 386 Oddur Jónsson – Sverrir Jónsson 373 Jón Hallgrímss. – Magnús Oddsson 333 Ragnar Björnss. – Eysteinn Einarsson 321 A/V Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 362 Skarphéðinn Lýðsson – Jón Bjarnason 344 Einar Sveinsson – Guðm. Bjarnas. 331 Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. 326 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elsku afi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ✝ Ingólfur Björg-vinsson, raf- virkjameistari í Reykjavík, fæddist 18. júní 1923 á Ból- stað í A-Landeyjum. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 30. september síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Ás- kirkju í Reykjavík 9. október. ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég er þér svo óend- anlega þakklát fyrir allt, elsku besti afi minn. Fyrir að vera kletturinn minn, fyrir að hafa haft trú á mér og verið svona stoltur af mér, fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og krakkana mína. Þið amma hafið sýnt mér ómetanlegan stuðning og áttuð svo stóran þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég og krakkarnir mínir munum búa að því alla ævi að hafa fengið að vera svona stór partur af lífi ykkar. Ég sakna þín sárt en ég veit þú vakir yfir okk- ur. Elsku amma mín, ég samhryggist þér innilega af öllu mínu hjarta. Ég er hérna til staðar fyrir þig eins og þið afi hafið alltaf verið fyrir mig. Þín Unnur. Ingólfur Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.