Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 48

Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Bækur til sölu Íslenskt Fornbréfasafn 1-16, óbmk., Njála 1772 ib, Njála 1809 ib,. Njála 1875 1-2 ib, Árferði á Íslandi í 1000 ár ÞTH, almanak Ólafs Þorgeirssonar í öskjum. Upplýsingar í síma 898 9475. Ferðalög Vestmannaeyjum Útsýnisferðir. Skutl með íþróttahópa. Gisting. Sími 481 1045, eyjamyndir@isholf.is http://tourist.eyjar.is Heilsa GREEN COMFORT framleiðir líka flotta tískuskó. Mýkt og gæði sakar ekki! Fótaaðgerðastofa Guðrúnar Alfreðsdóttur, Listhúsinu Engjateigi 17-19, sími 553 3503. OPIÐ mán.-mið.-fös. kl. 13-17. www.friskarifaetur.is. Húsnæði óskast Vantar íbúð! Bráðvantar íbúð til leigu strax, 2-3 herb. á bilinu 60- 90 þús. Allir staðir koma til greina nema Garðabær. Uppl. 847 1551. Geymslur Vetrargeymsla Geymum fellihýsi, tjaldvagna o.fl. í upphituðu rými. Nú fer hver að verða síðastur að panta pláss fyr- ir veturinn. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 899 7012 Sólhús Sumarhús Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Listmunir Skartgripanám fyrir alla. Sjá heimasíðu www.listnám.is Listnám.is, Súðarvogi 26, 104 Rvík, Kænuvogsmegin, sími 699 1011. Til sölu Viltu kaupa eða selja fasteign? Verðmat? Er ekkert að gerast með þína eign? Vantar allar gerð- ir eigna á skrá. Ég verðmet eign- ina þína þér að kostnaðarlausu. Ég veiti þér aðeins fyrsta flokks þjónustu. Óli@remax.is eða upp- lýsingar í síma 892 9804. Útlitsgölluð iðnaðarkælitæki Eigum til á lager ný útlitsgölluð iðnaðarkælitæki í t.d. mötuneyti, bari eða hesthús. Allar frekari upplýsingar á www.ishusid.is eða í síma 566 6000. Íshúsið ehf. Tékknesk postulín matar-, kaffi- , te- og moccasett. Frábær gæði og mjög gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Kristalsljósakrónur. Handslípað- ar. Mikið úrval. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4331. Bókhald Fjárhagsþjónustan ehf. Ráðgjöf, bókhald, reikningsskil, skattþjón- usta. Getum bætt við okkur verk- efnum. www.fjarhagur.is fjarhag- ur@fjarhagur.is, s. 587 7177. Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Ýmislegt Þjóðbúningasilfur. Til sölu þjóð- búningasilfur, heil sett og stakir hlutir t.d. hólkar, nælur, stokka- belti. Einnig sjöl, slifsi, pils og húfur. Þjóðbúningastofan, sími 551 8987. Verslunin hættir. Úr og skart- gripir. Frábært tilboð. Tilvaldar jólagjafir. Helgi Guðmundsson, úrsmiður, Laugavegi 82, s. 552 2750. Saumlaus og mjög fallegt push- up snið í ABCD skálum kr. 3.350. Fallegt push-up snið og falleg blúnda í ABC skálum kr. 3.350. Þessi mega vinsæli bh fyrir stærri brjóstin nýkominn í D,DD,E,F,FF skálum kr. 5.490. Rosalega sexí og flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum kr. 4.990. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf NÝ SENDING Bómullarklútar kr. 1.290. Bómullarleggings - síðar kr. 1.990. Hárspangir frá kr. 290. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. HÚFUR, TREFLAR OG VETTLINGAR Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Emilia. Einkar léttir og þægilegir götuskór með vönduðu innleggi. Tveir litir. Stærðir: 37-41. Verð 10.800. Sheyla. Stærðir: 36-42. Verð 6.300. Arisona. Stærðir: 36-42. Verð 5.685. