Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  SV- og V-átt, 10–18 m/sek. Skúrir, hvassast við austurströnd- ina, léttir til norðanlands. Lægir í kvöld. » 8 Heitast Kaldast 14°C 6°C MISSKILNINGS gætir enn meðal almennings, nemenda og kennara annarra skóla, um hlutverk Lands- bókasafns – Háskólabókasafns, tólf árum eftir stofnun þess í Þjóð- arbókhlöðu. „Eftir opnunina héldu margir að um væri að ræða nýtt og betra borgarbókasafn, streymdu að og spurðu hvar barnakrókurinn væri,“ segir þjónustusviðsstjóri. Það hafi reyndar lagast. Hins vegar nýti aðrir skólar og nemendur safn- ið eins og það væri þeirra eigið. „En í lögum stendur að við séum safn Háskóla Íslands. Þess vegna veitum við nemendum HÍ forgang, við tök- um frá lessæti fyrir þá á próftíma og þeir greiða ekki fyrir safn- skírteini. Þetta hefur valdið úlfúð meðal nemenda annarra skóla – fólk skilur þetta ekki.“ Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður, segir í viðtali í Lesbók Morgunblaðsins í dag að safnið gæti vel hugsað sér að verða eins konar Rannsóknabókasafn Ís- lands, sem þjónaði nemendum og kennurum allra háskóla, en til þess þyrfti skilgreint fé. Sem stendur leggi HÍ einn fé til fræðibókakaupa safnsins og það fé hrökkvi ekki einu sinni fyrir kostuppbyggingu skól- ans sjálfs. Morgunblaðið/ÞÖK Óljóst hlutverk bókasafnsins OSTA- og smjörsalan misnotaði markaðsráðandi stöðu sína gagn- vart Mjólku við sölu á und- anrennudufti, að mati Samkeppn- iseftirlitsins og braut þannig gegn samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið telur að undanþága sem mjólkursamlög njóta frá ákvæðum samkeppn- islaga sé skaðleg og beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráð- herra að hann beiti sér fyrir því að afnema verð- og magntolla á mjólkurduft og eins að afnema ákvæði laga varðandi samráð og samruna afurðastöðva í mjólk- uriðnaði. Þá segir í áliti Sam- keppniseftirlitsins að innkoma Mjólku á markaðinn sýni að auk- in samkeppni geti bætt bæði hag neytenda og bænda. Framkvæmdastjóri Mjólku seg- ir þetta vera mikinn sigur og undirstriki að það sem fyrirtækið hafi bent á sé hárrétt. | 16 Undanþága mjólk- ursamlaga skaðleg TVEIR menn slösuðust í vinnuslysi í nágrenni Hvolsvallar í gær og voru fluttir til Reykjavíkur með sjúkrabifreiðum. Annar þeirra hafði fallið 3 metra úr kari á lyftara og þurfti aðhlynningu augnlæknis en meiðsli hans voru ekki alvarlegs eðlis að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hinn maðurinn hlaut einnig minniháttar áverka. Slösuðust í vinnu- slysi við Hvolsvöll Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÁKVÖRÐUN stjórnar Elkem um að flytja framleiðslu á magnesíumkísil- járni hingað sýnir þá möguleika sem fólgnir eru í orkufrekum iðnaði hér á landi, að mati Ingimundar Birnis, forstjóra Íslenska járnblendifélags- ins. Flutningurinn, sem háður er sam- þykki Orkla, eiganda Elkem, þýðir að fjörutíu ný störf verða til hjá fyr- irtækinu, til viðbótar við þau 200 sem fyrir eru hjá því og dótturfyrirtækj- um þess. Velta fyrirtækisins eykst jafnframt um 3,5 milljarða króna við breytinguna, sem gert er ráð fyrir að verði komin til framkvæmda í febr- úar 2008. Jafnframt þarf að leggja í þriggja milljarða króna fjárfestingar á Grundartanga, en framleiðsla á magnesíumkísiljárni kallar ekki á aukna raforkunotkun. Ingimundur sagði að fjárfest yrði í bestu fáanlegri tækni til framleiðsl- unnar. Þarna væri ekki um það að ræða að flytja verksmiðju milli landa heldur