Morgunblaðið - 14.10.2006, Side 59

Morgunblaðið - 14.10.2006, Side 59
Ástæðan fyrir hnignun stofnsins er ekki þekkt en eflaust er um marga þætti að ræða. Nefna mætti veðurfar og aðrar umhverfisbreytingar, fjölgun rándýra og mögulega veiðar. Þar sem veiðarnar eru eini þátturinn sem hægt er að stjórna er nauðsynlegt að dregið sé verulega úr veiðum. Skotveiðifélag Íslands setur hag rjúpunnar í öndvegi og vill félagið leggja sitt af mörkum þegar nauðsynlegt reynist að draga tímabundið úr veiðum. Það er skoðun Skotvís að veiðistjórnun skuli byggð á vísindalegum grunni og bestu þekkingu á hverjum tíma. Í ljósi mikillar sóknargetu íslenskra skotveiðimanna hvetur Skotvís veiðimenn til að sýna hófsemi við rjúpnaveiðar í ár og veiða aðeins fyrir sig og sína. Þannig má vonandi draga úr heildaráföllum rjúpna og þar með stuðla að sjálfbærum rjúpnaveiðum um ókomin ár. Skilaboð til rjúpnaveiðimanna Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir hvetja íslenska rjúpnaveiðimenn til að gæta hófs við veiðarnar, aka ekki utan vega, hirða notuð skothylki sín og annarra. Veiðimenn eru einnig hvattir til að gæta fyllsta öryggis, hafa með sér áttavita, GPS staðsetningatæki og láta vita af ferðum sínum. Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr liggi ekki eftir að kveldi. Nánast allir rjúpnaveiðimenn gæta hófsemi við veiðarnar. Í fyrrahaust voru veiðimenn hvattir til að draga verulega úr veiðum sínum. Það gerðu þeir svo sannarlega því heildarveiðin í fyrra var um 75.000 fuglar eins og lagt var upp með. Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að örfáir veiðimenn, eða um 4% veiðimanna, sem eru um 200 manns virða ekki þessi tilmæli Skotvís, yfirvalda og vísindamanna. Þessir veiðimenn veiða um 50 rjúpur eða fleiri hver, sem er 22% heildarveiðinnar. Með því að virða ekki tilmæli um hófsemi við veiðar stuðla þeir að því að nauðsynlegt er að grípa til verulegra takmarkana sem fyrst og fremst koma niður á hófsömum veiðimönnum. Rjúpan hefur lengi verið einn vinsælasti jólamatur Íslendinga. Þess má geta að árið 2002, árið fyrir rjúpnaveiðibann, er talið að um 50.000 Íslendingar hafi snætt rjúpur um jólin. Það er því mikil eftirspurn eftir rjúpum og annarri villibráð. Skotveiðifélag Íslands hefur því skorað á stjórnvöld að fella niður ofurskatta á erlendri villibráð. Það er 30% tollur á innfluttri villibráð, síðan kemur sérstakur verndarskattur en hann er kr. 446 á hvert kíló af innfluttum rjúpum og kr. 1.014 á hvert kíló af hreindýrakjöti. Ef aðeins væri greiddur 30% tollur af erlendri villibráð, en ofurskattar felldir niður, gætu Íslendingar keypt erlenda villibráð á hagstæðu verði. Þessi aðgerð myndi hafa það í för með sér að talsvert minni eftirspurn yrði eftir íslenskri villibráð, þar með talið rjúpum. Bannað er að nota fjórhjól, snjósleða og önnur vélknúin tæki við veiðar. Þá er sala á rjúpum bönnuð. Skotvís hvetur veiðimenn til að fylgjast vel með því að þessar reglur séu ekki brotnar. Íslenskir skotveiðimenn virða lög og reglur. Þeir örfáu einstaklingar sem gera það ekki við veiðar koma því óorði á heiðarlega veiðimenn. Skotveiðifélag Íslands óskar félagsmönnum sínum og öðrum rjúpnaveiðimönnum ánægjustunda við rjúpnaveiðar í íslenskri náttúru. w w w .d es ig n .is © 20 06 Rjúpnaveiðar hefjast á morgun, sunnudaginn 15. október. Fyrirkomulag veiðanna verður með nokkuð öðrum hætti en áður hefur verið. Veiðarnar hefjast eins og áður segir 15. október og þeim lýkur 30. nóvember. Veiðar eru aðeins leyfðar fjóra daga í viku; fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Nauðsynlegt var að grípa til þessarar skerðingar þar sem fækkun hefur orðið í stofninum og talið er að æskilegt sé að veiða ekki nema um 45.000 rjúpur í ár. www.skotvis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.