Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vermandi heitur vorblær og bjart sól- skin leikur um mynd þína sem greypt er í hug minn og hjarta. Ég sé fyrir mér tindrandi augu þín, yndisleg brún og björt sem himnesk hreinskilni og fölskvalaus gleði skín úr. Ég sé þau Ingibjörg Guðmundsdóttir ✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 30. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarnes- kirkju 13. október. fyrir mér dimm og djúp með mjúku svörtu myrkri og sorg- ina speglast í þeim. Ég heyri hlátur þinn dill- andi kátan, lifandi og einlægan. Ég sé þig í alls konar myndum, þær eru alltaf skínandi bjartar, sem perlandi sólskin. Það er ósk mín og von að þessi bjarti svipur þinn og þetta hlýja hugarþel, sem ætíð hefur fylgt þér, vermi frá sér og lýsi fram á veginn og birti þá blikandi sýn sem veitir þínum hamingju og frið. Haukur Sveinsson. Ég vil minnast Ein- ars Þorlákssonar með nokkrum síðbúnum orðum. Á unglingsár- um urðum við Þorlák- ur, sonur Einars og Guðrúnar, bestu vinir og var ég oft daglegur gestur á Hávallagötunni. Einar hafði sig ekki alltaf mest í frammi af heimilisfólkinu enda voru þar margar sterkar raddir með stórar skoðanir. En þegar hann lagði orð í belg varð maður yfirleitt einhvers vísari og lumaði hann oftar en ekki á skemmtilegum sögum af ættfeðrum mínum eða annarra úr vinahópnum. Einar var öllu háværari í myndlist sinni: Óstýrilátir litir, form sem neita að sitja kyrr, áþreifanleg ólga í hverju Einar Þorláksson ✝ Einar Þorláks-son fæddist í Reykjavík 19. júní 1933. Hann lést á LSH í Fossvogi 28. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 6. október. pensilfari. Ég hef alltaf litið á það sem forrétt- indi að fá að njóta myndlistar Einars beint af veggjum heim- ilisins sem jafnframt var hans einkasafn og fasta sýning. Stíll hans fylgdi ekki megin- straumnum heldur var hann persónulegur og í raun einstakur í ís- lenskri myndlist. Verk hans búa yfir hreinni og sterkri tilfinningu – eins og músík. Titlar verkanna oft lúmskir og fyndnir og ekki ætlaðir til oftúlkunar. Maður fær þó ítrekað á tilfinninguna að á bak við formin búi lifandi og áþreifanlegur veruleiki, hvort sem hann er þessa heims eða annars. Það er einlæg ósk mín að málverk og myndir Einars fái það framhaldslíf sem þau eiga skilið. Elsku Guðrún, elsku Þorlákur minn, Þórður, Hall- dóra, Guðný og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímamótum. Úlfur Eldjárn. Fallinn er frá mætur maður. Mig langar að minnast Einars Ármanns- sonar með nokkrum orðum en hann var húsvörður í sautján ár í fjölbýlis- húsi þar sem ég bý. Það getur ým- islegt komið upp á í stóru samfélagi þar sem eru 59 íbúðir. Það má með sanni segja að Einar hafi farið langt út yfir sitt starfssvið í þessu sam- félagi. Hann gekk í allt sem gera þurfti í húsinu, hvort sem það var að skríða inn undir þakið til að koma í veg fyrir leka eða að annast eða hjálpa íbúum hússins. Hann og hans ágæta kona, Guðjóna, fylgdust vel með. Ef þau vissu af veikindum íbúa hússins eða að einhver þeirra þyrfti hjálp þá vissu þau það og aðstoðuðu á allra handa máta. Þann tíma sem ég var í stjórn húsfélagsins átti ég og stjórnin öll mjög gott samstarf við Einar sem ég vil þakka hér. Ég votta Guðjónu og fjölskyld- unni allri innilega samúð mína við fráfall Einars um leið og ég óska honum blessunar þess sem öllu stjórnar. Guðrún O. Halldórsdóttir. Er mér var tilkynnt að Einar hefði kvatt þetta jarðneska líf, setti mig hljóðan þrátt fyrir að ég vissi að á hann herjaði illkynja sjúkdómur sem engu eirir en heimtar sinn toll án miskunnar. Ég gerði mér um leið gleggri grein fyrir því að morgundaginn eig- um við aldrei vísan. Nú, þegar ég minnist Einars hús- Jakob Einar Ármannsson ✝ Jakob Einar Ár-mannsson fædd- ist í Miðtungu í Tálknafirði hinn 28. desember 1935. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut hinn 28. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykja- vík 6. október. varðar, húsvarðar í 17 ár í fjölbýlishúsinu Boðagranda 7, Reykjavík, hrannast upp minningar er ég horfi til baka yfir horfnar stundir. Já, gott var að búa á Boðagranda 7 og eiga þennan trygglynda af- burðamann sem öruggan og traustan bakhjarl, svo auðvelt var að bregða sér af bæ án þess að áhyggj- ur fylgdu. Ég hygg ég mæli fyrir munn allra íbúa Boða- granda 7, allra sem kynntust og þekktu Einar er ég rita þessar línur. Ég tel það hafi verið mikil gæfa fyrir íbúana að Einari var falin húsvarð- arstaða á Boðagrandanum á sínum tíma. Nú er skarð fyrir skildi, þar sem Einar hefur kvatt. Það er huggun fyrir íbúana að maður kemur í manns stað og sýnist mér að þar hafi afburðavel tekist að fylla hans skarð. Einar var samviskusamur, ósér- hlífinn svo af bar, bráðhagur maður bæði á tré og járn, útsjónarsemi fylgdi hans gjörvu höndum. Hann var mjög ljúfur maður í allri við- kynningu og vann sér traust og virð- ingu allra sem kynntust honum, áberandi orðvar, hallaði aldrei orði á nokkurn mann, handtakið traust og jafnan stutt í brosið, brosið sem ylj- ar en mörgum gleymist. Stjórnsam- ur en sanngjarn enda sannleikurinn hans lyndiseinkunn. Hann var vak- inn og sofinn yfir velferð íbúanna á Boðagrandanum og annaðist húsið og alla sameign þess af mikilli natni og virðingu sem hún væri hans eigin. Þetta kunnum við íbúarnir vel að meta og þakka, nú ekki síst þegar Einar hefur kvatt þetta jarðlíf. Einar stóð ekki einn og óstuddur í baráttunni við hinn illa sjúkdóm, við hlið hans var hin trausta og góða eiginkona Guðjóna Ólafsdóttir sem stóð eins og bjarg við hlið hans og hjálpaði honum og studdi, létti hon- um byrðina eftir megni meðan á hel- stríðinu stóð. Það kunni Einar að meta og þakka. Ekki kom ég að dánarbeði Einars, en sá hann þó fyrir mér á dánarbeði, ég sá birtu og frið umljúka hans sviphreinu ásjónu. Hann hafði lokið dagsverki sínu með sóma sáttur við guð og menn, setti allt sitt traust í hendur hins al- góða skapara sem hann treysti í ein- lægni og takmarkalaust. Ég trúi því að Einar hafi átt góða heimkomu. Það er sárt að kveðja góðan vin, ekki síst nú þegar skammdegisnæt- ur nálgast og myrkur hylur móður jörð. Ég trúi því og treysti að góður guð leiði góðan dreng til meiri birtu á þeirri eilífðarbraut sem framund- an er. Það er huggun í harmi þeirra er syrgja að lífið hér á jörð er sem örstutt leiftur og því stutt í endur- fundi. Ég þakka allar samverustundirn- ar, góðar minningar lifa. Eiginkonu, börnum og barna- börnum, öllum ættingjum og vinum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Góður guð blessi minningu Einars Ármannssonar. Hvíli hann í friði. Hafsteinn Sveinsson. Elsku afi. Þakka þér fyrir að kenna mér hvernig á að fara á hestbak, það var svo skemmti- legt að fara með þér og Anítu frænku í útreiðartúr. Alltaf hlakk- Eyjólfur Jósep Jónsson ✝ Eyjólfur JósepJónsson fæddist á Sámsstöðum í Laxárdal 11. maí 1924. Hann lést af slysförum 30. sept- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hjarðarholts- kirkju 7. október. aði ég til að koma í heimsókn til þín og ömmu. Leitt að þú skyldir missa af rétt- inni. Okkur þykir þetta ekki raunveru- legt ennþá og finnst að þú munir sitja við gluggann í eldhúsinu og drekka kaffi næst þegar við komum. Vonandi hefur þú það gott þar sem þú ert, við söknum þín mik- ið. Ég elska þig. Góði Guð, viltu hjálpa ömmu í sorginni. Bergrún Lilja Jónsdóttir. Yfir 100 ára gamalt hús á Þingeyri til sölu! Húseignin Fjarðargata 4A, „Vertshúsið“, er til sölu. Húsið var byggt árið 1886 sem íbúðar- hús, en margvísleg starfsemi hefur verið rekin í húsinu, svo sem greiðasala og hótelrekstur snemma á síðustu öld og nú síðast félagshús Kvenfélagsins Vonar. Húsið er 113,7 m2. Efri hæð, sem er að hluta undir súð, er lítið breytt frá upphafi. Tilboðum skal skila fyrir 1. nóv. 2006 til formanns Kvenfé- lagsins Vonar: Gunnhildur Elíasdóttir, Aðalstræti 49, 470 Þingeyri, sími 893 1078. Áskiljum okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nokkrar myndir á www.thingeyri.is Til sölu Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR ÁSMUNDSSON fyrrv. bakarameistari, Suðurgötu 28, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild E-6, Landspítalanum Foss- vogi, þriðjudaginn 10. október. Jarðarförin fer fram í Fríkirkjunni, Hafnarfirði, fimmtudaginn 19. október kl. 15.00. Sigríður Oddný Oddsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Jakobína Cronin, Sverrir Oddur Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Gústaf Adolf Björnsson, Valgerður Jóhanna Gunnarsdóttir, Stefán Snær Konráðsson og afabörnin. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar JÓHÖNNU ÞÓRU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á B deild Hlíðar fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.