Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 55 menning Á DJASSHÁTÍÐUM eru oft kall- aðar saman stórstjörnur sem alla jafnan leika ekki saman og í þrígang hafa gömlu fé- lagarnir úr Jazz- klúbbi Reykjavíkur í Tjarnarcafé leikið undir nafninu Útlendingahersveitin á djasshátíðum í Reykjavík. Af- raksturinn er fjöldi tónleika, út- varps- og sjónvarpsupptökur og tveir geisladiskar og nú á laug- ardagskvöld verður lokaorrustan – í það minnsta hafa þeir félagar gef- ið til kynna að þeir muni varla leika saman aftur. Er þetta einnig enda- hnykkur Jazzhátíðar Reykjavíkur 2006 og verður spilað í NASA. Nýi diskur Útlendingahersveit- arinnar nefnist Time After Time eftir söngdansi Jule Styne, en Scheving og Þórarinn útsettu hann fyrir Útlendingahersveitina. Eru sólóar Schevings og Jóns Páls þar gullsins virði. Árni skellti ball- öðunni í svíngtempó og Jón sló gít- arsóló er hitti í hjartastað. Pétur Östlund átti heiðurinn af útsetn- ingum á Soon eftir Gershwin og Out of Town eftir Cole Porter, frá- bæra útsetningu, og þar er hann í aðalhlutverki og vitnaði glæsilega í stílsögu djasstrommunnar, enda býr hann yfir þeirri þekkingu er þarf. Eftir Jón Pál var fínn bopó- pus, JP-Q, en þar er hann best heima. Leika þeir Árni Egils laglín- una samstíga af mikilli list og lyfti hrynleikur Árna og Péturs sóló Jóns í hæðir. Eftir Árna Scheving lék sveitin fimmundarhljómablús, sem bannaður hefði verið í pápísku. Sérlega velheppnuð íslensk/afrísk tónsmíð og sóló Árna gullisleginn eins og hjá Milt Jackson á góðum degi. Árni á einnig vals á skífunni, með norrænu yfirbragði, Brúð- arvalsinn. Fimm verk eru eftir Árna Eg- ilsson, auk þess sem hann útsetur Íslenskt vögguljóð á hörpu, hið undurfagra lag Jóns Þórarinssonar við ljóð Laxness, en það flutti Árni með Niels-Henning er hann lék í síðasta skipti á Íslandi árið 2004. Árni leikur hér glæsilega með boga minningaróð sinn um Niels, We Try To Go On, og pikkar lag sitt NHØP – bæði nílsk í anda. Song of The Gartners er grípandi melódía, sömbuskotin með dramatískum undirtón og Senerity ljúf ballaða. Svo leika þeir félagar minning- arljóð um Andrés Ingólfsson, saxó- fónmeistara, sem lést árið 1979 að- eins 43ja ára gamall og sólóar Scheving, Jóns Páls og Þórarins tær snilli svo og hrynleikur Árna og Péturs sem galdrar með burst- unum. Hljóðritun Gunnars Smára er vönduð, annað en sagt verður um umslagið, en þetta er glæsileg skífa glæsilegs kvintetts. Lokaorrustan DJASSTÓNLIST Íslenskur geisladiskur Árni Scheving víbrafón, Þórarinn Ólafs- son píanó, Jón Páll Bjarnason gítar, Árni Egilsson bassa og Pétur Östlund tromm- ur. Hljóðritað á ferð um Ísland í apríl 2006. Rivers 02. Útlendingahersveitin Vernharður Linnet Hvað segirðu gott? Ég segi bara allt frábært! Við vorum að frumsýna Patrek 1,5 á þriðjudag- inn á Selfossi og það gekk svona rosalega vel, og erum að leggja af stað í hringferð um landið að heim- sækja alla menntaskólana á Íslandi. Sástu stuttmyndina „Góðir gestir“ í Iðnó 6. október? (spurt af síðasta aðalsmanni Ísold Uggadóttur) Nei, því miður. Kanntu þjóðsönginn? Sem mikill knattspyrnugúru … að sjálfsögðu! Áttu þér gælunafn? Já, nokkur, og öll eiga þau það sam- eiginlegt að hafa eitthvað með stærð mína að gera. Hvað talarðu mörg tungumál? Rúmlega þrjú. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Fór til Englands núna í sumar til að ganga frá eftir að hafa verið þar í þrjú ár í námi. Robert deNiro eða Jack Nicolson? Robert deNiro. Uppáhaldsmaturinn? Kjúklinga Fajitas. Bragðbesti skyndibitinn? Stællinn. Hvaða bók lastu síðast? Bókina um Guðna Bergs held ég. Hvaða leikrit sástu síðast? Fagnaður Hvaða plötu ertu að hlusta á? Nýju plötuna með Gunna og Felix, Lögin hans Jóns míns. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Hlusta jafnt á allar held ég en ef ég hlusta meira á einhverja eina en hin- ar er það sennilega FM. Besti sjónvarpsþátturinn? Entourage. Þú ferð á grímuball sem? Hobbiti. Helstu kostir þínir? Metnaðarfullur. En gallar? Á það til að vera aðeins of þrjóskur. Fyrsta ástin? Var frábær! Besta líkamsræktin? World Class og fótbolti. Algengasti ruslpósturinn? Visa reikningar. Hvaða ilmvatn notarðu? Black Code. Hvar myndirðu vilja búa annars staðar en á Íslandi? London. Ertu með bloggsíðu? Já, sem fylgir sýningunni Patrekur 1,5 á síðu Þjóðleikhússins. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hvað vilt þú sjá í leikhúsi á Íslandi? Metnaðarfullur knattspyrnugúrú Sigurður Hrannar Hjaltason er nýútskrif- aður leikari. Hann fer þessa dagana með hlut- verk vandræðaung- lings í leikritinu Pat- rekur 1,5 sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í vetur sem og öllum framhaldsskólum á Ís- landi. Morgunblaðið/RAX Leikarinn Sigurður Hrannar myndi mæta sem hobbiti á grímuball. Íslenskur aðall | Sigurður Hrannar Hjaltason ÞEGAR þeir félagar Hris Pontius, Johnny Knoxville, Steve-O, Bam Margera og allir hinir kenndir við félagskapinn Jackass hófu að sjón- varpa uppátækjum sínum má segja að brotið hafi verið blað í sögu sjón- varps. Allt í einu settist fólk, að mestu leyti ungt fólk, niður og horfði á hálf fullorðna menn ganga í skrokk á hverjum öðrum, fara í stólpípuað- gerð, hefta sig í bringuna, fá raflost í geirvörturnar og annað sem ekki verður nefnt hér, og hafa mjög gaman að. Í kjölfar vinsælda þáttanna kom svo fyrsta kvikmyndin, Jackass: The Move, árið 2002 og nú, fjórum árum síðar, framhaldsmynd. Það má búast við því að Knoxville og félagar séu við sama heygarðs- hornið og þó það megi hafa gaman að uppátækjum þeirra eru áhorf- endur eindregið hvattir til að reyna þau ekki heima hjá sér! Jackass Number Two er frum- sýnd í dag í Sambíóunum og Laug- arásbíói. Jackass Kjánaprikunum er fátt heilagt. Frumsýning | Jackass Number Two Ekki reyna þetta heima! Erlendir dómar Metacritic: 66/100 Hollywood Reporter: 90/100 New York Times: 90/100 Variety: 40/100 Allt skv. Metacritic. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.