Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 25 Nýtt frá Te & Kaffi stundin - bragðið - stemningin R O YA L Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Utankjörfundarkosning vegna prófkjörs í Reykjavík sem fram fer 27. og 28. október er hafin og er kosið í Valhöll, Háaleitisbraut 1, virka daga frá kl. 9.00 til 17.00. Sýnishorn af kjörseðli Yfirkjörstjórnin í Reykjavík Í góðviðrinu og jafnvel logni síðustu daga hafa Sauðkrækingar upp- veðrast yfir þeim hugmyndum sem nú eru uppi um gerð kvikmyndar eftir sögu Hallgríms Helgasonar, Rokland, þar sem gert er ráð fyrir að verulegur hluti myndarinnar verði tekinn upp hér og hugsanlega með einhverja heimamenn í hlut- verkum. Allavega ætti „bóksal- anum“ og öðrum þeim sem sér- staklega eru til sögu nefndir að bregða fyrir á tjaldinu.    Deilur hafa verið um menningarhús í Skagafirði, en nú sér fyrir endann á þeim, að minnsta kosti í bili. Deilt hefur verið um endurgerð Miðgarðs sem tónlistar og ráðstefnuhúss en samningur um verkið var undirrit- aður nú í vikunni. Í nýjum tillögum er gert ráð fyrir að falla frá áberandi útlitsbreytingum á anddyri hússins, og einnig lagfæringum á efri hæð og kjallara. Sparast við þetta verulegir fjármunir og mun þá væntanlega næsta skref að semja við stjórnvöld um viðbyggingu við Safnahúsið á Sauðárkróki, sem gert var ráð fyrir að yrði síðara skrefið í menningar- eflingu í þessum landshluta.    Ekki sér hins vegar fyrir endann á deilu um virkjanir í Jökulsánum í Skagafirði en sveitarstjórn hefur samþykkt að setja tvær virkjanir inn á aðalskipulag svæðisins. Benda mótmælendur á sívaxandi fjölda þeirra sem stunda flúðasigl- ingar á ánum, en einnig á veruleg náttúruspjöll sem af mundu hljótast. Þá vegur einnig þungt sú skoðun að ef sú orka sem þarna fengist yrði flutt til annarra landshluta en kæmi heimamönnum ekki til góða skyldi ekki ráðist í svo afdrifaríkar fram- kvæmdir.    Á fundi Byggðaráðs nú í vikunni kynntu rektor Hólaskóla Skúli Skúlason og Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood, hugmyndir um frekari uppbyggingu þróunarstarfs í Verinu, við Sauðár- krókshöfn, en þar er um að ræða samvinnuverkefni þessara og fleiri aðila um ýmiskonar rannsóknir og vísindastörf. Telur stjórn sveitar- félagsins þörf á að hraða deiliskipu- lagi hafnarsvæðisins með þetta í huga. SAUÐÁRKRÓKUR Eftir Björn Björnsson fréttaritara Ljósmynd/Örn Þórarinsson Sauðárkrókshöfn Hugmyndir eru uppi um frekari uppbyggingu þróun- arstarfs í Verinu, við Sauðárkrókshöfn. Valdimar Lárusson orti fyrstadaginn sem „við Íslendingar lifðum í landi okkar herlausu síðan árið 1951 – eða í 55 ár“: Lobba frelsi gleypti grimm hins gamla, litla skers. Reyndust mörgum dauðadimm í dróma Natóhers árin liðnu fimmtíu og fimm, til fyrsta októbers. Þar vísar hann í Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum, en þar kemur fyrir eftirfarandi hending: Lobba hló og hljóp til borgar hélugrá, læddist inn fyrir sparlök blá loðnum skónum á og stakk honum í svefnþorn – hann stundi og féll í dá. Björn Ingólfsson notar sama rímorðið í hverri vísu, en alltaf í nýrri og nýrri merkingu: Ýmsir rækta reynivið, rímað þvaður yrkjum við, það er fúlt að þjarka við þá sem sífellt reka við. Góðan bústofn Bjarni á björtum augum horfir á eina sem hann setti á sautján vetra gráa á. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Lobbu ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.