Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 60

Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee BBC eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eeee TOPP5.IS ÞEGAR FRÉTTIR AF DAUÐA DÍÖNU PRINSESSU SKÓKU HEIMS- BYGGÐINA, DRÓ HENNAR HÁTIGN ELÍSABET II DROTTNING SIG TIL HLÉS INNAN VEGGJA BALMORE KASTALA. EINN ÓVÆNTASTI GLEÐIGJAFI ÁRSINS eeee SV, MBL „LEIKURINN EINSTAKUR OG UMFJÖLLUNAREFNIÐ ÁHUGAVERT.“ eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM THE QUEEN ER ÞRISTUR eee EGB, TOPP5.IS LOKASÝNINGARTILBOÐ 400 KR. BJÓLFSKVIÐA eee H.J. - MBL eeee blaðið ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM WORLD TRADE CENTER kl. 6 - 8:30 - 10:10 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12.ára. ZIDANE kl. 6 - 8 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 LEYFÐ THE ROAD TO GUANTANAMO kl. 10:10 Án texta B.i. 16.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 6 B.i.16 .ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8:15 Tilboð 400kr. B.i. 12.ára. SIGURVEGARI kvikmyndahátíðin í Berlín BESTI LEIKSTJÓRINN ÖRFÁAR SÝNINGAR! EINN AF BESTU KNATTSPYRNUMÖNNUM SÖGUNNAR Munið afsláttinn / KRINGLAN BEERFEST kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 12.ára. THE THIEF LORD kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ HARSH TIMES kl. 10:10 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 8 - 10:10 B.i.12.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ OVER THE HEDGE m/Ísl. tali DIGITAL kl. 4 LEYFÐ eee E.B.G. Topp5.is E.T. kvikmyndir.is ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. kvikmy FRÁ HÖF SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG eee BBC eeee EMPIRE eee ROLLING STONE eee LIB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE. STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN. WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS ur slá í gegn í eldhús- inu. Skrifari er ekki alveg eins kátur með vöru, sem hann keypti í BYKO. Þar voru aug- lýstir ódýrir eldivið- arkubbar og Víkverji keypti sér poka á rúm- lega 500 krónur. Þetta var unnið timbur með merkingum á einhverju slavnesku máli, líklega pólsku. Víkverji þóttist hafa gert góð kaup; staflaði eldiviðnum upp undir arninum og hugs- aði sér svo gott til glóð- arinnar í þess orðs fyllstu merkingu um kvöldið. Kveikti fyrst í sprittkubbi, sem skíðlogaði auðvitað eins og sprittkubbar eiga að gera, og bætti svo ódýra BYKO- eldiviðnum á logana. Þá kom í ljós að spýturnar reyndust gæddar eig- inleika, sem eldiviður á alls ekki að hafa; þær brenna ekki. Það var sama hvað Víkverji reyndi; spýturnar sviðnuðu svolítið, en að koma í þær almennilegum loga var bara ekki hægt. Vinur Víkverja, sem keypti sér sams konar poka, segir sömu sögu. Spurningin er hvort BYKO á ekki miklu frekar að markaðssetja timbrið sem eldhelt byggingarefni? Víkverji er eins ogsvo margir alltaf að leita að einhverju fljótlegu til að elda sjálfur heima, í staðinn fyrir að kaupa skyndi- bita. Honum finnst mikilvægt að börnin hans fái heimaeldaðan mat, en hefur ekki allt- af þann tíma, sem hann gjarnan vildi hafa til að elda hann. Heimabök- uð pizza er eftirsótt á heimili Víkverja, en hann treystir sér ekki til að baka pizzur nema um helgar; á virkum dögum hefur hann bara ekki tíma til að bíða eftir að deigið hefist og tilbúnir pizza-botnar hafa Víkverja til þessa þótt vondir. Nú er hann hins vegar dottinn ofan á vöru, sem svínvirkar. Það er pizza- deig frá fyrirtækinu Wewalka, út- flatt og rúllað upp með bök- unarpappír. Allt og sumt, sem Víkverji þarf að gera, er að rúlla út deiginu og bök- unarpappírnum, demba fyllingunni ofan á og stinga svo inn í ofn. Hann þarf ekki einu sinni að smyrja ofn- plötuna. Deigið fann hann í Nóatúni og mælir með því fyrir upptekna heimilisfeður, sem vilja engu að síð-         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“ (Jóh. 14, 7.) Í dag er föstudagur 13. október, 286. