Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 17 bus á þriggja mánaða fresti. Sá stjórnunarstíll er ástæða þess slæma vanda sem fyrirtækið á nú við að glíma,“ höfðu franskir fjöl- miðlar eftir háttsettum heimildar- mönnum. Hvað gerist hjá Peugeot? Sérfræðingar segja að starfsmenn PSA Peugeot-Citroën megi eiga von á því að Streiff gangi jafn röggsamlega og hiklaust til verka þar á bæ. Þó er bent á að Peugeot hafi nýlega tekið ákvarðanir um hagræðingaraðgerðir til að auka á skilvirkni en þó ekki gengið eins langt í róttækum niðurskurði kostnaðar og blasti við hjá Airbus. Sérfræðingur UBS-bankans í London segir að fjárfestar myndu taka róttækum ráðstöfunum af hálfu Streiff hjá Peugeot vel. Hvorki sé þó um að ræða neinn augljósan ofvöxt til að sníða af fyr- irtækinu né óskilvirkni til að ráðast gegn. Samkvæmt ráðstöfunum sem Peugeot kynnti í september til að auka skilvirknina verður hemill settur á stjórnunarkostnað og starfsmönnum í bílsmiðjum þess í Evrópu fækkað um 10.000 manns. Ennfremur að kjarnamódelin í bíla- framleiðslunni verði endurnýjuð og uppfærð hraðar en verið hefur, ásamt því að frá og með árinu 2009 var boðuð smíði sex nýrra bíla af tegundum sem ekki hafa látið til sín taka á markaðnum. Í hlut Streiff kemur að reyna að auka bílasölu á ný en í ár er í fyrsta sinn í sjö ár útlit fyrir að bíl- smiðjur Peugeot starfi ekki með fullum afköstum. Fyrirtækið er þó ekki jafn illa statt og Airbus kann að vera. Nýi 207-bíllinn hefur hlotið góðar viðtökur og stóri bróðir hans, 308-bíllinn, er á lokastigi þróunar en talsverðar vonir eru einnig bundnar við hann. „Arftaki Folz tekur í raun við til- tölulega heilbrigðu búi. Hann þarf þó að ganga rösklega til verks við niðurskurð kostnaðar,“ segir Steve Cheetham, sérfræðingur hjá San- ford Bernstein. Þarf samþykki fjölskyldunnar Peugeot hefur sneitt hjá samruna við önnur fyrirtæki en kosið fremur að stofna til samstarfs um þróun, smíði og hönnun við nær alla keppi- nauta sína. Þar hefur ráðið sá vilji Peugeot-fjölskyldunnar að fyrir- tækið haldi velli sem sjálfstæður framleiðandi. Þótt framundan virð- ist frekari uppstokkun og samruni bílafyrirtækja að mati sérfræðinga mun Streiff ekki fá þessu breytt nema með samþykki fjölskyldunnar en fimm fulltrúar hennar sitja í stjórn PSA og ráða þeir yfir 45% hlutafjár samsteypunnar. Spurning þykir hins vegar hvort Peugeot sé nógu stórt til að halda velli og vera samkeppnisfært til frambúðar. Það muni örugglega koma til kasta Streiff að meta það. Seint mun skýrast hvort einhver tengsl séu á milli uppsagnar Streiff hjá Airbus og hins nýja starfs en rétt áður en Streiff sagði upp komst sá orðrómur á kreik í frönsku pressunni, að hann væri að búa sig undir brottför frá Airbus til að taka við Peugeot-Citroën. Viðskiptablaðið La Tribune hélt því fram að hann væri farinn að leita sér að annarri vinnu. Sagðist það hafa heimildir fyrir því að hann hefði átt fund með nokkrum afkom- endum Peugeotanna um að taka við af Jean-Martin Folz er hann hætti í byrjun nýs árs. Atburðarásin varð einfaldlega mun hraðari en blaðið þóttist sjá fyrir sér. agas@mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur gefið út nýja útgáfu af leiðbein- andi tilmælum um efni starfs- reglna stjórna fjármálafyrirtækja. Í tilmælunum, sem hafa verið birt á vef FME, er gerð sú krafa að fjármálafyrirtæki leggi fyrir ytri endurskoðanda að fara yfir fyrirgreiðslur til venslaðra aðila og bera saman við sambærileg við- skipti annarra viðskiptavina. Sam- kvæmt tilmælunum skal ytri end- urskoðandi jafnframt gefa rökstutt álit um kjör, endursamn- inga og stöðu viðkomandi aðila gagnvart fyrirtækinu, þ.e. hvort „armslengdarsjónarmiða“ hafi verið gætt við afgreiðslu málsins. FME fer fram á að fjármálafyr- irtæki, þar sem niðurstaða efna- hagsreiknings samstæðu er yfir 50 milljarðar, sendi skýrslur ytri end- urskoðanda vegna slíkra úttekta árlega en að önnur fyrirtæki sendi slíkar skýrslur annað hvert ár. Í tilkynningu frá FME segir m.a. að tilmælunum sé ætlað að skýra framkvæmd einstakra ákvæða í lögum um fjármálafyrirtæki. Þar kemur fram að stjórnir þeirra skuli setja sér starfsreglur þar sem einkum skal fjallað um hæfi stjórnarmanna, meðferð stjórnar á upplýsingum um einstaka við- skiptamenn, setu stjórnarmanna í stjórnum dótturfyrirtækja og hlut- deildarfélaga og framkvæmd reglna um meðferð viðskiptaer- inda stjórnarmanna. „Tilgangurinn með starfs- reglum stjórna fjármálafyrirtækja er að tryggja skýrleika í máls- meðferð ásamt því að styrkja um- gjörð um viðskipti stjórnarmanna, félaga þeim tengdum, og vensl- aðra aðila, við fjármálafyrirtækið og aðgang stjórnarmanna að upp- lýsingum um viðskiptamenn. Er slíkum reglum einnig ætlað að efla traust íslensks fjármálamark- aðar,“ segir í tilkynningu FME. Haft er eftir Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra FME, að mikilvægt sé að íslensku fjármálafyrirtækin séu í fararbroddi hvað varðar góða stjórnarhætti og gegnsæja eft- irfylgni við innri reglur. „Ein leið til þess að tryggja góða stjórnarhætti er að eigendur fjármálafyrirtækja gæti þess að viðskiptatengsl byggi á arms- lengdarsjónarmiðum og hugi vel að hæfiskröfum sjálfra sín við töku einstakra ákvarðana,“ segir hann. Endurnýjuð tilmæli FME til fjármálafyrirtækja Morgunblaðið/Eyþór Endurskoðendur fari yfir fyrir- greiðslur til venslafólks NORSKA stórfyrirtækið Orkla hefur sent kauphöllinni í Osló til- kynningu um að viðræður standi yfir við bandaríska álfélagið Alco um að sameina þær deildir fyr- irtækjann, sem framleiða álsnið eða svonefnda prófíla. Gert er ráð fyrir að sameinaða fyrirtækið verði það stærsta í heimi í þessari framleiðslu. Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að sameiningin gangi í garð í upphafi næsta árs, nái fyrirtækin samningum. Gert er ráð fyrir að Orkla verði ráðandi aðili í nýja fyrirtækinu þar sem Alcoa vilji draga sig út úr þessari framleiðslu. Reiknað er með að velta nýja félagsins verði 4 millj- arðar dala, jafnvirði um 290 millj- arða króna. Sameina deildir Orkla og Alcoa SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Glæsilegt 2.000 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í Borgartúni Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160 eða Aron í síma 861 3889. Fasteignafélagið Kirkjuhvoll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.