Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 23 Atvinnurekendur, stjórnendur, vinnumiðlarar, rannsakendur og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið! Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Fyrsti fundur af þremur verður á Grand hótel, Hvammi, þann 17. október nk. kl. 8:30-10:00. Dagskrá: 1. Ávarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra. 2. Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur í fjármálaráðuneytinu fjallar um aldursskiptingu í atvinnugreinum. 3. Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsasmiðjunnar og Rakel Ýr Guðmundsdóttir starfsmannastjóri SPRON fjalla um stefnu fyrirtækja með tilliti til aldursdreifingar á vinnustað. 4. Umræður. Fundarstjóri Elín R. Líndal. Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og funda- röðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is Morgunverður verður framreiddur frá kl. 8:00, verð kr. 1.400. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið: margret.gunnarsdottir@vmst.is Kallar framtíðin á breyttar áherslur? Skiptir aldurssamsetning á vinnustað máli? Er æskudýrkun á þínum vinnustað? SÖLUSÝNING Á HÁGÆÐA HANDGERÐU KÍNVERSKU POSTULÍNI Úti- eða inniblómapottar - myndir - lampar - vasar - skálar og fleira LÚXUS GJAFIR OG SÖFNUNAR VÖRUR - GÓÐ FJÁRFESTING Frábært verð Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum HELGAR KYNNING White like jade Bright as mirror Thin as paper Sound like a chime Ármúla 42 sím1 895 8966 Opið alla daga frá kl. 10-18 Þorlákshöfn | Strengjasveitamót er haldið í Þorlákshöfn um helgina. Mótið hófst í gær og því lýkur á sunnudag og setja tónlistarnem- endurnir svip á bæinn þessa daga. Mótið er haldið á vegum Tónlist- arskóla Árnesinga en tuttugu og einn tónlistarskóli af öllu landinu sendir nemendur á mótið. Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem svo fjölmennt mót er haldið í Þorláks- höfn og hafa um 250 nemendur skráð sig. Með þeim koma yfir tuttugu foreldrar og kennarar. Nemendur leggja undir sig íþrótta- hús og grunnskóla Þorlákshafnar og er æft stíft á hverjum degi und- ir stjórn þeirra Maríu Weiss, fiðlu- leikara og kennara í Tónlistarskóla Árnesinga og Tónskóla Sigur- sveins, Sigursveins Magnússonar, skólastjóra Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og hljómsveita- og kórstjóra, og Martin Frewer, fiðluleikara og stjórnanda. Á kvöldin verður slakað á og haldnar kvöldvökur þar sem boðið verður upp á skemmtiatriði. Þetta er þriðja stóra strengja- sveitamótið sem haldið er á Íslandi, en fyrsta mótið var haldið í Reykjanesbæ. Komin er hefð á að halda strengjasveitamót annað hvert ár og er það nú í fyrsta skipti haldið á vegum Tónlistarskóla Ár- nesinga. Mót sem þessi eru talin vel til þess fallin að auka áhuga tónlistar- nemenda á náminu, þroska hæfni til samspils, auka samkennd nem- enda og ekki hvað síst að veita spilagleðinni útrás. Á þriðja hundrað á strengjasveitamóti LANDIÐ Eftir Davíð Pétursson Reykholt | Aldamótaskógur hefur verið formlega opnaður í Reykholti. Af því tilefni var athöfn í skóginum fyrr í vikunni. Fyrir norðan kirkjuna, við hinn nýja göngustíg til skógarins, er búið að reisa upplýsingaskilti. Þar segir að í tilefni þúsaldamóta árið 2000 og 70 ára afmæla Skógræktarfélags Ís- lands og KB banka hafi verið stofnað til Aldamótaskóga. Fyrir valinu urðu fimm svæði, eitt í hverjum lands- hluta. Aldamótaárið 2000 