Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Hvernig var umhverfið við landnám? Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VALA, ÉG ER MJÖG SÆTUR NÁUNGI EINS OG LÍTIÐ SÆTT SKÓGARDÝR VALA FER EKKI ÚT MEÐ MÖRÐUM VALA ER SNIÐUG VÚHÚ!! ÞAÐ ER SATT!! ÞAÐ ER SATT!! NEI, ÞAÐ ER EKKI SATT... ...ÞETTA ER BARA PÍNU DRULLA Í SMÁ STUND ÞÁ HÉLT ÉG AÐ ÉG ÞYRFTI AÐ RAKA MIG ÞAÐ ER EKKERT GAMAN AÐ VERA TÍGRISDÝR ÉG HÉLT AÐ VIÐ MUNDUM VERA AÐ RÁFA UM SKÓGINN EINS OG VIÐ GERUM ALLTAF, EN TÍGRISDÝR HLEYPA EKKI ÖÐRUM TÍGRISDÝRUM INN Á SITT YFIRRÁÐASVÆÐI NÚNA SITJUM VIÐ BARA UPP VIÐ EINHVERN ASNALEGAN STEIN ÞAÐ ER EKKI EINS GAMAN AÐ VERA TÍGRISDÝR OG ÉG HÉLT OG ÞAÐ ER EKKI ALLT! ÞAÐ STENDUR HÉRNA AÐ VIÐ SÉUM Í ÚTRÝM- INGARHÆTTU HRÓLFUR, LÆKNIRINN SAGÐI AÐ ÞÚ NOTAÐIR OF MIKIÐ SALT Á MATINN ÞINN JÁ EN MATURINN ER BARA EKKI EINS GÓÐUR EF MAÐUR SALTAR HANN EKKI JÁ EN ÞETTA ER SÚKKULAÐIKAKA!! HVAÐ ER AÐ GRÍMUR? GETURÐU EKKI HREYFT ÞIG? ÉG HELD AÐ GRÍMUR SÉ OF STREKKTUR ÞAÐ SEGIR SÁLFRÆÐINGURINN HANS LÍKA KIDDA, MAMMA ÞIN VAR AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞÚ HEFÐIR ÁHYGGJUR AF ÞVÍ HVERNIG ÞÚ LÍTUR ÚT SVO ÞÚ VITIR ÞAÐ, ÞÁ FINNST MÉR ÞÚ VERA FALLEGASTA STELPA Í ÖLLUM HEIMINUM AUÐVITAÐ! ÞÚ ERT PABBI MINN MÍN SKOÐUN SKIPTIR SAMT EINHVERJU MÁLI ÉG ER KOMIN TIL AÐ HITTA.. ÞVÍ MIÐUR HANN ER Á FUNDI MEÐ KÓNGULÓAR- MANNINUM JÁ EN ÉG ER MÓTLEIKKONAN ÞÓ SVO AÐ ÉG GÆTI ALLT EINS VERIÐ STATISTI ÞEIM ER SAMA UM ALLT NEMA MANNINN MINN Ráðstefna um menningu áVesturlandi verður hald-in í dag í Háskólanum áBifröst. Yfirskrift ráð- stefnunnar er Menning; spenning – fyrir hvern? Elísabet Haraldsdóttir er menn- ingarfulltrúi Vesturlands: „Háskól- inn á Bifröst opnaði ekki alls fyrir löngu nýja námsbraut í menningar- og menntastjórnun. Ráðstefnan er meðal annars til komin vegna þess að okkur langaði að sjá hvernig þessi nýja námsbraut og menning- arlíf á Vesturlandi gæti betur tengst og styrkt hvað annað,“ útskýrir El- ísabet. „Mikill uppgangur er í menn- ingarlífi Vesturlands og margt að gerast. Sveitarstjórnir á svæðinu hafa sýnt í verki áhuga á að efla menningarlíf á svæðinu, meðal ann- ars með styrkjum til margskonar menningarverkefna.“ Ráðstefnan hefst kl. 10 en aðal- erindi ráðstefnunnar flytur Njörður Sigurjónsson, kennari í mennta- og menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst: „Hann mun meðal annars varpa fram spurningum um gildi og áhrif menningar og leiða umræður með um hvernig Vestlendingar vilja sjá menningarrekstur í héraðinu,“ segir Elísabet. Eftir hádegi mun Kjartan Ragn- arsson flytja erindið „Landnáms- setrið: draumur sem varð að veru- leika“: „Landnámssetrið í Borgarnesi er eitt þeirra menning- arverkefna sem hlutu styrk úr Menningarjóði