Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag mánudagur 4. 12. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Gunnar Heiðar Þorvaldsson er frá keppni enn á ný >> 12 READING Á SIGLINGU AÐEINS TVÖ LIÐ HAFA UNNIÐ FLEIRI LEIKI EN NÝLIÐAR READING Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI >> 7 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Evrópumeistarar Ciudad Real frá Spáni, með Ólaf Stefánsson innan- borðs, lentu í kröppum dansi gegn danska liðinu GOG Gudme í viður- eign liðanna í Svendborg á Fjóni í gær. Á síðasta stundarfjórðungnum tókst spænska stórliðinu að reka af sér slyðruorðið og tryggja sér fimm marka sigur, 33:28. „Við hefðum getað tapað þessum leik,“ sagði Ólafur í samtali við TV2 í Danmörku eftir leikinn en sú varð raunin ekki og nú virðist leið Ciudad Real vera nokkuð greið í 8-liða úrslitin. Það hefur vakið undrun margra sem fylgjast með alþjóðlegum hand- knattleik á hversu stuttum tíma Al- freð hefur tekist að byggja upp afar sterkt lið hjá Gummersbach. Al- þekkt var að Alfreð væri snjall þjálf- ari en að það tæki hann aðeins fjóra til fimm mánuði að gera Gummers- bach að einu fremsta liði heims var nokkuð sem fáir hefðu veðjað á í vor. Alfreð tók við þjálfun Gummerbach í sumar og um leið varð mikil upp- stokkun á leikmannahópnum. Níu nýir leikmenn komu til félagsins og annar eins hópur reri á önnur mið. Talið var að það myndi taka Alfreð a.m.k. eitt ár að byggja upp svo sterkt lið. Alfreð var greinilega ekki á sömu skoðun. Hann hefur frekar fámennum hópi á að skipa miðað við mörg önnur félög í fremstu röð í Evrópu í dag, auk þess sem sterkir leikmenn eru enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla, má þar nefna Rúss- ann Denis Zakharov og Frakkann Francois-Xavier Houlet. Velgengni Gummersbach á leik- tíðinni þar sem það er í öðru sæti í þýsku 1. deildinni, svo gott sem komið í 8-liða úrslit meistaradeildar og annað sætið í Super-Cup keppn- inni um síðustu helgi er enn ein sönnun þess hversu snjall þjálfari Alfreð er. Tvö „Íslendingalið“ náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar í leikjum helgarinnar, Flensburg, undir stjórn Viggós Sigurðssonar, og Lemgo, sem þeir Ásgeir Örn Hall- grímsson og Logi Geirsson leika með. Flensburg steinlá í Celje í Slóveníu, 31:41, þar sem varnarleik- ur og markvarsla liðsins var í mol- um. „Eftir svona leik þá verða leik- menn að hugsa alvarlega sinn gang,“ sagði Thorsten Storm, fram- kvæmdastjóri Flensburg við þýska fjölmiðla í gær. Lemgo sem vann EHF-keppnina í vor stendur frammi fyrir erfiðu verkefni á miðvikudaginn þegar það tekur á móti Dunkerque frá Frakk- landi eftir tap í fyrri leiknum í Frakklandi um helgina, 35:30. Líkt og hjá Flensburg er talsvert um meiðsli meðal sterkra leikmanna hjá Lemgo sem óneitanlega setur strik í reikninginn um þessar mundir. Danska liðið FCK Håndbold, efsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar sem þeir Arnór Atlason og Gísli Kristjánsson leika með, sýndi hvers það er megnugt með því að leggja rússneska liðið Dinamo Astrakhan, 26:27, á útivelli. Fátítt er að evrópsk handknattleikslið fari með sigur af hólmi gegn Astrakhan í Rússlandi en Arnór, Gísli og félagar létu slíkar staðreyndir ekki hafa áhrif á sig og unnu verðskuldað. Annað danskt félag, Skjern, sem stýrt er af Aroni Kristjánssyni og hefur auk þess þrjá íslenska hand- knattleiksmenn innan sinna raða kjöldró Sävehof frá Svíþjóð, 39:28, í fyrri leik liðanna í EHF-keppninni, 16-liða úrslitum og sömu sögu er að segja af Bjerringbro/Silkeborg sem Heimir Örn Árnason leikur með. Bjerringbro gjörsigraði Kadetten frá Sviss, 30:20, á heimavelli. Ef fram heldur sem horfir þá stefna nokkur „Íslendingalið“ hrað- byri í næstu umferð Evrópumóta fé- lagsliða en þau hafa verið sigursæl á þeim undanfarin ár. