Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stofustólar Borðstofustóla SkrifstofEldhússtólar STÓLAR Í ÚRVALI Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Lazyboy Barstólar StaflanlegirHægindastólar Barnastólar Borðstofustólar Lazyboy Plaststólar Kollar OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, kynnti í gær stofnun Friðarstofnunar Reykjavíkur sem komið verður á fót í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Rudolf Schuster, fyrrverandi forseti Slóvakíu, verður forseti stofnunarinnar og vinnur að undir- búningi hennar í samvinnu við borg- arstjóra. Stefnt er að því að fá fyrr- verandi forseta og ýmsa aðra áhrifamenn um allan heim í 11 manna stjórn og hugmyndin er að halda alþjóðlegan friðarfund í Höfða í október ár hvert. Í kynningu Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar kom fram að leiðtogar margra þjóða hefðu komið í Höfða og húsið hefði haft mikið aðdráttarafl, ekki síst í þágu friðarvinnu. Í tilefni 20 ára afmælis leiðtogafundarins í Höfða hefði hann ákveðið að beita sér fyrir því að koma á fót Friðar- stofnun Reykjavíkur. „Markmið Friðarstofnunar Reykjavíkur er að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi og að bjóða deiluaðilum víðs vegar um heim til viðræðna um friðsamlega nálgun og niðurstöðu deilumála,“ sagði borgarstjóri. Vil- hjálmur sagði að tillagan hefði fengið gríðarlega góðar undirtektir hjá ýmsum innlendum og erlendum leið- togum, meðal annars hjá forseta Ís- lands Ólafi Ragnari Grímssyni og Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Verkefnið færi mjög vel saman við ríkjandi stefnu Íslands í friðarmálum. Hér væri enginn her, Ísland væri herlaus þjóð og þjóð sem vildi efla frið. „Þetta er viðleitni mín til að við getum lagt okkar að mörkum,“ sagði borgarstjóri og bætti við að hann hefði fengið Rudolf Schuster, fyrr- verandi forseta Slóvakíu, til að leiða starfið. Fyrsta verkefni Rudolfs Schus- ters verður að ræða við ýmsa for- ystumenn á sviði stjórnmála, við- skipta, lista, trú- og mannúðarmála víðs vegar um heim um aðkomu þeirra og þátttöku í starfinu. Deiluaðilum víðs vegar um heim boðið til viðræðna um friðsamlega nálgun og niðurstöðu deilumála Höfði táknrænn fundar- staður Friðarstofnunar Morgunblaðið/Eyþór Friðarleiðtogar Rudolf Schuster og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í Höfða. MÍKHAÍL Gor- batsjov, fyrrver- andi leiðtogi Sov- étríkjanna, verður heið- ursforseti Frið- arstofnunar Reykjavíkur. Gorbatsjov kom til landsins í til- efni þess að 20 ár eru liðin frá fundi hans og Ronalds Reagans, þá- verandi Bandaríkjaforseta, í Höfða og þessi fyrrverandi leiðtogi Sov- étríkjanna kom við í Höfða í gær og kvaddi Rudolf Schuster, fyrrver- andi forseta Slóvakíu, áður en hann hélt af landi brott. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að Gorbatsjov hafi lýst yfir mikilli ánægju með að ákveðið hafi verið að koma á fót Friðarstofnun Reykjavíkur og hugsanlega kæmi hann að málinu með öflugum hætti þegar fram liðu stundir. Rudolf Schuster tekur í sama streng og segir að Gorbatsjov hafi fallist á að verða heiðursforseti Friðarstofnunarinnar. Gorbatsjov heiðursforseti Míkhaíl Gorbatsjov SAUÐFJÁRSLÁTRUN fór seinna af stað í haust vegna veðurblíðu en er komin á fullt um allt land og er gert ráð fyrir að henni ljúki að mestu um næstu mánaðarmót. Í fyrra var slátrað um 508 þúsund dilkum og lík- legt er að talan verði svipuð í ár. Reynir Eiríksson, framleiðslu- stjóri hjá Norðlenska, segir að haustslátrunin gangi prýðilega. Hún hafi reyndar byrjað seinna í haust en í fyrra og ekkert óeðlilegt sé við það. Mikil veðurblíða hafi verið í haust en í fyrra hafi rignt mikið í ágúst og fram í september og síðan byrjað að snjóa fyrir norðan. Því hafi slátrun hafist snemma. Í ár hafi vorað seint en haustið hafi verið gott og mikill nýgræðingur til fjalla og á túnum. Því hafi lömbin