Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm 19. október í 1 eða 2 vikur. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum á einum vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 19. október frá kr. 29.990 m.v. 2 Allra síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/stúdíó /íbúð í viku, 19. október. Aukavika kr. 12.000. Munið Mastercard ferðaávísunina SAMTÖK atvinnulífsins áætla að áhrif skattalækkana á verð matvæla séu um 11% og matvælaútgjöld með- alheimilis lækki um 70.000 kr. á ári, ef óljósar hugmyndir um tollalækk- anir eru undanskildar. Gert er ráð fyrir að tekjutap ríkissjóðs verði um sjö milljarðar króna á ári og að vísi- tala neysluverðs lækki um 1,9% vegna verðlækkunarinnar. „Þrátt fyrir að þessi álagning þessa skatts, sem nefnist vörugjald, sé margfalt víðtækari en í öðrum löndum virðist ekki hafa náðst sam- staða í ríkisstjórninni um afnám hans af öllum matvælum. Það eru vonbrigði að ekki skyldi vera sam- staða um að fella þessa brenglandi skattheimtu alfarið niður þar sem í því hefði falist kærkomin tiltekt í úr- eltu skattkerfi, óbeinn ávinningur fyrir neytendur í formi lækkunar á samkeppnisvörum og niðurfelling flókins skrifræðiskerfis…,“ segir m.a. á vef SA, þar sem fjallað er um skatta- og tollalækkunina. Tollvernd meginskýringin Fram kemur að með lækkun virð- isaukaskatts í 7% á matvæli sé Ís- land komið í hóp ríkja sem leggi lægstan skatt á matvæli og hvergi muni meira á almenna þrepinu og matarþrepinu og hér nema í Bret- landi þar sem enginn vsk. sé á mat- vælum. „Það kom skýrt fram í skýrslu for- manns matvælaverðlagsnefndarinn- ar sl. sumar að meginástæðan fyrir háu verðlagi á matvælum á Íslandi liggur í tollvernd innlendrar kjöt- og mjólkurafurða og brenglandi áhrif- um vörugjalda og mishárrar álagn- ingar VSK á matvæli. Aðrir þættir eins og launastig og lega landsins hafa vissulega áhrif en með afnámi tolla og vörugjalda mætti koma mat- arverði niður á sama stig og í Finn- landi og Svíþjóð, án þess að lækka núverandi lægra þrep VSK. Stjórn- völd hafa valið aðra og kostnaðar- samari leið sem felur það í sér að æskilegum breytingum í íslenskum landbúnaði, m.a. að færa hann undan forsjá ríkisins, er slegið á frest um óákveðinn tíma,“ segir ennfremur. Matvælaútgjöld lækka um 70 þúsund krónur Morgunblaðið/Ásdís Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað frá- vísunarkröfu íslenska ríkisins vegna máls á hend- ur þess. Í málinu er farið fram á að úrskurður skattstjórans í Reykjavík, vegna álagningar tekjuskatts og útsvars stefnanda, verði felldur úr gildi, og ef dæmt verður stefnanda í hag getur rík- ið ekki skattlagt þann hluta lífeyrisgreiðslna sem felur í sér vexti, verðbætur og aðra ávöxtun inn- borgaðs iðgjalds nema með 10% skatti, eins og gengur og gerist með fjármagnstekjur. Stefnandi, sem er ellilífeyrisþegi, heldur því fram að líta verði svo á að auk þess að fá með líf- eyrisgreiðslum endurgreiddar iðgjaldagreiðslur sínar til sjóðsins fáist einnig greiddir vextir, verð- bætur og önnur ávöxtun iðgjaldagreiðslnanna sem lífeyrissjóðurinn hefur haft með höndum. Þar sé því um að ræða fjármagnstekjur sem bera eigi 10% skatt en ekki 38,45% eins og nú er. Telur stefnandi að hér sé um að ræða fyrirkomulag á skattheimtu sem brjóti í bága við 65. og 72. grein stjórnarskrárinnar og 1. gr. viðauka nr. I við Mannréttindasáttmála Evrópur sbr. 14. gr. sátta- málans. Um sé að ræða ólögmæta mismunun á milli þeirra sem verði að greiða 38,45% tekjuskatt af ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslna og hinna sem ekki þurfi að greiða nema 10% tekjuskatt af fjár- magnstekjum. Stefnandi kærði álagningu á tekjur sínar á árinu 2004 til skattstjórans í Reykjavík. Fór hann fram á að álagning tekjuskatts og útsvars yrði felld niður að því leyti, sem með henni var lagður 25,75% tekjuskattur og 12,70% útsvar á tekjur hans, sem rekja má til þess hluta greiðslna hans úr lífeyrissjóði sem var umfram innborgað iðgjald, að teknu tilliti til skerðingar á grundvelli sam- þykkta lífeyrissjóðsins vegna samtryggingar, og fól í sér fjármagnstekjur í formi vaxta, verðbóta og annarrar ávöxtun innborgaðs iðgjalds í lífeyr- issjóðinn. Skattstjórinn hafnaði kröfum stefnand- ans og vísaði til laga um lífeyrisréttindi þar sem m.a. segir: „Tekjur þessar [koma] ekki til skatt- lagningar fyrr en við útborgun á lífeyri og teljast þær þá til tekna … og skattlegjast í almennu skatthlutfalli en ekki sem fjármagnstekjur“. Talið er að einstaklingar hafi að jafnaði 2/3 hluta lífeyris sem aukningu ofan á innborgað ið- gjald, sem sé þá ávöxtunarhlutfall. Miklar kjara- bætur myndu því felast í breytingum af þessu tagi. