Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 35 AUÐLINDANEFNDIN undir forustu Karls Axelssonar skilaði af sér á miðvikudag. Þar er margt í rétta átt – í áttina að hinu Fagra Íslandi Samfylkingarinnar – en ein helsta forsendan er vitlaus og ef tillögur nefndarinnar ná óbreyttar fram að ganga er veru- leg hætta á ferðum næstu árin á verðmæt- um náttúrusvæðum. Fyrirgangur og læti í iðnaðarráðherranum spilltu nokkuð fyrir kynningunni og kannski líka boðskap nefnd- arinnar – þegar formað- ur Framsóknarflokksins talar um „farveg til þjóðarsáttar“ í þessum málum fá flestir grænar bólur. Reyndar er sennilegt að forysta Framsóknar og íhalds ætli þessari skýrslu það hlutverk eitt að skera stjórnarflokkana úr stóriðjusnör- unni rétt fram yfir kosningar. Það er að minnsta kosti rétt að taka stefnubreytingu flokkanna með ýtrustu varúð. Það breytir ekki því að starf nefndarinnar fór fram úr vonum okkar Samfylkingarmanna, sem þó áttum mikinn þátt í að koma nefndinni á koppinn. Vonirnar voru vissulega ekki stórfenglegar – en í þeirra ljósi náðist árangur. Hann er einkum tvennskonar: * Nefndin hefur samið skýrar og rökréttar reglur um hvernig á að velja á milli fyrirtækja sem sækjast eftir orkunýting- arverkefnum – með uppboði þegar fleiri en einn sækja um, og með auð- lindagjaldi á orku úr rík- islandi. * Nefndin vill láta gera áætlun um „verndun og nýtingu“. Sú áætlun virðist á ýmsan hátt vera sambærileg við tillögur okkar Samfylkingarmanna um „Rammaáætlun um nátt- úruvernd“ sem eru hluti af stefnumótun okkar um Fagra Ísland. Nefndin vill láta fresta ýmsum virkjunaráformum þangað til sú áætlun er smíð- uð. Það er líka lagt kyrfilega til í Fagra Íslandi. Helstu gallarnir á niðurstöðum nefndarinnar eru þessir: * Öfugt við tillögurnar um Fagra Ísland á að blanda sam- an hagsmunum orkunýtenda og náttúruverndarsjón- armiðum við langtímaáætl- unina um „verndun og nýt- ingu“. Við leggjum hinsvegar áherslu á að fyrst séu öll ís- lensk náttúrusvæði athuguð út frá forsendum náttúrufars og verndargildis. Þannig verði valin svæði stór og smá til verndarnota, og eftir það verði önnur skoðuð með aðra nýt- ingu í huga, þar á meðal orku- nýtingu. * Í niðurstöðum nefndarinnar er ákveðið að orkufyrirtækin haldi öllum leyfum sem þau hafa fengið, og að rannsókn- arleyfi verði sjálfkrafa að virkjunarleyfum. Það er auð- vitað alls ekki sjálfsagt. Má nefna dæmi af Ölkelduhálsi sem nú er í umhverfismati og margt náttúruverndar- og úti- vistarfólk leggst eindregið gegn, að ógleymdum kunn- áttumönnum í ferðaþjónustu. – Að auki opnar nefndin fyrir virkjanir á svæðum sem nefnd eru í tilteknum töfluparti í fyrsta hluta „Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma“, en þau svæði hafa síð- an ekki fengið nokkra frekari umfjöllun. Meðal virkjanakosta sem nefndin opnar fyrir eru virkjun í Innstadal í Hengli og Villinganesvirkjun – en hvor- tveggju þessi áform eru afar umdeild, bæði í héraði og um landið allt. Kannski gat nefnd- in ekki gert meira – það verð- ur þá verkefni alþingis. Langisjór „bíður“ Vissulega eiga Brennisteinsfjöll, Langisjór og fleiri náttúrusvæði sem orkubransinn ásælist að bíða. En þau bara bíða. Samkvæmt „Fagra Íslandi“ yrðu hinsvegar níu mikilvæg háhitasvæði, fljót og vötn – þar á meðal Langisjór og Brennisteinsfjöll – tekin strax til verndarnota vegna þess að gildi þeirra er hafið yfir efa. Sjálfsagt er að fagna nið- urstöðum nefndarinnar um val- aðferð og um framtíðaráætlunina. Þær eru árangur af baráttu nátt- úruverndarmanna – fyrsta skref í aðra átt en hér hefur lengi verið stefnt. Við Samfylkingarmenn sjáum líka í þessum tillögum áhrif frá eindreginni stefnumótun okkar í auðlindamálum undanfarin ár og í náttúruverndarmálum í sumar með Fagra Íslandi. Þess vegna skrifaði Jóhann Ársælsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, undir