Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 17 Endurnýjaðu svefnherbergið Ármúla 10 • Sími: 5689950RO YA L 20% afsláttur 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RÚMGÖFLUM, NÁTTBORÐUM, RÚMTEPPUM OG SÆNGURFATNAÐI ÞESSA VIKU. AFHENDING FYRIR JÓL. FYRRVERANDI yfirforstjóri sænska tryggingafélagsins Skandia, Ola Ramstedt, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir misferli, en var sýknaður af ákærum um mútugreiðslur. Hann var fundinn sekur um að hafa látið fyrirtækið greiða ríflega 17 millj- ónir sænskra króna til að gera upp níu íbúðir í eigu annarra fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og ætt- ingja þeirra. Aftur á móti var hann sýknaður af ákæru um að hafa mút- að verktökum. Tveggja ára fangelsi AP Ekki einn Ramstedt er ekki eini yfirmaður Skandia sem hefur þurft að segja af sér vegna spillingar. Björn Björnsson (t.v.) tók árið 2003 við stjórn- arformennsku í félaginu eftir að Bengt Braun sagði af sér vegna málsins. ERLENDIR aðilar fjárfestu í Pól- landi á fyrri helmingi þessa árs fyrir um 18,7 milljarða slota, sem svarar til um 411 milljarða íslenskra króna, samkvæmt tölum frá pólska seðla- bankanum. Í frétt á fréttavef pólska blaðsins Gazeta Wyborcza segir að stjórnvöld geri ráð fyrir að heildarfjárfestingar erlendra aðila á árinu öllu muni verða um 31 milljarður slota, eða um 680 milljarðar króna. Um 80% af fjárfestingunum eru frá ríkjum ESB og tæp 10% frá Bandaríkjunum en afgangurinn frá öðrum ríkjum. Mikil breidd í fjárfestingum Haft er eftir Józep Sobota í stjórn seðlabanka Póllands að bylgja er- lendra fjárfestinga gangi nú yfir landið. Segir hann að mikil breidd sé í fjárfestingunum og að um sé að ræða fjölmargar meðalstórar fjárfesting- ar. „Það er mun betra en fáar mjög stjórar fjárfestingar,“ segir stjórn- armaðurinn. Bylgja erlendra fjár- festinga í Póllandi FASTEIGNAFÉLAGIÐ Property Group í Danmörku hefur fjárfest í vindmylluverkefnum sem síðan eru seld fagfjárfest- um og öðrum fjárfestum. Pro- perty Group er í meirihlutaeigu Straums-Burðar- áss sem á 50,1% hlut. Property Pro- up stofnaði fyrir skemmstu dótt- urfélag, Wind Group, sem nú hefur fjárfest fyrir tæpa 4,5 milljarða ís- lenskra króna í tveimur „vindmyllu- görðum“ í Þýskalandi með 19 vind- myllum en búist er við að fleiri myllur muni bætast við fyrir ára- mót. Í samtali við Børsen segir Jesper Damborg, forstjóri Property Group, að mikil eftirspurn sé eftir fjárfest- ingum í tengslum við vindmyllu- verkefni, margir vilja dreifa fjár- festingum sínum sem mest og vindmyllur í Þýskalandi séu ákjós- anlegar vegna þess að þær skapi mjög stöðugt fjármagnsstreymi sem reikna megi út mörg ár fram í tímann. „Eina óvissan felst í grófum dráttum í því hvort spár um hversu vindasamt verði á tilteknum stöðum ganga eftir. [...] Vindorkan er mik- ilvæg orkulind og ekkert tískufyr- irbrigði sem hverfur síðan allt í einu,“ segir Damborg. Veðjað á vindinn KORTAVELTA í september nam 56,2 milljörðum króna sem er um 3,3% minnkun frá ágústmánuði. Sam- dráttinn má einkum rekja til minnk- andi veltu í debetkortum en heildar- velta debetkorta nam 33,1 milljarði í september og dregst saman um 9% milli mánaða. Heildarvelta kreditkorta nam 23,1 milljarði kr. í september sem er um 7% hækkun frá ágústmánuði. Veru- lega hefur dregið úr vexti kortaveltu á undanförnum mánuðum en í septem- ber var samdráttur í kortaveltu um 4% að raunvirði miðað við sama tíma í fyrra. Spáð minni vexti einkaneyslu Í Hálffimmfréttum KB banka kem- ur fram að ef tekin er saman heild- arkortavelta á þriðja ársfjórðungi dregst hún saman um 2,3% að raun- virði miðað við sama fjórðung í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi jókst einka- neyslan um 4,9% að raunvirði frá sama fjórðungi í fyrra en tölur um kortaveltu benda til þess að enn frek- ar muni hægja á vexti einkaneyslunn- ar á þriðja ársfjórðungi. Í hagspá greiningardeildar er gert ráð fyrir að einkaneyslan muni vaxa að raunvirði um 4,7% á þessu ári en dragast saman árið 2007. Minnkandi kortavelta ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.