haldið áfram að vaxa og dafna og þess vegna hafi sumir hverjir haldið að sér höndum varð- andi slátrunina. „Nú er allt komið á fulla ferð hjá okkur, jafnt á Húsavík og Höfn,“ segir Reynir. „Það fór aðeins rólega af stað á Höfn eins og annars staðar en þar eru nú fullir sláturdagar,“ bætir hann við. Norðlenska gerir ráð fyrir að slátra um 83.000 dilkum á Húsavík og um 34.000 dilkum á Höfn. Að sögn Reynis er erfitt að fá Ís- lendinga til starfa við haustslátr- unina. Hann segir að Norðlenska sé með um 75 til 80 útlendinga frá 11 þjóðum í vinnu vegna slátrunarinn- ar. Ólafur Bjarni Loftsson, sláturhús- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, tekur undir með Reyni og segir að slátrunin gangi nokkuð vel. Hann segir að hún hafi byrjað á eðli- legum tíma en hins vegar hafi minna verið í sumarslátruninni en áður. Eins hafi borið á því í upphafi haust- slátruninnar að bændur hafi haldið að sér höndum og ekki sent eins marga dilka inn eins og til hafi staðið og þeir tilkynnt um. „En nú er slátr- unin kominn í fullan gang og menn farnir að senda inn á fullu,“ segir hann. Byrjunin hafi reyndar ekki komið á óvart því tíðin hafi verið góð og eðlilegt að menn vilji auka fall- þungann. SS slátraði um 110 þúsund dilkum á Selfossi í fyrra og gerir Ólafur Bjarni ráð fyrir að fjöldi slátraðra dilka verði svipaður í ár. Sauðfjárslátrun kom- in á fullt um allt land Fór víða seinna af stað í haust en í fyrra vegna veðurblíðu BANDARÍSKA herskipið USS WASP liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, en heimsókn þess hingað til lands sýnir á táknrænan hátt stuðning Bandaríkjanna eftir að skrifað var undir samkomulag um varnir landsins. Skipið verður ekki opið almenn- ingi, en í gær heimsóttu Geir H. Haarde forsætisráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipið. Sjólið- arnir voru landvistinni fegnir og fóru víða um Reykjavík í gær, enda búnir að vera lengi á siglingu. Bandarískt herskip í Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Kristinn AUGLÝSING Umferðarstofu „Not- aðu bílbelti“ fær hæstu einkunn sem auglýsingaherferð í könnunum Capacent Gallup hefur fengið frá því að slíkar auglýsingakannanir hófust árið 2002. Auglýsingin fékk 8,2 í ein- kunn en hæsta einkunn fram að því hafði verið 7,9 sem Umferðarstofa hlaut fyrir auglýsingaherferðina „Áhættan er aldrei þess virði“ árið 2005. Í könnun Gallup kemur fram að auglýsingarnar virðast ná augum og eyrum yngsta aldurshópsins sem að mati Umferðarstofu er til marks um að áhyggjur af hinu gagnstæða séu óþarfar. Þegar svarendur voru spurðir hvort þeir teldu að auglýsingin hefði haft mikil eða lítil áhrif á hegðun þeirra kom í ljós að 40,6% töldu aug- lýsinguna hafa haft mikil áhrif. Um- ferðarstofa tekur fram að þeir sem alltaf nota bílbelti svari þessari spurningu neitandi. Einn þeirra þátta sem hægt er að hafa til viðmiðunar um árangur aug- lýsingarinnar að mati Umferðar- stofu eru niðurstöður könnunar lög- reglunnar í Keflavík. Þar sést aukning í beltanotkun í júní, eftir að beltaáróður Umferðarstofu hófst. Könnunin hefur verið gerð mánaðar- lega allt árið í fyrra og það sem af er þessu ári. Í könnuninni eru 200 bílar stoppaðir og beltanotkun ökumanna athuguð. Í ljós hefur komið að árið 2005 var meðaltal beltanotkunar í þéttbýli í Keflavík 84% en það sem af er þessu árið er hún 89%. Bílbeltaauglýsing fékk hæstu einkunnina Herferðin virðist ná augum og eyrum yngsta hópsins Í HNOTSKURN »Bílbeltaauglýsingar Umferð-arstofu virðast ná augum og eyrum yngsta hópsins sam- kvæmt könnun. »88,2% þeirra sem höfðu séðauglýsinguna töldu boðskap hennar komast vel til skila og tel- ur Umferðarstofa þetta vera einn þátt af mörgum sem undir- strika góðan árangur herferð- arinnar. »Könnun lögreglunnar íKeflavík sýnir að belta- notkun jókst eftir að áróður Um- ferðarstofu hófst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.