skýrslu nefndarinnar. Gagnvart þeim hættum sem við blasa í dag og á morgun treysti nefndin sér ekki til að aðhafast, og samþykkt nið- urstaðanna óbreyttra væri skref aftur á bak. Þessvegna setti Jó- hann Ársælsson fyrirvara sína og flokksins fram í góðri bókun sem meðal annars má finna á vefsetri Jóhanns. Því skrefi sem stigið er með nið- urstöðum auðlindanefndarinnar er vert að fagna. Verkefnið nú er að stíga skrefið til fulls – með rammaáætlun um náttúruvernd og sérstökum friðunaraðgerðum nú þegar einsog Samfylkingin leggur til á níu svæðum í „Fagra Íslandi“. Á meðan þessu fer fram á ekki að leyfa umdeildar virkjunarfram- kvæmdir heldur láta náttúru Ís- lands njóta vafans. Um þetta verður kosið næsta vor. Eitt skref í rétta átt – og annað til baka Mörður Árnason skrifar um niðurstöður auðlindanefndar » Verkefnið nú er aðstíga skrefið til fulls – með rammaáætlun um náttúruvernd og sér- stökum friðunaraðgerð- um. Mörður Árnason Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkingarmenn í Reykjavík. DAGINN eftir að Björn Bjarna- son lagði fram á Alþingi tillögur sínar um leyni- lögreglu ríkisins birt- ist fjögurra daga gömul forsíðufrétt í Morgunblaðinu þess efnis að fíkniefna- neytandi hafi verið handtekinn með hlaðna skammbyssu innanklæða. Í fyr- irsögn fréttarinnar segir „Lítil heima- tilbúin sprengja fannst í hanskahólfi bifreiðar mannsins“. Í „hnotskurnar“- fyrirsögn segir að sprengjan hafi verið gerð úr tveimur litlum gashylkjum og kveikiþræði. Ýmsar spurningar vakna. Hvers vegna er þessari lög- reglufrétt ekki komið á framfæri fyrr en fjórum dögum síðar, og þá á forsíðu blaðs- ins? Lítil torkennileg mynd fylgir fréttinni, rétt undir orðinu „sprengja“ í fyr- irsögninni, sem virð- ist í fljótu bragði geta verið mynd af heimatilbúinni sprengju. Myndinni fylgir engin útskýring, en við nán- ari gætur sýnist mér hún vera af hluta úr skammbyssu; ekki er ljóst hvort myndin tengist frétt- inni. Byssuburði mannsins eru gerð ýtarleg skil í fréttinni en um meinta sprengju er ekki meira sagt. Athyglisvert er að í frétt um sama atburðinn á 2. síðu Frétta- blaðsins sama daginn er ekkert sagt um sprengju. Fréttin í Fréttablaðinu er lengri, og áhyggjum Björns Inga Hrafns- sonar borgarfulltrúa og Harðar Jóhannessonar yfirlögreglustjóra er lýst. Mynd fylgir fréttinni af hnífum og byssum og sagt að „lög- reglan [hafi] gert töluvert mikið af vopnum upptæk á undanförnum árum“ og er hún greinilega úr myndasafni blaðsins og tengist ekki fréttinni sérstaklega. Sumir hnífarnir í myndinni hefðu getað komið úr eldhússkúffunni minni. Allt of oft eru birtar smáfréttir í íslenskum blöðum sem vekja upp fleiri spurningar en þær svara, og er þeim ekki fylgt eftir. Við fáum ekkert meira að vita. Er lýsingin af sprengjunni komin frá sprengjusérfræðingum eða er hún tilgáta lög- reglumanna eða fréttamanna? Var sprengiefni í þessari meintu sprengju? Úr hverju var „kveiki- þráðurinn“? Hefði þetta ekki getað verið venjulegt hanskahólfs- drasl af því tagi sem barnabörnin mín skilja eftir í mínum bíl? Hversvegna er þessi sprengja ekki nefnd í Fréttablaðinu? Að sjálfsögðu er ástæða til að hafa áhyggjur af vopna- burði ógæfumanna í þjóðfélaginu. En ég skora á Morgunblaðið að forðast að ganga erinda þeirra misvitra ráðamanna sem vilja ala á hræðslu borg- arana til að réttlæta áform sín um aukin ítök í þjóðfélaginu. Það get- ur ekki verið tilviljun að bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið birti þessa gömlu lögreglufrétt daginn eftir að leynilögregluáform Björns Bjarnasonar líta dagsins ljós. Fréttin kemur augljóslega beint frá lögreglunni, frá aðila sem hefur mikilla hagsmuna að gæta varðandi fyrirhugaða örygg- isþjónustu; en myndbirtingar í æsifréttastíl eru á ábyrgð frétta- manna Þetta er ekki óháð og hlut- laus fréttamennska. Öryggis- greining