Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
SEQUENCES er alþjóðleg hátíð þar sem
sjónum er beint að líðandi list – myndlist sem
líður í tíma, eins og vídeólist og hljóðlist. Á há-
tíðinni verður myndlist sett í samhengi við
aðra miðla, einkum hljóð og gjörningalist. Há-
tíðin fer fram víða um miðborg Reykjavíkur,
ekki einungis í söfnum og galleríum heldur
verða viðburðir hátíðarinnar einnig utandyra
og á óhefðbundnum sýningarstöðum. Hópur
alþjóðlegra og íslenskra listamanna tekur þátt
í hátíðinni.
Nína Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Se-
quence-hátíðarinnar, segir að opnun hátíð-
arinnar verði í dag í Nýlistasafninu kl. 18. Þar
verður dagskrá í fjóra tíma í safninu og í
kringum það þar sem verða gjörningar og víd-
eóvarpanir.
Á morgun verða opnaðar sýningar hjá öðr-
um en Nína segir að allar myndlistarstofnanir
á Íslandi komi að hátíðinni, hver með sínum
hætti. Hún segir dagskrá hátíðarinnar mjög
vandaða sem komi einungis til af einskærum
áhuga listamannanna sjálfra. „Myndlist-
armenn eru að kveikja líf í borginni þessar
tvær vikur sem hátíðin verður. Fjöldi verkefna
gerast einungis einu sinni, þ.e.a.s. gjörningar
og varpanir. Í Tjarnarbíó verður boðið upp á
fimm mismunandi atburði fimm kvöld hátíð-
arinnar. Þar verða sýnd tónlistarmyndbönd
erlendis frá, vídeóverk, experimental-
tónleikar og fleira,“ segir Nína.
Í tengslum við Sequences opnar Eirún Sig-
urðardóttir einkasýningu í Listasafni ASÍ á
morgun sem kallast Blóðhola. Við opnun sýn-
ingarinnar flytur Ásmundur Ásmundsson
gjörning/ræðu. Eirún lætur á hinn bóginn
skúlptúra, ljósmyndir, teikningar og videó tala
sínu máli. Una Þorleifsdóttir leiklistafræð-
ingur hefur samið hugleiðingu í tengslum við
verkin sem heitir: Stelpa/móðir-ég.
Gunnhildur Hauksdóttir, myndlistarmaður,
tók saman umræður um verkin á meðan á
vinnslu þeirra stóð undir yfirskriftinni: Lauk-
ar og kartöflur, brjóstamjólk og sæði.
Gefa þessar fyrirsagnir góða hugmynd um
innihald verkanna.
„Ég er einn þriðji af Gjörningaklúbbnum en
sýninguna vinn ég út frá móðurhlutverkinu.
Ég er móðir og vinn því út frá eigin reynslu en
samt í víðara samhengi. Það að eignast barn er
að taka þátt í hversdagslegasta kraftaverki í
heiminum. Ég er líka að reyna að átta mig á
samhengi hlutanna og það gerist líka við þenn-
an atburð. Sýningin gengur út á það að skoða
heiminn sem ég er í, hvaðan ég kem en samt í
víðara samhengi,“ segir Eirún.
„Ég tók ljósmyndir af fólki í ákveðnum bún-
ingi sem kallast Tengill. Tengillinn er með
langan hala úr höfðinu sem er skilningssnúra
sem tengir fólk við fortíðina og það skilur hlut-
ina fyrir tilverknað halans. Ég tók myndir af
fólki í þessum búningi á ýmsum stöðum þar
sem það er í tengslum við náttúruna, borgina
og jafnvel drauga,“ segir Eirún.
Ennfremur sýnir Eirún sjálfsmyndir, hann-
yrðir og stóran skúlptúr þar sem amma henn-
ar og aðrir niðjar leika stórt hlutverk.
Myndlist og gjörning-
ar um alla borg
Sequence Nína Magnúsdóttir fram-
kvæmdastjóri Sequence hátíðarinnar.
Tengill „Ég tók ljósmyndir af fólki í ákveðnum búningi sem kallast Tengill,“ segir Eyrún Sigurðar dóttir sem opnar einkasýningu í Listasafni ASÍ á morgun sem kallast Blóðhola.
Morgunblaðið/ÞÖK
HLJÓMSVEITIN Dikta náði
fyrst almennri athygli fyrir
síðustu jól þegar önnur plata
sveitarinnar, Hunting for
Happiness, kom út. Sú plata
vakti athygli fyrir stórgóðar
lagasmíðar en þá var heildar-
hljómur plötunnar ekki síst
lofsunginn enda upp-
tökustjórn í höndum gít-
arleikarans Ace sem glamraði
hér á árum áður með Skunk
Anansie.
Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og samfara
mikilli spilamennsku hér
heima hefur Dikta haldið í
tónleikaferðir bæði til Evrópu
og Bandaríkjanna.
„Við fórum fyrst í eins kon-
ar Evróputúr í sumar. Spil-
uðum þá meðal annars í Fær-
eyjum, Danmörku og
Englandi,“ segir Jón Þór Sig-
urðsson, trommuleikari sveit-
arinnar, af sumum nefndur
Nonni kjuði.
Í sveittri kjallaraholu
„Í Danmörku spiluðum við
á Spot-hátíðinni í Árósum og
svo spiluðum við líka í nýju 12
Tóna-búðinni sem þar var
opnuð í sumar. Í London tók-
um við upp myndband og lék-
um svo meðal annars í sveitt-
ustu kjallaraholu Lundúna,
sem kallast 333 og er við Hox-
ton Square, að ég held.“
Aðspurður út í viðtökur
tónleikagesta á þessum stöð-
um segir Jón Þór að þær hafi
verið mjög fínar.
