Alþýðublaðið - 25.10.1922, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.10.1922, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Geflð At al Alþýðuflokkiram 1922 Miðvikudaginn 25. október 246. tölubtað Verkatnannaskýlið. Dagsbrúnarfundur verður haldian í Goodtemplarafaúsiau fimtudagina 26. þ. tn. kl. 772 e. h. Fundarefai: Fulltrúaráðskosningar til sambanðsþings. „Bragi(( syngnr. Aðgangur aðeins fytit fétagsmenn, nema húsrúm leyfi. Sýnið félagsskirteini. — Fjölmennlð! — Stjbrnin. A fundi bæjsrstjörnar 21 nóv. 1921 flutti Ágúst Jósefsson að tiihlutun aiþýðufiokksfulltrúanna i bæjarstjórn tillögu um að reisa verkamannaskýli við höfnina. Hafði þessu míli oft verið hreyft i bæjar stjórninni áður, einkum í sambandi við bygglngu hafnsrinnar, en ekki fengist framgengt. Var nú kosin nefnd i máiið, þeir: Agúst Jósefs son, Þórður Bjarnason og Jón Saldvinsion. Hetzt hafði það vakað fyrir mönnum að nota tii bráðabirgða eitt af húsum hafnarinnar á upp fyllingunni vestri og innrétta það í þessu skyni. Þegar nefndin var kosin, var enn ekki neitt ákveðið fé, sem nefndin ætti yfir að ráða til nýrrar byggingar eða til að gera viðunandi breytingu á húsi, sem kynni að fást leigt í þessu akyni. Þegar skemtanaskatturinn [var samþyktur i bæjarstjórcj fyrra, var væntanlegum tekjum fyrsta ársins ráðstafað þannig, að .þær gengu tii byggiagu verkamanna* skýlis við höfnina. A siðastliðnu sumri fór nefndin að hugsa sér tii hreyfiags ^með bygginguna. Var húsinn ákveðinn ataður á Háanum fyrir neðan gamla iihúslð. Leggur höfnin til lóðina ieigulaust. Var þessi staður valinn fyrir þá sök, að hann liggur mitt á milli vestri og eystri uppfyíí ingarinnar og þó nær þeirri eystri. Euda er mönnum, sem þar vinna eða þangað ætla að sækja vinnu, meiri [þörf skýlis, þvi byggiogar eru sama sem engar á þeirri upp- fyllingu. Nú er byrjað á undirbúningi húsbyggingarinnar, og er ætiast til, að hikið verði bygt úr timbii, og á það að vera hið vandaðasta. Var bygging þess boðin út, og var tekið tllboði Jóns Eiríkssonar verkstjóra o. fl„ sem íægitu^boð gerðu. Húsið á að verða búið i Janúar næstkomandi. Er áætlað, að það muni koita um 40 þúi. kr, BæjarstJórnin hefir falið skýlis nefndinni a!ia umsjón með bygg- ingunni, en byggingariulitrúi er eftiriitimaður af hálfu nefndarinnar. Morten Ottesen, gjaldeyrissali, cr nýkominn úr Noregsferð og er með nýja fjáröfiúnarráðagérð á prjónunum. Er það norskur banki hér í Reykjavlk, útbú frá Bergens Privatbank með fslenzkri ieppa- stjórn. Þessi banki kvað að eins eiga að hafa 2 miljón kr. hlutafé, en tii þess að afla sér veltafjár og lifiskilyrða vill hahn fá frá alþingi skatt/relsi og ritt til sparisjóðsfjárvörslu. Hefir mála- flutningsmaður bankans undanfama daga gengið nm i bænum eins og grár köttur og f mesta pukri reynt að binda þingmenn við bánkatfn. Þiir „sjálfstæðismenn- irnir" munu þegar hafa bitið á krókinn, stjórnarmenn „Hrogna og iýsis*, Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson og ennfremur gjálfur forsætisráðherrasn, Sig. Eggerz. En ekki er þó séð enn þá, að meitihluti þingmanna láti binda sig á þennan kiafa. Bylting. Eftir Jack Lcndon. Fyrirlestur, haldinn ( marz 1905. --- (Frh) AuSvaldsstéttin hefir stjórnað samfélaginu, og stjórn hennar hefir farið út nm þúfur, Og stjórn henn- ar hefir eigi að eins farið f handa- skolum, heldur eru þau handaskol grátleg, óviðurkvæmileg, hræðileg. Auðvaldsstéttin fékk svo gott tæki- færi, að annað eins hefir engin ráðandi stétt fengið fyrr ( tögn heimsins. Hún braut á bak aftur veldi lénsherranna og myndáði nýtt samféiag, Hún náði valdi yfir efnunum, skipulagði vélamögn tilveriinnar og skapaði möguleika fyrir uhdursamlegu timabili mahh- kyninu til handa, þegar cngin vera þyrfti að hágráta, af þvi að hún fengi ekki nóg að eta, og hvett inanhsbarn tengi tækifæri til mehtunar, til vitsmunalegrar og ahdlegrar þroskunar. Þegar vaídið yfir efnnnum var fenglð og vélatnögn tilverunnar skipulögð, var alt þetta mögulegt. Hér var tækifærið, sent af guði, — en auðvaldsstéttin brást. Hún var blind og gráðug. Hún þvaðráði um geðugar hugsjónir og elsku- lega siðfræði, nenti ekki að núa stirucnar úr augusum, dró ekki hið minsta úr græðgí sinni og glutraði tækifærfnu, sem hún vildi ekki t j á, i handaskol, sem voiu jatn-stórkostleg sem tækifærið. En alt þetta er einungia Jafn*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.