Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÓÐUM AEG HEIMILISTÆKI Í ELDHÚSIÐ Á SÉRSTÖKUTILBOÐSVERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU HTH-„SETTU ÞAÐ SAMAN“ ELDHÚS INNRÉTTINGAR ið nálægt hlerununum. Jón Baldvin hefur greint frá því að fyrrverandi starfsmaður Landssím- ans hafi hringt í sig á miðvikudags- kvöld til að greina sér frá því að hann hefði, í starfi sínu, orðið var við að sími Jóns Baldvins var hleraður í stjórnstöð Landssímans. Sá sem Morgunblaðið ræddi við sagði að úr því hægt var að tengja símtölin yfir til lögreglu hefði í sjálfu sér einnig verið tæknilega mögulegt að hlera símtöl í stjórnstöðinni. Það hefði þó enginn einfaldlega getað gengið inn í stjórn- stöðina, sest við tengingar og byrjað að hlera og varla hefði slíkt heldur farið fram hjá starfsmönnum Lands- símans, a.m.k. ekki öllum. 583 úrskurðir frá 2000 Í vetur komu fram upplýsingar á Alþingi um fjölda úrskurða um sím- hleranir. Þar kom fram að frá árinu 2000, þegar skráning á slíkum úr- skurðum hófst með skipulegum hætti hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, hefðu verið veittar 583 heimildir til hlerana. Dómstóllinn hafði ekki tök á að sund- urgreina ástæður fyrir hlerununum en gaf þær upplýsingar að í yfirgnæf- beina símafyrirtækin símtölunum, svokölluðum talstraumi, til hler- unarmiðstöðvar lögreglunnar. Fjar- skiptafélögin séu hvorki með búnað til upptöku né hlerana heldur beini einfaldlega símtölunum til lögreglu en að öðru leyti komi starfsmenn símafyrirtækjanna ekki nálægt hler- ununum. Hleranir óviðkomandi eru að sjálfsögðu stranglega bannaðar í lögunum. Hrafnkell sagði að þessi háttur hefði verið hafður á frá því Póst- og fjarskiptastofnun var sett á laggirnar árið 1997 en hann hafði ekki upplýsingar um hvernig þessum mál- um var háttað fyrir þann tíma. Morgunblaðið hafði því samband við mann sem þekkir vel til þess hvernig hlerunum var háttað í upp- hafi 10. áratugarins. Sá var ófús til að koma fram undir nafni þar sem hann vildi helst ekki láta blanda sér í um- ræðu um hleranir. Hann sagði að í raun hefði fyrirkomulagið verið ná- kvæmlega eins og nú, þ.e. þegar lög- regla var komin með dómsúrskurð um leyfi til hlerunar hefðu starfs- menn Landssímans tengt lögreglu við símalínu þess sem rannsóknin beindist að en að öðru leyti ekki kom- hafi verið hleraður, þ.e. á árunum 1992–1993, er um það að segja að þá gengu í gildi ný lög um meðferð op- inberra mála sem þrengdu heimildir til hlerana og settu þeim skýrari skorður. Nýju lögin tóku gildi 1. júlí 1992 og leystu af hólmi lög um með- ferð opinberra mála frá árinu 1974 sem voru að stofni til sömu lög og höfðu verið í gildi allt frá árinu 1951. 28 orð um hleranir Í lögunum frá 1974 var stutt og skorinorð heimild, í aðeins 28 orðum, til símhlerana í 47. grein og hljóðaði hún svo: „Dómari getur, þegar öryggi ríkisins krefst þess eða um mikilsverð sakamál er að ræða, úrskurðað hlust- anir í síma, sem sökunautur hefur eða ætla má að hann muni nota.“ Í núgildandi lögum eru ákvæði um símhleranir mun ítarlegri þó að þar sé vissulega töluvert svigrúm fyrir dómara til að leggja mat á hvert mál fyrir sig. Samkvæmt lögunum er ekki hægt að veita heimild til símhlerana nema fyrir liggi ástæða til að ætla að upplýsingar, sem skipt geti sköpum fyrir rannsókn máls, fáist með þeim hætti. Þá verður rannsóknin að bein- ast að broti sem varðað geti átta ára fangelsi „eða ríkir almannahags- munir eða einkahagsmunir krefjist þess“. Eftir að rannsókn lýkur skal þeim sem rannsóknin beindist að birtur úrskurður um hlerunina og á það að gerast eins fljótt og mögulegt er, þó þannig að það skaði ekki frek- ari rannsókn málsins. Fá aðgang að símtölum Þegar lögregla hefur aflað sér úr- skurðar um hleranir kemur til kasta símafyrirtækjanna en samkvæmt lögum um póst- og fjarskipti skulu fjarskiptafyrirtæki í landinu tryggja „þar til bærum yfirvöldum“ aðgang að búnaði til hlerunar símtala og ann- arrar löglegrar gagnaöflunar í fjar- skiptanetum sínum eða fjar- skiptaþjónustu. Að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofn- unar, er þetta gert með þeim hætti að þegar dómsúrskurður liggur fyrir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SÍMHLERANIR hafa verið mjög í sviðsljósinu undanfarið og ekki að ástæðulausu, ekki er nóg með að sagnfræðingar hafi upplýst um um- fangsmiklar hleranir á meðan kalda stríðið stóð sem hæst, heldur