Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 12

Morgunblaðið - 08.11.2006, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Vestmannaeyjar | Dráttarbraut Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja, sem betur er þekkt sem Sælaslipp- urinn eða Vesturslippurinn, hefur lokið hlutverki sínu. Síðasti báturinn var sjósettur í gær en unnið hefur verið að standsetningu hans undan- farna mánuði. Um er að ræða súðbyrðing, sem smíðaður var á Fáskrúðsfirði 1989. Hann hét áður Sjöfn ÁR en fær nafnið Egill og verður heimahöfn hans í Borgarnesi. Bjarga menningarverðmætum Eigendur eru bræðurnir Bjarni og Páll Björgvinssynir sem segjast þarna vera að bjarga menningar- sögulegum heimildum. „Bátar af þessari tegund eru óðum að hverfa og það er því metnaðarmál fyrir okk- ur að gera bátinn upp og bjarga með því merkri heimild í atvinnu- og menningarsögu landsins. Hann verður gerður út með léttu ívafi en ekki á hefðbundinn hátt. Það á að fara að hreinsa rennuna inn til Borg- arness og hvar á Egill betur heima en einmitt þar?“ sagði Bjarni í sam- tali við Morgunblaðið. Sælaslippur er nefndur eftir Ár- sæli Sveinssyni í Vestmannaeyjum sem stofnaði slippinn. Slippstjóri er Þórólfur Vilhjálmsson skipasmiður. Þórólfur kom fyrst til Vestmanna- eyja á vertíð hjá Ársæli Sveinssyni árið 1958. Síðan hefur hann verið við- loðandi skipasmíðar og slippinn með einhverjum hléum þó. Vinnslustöðin hefur keypt land og hús Skipasmíðastöðvarinnar og ætl- ar að nýta það undir hráefnisgeyma. Morgunblaðið/Sigurgeir Síðastur Páll Björgvinsson var við Egil þegar hann var sjósettur úr slippnum, áður en honum var lokað. Síðasti báturinn sjósettur úr Sælaslippnum Eftir Ómar Garðarsson Slippstjórinn Þórólfur Vilhjálmsson við spilin sem komin eru til ára sinna. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Úrval af dælum Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Sími 551 7270, 551 7282 og 893 3985. Þjónustusími utan skrifstofutíma 893 3985. Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibyliogskip.is Til sölu neta- og dragnótabátur Smíðaður í Landskrona 1984, 25,3 bt., 18,8 brl., 14,50 ml. Aðalvél er Cummins, 250 hö. árg. 2003. Bátur í góðu ástandi. Selst með veiðiheimildum á góðum kjörum. • Vantar veiðiheimildir í krókaaflamarkskerfinu og aflamarkskerfinu. • Önnumst einnig sölu á hlutafélögum í sjávarútvegi, veiðiheimildum og skipum í hlutafélagi Minnum á heimasíðu okkar www.hibyliogskip.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.