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Bílar VW TOUAREG V8 árg. 2004. Loft- púðafjöðrun, leður, lúga, hiti í stýri o.fl. o.fl. Ekinn aðeins 29 þús. km. Verð 5.390 þús. Tilboð: Verð 4.580 þús. Skoða skipti á ódýrari. Til sýnis og sölu hjá Bílalífi, símar 562 1717 og 898 1742. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is . Hjólbarðar Til sölu 4 álfelgur fyrir Land- rover Discovery 1992-1998. Verð 25.000, stærri deilingin. Til sölu 4 nagladekk á álfelgum fyrir Ford Explorer eða Ford Ranger. Verð 25.000. Uppl. í síma 824 8018. Hjólhýsi Hjólhýsi til sölu. Haustútsala okkar á nokkrum hjólhýsum. 15% afsláttur. Fortjald á hálfvirði. Komið og gerið frábær kaup. Allt að 100% lán. Sími 898 4500/ 94 6000. www.vagnasmidjan.is Smáauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR GLITNIR styður árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands sem nú stendur yfir. Einkennislitur átaks- ins er bleikur og hefur verið skipt um lit á vefsíðu Glitnis af þessu til- efni auk þess sem höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand eru lýstar með bleiku ljósi. Glitnir hefur verið sterkur bandamaður Krabbameinsfélagsins á þessu ári. Í ársbyrjun gaf bankinn tæki að andvirði 40 milljónir króna til leitar að brjóstakrabbameini. Í ágúst söfnuðust 2,5 milljóna króna áheit á Krabbameinsfélagið í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Glitnis en flestir hlauparar hétu á Krabbameinsfélagið. Glitnir hvetur alla landsmenn til að leggja hönd á plóg og styrkja Krabbameinsfélagið. Glitnir styður Krabbameinsfélag Íslands Á VEGUM þjóðgarðsins á Þingvöll- um verður gönguferð á laugardag- inn en þar verður stórurriðinn í að- alhlutverki. Jóhannes Sturlaugs- son, líffræðingur hjá Laxfiskum ehf., mun vera með kynningu á rannsóknum sínum á stórurrið- anum í Þingvallavatni. Jóhannes mun skýra rannsóknir sínar og verða m.a. lifandi risaurr- iðar til sýnis. Jóhannes hefur stund- að rannsóknir á urriðanum í Öxará og Þingvallavatni undanfarin ár. Safnast verður saman við Flosa- gjá kl. 13 og þaðan gengið að Öxará þar sem urriðinn verður skoðaður og síðan gengið í fræðslumiðstöð þar sem Jóhannes mun skýra nánar rannsóknir sínar. Dagskráin verð- ur endurtekin aftur kl.15. Stórurriði og gönguferð við Þingvallavatn DÓMNEFND á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) hefur tilnefnt fimm aðila til að hljóta Fjöregg MNÍ en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir lofs- vert framtak á árinu á mat- vælasviði. Félaginu barst fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa en þau sem dómnefnd valdi að tilnefna til verðlaunanna að þessu sinni eru fyrirtækin Gallerý fiskur, fyrir að eiga þátt í að gera fisk að veislu- mat, Mjólka,fyrir frumkvöðlastarf, Móðir náttúra fyrir skólamáltíðir, HR konfekt,fyrir útflutning á hand- gerðu íslensku konfekti og Guðrún Adolfsdóttir hjá Rannsóknaþjónust- unni Sýni, fyrir nýstárleg námskeið og ráðgjöf fyrir eldhús og mötu- neyti. Tilkynnt verður hver hlýtur Fjöregg MNÍ 2006 við setningu matvæladags Matvæla- og næring- arfræðafélags Íslands á Hótel Loft- leiðum 20. október næstkomandi og mun Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra afhenda Fjör- eggið. Yfirskrift matvæladagsins er að þessu sinni „Öflugur mat- vælaiðnaður