á frétt Pétur Knútsson gerir at- hugasemd um fréttaflutning vegna lögreglufréttar Pétur Knútsson » Það geturekki verið tilviljun að bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið birti þessa gömlu lög- reglufrétt dag- inn eftir að leynilögreglu- áform Björns Bjarnasonar líta dagsins ljós. Höfundur er dósent við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Í SÍÐUSTU viku héldu Samtök iðnaðarins opinn fund um nátt- úruvernd og nýtingu náttúru- auðlinda. Spurt var hvort möguleiki væri á að ná sátt milli þeirra sem vilja vernda og þeirra sem vilja nýta (væntanlega með því að virkja fyrir álfram- leiðslu). Fundurinn var vel sóttur sem bendir til að áhugi sé fyrir mál- efninu. Það er einungis á færi stjórnvalda, rík- isstjórnar og/eða Al- þingis að skapa grund- völl til að ná meiri sátt um þessi mál en hefur verið en standi vilji stjórnvalda til þess gætu eftirfarandi atriði legið til grundvallar: Í fyrsta lagi að lánsfé til nýrra virkjana verði ekki með ríkisábyrgð heldur verkefnafjármagnað – líkt áformað var með virkjanir fyrir aust- an en slegið var út af borðinu þegar lök arðsemi virkjana þar kom í ljós. Í öðru lagi að álfyrirtæki sem hyggjast reisa álver á landsbyggðinni fái ekki ríkisstyrki líkt og þann sem veittur var Alcoa Fjarðaáli eða sem nemur um 2,6 milljarðar króna. Í þriðja lagi að skuldbindingar Ís- lands gagnvart Kyoto-bókuninni verði að fullu virtar þannig að ný stóriðja greiði fyrir mengunarkvóta og að gerð verði áætlun um að leggja slíkt gjald á eldri stóriðju einnig Í fjórða lagi að verðmæti lands sem orkufyrirtæki vilja leggja undir starf- semi sína verði metið í samræmi við bestu aðferðir sem tiltækar eru og að komið verði á fót alþjóðlegri rann- sóknarstofnun sem vinni að slíku mati á Íslandi Orkufyrirtæki greiði fullt verð fyrir það land sem fer undir virkjanir. Í fimmta lagi að samninganefnd Ís- lands í raforkusamningum verði styrkt og til leiksins fengnir færustu sérfræðingar í heimi á sviði raf- orkusamninga (árangur Bras- ilíumanna í samningum við Alcoa verði hafður að leiðarljósi). Enn- fremur, að samningar um raf- orkuverð verði aðgengilegir almenn- ingi þannig að hægt sé að bera saman virkjunarkost við þann landnýting- arkost sem felst í náttúruvernd. Í sjötta lagi að gerð verði krafa um að beitt verði umhverfisvænni tækni við framkvæmdir. Það þýðir meðal annars að háspennulínur verði lagðar í jörðu (Hellisheiði), að orkuverið verði sem mest neðanjarðar og að jörð verði sem mest komið í upprunalegt horf að framkvæmdum loknum (í Noregi er ysta lag af veðruðum landmyndunum geymt sérstaklega og því kom- ið fyrir á sínum stað aft- ur að framkvæmd lok- inni, þannig að fordæmin eru fyrir hendi). Þessi listi er ekki tæmandi og fortekur á engan hátt kröfur náttúruverndarhreyfing- arinnar um verndun Þjórsárvera, Langasjávar, Kerlingafjalla, Torfa- jökulssvæðisins eða Héraðsvatna. Ég hygg þó að verði þessi atriði lögð til grundvallar frekari atvinnuuppbygg- ingu muni hægja verulega á stór- iðjuframkvæmdum og minni hætta verði á slysum á borð við Kára- hnjúkavirkjun. Þetta eru allt atriði sem samtök atvinnulífsins ættu að geta skrifað upp á og stutt. Mikilvæg- ast er þó að iðnaðarráðherra sjái og skilji nauðsyn þess að sérréttindi orkufreks iðnaðar verði afnumin og að hann leggi þessi atriði til grund- vallar við framtíðarstefnumótun. Tillaga að sátt um virkjana- mál og náttúruvernd Árni Finnsson skrifar um sátt um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda » Þetta eru allt atriðisem samtök atvinnu- lífsins ættu að geta skrifað upp á og stutt. Árni Finnsson Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Heldur liðunum liðugum! Í Lið-Aktín Extra eru 666 mg af Glúkósamíni sem tryggir líkamanum upptöku á a.m.k. 500 mg. Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.