Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 50
|föstudagur|13. 10. 2006| mbl.is
Staðurstund
Sigurður Hrannar Hjaltason
situr fyrir svörum og spyr á
móti hvað næsti aðall vilji sjá í
íslensku leikhúsi. » 55
aðallinn myndlist
Tónlistarhátíðin Airwaves hefst
í komandi viku með þátttöku
fjölda erlendra og íslenskra
banda, Diktu þar á meðal. » 52
tónlist
Í bígerð eru stórtónleikar í Laug-
ardalshöll þar sem Magni, Toby,
Storm og Dilana syngja með
Rock Star-húsbandinu. » 53
fólk
Bergþóra Jónsdóttir skrifar um
óvenjumargar menningarhá-
tíðir á höfuðborgarsvæðinu um
þessar mundir. » 53
af listum
þar, mér finnst þetta frábær leið
fyrir tónlistarmenn til að koma sér
á framfæri.“ Hann sagðist ekki
óttast að Kaiser Chiefs liði fyrir
niðurhal á tónlist. „Ef fólk ætlar
að ná sér í tónlist á netinu tekst
það. Ég held að þetta sé raunveru-
leiki sem útgáfufyrirtæki og tón-
listarmenn verða að sætta sig við.
Mig grunar að margar hljómsveitir
hafi náð til fleiri hlustenda þökk sé
netinu og það hlýtur að skila sér í
H
ljómsveitin Kai-
ser Chiefs hefur
notið mikilla vin-
sælda undanfarið í
Evrópu en sveitin
spilar rokk í anda Bloc Party og
Franz Ferdinand. Meðlimir sveit-
arinnar eru frá Leeds í Englandi
en nafn sveitarinnar er sótt til
suður-afrísks fótboltafélags sem
fyrrverandi fyrirliði Leeds Utd
lék lengi vel með.
Nick Hodgson, trommuleikari
sveitarinnar, er geðþekkur ungur
maður, hress og kátur. Hann
hringdi í mig aðeins fyrr en
hafði verið ákveðið og hóf sam-
talið á að margbiðja mig af-
sökunar á framferði sínu. Lét
ég mér það í léttu rúmi liggja
og tók að spyrja hann út í tónlist
og annað slíkt. Talið barst að vel-
gengni Kaiser Chiefs undanfarin
tvö ár, Nick sagði að sér fyndist
miklu lengri tími hafa liðið. „Við
erum búnir að spila saman svo
lengi að þegar platan okkar kom
út og hjólin fóru að snúast litum
við eiginlega bara á það sem bón-
us.“
Mikið af efnilegum
sveitum á MySpace
Um þessar mundir er Kaiser
Chiefs í hljóðveri að taka upp aðra
plötu sína. Nick sagði upptökur
ganga vel og að áhorfendur mættu
búast við þróun frá síðustu plötu.
„Við erum búnir að vera lengi á
Kaiser Chiefs er meðal
gesta á Iceland Air-
waves. Helga Þórey
Jónsdóttir ræddi við
Nick Hodgson,
trommuleikara
sveitarinnar.
ég Nick hvernig það legðist í hann
að koma hingað heim. „Ég hef
aldrei komið til Íslands en ég
hlakka mikið til, ég hef heyrt svo
margt gott um landið.“ Hann sagði
hljómsveitina ætla að stoppa í
nokkra daga og litast aðeins um.
Hann sagðist líka ætla að reyna að
kíkja svolítið á tónleika og bætti
því við að honum þætti fátt
skemmtilegra en að kynnast nýrri
tónlist.
tónleikaferðalagi og þegar maður
þarf að spila sömu lögin aftur og
aftur verður ekki hjá því komist að
lögin þróist og breytist og þá auð-
vitað öll hljómsveitin með.“ Hann
sagði þá hafa leikið nokkur lög af
nýju plötunni á hljómleikum og
fengið góðar undirtektir.
Nick sagðist hafa mikið skoðað
vefsamfélagið MySpace und-
anfarið. „Það er alveg ótrúlega
mikið af efnilegum hljómsveitum
betri tónleikaaðsókn.“ Nick lét
ekki þar við sitja og bætti við að
hann vorkenndi stærri nöfnum í
tónlistarbransanum ekki mikið.
Hlakkar til að skoða landið
„Við höfum það fínt, við fáum
ótrúlega vel borgað fyrir vinnuna
okkar og ég sé ekki eftir pening-
unum þó að sumt fólk sæki tónlist-
ina mína á netið.“
Áður en við kvöddumst spurði
Fátt skemmtilegra en ný tónlist
Hressir Kaiser
Chiefs treður
upp í Listasafni
Reykjavíkur
laugardaginn
21. október á
miðnætti.
NORRÆNIR músíkdagar standa nú
sem hæst og er dagskráin fjöl-
breytt.
Í dag verður frumflutt nýtt verk
eftir Snorra Sigfús Birgisson í Saln-
um í Kópavogi. Verkið, Píanókons-
ert nr. 2, verður flutt af píanóleik-
aranum Víkingi Heiðari Ólafssyni
og Caput-hópnum.
„Hér er á ferðinni nýr og glæsi-
legur píanókonsert og það er alltaf
frétt þegar ný íslensk verk af þessu
tagi eru frumflutt,“ sagði Víkingur í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Forsaga málsins er sú að Snorri
kom að máli við mig og spurði hvort
hann mætti semja fyrir mig verk.
Mér fannst það fremur fyndið því
svarið var að sjálfsögðu já og heið-
urinn allur minn.“
Í kjölfarið lagðist Snorri í tón-
smíðar en Víkingur segir hann
gjarnan hafa þennan háttinn á, að
semja fyrir fyrirfram ákveðna lista-
menn.
„Verkið er samið fyrir píanóleik-
ara og kammerhóp sem er Caput-
hópurinn. Það einkennist af fal-
legum tónblæ og glæsilegum og
krefjandi einleiksparti,“ segir Vík-
ingur.
Strangar æfingar að baki
„Mér finnst mjög gaman að leika
verkið því mér finnst ég eiga svolít-
ið í því. Snorri hefur verið með á öll-
um æfingunum og það er mjög gott
að leita til hans við æfingar. Ég vildi
stundum að maður gæti ráðfært sig
við Bach og aðra höfunda sem mað-
ur er að leika tónlist eftir en það er
að sjálfsögðu ekki hægt,“ segir Vík-
ingur.
Hann segir mikla vinnu og
strangar æfingar vera að baki verk-
inu.
„Maður þarf að leggja mjög hart
að sér við verk sem aldrei hafa ver-
ið flutt áður. Maður er eins og land-
könnuður og er að upplifa og kanna
mikið í fyrsta sinn. Það er mjög
spennandi að hafa verkefni á borð
við þetta til að hlúa að,“ segir hann.
Verkið var samið sérstaklega fyr-
ir þetta tilefni enda segir Víkingur
Norræna músíkdaga einn af stærstu
viðburðum í tónlistarlífinu ár hvert.
Tónleikarnir fara sem fyrr segir
fram í kvöld og hefjast þeir klukkan
18 í Salnum í Kópavogi.
Eins og landkönnuður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kátir Snorri Sigfús Birgisson tónskáld og Víkingur Heiðar Ólafsson píanó-
leikari í Salnum í Kópavogi þar sem Víkingur frumflytur verk Snorra.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Það kennir margra ólíkra
grasa á myndlistarhátíðinni
Sequences, sem hefur göngu
sína í Reykjavík í dag. » 52