í stöðugri framþróun“. Í tilefni af matvæladeginum verð- ur efnt til viðamikillar dagskrár á Hótel Loftleiðum þar sem leitast verður við að fjalla um málefni dagsins frá sem flestum hliðum. Fyrirlesarar hafa verið fengnir frá ýmsum greinum matvælaiðnaðar- ins, úr háskólasamfélaginu og frá matvælastofnunum. Dagskrá mat- væladagsins á Hótel Loftleiðum stendur frá kl. 12:00 til 17:00 föstu- daginn 20. október Fimm tilnefnd til Fjöreggs MNÍ MIÐGARÐUR, félag um aukin sam- skipti þroskahefts fólks á Norður- öndum er að fara af stað með kynn- ingarherferð á öllum Norðurlöndunum. Markmið Mið- garðs er að gefa þroskaheftu fólki 18 ára og eldra, kleift að fara til náms eða vinnu á einhverju Norð- urlandanna í 10 daga til 4 mánuði með eða án aðstoðarmanns, segir í fréttatilkynningu. Það eru einstaklingar og stofn- anir á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Svíþjóð sem standa að þessu verkefni með styrkjum frá Norð- urlandaráði og félagsmálaráðu- neytinu á Íslandi. Fyrsti kynning- arfundurinn verður í dag, föstudaginn 13. október með Hlut- verki sem eru samtök verndaðra vinnustaða á Íslandi. Síðan verður haldið til Noregs hinn 15. október og verða kynn- ingar í Þrándheimi og Bergen. Þeir sem sjá um kynningu á Mið- garði eru Steindór Jónsson, fatl- aður starfsmaður í Ásgarði, og Þór Ingi Daníelsson, verkefnisstjóri Miðgarðs. Hægt er að skoða vef fé- lagsins midgardur.com. Aukin samskipti þroskahefts fólks á Norðurlöndum SAMTÖK herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska her- skipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar hafnir og allt það haf- svæði sem tilheyrir Íslandi á að vera í friði fyrir herskipum eða öðr- um hernaðartólum. „Einkum og sér í lagi frábiðjum við okkur heimsóknir frá því her- veldi sem nú er árásargjarnast, stendur í blóðugum styrjöldum í kjölfar innrása sinna í Írak og Afg- anistan, brýtur mannréttinda- sáttmála og alþjóðalög með fanga- búðum og pyndingum fanga og stendur í endurnýjun og þróun kjarnorkuvopna þvert á alþjóða- samninga og áratugalanga viðleitni til kjarnorkuafvopnunar, segir í ályktun miðnefndar Samtaka her- stöðvaandstæðinga. „Samtök herstöðvaandstæðinga átelja harðlega það samkomulag sem gert hefur verið um framhald- andi samstarf Íslands og Bandaríkj- anna á sviði hernaðar og hvernig borgaralegum stofnunum eins og Landhelgisgæslunni og lögreglunni skal þvælt í hernaðarlegt samstarf. Sú svívirða kemur nú berlega í ljós við heimsókn herskipsins USS Wasp, en meðan á dvöl skipsins stendur er ætlunin að áhöfnin vinni með landhelgisgæslunni og lögreglunni við að undirbúa þjálfun og æfingar í framtíðinni, “ segir í ályktuninni. Þá vilja Samtök herstöðva- andstæðinga minna borgar- og hafnaryfirvöld á samþykkt borg- arstjórnar frá 21. mars 2002: „Borgarstjórn samþykkir að bönn- uð verði í borgarlandinu umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýkla- vopna.“ Í samræmi við þess sam- þykkt ber hafnar- og borgaryf- irvöldum að ganga úr skugga um hvort kjarnorkuvopn séu um borð í herskipinu USS Wasp. Ef ekki er hægt að fá staðfest að svo sé ekki ber yfirvöldum að koma í veg fyrir að skipið komi inn á höfn í Reykja- vík. Lýsa vanþóknun á vináttuheimsókn Wasp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.