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tveir góðir Ólafur Stefánsson sækir að Ivano Balic, leikstjórnandi landsliðs Króatíu og spænska liðsins Portland San Antonio. Báðum gekk vel með liðum sínum á Evrópumótunum um helgina og lið þeirra eru svo gott sem komin í 8-liða úrslit meistaradeildar. Íslendingar á sigurbraut á Evrópumótunum ÍSLENSKUM handknattleiks- mönnum vegnaði flestum hverjum vel með félagsliðum sínum á Evr- ópumótunum í handknattleik um helgina. Hæst bar góðan sigur Gummersbach, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, á rússneska liðinu Che- hovski Medvedi, 37:31, í fyrri leik liðanna í meistaradeild Evrópu, 16 liða úrslitum. Fá lið sækja gull í greipar rússneska bjarnarins í Ól- ympíuhöllinni í Moskvu, en það gerðu þeir Alfreð, Guðjón Valur Sigurðsson, Guðlaugur Arnarsson og Róbert Gunnarsson ásamt sam- herjum sínum. BRASILÍUMENN vörðu heims- meistaratitilinn í blaki karla í gær þegar þeir lögðu Pólverja að velli á sannfærandi hátt, 3:0, í úrslita- leiknum í Japan. Hrinurnar enduðu 25:12, 25:22 og 25:17 og sigur bras- ilíska liðsins var aldrei í hættu. Gil- berto Godoy, sem skoraði 12 stig fyrir Brasilíumenn í úrslita- leiknum, var útnefndur besti leik- maður keppninnar. Búlgarar hrepptu brons- verðlaunin með því að sigra Serbíu- Svartfjallaland, 3:1, og Evr- ópumeistarar Ítala sigruðu Frakka, 3:0, í leiknum um fimmta sætið. Brasilía varði HM- titilinn Bestir Brasilíumenn fagna sigri. KRISTÍN Rós Hákonardóttir hafnaði í 3. sæti eftir æsispenn- andi keppni í 100 m baksundi í sín- um fötl- unarflokki á 1.29,43 mínútum á heimsmeist- aramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Durban í Suður- Afríku. Eyþór Þrastarson hafnaði síðan í 11. sæti í 100 m skriðsundi, synti 1.12,10 mín., og Sonja Sigurð- ardóttir varð í 13. sæti í 50 m skrið- sundi á tímanum 50,96 sek. Sonja keppir í flokki S5 og Eyþór í flokki S11. Flokkar B11 – B13 eru flokkar blindra og sjónskertra og S1 – S10 flokkar hreyfihamlaðra. Kristín Rós hafnaði í sjötta sæti í 100 m skriðsundi á 1.29,39 mín. Ey- þór varð sjötta sæti í 400 m skrið- sundi á 5.41,81 mín og í sjöunda sæti í 100 m baksundi á tímanum 1.28,76 mín. Keppni heldur áfram í dag. Brons hjá Kristínu Kristín Rós Hákonardóttir Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 24/26 Staksteinar 8 Bréf 25 Veður 8 Minningar 28/30 Viðskipti 12 Leikhús 34 Úr verinu 13 Myndasögur 36 Erlent 14 Dagbók 37/41 Vesturland 17 Staður og stund 38 Menning 15/16,32/36 Víkverji 40 Daglegt líf 18/21 Bíó 38/41 Forystugrein 22 Ljósvakar 42 * * * Innlent  Fimm ára stúlka og karlmaður á þrítugsaldri létust í bílslysi á Suður- landsvegi á laugardag. Tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. Forstöðumaður Rann- sóknarnefndar umferðarslysa segir að búast megi við svona slysum með- an umferðin verður ekki aðskilin eftir akstursstefnum. » 4  Viðræðum verður haldið áfram í dag um myndun nýs bæjarstjórn- armeirihluta Framsóknar, Samfylk- ingar og Vinstri grænna í Árborg. