Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 49 Raðauglýsingar 569 1100 Grafarholt Hjálpræðisherinn heldur lofgjörðarsamkomu laugard. 14. okt. kl. 16.30 Kaffi og meðlæti í lok samkomu Staður: Þórðarsveigur 3 Allir velkomnir Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bakkastígur 5, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Árni Jóhannesson, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 17. október 2006 kl. 13:30. Kárastígur 13, 200-6467, Reykjavík, þingl. eig. Guðný Björk Hauksdótt- ir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 17. október 2006 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 12. október 2006. Styrkir Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna Sjóðurinn mun fyrst og fremst styrkja rann- sóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögulegt væri að nytja. Við mat umsókna verður lögð áhersla á nýnæmi verkefnisins m.t.t. nýrrar þekkingar og/eða aukinna nýting- armöguleika á lífríki sjávar. Allir geta sótt um styrki; einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og háskólastofnanir. Í stærri verkefnum er sérstak- lega hvatt til samstarfs mismunandi aðila með þátttöku vísindamanna víða af landinu. Á árinu 2006 verða styrkt alls 3-5 verkefni að hámarki 3-5 m.kr. hvert og um 10 minni verk- efni, 0,5 til 1.0 m.kr hvert. Styrkur skal að há- marki nema 50% af áætluðum heildarkostnaði verkefnisins. Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeining- ar um frágang umsókna er að finna á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins, www.sjavarutvegsraduneyti.is. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2006 og skulu umsóknir sendar til sjávarútvegsráðu- neytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Um- sóknir sem berast eftir 10. nóvember verða ekki teknar gildar nema póststimpill sýni að um- sóknin hafi verið póstlögð ekki síðar en þann dag. Kynningarfundur um deild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins um sjávarrannsóknir á sam- keppnissviði verður haldinn mánudaginn 23. október kl. 15.00 í húsakynnum Prokaria ehf., Gylfaflöt 5, Reykjavík. Sjávarútvegsráðuneytið. Félagslíf Samkoma í dag kl. 20.00 í bláa salnum í Grensáskirkju. Hans Sundberg yfirpastor Vin- eyard á Norðurlöndunum predik- ar. Komið og snertið af kærleik og krafti guðs. Öll samkoman fer fram bæði á íslensku og ensku. Allir eru hjartanlega velkomnir. www.vineyard.is Í kvöld kl 20.30 heldur Jón E. Benediktsson erindi: Madame Blavatsky og guðspekihreyfingin í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl 15- 17 er opið hús. kl. 15.30. Jón E. Benediktsson heldur erindi: Svipmynd af sam- tímavitringi – Vimala Thakkar. Á fimmtudögum kl. 16.30 - 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félags- ins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 1  18710138  XX. I.O.O.F. 12  18710138½  Fjallahringur Þingvalla Sunnudagur 15. október kl. 11. Ármannsfell með Valgarði Egils- syni. Brottför frá Þjónustumið- stöðinni Þingvöllum kl. 11. Einka- bílar, ókeypis þátttaka, allir vel- komnir, 4–6 klst. Takið með nesti og góðan búnað. Næsta myndakvöld FÍ. Miðvikudagur 18. október kl. 20. Langisjór og Torfajökulssvæðið. Aðgangur 600. Allir velkomnir. 2. október kl. 11.00. Hellar á Þingvöllum. Fararstjóri Björn Hróarsson. Brottför frá Þjónustumiðst Þingvöllum kl. 11. Einkabílar, ókeypis þátttaka, allir velkomnir, 4–6 klst. Takið með nesti og góðan búnað. 29. október kl. 11.00. Skjaldbreiður. Rúta frá Mörkinni 6 kl. 10. Verð 2.000/2.500 kr. Fararstjórar Páll Guðmundsson og Pétur Þorleifs- son. 4–6 klst. Takið með nesti og góðan búnað. Skálar FÍ - lyklar á skrifstofu. Félagsmenn - munið eftir árbók- inni. Sjálfboðaliðar óskast til starfa hjá Ferðafélaginu. Nýir félagsmenn velkomnir. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR STELPUSKÁKMÓT Olís og Hellis fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2, á morgun, laug- ardaginn 14. október, og hefst kl. 13. Þetta er í annað sinn sem þetta mót fer fram en mótið var af- skaplega vel sótt í fyrra og flestar sterkustu ungu skákkonur landsins meðal þátttakenda, segir í frétta- tilkynningu. Öllum stelpum á grunnskólaaldri er boðið til leiks og er þátttaka ókeypis. Fjölbreytt og aldursskipt verðlaun eru í boði og fá allir kepp- endur viðurkenningarskjal frá Olís og Helli fyrir þátttökuna. Samhliða mótinu verður keppt í drottningarflokki þar sem allar konur eru velkomnar til leiks en meðal keppenda þar má nefna landsliðskonurnar Lenku Ptácní- kovú og Guðfríði Lilju Grét- arsdóttur og má þar búast við harði baráttu. Skráning fer fram á heimasíðu Hellis, www.hellir.com. Á myndinni eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sigurvegari Stelpumóts Olís og Hellis í fyrra. Stelpumót í skák DAGUR hvíta stafsins, sem er alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra einstaklinga er á sunnudaginn, 15. október. Þann dag vekja þeir athygli á baráttumálum sínum. Í tilefni dagsins mun Blindrafélagið vera með kynn- ingar í Smáralind kl. 13–15. Þar verður meðal annars kynning á notkun hvíta stafsins, kynning á sjónhjálp- artækjum, smáhjálpartækjum sem auðvelda blindum og sjónskertum daglegt líf og ýmsum talandi hjálp- artækjum, tölvu- og tæknistöð þar sem sýndur verður jaðarbún- aður við tölvur og notkun hans, Blindraletursstöð þar sem fólki gefst kostur á að fá nafnið sitt á blindraletri. Félagsmenn og starfsmenn verða á gangi og svara spurningum gesta. Þessi viðburður er í góðri samvinnu við starfsfólk Sjónstöðvar Íslands og Blindrabókasafnsins, segir í fréttatilkynningu. Bæklingar verða víða á borðum og hugsanlegt er að blindur eða sjónskertur einstaklingur bjóði börnunum að spila við sig ólsen ólsen. Á sunnudaginn kemur út fréttablað Blindrafélagsins, Blindrasýn, undir ritstjórn Arnþórs Helgasonar, og geta gestir fengið sér eintak. Í vikunni kemur út bók um fötlunarfræði á blindraletri undir ritstjórn Rannveigar Traustadóttur doktors í fötl- unarfræðum. Bókin heitir Fötlun, hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði. Blindir kynna dag hvíta stafsins í Smáralind VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveð- ið að veita framlag sem nemur einni milljón Bandaríkjadala, tæplega 70 milljónum íslenskra króna, til sérstaks sjóðs á vegum Sameinuðu þjóðanna til uppbyggingar friðar í stríðs- hrjáðum löndum. Sjóðurinn var settur á laggirnar af allsherjarþingi SÞ í september sl. Tilkynnt var um framlag Íslands á framlaga- fundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á miðvikudag. Markmið sjóðsins er að hafa til reiðu fjármagn sem hægt verði að grípa til með skömmum fyrirvara til verkefna sem talin eru gegna lykilhlutverki í uppbyggingu friðar að lokn- um átökum, segir í fréttatilkynningu. Framlag til friðaruppbyggingar Rangar tölur í grafi ÞAU mistök urðu við birtingu á grafi yfir útvarpshlustun í blaðinu í gær að rangar tölur birtust. Hér birtist grafið á ný með réttum tölum. ) *   ! " + , * ) -        .              !   !  "#      $%  &"#   '!()*  +*!!"#  "!!    &,*) LEIÐRÉTT SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. HVASSALEITI – „VR BL0KKIN“ 63 ÁRA OG ELDRI Vorum að fá í sölu einstaklega vel skipulagða 114 fm íbúð á 3. hæð í suður- enda í þessu húsi á besta stað í Leitunum. Húsið er nýstandsett að utan. Um er að ræða 3ja-4ra herbergja íbúð, þ.e. stofa, borðstofa, sjónvarpsherbergi og svefnherbergi. Gott eldhús með búri innaf. Suðursvalir. Sam. þvottahús á gangi. Margskonar þjónusta í boði á jarðhæð hússins. Samkomusalir, matsal- ur, hárgreiðsla, nudd, snyrtistofa o.fl. FRÁBÆR EIGN Í EFTIRSÓTTU HÚSI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.