Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 1
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BAN Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, var formlega kjörinn áttundi framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) á fundi alls- herjarþings samtakanna í gær- kvöldi. Ban hét því í ræðu á allsherj- arþinginu eftir kjörið að koma á gagngerum breytingum á skipu- lagi og starfsemi Sameinuðu þjóð- anna. „Eini rétti mælikvarðinn á árangur samtakanna felst ekki í því hversu miklu við lofum, heldur því hversu mikið við efnum í þágu þeirra sem þurfa mest á okkur að halda,“ sagði Ban. „Þörfin fyrir Sameinuðu þjóðirnar er meiri nú en nokkru sinni fyrr.“ Ban verður fyrsti Asíumaðurinn til að fara fyrir Sameinuðu þjóð- unum frá því að Búrmamaðurinn U Thant var framkvæmdastjóri samtakanna á árunum 1961–1971. Ban tekur við um áramótin og Kofi Annan lætur þá af störfum eftir að hafa gegnt embættinu í tíu ár. Ályktun um að Ban tæki við embættinu var samþykkt einróma með lófataki á allsherjarþinginu í gærkvöldi eftir að öll aðildarríki öryggisráðsins höfðu mælt með honum sem eftirmanni Annans. Reuters Áttundi framkvæmdastjórinn Kofi Annan (t.v.) óskaði Ban Ki-Moon (t.h.) til hamingju með embætti fram- kvæmdastjóra SÞ á allsherjarþinginu í gærkvöldi og lýsti honum sem „sérlega hæfum manni“ í embættið. Lofar gagngerum breytingum á SÞ Í HNOTSKURN » Ban Ki-Moon er 62 ára,var stjórnarerindreki í 36 ár og hefur mikla reynslu á vettvangi SÞ. » Ban hefur verið utanrík-isráðherra Suður-Kóreu í tæp þrjú ár. » Hann lauk námi á sviðialþjóðlegra samskipta við Þjóðarháskólann í Seúl og framhaldsnámi í op- inberri stjórnsýslu við Har- vard-háskóla. STOFNAÐ 1913 279. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FYRIRBÆRIÐ PARIS FLÓKI GUÐMUNDSSON VELTIR FYRIR SÉR AF HVERJU PARIS HILTON ER SVO FRÆG >> 47 PRJÓNLES EFTIR ÞVÍ SEM KÓLNAR ER GOTT AÐ VITA AÐ ER Í TÍSKU Í VETUR >> 26 Elista. AP. AFP. | Rússneski stór- meistarinn Vladimir Kramnik sigr- aði í sögulegu skákeinvígi, sem lauk í Elista í Rússlandi í gær, og varð þar með fyrsti óumdeildi heimsmeist- arinn í skák frá árinu 1993. Kramnik vann Búlgarann Veselin Topalov með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum þeg- ar þeir tefldu til úrslita í fjórum spennuþrungnum atskákum í gær. Áður tefldu þeir tólf hefðbundnar kappskákir og skildu jafnir. Kram- nik og Topalov fá sem svarar 35 milljónum króna hvor. Markmiðið með einvíginu var að binda enda á klofning skákheimsins frá því að Garrí Kasparov klauf sig út úr alþjóðaskáksambandinu FIDE fyrir þrettán árum. Nýr skákskýrandi Morgunblaðs- ins, Helgi Ólafsson, fjallar um at- skákirnar í grein í Morgunblaðinu í dag.  Vladimir Kramnik | 45 Kramnik vann einvígið Fyrsti óumdeildi heimsmeistarinn í skák í þrettán ár AP Óumdeildur meistari Kramnik (t.v.) tefldi til sigurs í Elista. ÍTALSKI félagsfræðingurinn Maurizio Montalbini hyggst dvelja í helli á Ítalíu í þrjú ár til að kanna hvaða áhrif það hafi á lík- amann, að sögn fréttavefjar BBC. Montalbini, sem er 53 ára, hóf dvölina í hellinum á miðvikudag- inn var. Hann hyggst einkum lifa á næringarefnatöflum en tók einnig með sér birgðir af hun- angi, hnetum og súkkulaði. Hellirinn er tveggja metra breiður, 50 m langur, fimm m hár og um 80 m undir yfirborðinu. Montalbini dvaldi í rúmt ár í öðrum helli á síðasta áratug. Hann segir að tímaskyn sitt hafi breyst þegar hann bjó í ljós- leysinu í hellinum og tíminn hafi verið fljótur að líða. „Þetta er síðasta tilraunin mín,“ sagði hann. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta.“ Hyggst dvelja í helli í þrjú ár Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ kom Pálínu Björk Matthíasdóttur skemmtilega á óvart að heyra þær fréttir í gær að Muhammad Yunus og Grameen- bankinn í Bangla- desh myndu hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir smálánastarfsemi sína til fátækra en Pálína var í starfs- námi hjá bankanum nú í vor. Pálína hitti Yunus sjálfan einu sinni meðan á dvöl hennar í Bangla- desh stóð og ræddu þau lengi saman, m.a. um Ísland, en Yunus mun hafa heimsótt landið sl. vetur. Pálína Björk var að ljúka námi við Copenhagen Business School en í BS-ritgerð sinni fjallar hún ein- mitt um Grameen-bankann. Fór hún af þessum sökum til Bangladesh í maí og var þar í mánuð í starfsnámi. „Ég var með aðsetur í Dacca en fór í dagsferðir út í litlu þorpin, talaði við fólk sem var að fá smálán hjá Grameen- bankanum og ræddi við starfsmenn bank- ans,“ segir Pálína. „Ég hitti Yunus einu sinni og spjallaði heilmikið við hann. Þetta er mjög vinalegur maður, maður mikilla hugsjóna. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi hugmynd hans um smálánin hefur valdið mikilli byltingu. Smálánahugmyndin hans hefur haft þau áhrif að breyta mjög viðhorfi fólks gagnvart fátækum. Það er mikil fá- tækt í Bangladesh en það má sjá mikinn mun á þeim þorpum þar sem smálána hefur notið við og þar sem það á ekki við.“  „Fátækt á heima á safni“ | 18 Maður mikilla hugsjóna Muhammad Yunus og Grameen-bankinn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muhammad Yunus og Pálína B. Matthíasdóttir. DREYMINN horfir þessi tign- arlegi köttur á gesti kattasýn- ingar í Ísrael í gær, en þar keppti hann um verðlaunasæti. Kisi heit- ir Musson og er kanadískur Sfinx. Reuters Lætur sig dreyma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.