Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 53 RED SKY OG BARKASÖNGVAR- ARNIR TRACY BROWN OG KENDRA TAGOONA Í SALNUM Dansævintýrið Söngur hreindýranna eftir Tomson Highway og Rick Sacks í flutningi Red Sky. Barkasöngur, trommudans, ayaya- söngur og ýmsir aldagamlir leikir forfeðranna í flutningi barkasöngvaranna Tracy Brown og Kendra Tagoona. Lifandi og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna! Miðvikudaginn 18. október kl. 20 Fimmtudaginn 19. október kl. 20 Miðasala og nánari upplýsingar á www.salurinn.is og í síma 5 700 400 A P al m an n at e n g sl / H 2 h ö n n u n VIÐ ERUM KOMIN Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞÆR FREGNIR hafa nú borist úr herbúðum Magna Ásgeirssonar að hann fari ekki með í fyrirhugað tón- leikaferðalag hljómsveitarinnar Supernova, sem nú heitir reyndar Rock Star Supernova. Á aðdáendasíðu sinni, www.magni-ficent.com, skrifar Magni sjálfur að ákveðið hafi verið að húsbandið sem lék undir í þátt- unum fari ekki með í ferðalagið og hann því ekki heldur. Segir hann ákörðunina vera tekna af fjárhags- legum ástæðum en ekki tónlistar- legum. Í stað húsbandsins verður það hljómsveitin Juke Cartel sem kemur til með að hita upp fyrir Rock Star Supernova á tónleikaferð þeirra um Bandaríkin, en það er hljómsveit Toby Rand, Ástralans sem hafnaði í þriðja sæti keppninnar. Stórtónleikar í Höllinni Í samtali við Morgunblaðið sagði Magni ýmislegt annað vera í burð- arliðnum þó svo að ekki verði af fyr- irhugaðri tónleikaferð. Hann sagði stórtónleika í und- irbúningi og stefnt væri á að hann héldi tónleika ásamt húsbandinu, Di- lönu, Storm og Toby í Laugardals- höllinni 1. desember næstkomandi. „Þetta er þó ekki alveg frágengið en verður vonandi,“ sagði Magni, en svo vill til að 1. desember er einmitt afmælisdagurinn hans. „Ef ekkert verður af tónleikunum mæta strákarnir í húsbandinu bara í afmælisveislu hjá mér.“ Magni sagði ýmislegt annað vera í undirbúningi, en ekkert sem hann gat tjáð sig um að svo stöddu. „Breytingarnar á tónleikaferðinni urðu bara í fyrradag en ég veit að hvorki ég, Storm né húsbandið verð- um með í því. Dilana ætlar að sjá til hvort hún stígur á svið með hljóm- sveitinni hans Toby, það getur verið að hún geri það,“ sagði Magni einn- ig. Magni á ný á Skjá einum Dilana hélt tónleika með Magna og Á móti sól hér á landi fyrir skemmstu og var aðsókn það mikil að halda þurfti ferna tónleika til að anna eftirspurn. Fyrir þá sem misstu af tónleik- unum eða langar að rifja þá upp verða tónleikar Dilönu og Á móti sól sýndir á Skjá einum næstkomandi laugardag. Ljósmynd/Matthías A. Ingimarsson Magni Stefnir á afmælisveislu í Laugardalshöllinni. Stórtónleikar? Magni fer ekki í Rock Star tónleikaferð www.magni-ficent.com magni.demo.innn.is/home Ég minnist þess ekki að meirahafi verið um dýrðir ímenningarlífinu síðustu tuttugu árin, eða um það bil, en nú í haust. Framan af hausti var venju fremur dauft til dæmis yfir tón- leikahaldi, en svo skall veðrið á. Alþjóðleg kvikmyndahátíð bíó- húsanna var haldin fyrri hluta sept- embermánaðar. Serbneskir dagar voru haldnir upp úr miðjum sept- ember, pólsk menningarhátíð fylgdi í kjölfarið og því næst al- þjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík. Varla var hún farin af stað þeg- ar stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð hófst. Djasshátíð í Reykjavík fylgdi fast á eftir og enn liðu ekki nema nokkrir dagar þar til Norrænir músíkdagar hófu göngu sína. Í dag hefjast tvær hátíðir, kanadísk menningarhátíð í Kópavogi og myndlistarhátíðin Sequences. Og ekki er allt búið enn, því Airwaves- hátíðin er rétt handan við hornið. Þá er eftir að nefna rúsínuna í pylsuendanum, en það eru serb- neskir menningardagar – aðrir slíkir á þessu hausti! – og hefjast í næstu viku.    