Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 64

Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðaustan 5–10 m/sek. Rigning m/köflum sunn- anlands, skúrir vestanlands, skýjað m/ köflum NA-lands. » 8 Heitast Kaldast 14°C 8°C Fá›u viðurkenningu við sjónvarpið! „ÞETTA var eins og að fá hnakka- skot,“ segir Ingólfur Guðmundsson, en hundurinn hans, Ben, greindist með arfgenga vaxandi sjónurýrnun, PRA, í vor. Ingólfur var með þeim fyrstu sem nýttu sér DNA-tæknina til að greina sjúkdóminn, sem leiðir til þess að hundurinn verður blindur. Sýni var sent til fyrirtækisins Opti- gen í Bandaríkjunum, sem er þekkt meðal hundaræktenda fyrir að leita uppi erfðagalla í hundum. Dagur Jónsson, í stjórn retriever- deildar Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), segir að PRA sé ekki vanda- mál á Íslandi heldur verkefni sem einfalt verði að leysa. Samkvæmt reglugerð HRFÍ eru allir afkomendur hunda sem greinst hafa með arfgenga vaxandi sjónu- rýrnun settir í ræktunarbann. | 26 Ekki vandamál heldur verkefni AMES EINN er heitið á nýjum stól, hönnuðum af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur iðnhönnuði. Stóllinn verður frumsýndur á Orgatec 2006-húsgagna- sýningunni í Köln í Þýska- landi 24.–28. október næstkomandi. Frumeintak af stólnum kom til landsins í gær og verður hann til sýnis í húsgagnaversluninni Epal næstu daga. Erla sagði að á Orga- tec-sýningunni væru einkum sýnd húsgögn sem seld eru í stórum pöntunum, fremur húsgögn fyrir t.d. skrifstofur og veitingahús en heim- ili. „Stóllinn minn er hugsaður fyrir kaffihús, fundarsali og þess háttar, en ekki beint hannaður með heimili í huga þótt vel sé hægt að nota hann þar,“ sagði Erla. Seta og bak stóls- ins verða steypt úr plasti í Þýska- landi, en grindin smíðuð úr stáli í Kólumbíu og víðar. „Það var einmitt á Orgatec fyrir tveimur árum að ég handsalaði sam- komulag um að ég hannaði stólinn fyrir fyrirtæki kólumbískrar konu sem búsett er í Þýskalandi. Hún hef- ur selt stólinn minn Dreka með mjög góðum árangri í Kólumbíu síðast- liðin 6–7 ár. Henni fannst markaður- inn farinn að mettast af Drekanum og vildi fá nýjan stól í anda hans. Þar er mikið af útiveitingahúsum og þannig varð hugmyndin að plaststól til,“ sagði Erla. Auk fyrirtækis kon- unnar, sem er í samvinnu við þýskt húsgagnafyrirtæki, mun danska fyr- irtækið Hansen & Sørensen fá sér- leyfi til að framleiða stólinn fyrir Norðurlandamarkað. Nýi stóllinn fékk nafnið AMES EINN. „Konan sem á framleiðslufyrir- tækið heitir Anna María og ég heiti Erla Sólveig svo við tókum upphafs- stafina úr nöfnunum okkar. Hún var búin að stofna fyrirtæki um þennan nýja stól og frekara samstarf okkar og var svo ánægð með nafnið að hún óskaði eftir að fá að nota það á fyr- irtækið. Hún vildi bæta íslensku í heiti stólsins svo hann fékk nafnið AMES EINN og hún er strax farin að tala um AMES TVEIR,“ sagði Erla. Erla Sólveig hefur átt fjölmörg verk á húsgagnasýningum hér heima og erlendis á undanförnum árum og fengið fjölda verðlauna fyr- ir. Meðal verðlaunaðra stóla hennar má nefna Jaka, Dreka og Bessa (Lido). Morgunblaðið/ÞÖK Frumeintak AMES EINN-stóllinn eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. AMES EINN – nýr stóll Erlu Sól- veigar frumsýndur Erla Sólveig Óskarsdóttir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GUÐMUNDUR Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að þótt fyrsta vélasamstæða Hellis- heiðarvirkjunar sé rekin með fullum afköstum og framleiði 45 MW af raf- magni sem notuð eru við álfram- leiðslu á Grundartanga sé enn um til- raunarekstur að ræða. Ekkert sé óeðlilegt við að virkjunin framleiði rafmagn þó að starfsleyfi hafi ekki verið gefið út. Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í borgarráði óskaði á fundi borgarráðs fyrir nokkru eftir upplýsingum um það á hvaða for- sendum virkjunin hefði verið gang- sett 1. október þar sem starfsleyfi hefði ekki verið gefið út og umsagn- arfrestur almennings hefði verið auglýstur til 16. október. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur að þótt fyrsta vélasam- stæðan væri komin í gang og væri í fullum rekstri væri enn um tilrauna- rekstur að ræða. Verið væri að prófa stýrikerfi og fleira og OR fengi vél- ina raunar ekki afhenta til rekstrar frá framleiðendum fyrr en í lok mán- aðarins, gengi allt að óskum. Að- spurður sagði Guðmundur að fyrri vélasamstæðunni hefði einu sinni verið slegið út frá 1. október. Spurð- ur hvort það væri bitamunur en ekki fjár á tilraunarekstri og fullum rekstri fyrri vélarinnar sagði hann að kannski mætti líta svo á að þetta væri skilgreiningaratriði en á hinn bóginn yrði að líta til þess að fyrri og seinni vélasamstæðan væru ein heild og tækju t.a.m. við skipunum frá sama kerfi. Þá væri virkjunin aðeins rekin með hálfum afköstum. Guðmundur sagði að OR hefði unnið að útgáfu starfsleyfisins í sam- vinnu og sátt við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og útgáfa starfsleyfisins væri í lögbundnu ferli. Þá minnti hann á að Nesjavallavirkjun hefði verið rekin í mörg ár án starfsleyfis og enn væru margar smærri virkj- anir úti á landi sem hefðu verið rekn- ar án starfsleyfis í mörg ár. Það væri í raun spaugilegt að hanka ætti OR á því að hafa ekki starfsleyfi, því fyr- irtækið hefði verið í fararbroddi við að koma starfsleyfum í lag. Eðlilegt að OR prufukeyri nýjan búnað Elsa Ingjaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sagði að veiting starfs- leyfis til Hellisheiðarvirkjunar væri í lögbundnum farvegi og það væri eðlilegt að OR, rétt eins og öll önnur fyrirtæki, gæti prufukeyrt nýjan búnað áður en starfsleyfi fyrir virkj- unina væri gefið út. Þetta ætti sér- staklega við þegar um væri að ræða jafn umfangsmiklar framkvæmdir og við Hellisheiðarvirkjun. Tilrauna- reksturinn væri auk þess í fullu sam- ráði við Heilbrigðiseftirlitið. Rekin með fullum afköstum en er enn í tilraunarekstri Í HNOTSKURN »Hellisheiðarvirkjun fram-leiðir í dag 45 MW sem not- uð eru við álframleiðslu á Grundartanga. »Virkjunin er ekki kominmeð starfsleyfi, en tilrauna- reksturinn er í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. »Umsagnarfrestur almenn-ings rennur út 16. október. STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands stóð í gær fyrir meðmælagöngu undir yfirskriftinni „Vér meðmæl- um öll“ og tóku um 3–500 manns þátt í göngu frá Háskólanum niður á Austurvöll þar sem ávörp voru flutt. Var framtakinu ætlað að mæla með menntun og fluttu ávörp Sigurður Örn Hilmarsson, formaður stúd- entaráðs HÍ, Jón Torfi Jónasson, prófessor við HÍ, og Kristín Tómas- dóttir stúdentaráðsliði. Að loknum ávörpum reistu stúdentar mennta- vörðu á Austurvelli, en henni er ætlað að vísa þingmönnum veginn í átt að þekkingarþjóðfélaginu sem Íslendingar vilja byggja. Sigurður sagði góða stemningu hafa verið í gær og í ávarpi benti hann m.a. á að menntamál væru líka atvinnumál með því að rann- sóknastarf innan háskólans hefði eflt atvinnulífið gríðarlega mikið. Tók hann dæmi af starfsemi Marel sem hefði byrjað með vinnu tveggja verkfræðinema fyrir 30 árum. „Nú er Marel orðið 850 manna fyrirtæki og starfar í fimm heimsálfum. Þetta er gott dæmi um hvernig þessi fjár- festing skilar sér margfalt til þjóð- arbúsins,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Sverrir Meðmæli Stúdentar söfnuðust saman á Austurvelli í gær í þeim tilgangi að vekja stjórnmálamenn til umhugsunar um gildi menntunar og hvetja þá til að setja menntamál í fyrsta sæti í komandi alþingiskosningum. Stúdentar í meðmælagöngu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.