væri verið að flytja afurð á milli landa og verðmætasköpun fyr- irtækisins myndi aukast verulega við það án þess að raforkunotkunin yk- ist. „Við munum nota fljótandi málm frá einum af ofnunum og það þýðir í rauninni að við erum að auka virð- isaukann fyrir hverja einingu af orku sem við tökum inn í fyrirtækið,“ sagði Ingimundur. Hann sagðist ekki reikna með að verksmiðjan þyrfti umhverfismat eða nýtt starfsleyfi vegna þessara breytinga á framleiðslunni. Þau teldu meira að segja að umhverfis- málin yrðu í enn betra horfi en þau væru í dag. Hins vegar þyrfti að sjálfsögðu að taka upp viðræður við stjórnvöld vegna þessa, en að auki þyrfti að endurnýja starfsleyfi fyr- irtækisins, almennt séð, árið 2009. Ingimundur segir að undirbúning- ur breytingarinnar sé þegar hafinn hjá fyrirtækinu, en hún sé til þess fallin að auka til muna stöðugleika í rekstrinum. „Ef maður hugsar um orkufrekan iðnað á Íslandi þá er þetta dæmi um þau tækifæri sem liggja í honum og þá er ég ekki bara að tala um Járn- blendifélagið,“ sagði Ingimundur ennfremur. Ákvörðun Elkem sýnir mögu- leika orkufreks iðnaðar hér Í HNOTSKURN »Sérframleiðsluhlutfallverksmiðjunnar á Grund- artanga var 15% 2000, en verð- ur komið í 85% 2008. » Magnesíumkísiljárniðverður meðal annars notað til að steypa blokkir í bílvélar. » Reist verður nýtt deiglu-verkstæði, en að öðru leyti nýtt sú aðstaða sem fyrir er. 40 störf skapast vegna framleiðslu magnesíumkísiljárns á Grundartanga 2008 ÞAÐ ER hverjum manni nauðsynlegt að hreyfa sig og ekki síður hundum. Beagle-hundurinn Gletta er í pössun hjá vini sínum Haraldi Guðna Viðarssyni og þau nýttu sér haustblíðuna á Ak- ureyri nýlega til að fara út og viðra sig. Sagt er um Beagle-hunda að þeir séu kátir og hug- rakkir, orkumiklir, ákveðnir og góðir veiði- hundar. Glettu þykir augljóslega gaman að hlaupa um í föllnu laufinu og sperrir sig á hlaupunum. Har- aldur Guðni hefur þó á henni gott taumhald og sér til þess að hún haldi sig við hlið hans. Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Glettilega gaman að vera saman HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær að tekin yrði til efnislegrar meðferðar krafa lífeyr- isþega um að sá hluti lífeyris sem myndast hefur í formi vaxta, verðbóta og með annarri ávöxtun skuli bera 10% fjármagnstekjuskatt en ekki 38,45% tekju- skatt. Íslenska ríkið hafði krafist frávísunar málsins. Þetta hefur verið baráttumál lífeyrisþega, en talið er að um 2/3 lífeyris hafi myndast með þessum hætti. Friðgeir Björnsson kvað upp úrskurðinn. „Líta verður svo á að auk þess að fá með lífeyr- isgreiðslum endurgreiddar iðgjaldagreiðslur til sjóðsins fáist einnig greiddir vextir, verðbætur og önnur ávöxtun iðgjaldagreiðslnanna sem lífeyris- sjóðurinn hefur haft með höndum, þar sé því um að ræða fjármagnstekjur sem bera eigi 10% en ekki 38,45% eins og nú er,“ segir m.a. í forsendum máls- ins. Stefnandi telur að um sé að ræða skattheimtu sem brjóti í bága við stjórnarskrána og Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Um sé að ræða ólögmæta mis- munun á milli þeirra sem verði að greiða 38,45% tekjuskatt af ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslna og hinna sem ekki þurfi að greiða nema 10% tekjuskatt af fjármagnstekjum.  Lækka | 4 Skattlagning lífeyris tekin til meðferðar hjá dómstólum Morgunblaðið/Kristinn Skattheimta Stefnandi telur að skattheimtan brjóti í bága við stjórnarskrána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.