Þegar allt er talið er ljóst að hérhafa verið haldin nokkur hundruð menningarviðburða á inn- an við tveggja mánaða tímabili. Það er líka ljóst, ef marka má þessa þró- un, að skipulag listviðburða er að taka nýja stefnu. Sterk tilfinning mín og óformleg könnun í kjölfarið gefa til kynna að stöðugt fækki þeim tónleikum sem tónlistarfólk skipuleggur á eigin spýtur. Það sama hefur verið að gerast í myndlistinni, þótt líklega séu breytingarnar þar talsvert lengra komnar. Þeir sem skipu- leggja tónleika og sýningar velja sjálfir þá listamenn sem fram koma á þeirra vegum, og listamönnum er þá gert hægra um vik, þar sem þeir þurfa ekki að sjá um umbúnað við- burðanna. Hátíðirnar eru nýjasti flöturinn á þessari þróun. Það er athyglisvert í þessu há- tíðaflóði, að þar renna saman í eitt bæði glænýjar hátíðir, og eins rót- grónar, eins og Norrænu mús- íkdagarnir, en saga þeirra er kom- in vel á aðra öld. Það vekur líka eftirtekt að menningartengsl sem skapast hafa með þjóðflutningum eru líka að skila arði í hátíðahöld- unum. Það kom vel fram á pólsku hátíðinni sem skipulögð var af Pól- verjum sem flust hafa hingað. Það hlýtur að vera auðveldara að kynna og selja menningarviðburði sem hafa eitthvað „stórfenglegt“ við sig; stór nöfn og mikla dagskrá, og það hlýtur að vera áhrifameira að kynna og selja einn stóran og veglegan pakka en einstaka við- burði hvern fyrir sig. Það skapar líka talsverða eftirvæntingu og stemmningu að halda hátíð og margir nota tækifærið til að taka góðar tarnir í menningarlífinu. Það er hins vegar spurning hvernig hátíðarlausum listamönn- um reiðir af, þeim sem ekki eru „valdir“. Og enn er spurning hvort ekki væri ákjósanlegra að dreifa hátíðunum jafnar á árið, svo efna- hagur áhugasamra skaðist ekki af offramboðinu, eða að þeir hrein- lega gefist upp í valkvíða and- spænis því. Lúðrablástur og bumbusláttur á hátíð menningarhátíðanna » Það vekur líka eft-irtekt að menning- artengsl sem skapast hafa með þjóðflutn- ingum eru líka að skila arði í hátíðahöldunum. Morgunblaðið/ÞÖK Djasshátíð Stórsveit Reykjavíkur í súrrandi sveiflu. begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jóndóttir ÍSLENSKA kvikmyndin Börn fær góða umsögn í kvikmyndatímaritinu Variety. Gagnrýnandinn Gunnar Rehlin segir myndina heillandi á að horfa og spáir henni velgengni á kvik- myndahátíðum á næstu misserum. Þá segist hann sérstaklega ánægður með þá ákvörðun aðstandenda að hafa myndina svart/hvíta og segir jafnframt að aldrei hafi Reykjavík verið áður sýnd í því ljósi sem frá segir í myndinni. Frá þessu sagði á vef Lands og sona, málgagns Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar. Börn er samstarfsverkefni leik- hópsins Vesturport og leikstjórans Ragnars Bragasonar. Kvikmyndin Börn fær góða dóma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.