gróður- settu sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga liðlega 280 þús- undir skógarplantna, eina fyrir hvern Íslending. KB banki lagði til plöntur og áburð. Aldamótaskógum er ætlað að vera lifandi minnisvarði um tímamót í sögu þjóðarinnar og merkisafmæli samstarfsaðilanna tveggja. Í fram- tíðinni er markmiðið að þessi fimm svæði verði þekkt sem útivistar- svæði almennings og verður unnið að merkingu og kynningu þeirra. Reykholt var skóglaust Eins og flestir hlutar Íslands var Reykholt orðið skóglaust þegar kom fram á 20. öld. Endurheimt skógar hófst á 4. áratugnum þegar Þorgils Guðmundsson, kennari við Reyk- holtsskóla, hóf að fara með skóla- börn í gróðursetningu. Árið 1948 hófst svo trjárækt hjá afkomendum og ættingjum hjónanna séra Einars Pálssonar og Jóhönnu K.K. Egg- ertsdóttur, en Einar var prestur í Reykholti 1908–1930. Hefur ræktun þeirra staðið nær óslitið síðan. Skógræktarfólk frá Norðurlönd- um gróðursetti í Reykholti árið 1990, en það kom til Íslands í skiptiferð á vegum Skógræktarfélags Íslands. Norðmenn hafa komið í aðra skipti- ferð til að gróðursetja og hlú að plöntum. Aldamótaskógurinn í Reykholti er um 5 hektarar að stærð og kom skógræktarfólk af öllu Vesturlandi saman til gróðursetningar ásamt fjölþjóðlegum hópi ungmenna. Gróð- ursett var neðan og ofan þáverandi skógar. Gróðursetning Aldamóta- skógarins hefur verið unnin í sam- vinnu Skógræktarfélags Borgar- fjarðar, Skógræktarfélags Íslands og Reykholtsstaðar, með stuðningi KB banka. Að loknum ávörpum við opnun skógarins var gengið að Eggertsflöt þar sem brúðkaup Eggerts Ólafs- sonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur var haldið 1767. Á Eggerts- flöt fundu menn fyrir ágæti skógarins, því hér var stafalogn og besta veður en heima á staðnum var norðaustan kuldastrekkingur. Aldamótaskógur opnaður í Reykholti Morgunblaðið/Davíð Pétursson Frásögn Séra Geir Waage segir frá við opnun Aldamótaskógar í Reykholti. Aldamótaskógar eru útivistarsvæði á fimm stöðum á landinu. Í HNOTSKURN »Reykholt var orðið skóg-laust þegar komið var fram á 20. öldina. »Endurheimt skógar hófst áfjórða tug aldarinnar. »Þar er nú einn af fimmaldamótaskógum landsins. Borgarnes | Lögreglan í Borgarnesi fékk nýverið staf- ræna myndavél að gjöf frá Svavari Sigurðssyni, baráttu- manni gegn fíkniefnavandanum á Íslandi. Við afhend- inguna sagði Svavar að gjöfin væri viðurkenning hans á öflugu starfi lögreglunnar að fíkniefnarannsóknum. Að sögn Theodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns kemur þessi gjöf sér mjög vel fyrir lögregluna. Öll hald- lögð fíkniefni þarf að ljósmynda og sá búnaður sem lög- reglan átti fyrir þurfti endurnýjunar við. Góðum árangri í að upplýsa fíkniefnamál, sagði Theodór helst að þakka góðri og virkri liðsheild og ekki mætti heldur gleyma fíkniefnaleitarhundinum Tíra sem nýst hefur afar vel. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur aldrei verið lagt hald á meira af fíkniefnum en það sem af er ári. Alls hafa komið upp 38 fíkniefnamál. Í þessum mál- um hefur samtals verið lagt hald á rúmlega 11 kíló af kannabisefnum, 222 kannabisplöntur og 25 grömm af amfetamíni. Gjöf Svavar Sigurðsson afhendir Theodór Kr. Þórð- arsyni myndavélina. Á milli þeirra er Laufey Ó. Gísla- dóttir lögreglukona með fíkniefnahundinn Tíra. Veitt viðurkenning fyrir góðan árangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.