Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld brá ég mér á íslenska rokktónleika í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir voru haldnir til heiðurs því að fimm- tíu ár eru liðin frá innrás rokktónlist- arinnar hér á landi. Margt af fólkinu sem tók þátt í tónlistarlífinu á þessum árum kom fram og var ekki laust við að andi liðinna tíma svifi yfir vötnum. Uppselt var bæði kvöldin og komust því færri að en vildu. Saga rokktónlistar er æði mikil og flókin og var því stiklað á stóru á tón- leikunum. Hljómsveit hússins var stórkostleg. Hljómur hennar var af- skaplega þýður og góður. Hæfileikar, tækni og sál tónlistarmannanna rann saman í fullkomna blöndu af gleði góðra tóna. Þorgeir Ástvaldsson, kynnir kvöldsins, sá til þess að stemn- ingin væri létt og skemmtileg. Hann lék á als oddi og sagði brandara á milli atriða eins og honum einum er lagið. Fyrir hlé komu fram þau Rúnar Guðjónsson, Bertha Biering, Þor- steinn Eggertsson, Fjóla Ólafsdóttir, Stefán Jónsson og Anna Vilhjálms. Hljómsveitin byrjaði á því að leika Night Train eftir Erskine Hawklins áður en söngvararnir stigu á svið hver á fætur öðrum. Mér þótti svo gaman að sjá loksins og heyra í öllu þessu góða fólki sem ég hef bara lesið um í bókum og blaðagreinum. Það sem mér þótti best af öllu var að sjá að það vantar ekki stuðið sem gerði þau að stjörnum á sínum tíma. Það var mikið dansað og þeir Rúnar Guð- jónsson og Þorsteinn Eggertsson fóru á kostum þar sem þeir tvistuðu og létu eins og þeir væru ennþá ung- lingar. Að öðrum ólöstuðum þótti mér Fjóla Ólafsdóttir hafa sérlega skemmtilega framkomu, hún hefur söngstíl sem heyrist ekki oft nú á dögum auk þess sem hún bar sig glæsilega. Eftir hlé hóf hljómsveitin leik sinn á Topsy eftir Cozy Cole og gladdi það tónleikagesti mikið. Þegar hér var komið við sögu hafði stemningin magnast allverulega og ekki hefur það spillt fyrir að hægt var að fá sér neðan í því í hléinu. Guðmundur Steingrímsson tók sig vel út á tromm- unum, sýndi töffaratakta og tilþrif – skemmtilegur náungi. Garðar Guð- mundsson hóf svo leikinn og sungu margir með þegar hann tók lagið „Lucky Lips“ sem Cliff Richards gerði frægt um árið. Helenu Eyjólfs- dóttur var fagnað vel enda er hún orðin goðsögn í tónlistarbransanum og alltaf gaman að sjá hana koma fram. Mjöll Hólm var í miklu stuði. Frá þeirri konu skín svo mikil gleði og innlifun að það er hrein nautn að fylgjast með henni á sviði. Hún ber sig svo vel og er ein af þessum konum sem verða alltaf ungar stúlkur. Ég gæti horft á hana syngja í marga klukkutíma. Sigurður Johnnie hefur engu gleymt og söng „Be-bop-a- Lula“ og „Buona Sera“ við mikinn fögnuð. Síðastur á svið var enginn annar er Raggi Bjarna. Hann fékk áhorfendur til að reisa sig úr sætum og lauk kvöldinu með glæsibrag. Hann stjórnaði söngnum í salnum en þá komu söngvarar kvöldsins allir upp á svið og sungu saman „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ og síðast en ekki síst lagið „Rock Aro- und the Clock“ sem markaði upphaf þessara gullnu ára rokktónlistar. Tónleikarnir voru vel heppnaðir í alla staði. Skipulagið gekk vel fyrir sig og voru tónleikarnir alls ekki of langir þrátt fyrir marga flytjendur. Þorgeir Ástvaldsson stóð sig með prýði og heiðraði hann Ólaf Laufdal sem var gestur tónleikanna þetta kvöld en Ólafur hefur svo sannarlega átt sinn þátt í að gæða menningarlíf Íslands fjölbreytni. Vel heppnaðir tónleikar TÓNLIST Salurinn Tónleikarnir Rokk og ról í 50 ár – 50 ára afmæli rokksins á Íslandi í Salnum í Kópavogi. Fram komu: Rúnar Guð- jónsson, Bertha Biering, Þorsteinn Egg- ertsson, Fjóla Ólafsdóttir, Stefán Jóns- son, Anna Vilhjálms, Garðar Guðmundsson, Helena Eyjólfsdóttir, Mjöll Hólm, Sigurður Johnnie og Ragnar Bjarnason. Hljómsveit Þorleifs Gísla- sonar lék undir en hana skipa Elvar Berg á píanó, Arthur Moon á bassa, Guð- mundur St. Steingrímsson á trommur, Þórður Árnason á gítar, Vilhjálmur Guð- jónsson á saxófón og Þorleifur Gíslason á saxófón. Þorleifur Gíslason annaðist all- ar útsetningar. Kynnir: Þorgeir Ástvalds- son. 50 ára afmæli rokksins á Íslandi  Helga Þórey Jónsdóttir Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Álit gagnrýnanda „Í heildina voru þetta frábærir tónleikar.