„Þetta gekk framar öllum
okkar vonum og yfirleitt
mætti fullt af fólki þannig að
við skemmtum okkur mjög
vel.“
Jón Þór vill þó lítið gefa út
á áhuga plötubransans í þess-
um löndum: „Ég veit það
ekki, það voru held ég ein-
hverjir bransakallar þarna en
ég tók lítið eftir þeim og það
hefur allavega ekkert komið
út úr því ennþá.“
Bjargað af fyrirsætu í
New York
Dikta hélt svo á dögunum
tvenna tónleika í New York
en fyrri tónleikarnir sem fóru
fram á staðnum Pianos á
Manhattan voru útvegaðir í
gegnum karaókí-hópinn Ka-
raoke Killed the Cat sem kom
hingað til lands á árinu.
Fremst meðal jafningja í
þeim góða klúbbi er ljóskan
Shandi Sullivan úr America’s
Next Top Model sem Jón Þór
segir að hafi bjargað sér inn í
leigubíl þar sem hann stóð
áfengisdauður í miðri Man-
hattan. „Ég er henni æv-
inlega þakklátur fyrir það.“
Tónleikarnir í New York
gengu ekki síður en í Evrópu,
en þeir sem hafa vit á halda
því fram að tónlist Diktu höfði
meira til Bandaríkjamanna
en Evrópubúa.
Hvað Airwaves varðar seg-
ir Jón Þór að þeir muni að öll-
um líkindum kynna nýtt efni,
þó ekki væri nema tvö lög, en
sveitin hafi verið að vinna að
nýjum lögum undanfarið.
„Við hlökkum mikið til að sjá
innlend og útlend bönd og
Airwaves er frábær hátíð að
því leyti að hún setur þrýsting
á hljómsveitir eins og okkur
um að koma fram með nýtt
efni og sýna að maður sé að
gera eitthvað.“
Dikta leikur á Gauknum
miðvikudaginn 18. október.
Tónlist | Dikta kemur fram á Iceland Airvawes-hátíðinni
Kærkominn
þrýstingur
Photo/Árni Torfason
Airwaves Dikta er nýkomin frá New York þar sem hún hélt
tvenna tónleika. Hún leikur nýtt efni á tónleikunum 18. okt.
STJÓRN Félags leikskálda
og handritshöfunda hefur
sent frá sér eftirfarandi
ályktun vegna nýs samnings
milli menntamálaráðuneytis
og Ríkisútvarpsins:
„Stjórn Félags leikskálda
og handritshöfunda fagnar
nýjum samningi milli Rík-
isútvarpsins og mennta-
málaráðuneytisins, þar sem
m.a. er kveðið á um verulega
aukinn hlut íslensks dag-
skrárefnis í RÚV – Sjónvarpi
á næstu fimm árum.
Stjórnin harmar hins vegar
að í samningnum sé hvorki
fjármagn né útsendingarhlut-
fall eyrnamerkt leiknu ís-
lensku sjónvarpsefni.
Félagið hefur á und-
anförnum árum ítrekað bent
á nauðsyn slíkrar eyrnamerk-
ingar, til að fyrirbyggja að
innlent leikið sjónvarpsefni,
sem er vinsælasta dagskrár-
efni í öllum sjónvarpsstöðvum
heimsins, en jafnframt eitt
hið dýrasta í framleiðslu,
þurfi sífellt að keppa við
ódýrara efni um fjármagn,
með þeim afleiðingum sem
við blasa.
Augljóst er að sé aðeins
miðað við útsendingarm-
ínútur af íslensku efni, hlýtur
ávallt að vera hætta á því að
tiltölulega ódýrt spjall-
þáttaefni verði yfirgnæfandi í
þeim flokki.
Stjórn Félags leikskálda og
handritshöfunda fagnar þeim
ákvæðum í samningnum þar
sem segir að RÚV skuli verja
tilteknum fjárhæðum til að
kaupa eða gerast meðfram-
leiðandi að efni frá sjálf-
stæðum framleiðendum.
Þar segir (3.gr, 11 mgr.):
„RÚV skal gerast kaupandi
eða meðframleiðandi að
leiknu sjónvarpsefni, kvik-
myndum, heimildamyndum
eða öðru sjónvarpsefni og
verja til þess að lágmarki 150
millj. kr. á ári frá og með
árinu 2008. Árið 2009 hækkar
upphæðin í 200 millj. kr. og
verður við lok samnings-
tímabilsins 250 millj.kr.“
Stjórn FLH væntir þess að
röð þeirra efnisflokka sem
hér er notuð verði tekin bók-
staflega varðandi mikilvægi
þeirra í framkvæmd samn-
ingsins. Hingað til hefur efn-
isflokkurinn „annað sjón-
varpsefni“ ætíð verið í
fyrirrúmi í sjónvarpsdagskrá
RÚV. Væntanlega er hér gert
ráð fyrir öðru.
Stjórn Félags leikskálda og
handritshöfunda:
Hávar Sigurjónsson
formaður
Sveinbjörn I. Baldvinsson rit-
ari
Bjarni Jónsson gjaldkeri
Margrét Örnólfsdóttir
meðstjórnandi
Karl Ágúst Úlfsson
meðstjórnandi“
Saknar sértækra
ákvæða um leikið efni