Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 47 menning fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS STÓRTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI Í DAG, LAUGARDAG KL. 17.00 Tónleikakynning Vinafélagsins í Sunnusal Hótels Sögu. Árni Heimir Ingólfsson kynnir efnisskrá tónleikanna. Dagskráin hefst kl. 16. Aðgangseyrir er 1.200 kr. Boðið verður upp á veitingar. tónleikakynning vinafélagsins „Þeir eru hólpnir sem fá að upplifa þennan frumflutning.“ GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, 1. KONSERTMEISTARI S.Í. sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn hermanns bäumer schola cantorum undir stjórn harðar áskelssonar Einsöngvarar gunnar guðbjörnsson bjarni thor kristinsson jón leifs: edda 1 – sköpun heimsins MI ÐA SA LA OP NA R K L. 3 Norrænir músikdagar á Íslandi 5.–14. október 2006 www.nordicmusicdays.is Harmonikudansleikur í kvöld kl. 21.30 í Ferðafélagssalnum í Mörkinni 6 Húsið opnað kl. 21.00 Hljómsveitir Garðars Olgeirssonar og Ingvars Hólmgeirssonar auk Vindbelgjanna leika fyrir dansi Harmonikan í Mörkinni FHUR Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður Ámiðvikudaginn var sagt fráþví í Morgunblaðinu aðæskuvinkonurnar Paris Hil- ton og Nicole Richie hefðu jafnað tveggja ára ágreining sinn. Þær ku hafa snætt kvöldverð saman á veit- ingastaðnum Dan Tana’s þar sem þær „töluðu hvor í kapp við aðra“ og „hlógu virkilega hátt“ (bls. 51). Þennan sama dag sagði Blaðið frá hinum sögulegu sáttum og Frétta- blaðið daginn eftir. Fréttin var svo áréttuð í föstudagsfylgiblaði Fréttablaðsins í gær, Sirkus. Hér og nú, sem fylgir DV þessa helgina, lætur sitt ekki eftir liggja, en auk fréttarinnar og nokkurra mynda (þar sem var ekki annað að sjá en að þær Paris og Nicole séu jú bara virkilega hressar saman) má á öðrum stað í blaðinu fræðast um að Paris og Kim Kardashian, dóttir lögfræðings O.J. Simpsons, „djammi mikið saman“ (bls. 24). DV, sem virðist hafa ákveðið að láta Hér og nú eftir að greina frá sáttunum, slær því svo upp að Paris hafi haft poka af grasi í fórum sín- um á tískuvikunni í Mílanó á dög- unum. Er birt ljósmynd því til sönn- unar.    Sögur af Paris Hilton eru vortdaglega brauð, en Paris virðist vera af því merkilega og öfugsnúna sauðahúsi að vera fræg í krafti frægðar sinnar. Hvað það er ná- kvæmlega sem veldur því að fólk af því sauðahúsinu verður upp- runalega frægt (svo það geti orðið frægt fyrir frægðina) er hins vegar ráðgáta, eins og Paris er lifandi dæmi um. Helst virðist um einhvers konar hringrás að ræða. Slúðurrit, í óend- anlegri leit sinni að „fréttum“, segja lítillega frá viðkomandi. Af einhverjum ástæðum kviknar áhugi hjá almenningi sem jafnvel virtustu fjölmiðlar sjá sig tilneydda til að svala. Og þannig koll af kolli. Ekkert af því sem Paris hefur unnið til afreka – leikur í heima- tilbúnni klámmynd, þátttaka í raun- veruleikaþætti, hlutverk í C-mynd, rifrildi við æskuvinkonu o.s.frv. – hefði varla vakið athygli nema fyrir þá staðreynd að hún kom þar við sögu. Og það væri fljótfærni að segja að hún eigi ríkidæmi föður síns frægð sína að þakka, eins og svo margir halda fram. Það er til fullt af sterkefnuðu fólki í þessum heimi sem gengur með poka af grasi í töskunni án þess að DV kjósi að greina frá því. Fræg í krafti frægðarinnar » Paris virðist vera afþví merkilega og öf- ugsnúna sauðahúsi að vera fræg í krafti frægð- ar sinnar. Fræg Margir fylgjast betur með lífi Parisar en náinna ættingja sinna. floki@mbl.is AF LISTUM Flóki Guðmundsson KVIKMYNDIN Konungur þjófanna (Thief Lord) var frumsýnd í Sambíó- unum í gær. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Corneliu Funke og hefur íslensk þýðing hennar komið út hér á landi. Sagan segir frá bræðrunum Bo (Jasper Harris) og Prosper (Aaron Johnson) sem verða munaðarlausir þegar þeir eru sex og fimmtán ára gamlir. Til að koma í veg fyrir að þeim verði komið í fóstur hjá vanda- lausum ákveða bræðurnir að flýja til Feneyja. Þar lenda þeir í ýmsum ævintýr- um og kynnast meðal annarra hinum grímuklædda Konungi þjófanna. Sá er í slagtogi með hópi barna sem saman sýna bræðrunum alla þá galdra sem Feneyjar hafa upp á að bjóða. Frumsýning | Thief Lord Flúið til Feneyja Spennandi Bræður tveir lenda í ýmsum ævintýrum í Feneyjum. Ekki fundust neinir erlendir dómar um Thief Lord. Fréttir í tölvupósti Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.