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í nóv- ember. Jónas Þór Guðmundsson hdl. flutti málið fyrir stefnanda en Einar K. Hallvarðsson hrl. fyrir ríkið. Dómstólar munu fjalla um skattlagningu lífeyris Í HNOTSKURN »Stefnandi höfðaði fyrst mál í október2002 og gerði þá kröfu um að álagningu tekjuskatts og útsvars vegna tekjuársins 2001 yrði felld úr gildi. »Málinu var vísað frá dómi í héraðsdómiReykjavíkur og Hæstiréttur staðfesti ákvörðunina í febrúar 2004. »Krafan hefur nú verið skilgreind frekarog héraðsdómur ákveðið að taka málið fyrir. Aðalmeðferð fer fram um miðjan nóv- ember og dómur gæti fallið fyrir áramót. ÞAÐ var enginn æsingur í þessum grágæsum sem syntu rólegar um í veðurblíðunni á dögunum. Þær gætu þurft að leita skjóls nú um helgina því spáð er stormi, í það minnsta sunnan til á landinu og rign- ingu víða. Sjálfsagt láta þær þó veðrið ekki mikið á sig fá enda ýmsu vanar. Morgunblaðið/Ómar Á sundi í veðurblíðunni RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hefst á morgun, sunnudag, og stendur til 30. nóvember. Áframhaldandi sölu- bann er á rjúpu og rjúpnaafurðum og sömuleiðis stend- ur enn óhögguð sú ákvörðun um- hverfisráðherra að friða svæði á Reykjanesskaga. Ennfremur hefur ráðherra ákveðið að halda áfram hvatningarátaki meðal veiðimanna um hófsamlegar og ábyrgar veiðar. Ekki eru heimilaðar rjúpnaveiðar á mánudögum, þriðjudögum og mið- vikudögum. Umhverfisstofnun hvetur veiði- menn til að sýna áfram hófsemi og veiða ekki meira en hver þarf fyrir sig og sína. Til þess að markmið veiðistjórnunar náist á komandi rjúpnaveiðitímabili þurfa allir veiði- menn að axla sameiginlega ábyrgð og veiða hóflega. Samkvæmt veiði- tölum síðasta árs eru enn veiðimenn sem veiða langt umfram þau tilmæli. Rjúpnaveiði- tímabilið að hefjast Rjúpan fær frið þrjá daga í viku. LANDSFUNDUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs verður haldinn 23. – 25. febrúar á næsta ári á Grand Hóteli í Reykjavík. Vegna komandi alþingiskosninga var ákveðið að flýta landsfundi, sem er alla jafna haldinn að hausti til. Landsfundurinn mun að sjálf- sögðu bera sterk merki þessa og verða þar mótaðar og kynntar mál- efnaáherslur fyrir komandi kosning- ar, segir í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum. Landsfundur VG haldinn í febrúar HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt egypskan karlmann á fertugs- aldri til greiðslu 120 þúsund króna fyrir brot á lögum um útlendinga og brot á lögum um atvinnuréttindi út- lendinga, lögum um verslunaratvinnu og lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæj- ar. Í málinu voru einnig gerðar upp- tækar 19.400 krónur. Manninum var gefið að sök að hafa dvalið á Íslandi í atvinnuskyni frá 18. september sl. til 30. september, en 29. og 30. þess mánaðar stundaði hann farandsölu á Ísafirði án atvinnuleyfis og án leyfis lögreglustjóra. Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kvað upp dóminn. Kristín Völundardóttir, settur sýslumaður, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Sekt fyrir farandsölu án leyfis ♦♦♦ LÖGREGLAN í Kópavogi leysti upp skemmtanahald í heimahúsi í bæn- um upp úr miðnætti aðfaranótt föstudags vegna gruns um fíkniefna- misferli. Við húsleit fannst nokkuð af hassi og lítilræði af amfetamíni, talið til einkaneyslu, að sögn lögreglu. Átta manns á aldrinum 16–27 ára voru færðir á lögreglustöð til skýrslutöku, þar af voru tvær stúlkur undir lög- aldri. Hringt var í foreldra þeirra og þeir fengnir til að sækja börn sín. Öðrum var sleppt að lokinni skýrslu- töku og telst málið upplýst. Fíkniefni í heimahúsi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.