hefur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, nú greint frá upplýsingum um að sími hans hafi verið hleraður í ráðherratíð hans, nánar tiltekið á árunum 1992 eða 1993. Hefur hann þetta frá tveimur mönnum, annars vegar tæknimanni sem hann fékk til að athuga símtæki sitt og hins vegar frá fyrrverandi yf- irmanni hjá Landssímanum sem sagði Jóni Baldvini að hann hefði orð- ið vitni að því að maður hefði hlerað símtöl ráðherrans í símstöð Lands- símans. Hvorugur heimildarmann- anna hefur enn verið nafngreindur af ráðherranum fyrrverandi. Enn er margt á huldu um hler- anirnar og hafa verður í huga að munur er á löglegum hlerunum og ólöglegum. Stjórnvöld hafa nefnilega frá árinu 1941 haft skýra heimild til símhlerana, fyrst nægði heimild dómsmálaráðherra en því var síðan breytt og krafist heimildar dómara. Það er síðan væntanlega hægt að rannsaka og deila um hvort stjórn- völd eða dómstólar hafi farið út fyrir lagaheimildir sínar og sömuleiðis um hvort yfirleitt hafi verið einhver þörf fyrir hleranir. Í þessari fréttaskýr- ingu verður eingöngu leitast við að varpa ljósi á hvaða heimildir lögregla hefur til símahlerana og hvernig hler- anirnar fara fram. Ef fyrst er litið til þess tímabils sem Jón Baldvin segir að sími sinn andi fjölda tilfella væri um að ræða grun um sölu eða dreifingu fíkniefna. Aðrir dómstólar gátu veitt nákvæm- ari upplýsingar enda málin færri; af 196 úrskurðum voru 173 vegna fíkni- efnamála. Aðrar ástæður voru t.a.m. rannsókn á símaónæði, kynferð- isbrotum og líflátshótun. Hlerað við Hverfisgötu Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík annast embættið hlerun fyrir öll lögregluembætti í landinu. Lögregla hefur, eðli málsins samkvæmt, verið ófús til að greina nákvæmlega frá því hvernig sá tækja- búnaður virkar eða hversu margir lögreglumenn sinna þessum störfum. Ingimundur Einarsson vara- lögreglustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í vor að upptökunum væri ávallt eytt þegar ekki væri leng- ur þörf á þeim vegna rannsókna. Þá væri þeim sem hefðu sætt símhler- unum tilkynnt það að rannsókn lok- inni. Hleranir á símtölum hafa ótal sinn- um komið sér vel við rannsóknir lög- reglu. Í ákveðnum tegundum mála, s.s. í fíkniefnaviðskiptum, verða lög- reglumenn að sitja langtímum saman við hlerunarbúnaðinn og Morg- unblaðið hefur upplýsingar um að sá starfi sé ekki sá vinsælasti innan lög- reglunnar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Símtölin fara til hlerunarmiðstöðvar lög- reglu þegar dómsúrskurður liggur fyrir Hlustað Samtöl í GSM-símum er hægt að hlera, rétt eins og önnur símtöl. Það er þó afskaplega misjafnt hversu merkileg samtölin eru. Í HNOTSKURN » Í nýjum lögum um meðferðopinberra mála sem tóku gildi 1. júlí 1992 voru ákvæði um símhleranir gerð skýrari og hler- unum settar þröngar skorður. » Samkvæmt lögunum sem þáféllu úr gildi var þó einnig nauðsynlegt að afla fyrst úr- skurðar dómstóla. » Þegar rannsókn lýkur á aðeyða upptökum og tilkynna viðkomandi að sími hans hafi verið hleraður. Fréttaskýring | Enn er margt á huldu um meintar símhleranir. Hvaða lög og reglur ætli gildi um þær í landinu? HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugs- aldri til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir auðgunarbrot, brot á fíkni- efnalöggjöfinni og hylmingu. Hon- um er jafnframt gert að greiða rúmar 222 þúsund krónur í sak- arkostnað. Maðurinn játaði skýlaust brot sín en það eru m.a. átta þjófnaðir eða tilraunir til þjófnaðar, frá júní sl. til september, og er varning- urinn metinn á um 430 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn þrisvar sinnum gripinn með fíkni- efni í vörslum sínum, ávallt am- fetamín. Mál ákærða frá því í ágúst sl. var sameinað þessu máli. Þar var ákært fyrir nytjastuld og umferð- arlagabrot, en maðurinn keyrði bifreið sviptur ökurétti og ófær um að stjórna henni, örugglega vegna áhrifa amfetamíns. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði eigi að baki óslitinn sakaferil frá árinu 1990 og hafi síðan hlotið 17 refsidóma. Á meðal þeirra eru dómar fyrir fíkniefna- brot, auðgunarbrot og umferð- arlagabrot en í dómi þessum var ævilöng ökuleyfissvipting áréttuð. Símon Sigvaldason héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Sveinn Andri Sveinsson hrl. varði manninn. Síbrotamaður dæmdur í héraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.