Vesturlands í fyrra. Starfsemi Landnámssetursins hefur gengið ákaflega vel og verið mikill menningarauki í héraðinu,“ segir Elísabet. „Við munum jafnframt kynna verkefnið Ungur-Gamall sem einnig hlaut styrk úr Menning- arsjóðnum á síðasta ári. Um er að ræða rokk-verkefni í Grundarskóla þar sem nemendum var gefinn kost- ur á að stunda þá tónlist sem þeir hafa mestan áhuga á undir leiðsögn atvinnumanna. Krakkarnir ætla að koma og kynna okkur verkefnið og flytja tónlistaratriði.“ Loks mun Bárður Örn Gunn- arsson, markaðsstjóri VÍS, flytja er- indið „Af hverju eiga fyrirtæki að styrkja menningu?“ en VÍS hefur verið ötull stuðningsaðili ýmiskonar menningarstarfsemi. Milli erinda munu Elísa Vilbergs- dóttir söngkona og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari flytja tón- listaratriði: „Elísa hefur verið bú- sett erlendis í 7 ár og er rísandi stjarna á sínu sviði. Okkur hefur þótt miður að hæfileikafólk úr hér- aðinu hefur oft ekki skilað sér aftur heim eftir nám erlendis. Við viljum gjarna fá þetta fólk aftur heim í hér- að þó að ekki sé nema í stuttan tíma í senn til að deila með okkur list sinni og má segja að Elísa ríði á vað- ið.“ Á ráðstefnudaginn verður einnig haldin sýning á listhandverki og skúlptúr listamanna á Vesturlandi. Á sýningunni eiga verk Páll Guð- mundsson, Lára Gunnarsdóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir og Sigríður Erla Gunnarsdóttir. Þá verður á ráðstefnunni vefsíðan www.menningarviti.is opnuð með formlegum hætti en þar má nú finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna. Listir | Ráðstefna um menningarlíf Vest- urlands haldin í Háskólanum á Bifröst í dag Menning; spenn- ing – fyrir hvern?  Elísabet Har- aldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1949. Hún lauk lokaprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1970 og magistersnámi frá Listaháskól- anum í Vínarborg 1975. Elísabet hefur starfað sem leirlistakona, starfrækt gallerí og starfað sem grunnskólakennari en hún var skólastjóri Andakílsskóla til ársins 2004 þegar hún tók við starfi menn- ingarfulltrúa Vesturlands. Elísabet er gift Gunnari Erni Guðjónssyni dýralækni og eiga þau þrjú börn. Fyrirsætan Linda Evangelistahefur eignast son, sem hefur fengið nafnið Augustin James Ev- angelista. Drengurinn fæddist í New York á miðvikudag og er fyrsta barn fyr- irsætunnar, sem er 41 árs gömul. Hún hefur aldrei rætt opinberlega hver barnsfaðir hennar er, en sagð- ist í viðtölum ánægð með meðgöng- una. „Ég nýt þess að vera ófrísk og geri allt sem ég get til að hlutirnir gangi eins vel fyrir sig og mögulegt er,“ sagði hún, en meðal þess var að stunda líkamsrækt eða jóga á hverj- um degi. Fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.