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Grafarþögn Vinstri grænna ÞAÐ virðist hafa farið framhjá mörgum að ein meginástæðan fyrir mengun og gróðurhúsaloftteg- undum er jarðvegseyðing, hér á landi sem annars staðar. Þegar gróðurinn hverfur hættir hann að binda koltvísýring og þá tekur rotn- un lífrænna leifa við. Úr jarðveg- inum streymir því koltvísýringur og metan úr uppþurrkuðum mýrum. Öll viljum við draga úr mengun en hefur fólk áttað sig á því að mengun frá bílum hér á landi, skipum og verksmiðjum er lítil miðað þá meng- un, sem jarðvegseyðingin, þessi nið- urgreidda niðurlæging, gefur frá sér? Nú er talað um vakningu í um- hverfismálum og því ber að fagna en hvernig má það vera að um þetta er ekkert talað, þessar manngerðu auðnir og eyðimerkur? Það er beitin, lausagangan, sem kemur í veg fyrir að unnt sé að snúa dæminu við, klæða landið nýjum gróðri og loka þannig mestu mengunaruppsprett- unni. Í vakningunni sem um er talað vekur mesta athygli afstaða Vinstri grænna. Þeir gefa sig út fyrir að vera umhverfisverndarfólk og þess umkomnir að lesa öðrum pistilinn en eru síðan sammála bændasamtök- unum um að beita skuli auðnirnar og ekki komi til mála að friða þær. Hvaða orð á að velja því fólki, „umhverfisverndarfólki“, sem lætur sem því komi ekki við ömurlegt ástand hinnar lifandi náttúru, und- irstöðu alls lífs á jörðinni? Hræsn- arar er eina orðið sem á við Vinstri græna eða Vinstri svarta eins og margir eru farnir að kalla þá. Að lokum vil ég hvetja alla til að lesa greinina „Að grafa sér gröf“, sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins um síðustu helgi. Hún er holl hugvekja. Ef við tökum okkur ekki á er viðbúið að ósannindin um „óspillt“ land og „sjálfbæran búskap“ verði rekin öfug ofan í okkur. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir orðstír lands og þjóðar og hugs- anlega spillt fyrir okkur á erlendum markaði. Pétur Sigurðsson. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fái að vinna ÉG undirrituð er sammála öllum þeim stjórnmálamönnum sem vilja leyfa öryrkjum og ellilífeyrisþegum að vinna ef þeir treysta sér til en ekki að hegna þeim fyrir það. Þegar maður er orðinn öryrki er maður sagður ónýtur. Þetta er ekki rétt. Ég fékk enga hjálp þegar mað- urinn minn veiktist. Fyrst þú getur unnið getur þú hjálpað þér sjálf. Þökk sé guði að ég hef reynt að vinna, bæði í garði og ég tíni mínar jurtir. Ég er grasalæknir og það sem ég fæ fyrir krukkuna er um 600 kr. Ég elska að hjálpa fólki, börnum með exem hef ég getað hjálpað með góðum árangri, þökk sé drottni. Stjórnmálamenn á þingi þurfa að fara að hugsa. Ég segi enn og aftur, hættið með alla þessa flokka. Þjóðin er eins og ein lítil gata í Bandaríkj- unum. Ég kýs að kjósa menn en ekki flokka. Ef við þurfum að kjósa flokka eiga þeir að vera tveir, vinstri og hægri. Það þarf að fella niður alla tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af matvælum. Kannski væri best að stofna sér- stakan flokk fyrir öryrkja og ellilíf- eyrisþega sem gætu barist fyrir okk- ur sérstaklega. Gerður Benediktsdóttir. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 60 ára afmæli. Ídag, 13. októ- ber, er sextugur Bárður Gísli Her- mannsson bifvéla- virki. Í tilefni dags- ins tekur hann á móti ættingjum og vinum í rafveitu- heimilinu í Elliðaárdal kl. 19 á afmæl- isdaginn. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Tanja Rut Bjarnþórsdóttir og Glódís Helgadóttir, söfnuðu 19.369 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands, söfnun fyrir börn í Afríku. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.