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti framsóknarmanna, sagði góðan gang í viðræðunum og að þær gætu náð langt í dag. » Baksíða  Tæplega helmingur kvenna sem komu í Kvennaathvarfið á árunum 2001–2005 hafði orðið fyrir kynferðis- ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Um 40% höfðu orðið fyrir kynferðis- ofbeldi sem ekki var hluti af heimilis- ofbeldi. » Baksíða  Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að svo geti farið að hún muni sækjast eftir embætti formanns flokksins á flokksþingi í janúar, og í öllu falli sé eðlilegt að sækjast eftir embætti varaformanns. Kom þetta fram í viðtali við Margréti í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Aðspurð sagði Margrét að það færi eftir því hvernig mál þróuðust hvaða ákvörðun hún tæki varðandi framboð. » Baksíða Erlent  Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi George W. Bush forseta leyni- legt minnisblað um að hernaðar- áætlun Bandaríkjanna í Írak hefði ekki skilað tilætluðum árangri og gera þyrfti á henni miklar breytingar. Blaðið var sent tveimur dögum áður en Rumsfeld sagði af sér sem ráð- herra. » 14  Bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn Joseph Biden vill að Bandaríkjamenn gagnrýni þá stefnu einræðis og ríkisafskipta sem nú sé að komast á í Rússlandi. Hann sagð- ist í gær ekki vita hvort Vladímír Pút- ín Rússlandsforseti hefði haft hönd í bagga með eiturmorðinu á Alexander Lítvínenko, en taka þyrfti á sam- skiptunum við Rússland. » Forsíða  Forseti Venesúela, Hugo Chavez, sigraði í forsetakosningunum í gær ef marka má útgönguspár. Hann sagð- ist á blaðamannafundi vilja vera í góðum tengslum við Bandaríkin, en Chavez hefur eitt sinn kallað George W. Bush Bandaríkjaforseta „djöful“ í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum. » Forsíða Viðskipti  Utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, gangsetti í gær fyrsta áfanga nýrrar hitaveitu í kínversku borginni Xian Yang, en um er að ræða samstarfsverkefni Shaanxi Green Energy Development Corp- oration, Orkuveitu Reykjavíkur, Glitnis og Enex, sem er útflutnings- vettvangur íslenskra þekkingarfyr- irtækja í orkuvinnslu. Hitaveitan mun kynda byggingar þriggja háskóla í borginni, alls um 170 þúsund fermetra, sem er sam- bærilegt við Sauðárkrók. » 22 FREYJA Haraldsdóttir og Alþýðu- samband Íslands og Hlutverk – sam- tök um vinnu og verkþjálfun, fengu afhenta Múrbrjótana, viðurkenn- ingu Landssamtakanna Þroska- hjálpar, við hátíðlega athöfn í gær. Það var Magnús Stefánsson félags- málaráðherra sem afhenti við- urkenningarnar á alþjóðlegum degi fatlaðra. Í fréttatilkynningu segir að Freyja Haraldsdóttir fái viðurkenn- inguna „fyrir að stuðla að breyttri ímynd fatlaðs fólks með fyr- irlestrum sínum í framhaldsskólum, en fyrirlesturinn nefnir Freyja „Það eru forréttindi að vera með fötlun“. Með fyrirlestrum sínum leiðir Freyja áheyrendur inn í reynslu manneskju sem býr við mikla skerð- ingu en ekki síður tekst henni að draga fram að það sé ekki sjálfgefið að þessi skerðing aftri henni frá fullri þátttöku í lífinu og geti ef vel tekst til eflt með henni þroska.“ Alþýðusamband Íslands og Hlut- verk – samtök um vinnu og verk- þjálfun fá viðurkenninguna fyrir gerð kjarasamninga fatlaðra laun- þega á vernduðum vinnustöðum. „Með slíkum samningum öðlast starfsmenn slíkra vinnustaða ótví- rætt stöðu launþega, sem verkalýðs- hreyfingin semur um kaup og kjör fyrir, jafnframt því sem þessum launþegum gefst kostur á því að ganga í verkalýðsfélög með sömu réttindum og aðrir félagar.“ Morgunblaðið/ÞÖK Starfið viðurkennt Freyja Haraldsdóttir, Alþýðusamband Íslands og Hlutverk, samtök um vinnu og verkþjálfun, fengu Múrbrjótinn fyrir starf sitt í þágu fatlaðra. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra veitti viðurkenninguna. Brutu múra í réttindum og viðhorfum til fatlaðra Freyja Haraldsdóttir, ASÍ og Hlutverk fengu Múrbrjótana Í HNOTSKURN »Múrbrjótar eru veittirþeim sem hafa brotið múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks, að mati Þroskahjálpar. »Verðlaunagripirnir voruhannaðir og smíðaðir á handverksverkstæðinu Ás- garði í Mosfellsbæ. BANDARÍSKA dagblaðið The Washington Post gagnrýndi í gær Ís- lendinga harkalega í leiðara fyrir að beita sér gegn banni við botnvörpu- veiðum á úthöfunum. Fyrirsögn leið- arans er Blame Iceland (Varpið sök- inni á Ísland). Sagt er að þar sem krafist sé algerrar einingar á slíkum fundum geti smáríki með „færri íbúa en Washington“ komið í veg fyrir samþykkt tillagna sem byggist á heil- brigðri skynsemi og miði að verndun lífríkis á hafsbotni. Leiðarinn rekur fyrst deilurnar um botnvörpuveiðar og meint tjón sem þær valdi, vörpurnar eyðileggi kór- alla og nánast allt sem á vegi þeirra verði á botninum. „Í lögsögu Banda- ríkjanna eru settar strangar tak- markanir við slíkum aðferðum – og þær bannaðar á afmörkuðum svæð- um þar sem umhverfið er sérstaklega viðkvæmt. Hins vegar er gefið veiði- leyfi á hvað sem er á botni mikils hluta úthafanna. Viðkvæmum lífríkj- um er sundrað án þess að nokkur veiti því athygli. Stjórn Bush hefur, ásamt allmörgum öðrum ríkisstjórnum, þrýst á um að sett verði bann við eft- irlitslausum botnvörpuveiðum á út- höfunum. Það mistókst í síðastliðnum mánuði, að hluta til vegna aðgerða Ís- lendinga.“ Íslendingar beri ekki alla sökina, segir blaðið, Rússar, Japanar, Kín- verjar og Suður-Kóreumenn hafi stutt þá. Sendiráð Íslands hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem harkalega sé andmælt fullyrðingum umhverfis- samtaka um að Ísland hafi verið í far- arbroddi þeirra sem vildu ekki banna botnvörpuveiðarnar. The Wash- ington Post segir að þau mótmæli séu borin fram gegn betri vitund. „Á fundum bak við luktar dyr voru það Íslendingar, ásamt Rússum, sem beittu sér ákafast og af mestri hörku gegn róttækum aðgerðum [gegn veið- unum],“ segir blaðið. „Þar sem yfirleitt er krafist sam- hljóða niðurstöðu um hin fornaldar- legu lög um veiðar á úthöfunum geta jafnvel smáþjóðir sem taka algerlega siðlausa afstöðu gagnvart almenn- ingsálitinu í heiminum þegar kemur að málefnum úthafanna komið í veg fyrir samkomulag. Niðurstaðan varð að þessu sinni loðin ályktun sem gekk mun skemmra en það sem ríkis- stjórnin og samtök umhverfissinna vildu og er þetta uggvænlegt fyrir þá sem vilja vernda sjávarlíf á alþjóðleg- um hafsvæðum.“ Samferða stórum ríkjum Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir skrif blaðsins byggð á misskilningi. „Það sem er sérkennilegt við þennan leiðara er þessi tilraun til að reyna að stilla okk- ur Íslendingum upp sem málsvörum einstrengingslegra sjónarmiða þegar það blasir við að við vorum samferða stórum ríkjum og ríkjasamböndum, eins og Evrópusambandinu, í megin- atriðum, þ.e. að allsherjar botnvörpu- bann á heilum hafsvæðum kæmi ekki til greina.“ Ísland gagnrýnt í leið- ara Washington Post Leiðari Ísland er skotspónn leið- arahöfundar Washington Post í gær. Morgunblaðið/Ásdís Listrænt og litfagurt Að versluninni Kirsuberjatréð við Vesturgötu standa ellefu listamenn. Arndís Jóhannsdóttir er ein þeirra. » 30 mánudagur 4. 12. 2006 fasteignir mbl.is Feng shui áttavitar vísa fólki á réttar leiðir í lífinu » 2 fasteignir SÖLUVERND ER TRYGGING ÞAÐ ER ALVEG LJÓST Í MÍNUM HUGA AÐ MIKIL ÞÖRF ER FYRIR ÞESSA TRYGGINGU HÉR, SEGIR ÁSGRÍMUR HELGI EINARSSON HJÁ VÍS >> 52 Óendanlegir möguleikar Sæktu um íbúðalán Netbankans á nb.is eða hringdu í þjónustufulltrúa okkar í síma 550 1800. H im in n o g h a f / S ÍA www.nb.is nb.is sparisjóður hf. Fjölbreytt íbúðalán Netbankans • Allt að 90% lánshlutfall • Vextir frá 4,95% Staðsetning þjónustuhúsanna við Lækjarbrún í Hveragerði býður upp á einstaka náttúru og veitir íbúum jafnframt aðgang að margvíslegri þjón- ustu Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands. » 54 ÍAV byggir þjónustuhús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.