“ THE Devil Wears Prada segir frá hinni ungu og óhörðnuðu Andy Sachs (Anne Hathaway) sem fær vinnu sem annar aðstoð- armaður Miröndu Priest- ley (Meryl Streep), sem er harðskeyttur ritstjóri tískutímaritsins Runway. Sachs sækir í verkið vegna áhuga á blaða- mennsku en finnur fljótt að Priestley þykir ekki mikið til hennar koma. Með hjálp kollega síns (Stanley Tucci) tekst henni að verða samkeppn- ishæfari í tískubransanum en lendir fljótlega í þeirri stöðu að þurfa að velja á milli fyrra lífs síns og þess nýja. The Devil Wears Prada er frum- sýnd í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói á Ak- ureyri í dag. Frumsýning | The Devil Wears Prada Fjandinn í hátískufatnaði Erlendir dómar Metacritic: 62/100 New York Times: 70/100 Hollywood Reporter: 70/100 Roger Ebert: 50/100 Djöfullinn í Prada Meryl Streep og Anne Hathaway í hlutverkum sínum. Rokksveit Rúnars Júlíussonar í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELAWW G.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Kortasala enn í fullum gangi! Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 14. okt kl. 14 UPPSELT Lau 14. okt kl. 15 UPPSELT Lau 14. okt kl. 16 Aukasýning - í sölu núna! Sun 15. okt kl. 14 UPPSELT Sun 15. okt kl. 15 UPPSELT Sun 15. okt kl. 16 UPPSELT Lau 21. okt kl. 14 Aukasýning - í sölu núna Sun 22. okt kl. 13 Aukasýning - í sölu núna Sun 22. okt kl. 14 UPPSELT Sun 22. okt kl. 15 UPPSELT Sun 22. okt kl. 16 UPPSELT Sun 29. okt kl. 14 Næstu sýn: 5/11, 12/11 Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu Fös 13. okt kl. 20 UPPSELT - 6. kortasýn Lau 14. okt kl. 20 7. kortasýn Fös 20. okt kl. 20 Síðasta sýning! Herra Kolbert – sala hafin! Lau 28. okt kl. 20 Frumsýning UPPSELT Næstu sýn.: 29/10, 2/11, 3/11, 4/11, 5/11, 9/11, 10/11, 12/11, 16/11 Sun 15/10 kl. 14 Sun 22/10 kl. 14 Lau 28/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14 Í kvöld kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 Lau 14/10 kl. 20 Sun 22/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 Í kvöld kl. 20 Lau 14/10 kl. 20 Síðustu sýningar SNIGLABANDIÐ Útgáfutónleikar Sniglabandsins Mið 18/10 kl. 20:30 Miðaverð 2.200 TÓNLISTARSKÓLI AKRANESS Þjóðlagasveit tónlistarskólans á Akranesi Mið 25/10 kl. 20:30 Miðaverð 1.500 Í kvöld kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Upppantað á allar sýningar í október Óstaðfestir miðar seldir viku fyrir sýningu. Eftir Benedikt Erlingsson Sýningar í september og október Sala hafin á sýningar í apríl 2007 Föstudagur 13. apríl kl. 20 Laugardagur 14. apríl kl. 20 Sunnudagur 15. apríl kl. 16 Fimmtudagur 19. apríl kl. 20 (sumardagurinn fyrsti) Föstudagur 20. apríl kl. 20 Laugardagur 21. apríl kl. 20 Sunnudagur 22. apríl kl. 16 Fimmtudagur 26. apríl kl. 20 Föstudagur 27. apríl kl. 20 Laugardagur 28. apríl kl. 20 Sunnudagur 29. apríl kl. 16 Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 20 Síðustu sýningar! sun. 15. okt. fös. 20. okt. örfá sæti laus Sýning ársins, leikskáld ársins, leikkonur ársins Tréhausinn á leiklist.is. Systratilboð: systrahópar borga aðeins einn miða! Miðapantanir: 551 2525 og hugleikur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.