Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVENNT lést í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á Suðurlandsvegi um miðjan dag á laugardag, fimm ára stúlka og karlmaður um þrítugt. Þrír til viðbótar slösuðust, þar af einn alvarlega. Slysið varð um kl. 14.30 á Suður- landsvegi við Sandskeið, við afleggj- arann að Bláfjöllum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík voru bílarnir að koma úr gagnstæðum áttum er þeir rákust á, og er talið að ökumaður annars bíls- ins hafi verið að taka fram úr vöru- flutningabifreið. Þrennt var í öðrum bílnum, karl- maður um fertugt ásamt tveimur börnum sínum, fimm ára stúlku og átta ára dreng. Stúlkan lést í slysinu, og drengurinn slasaðist alvarlega. Hann liggur á gjörgæsludeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss, og að sögn læknis er hann mjög alvarlega slasaður, en líðan hans eftir atvikum. Faðir drengsins er minna slasaður en hann hlaut m.a. beinbrot í slys- inu. Í hinum bílnum, sem talið er að hafi verið að aka fram úr þegar slys- ið varð, voru tveir karlmenn, öku- maður á tvítugsaldri og farþegi á þrítugsaldri. Farþeginn lést í slysinu og ökumaðurinn slasaðist nokkuð. Ekki er unnt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. Faðir stúlkunnar sem lést býr í Þorlákshöfn, og vegna slyssins var aðventustund í Þorlákskirkju og há- tíðahöldum við ráðhúsið, sem vera áttu í gær, frestað. Þess í stað var haldin bænastund í kirkjunni. Fimm ára stúlka og karlmaður um þrítugt létu lífið í árekstri á Suðurlandsvegi Bílar úr gagn- stæðum átt- um rákust á Morgunblaðið/Júlíus Harður árekstur Bílarnir voru mjög illa farnir eftir áreksturinn en talið er að ökumaður annars bílsins hafi verið að fara fram úr þegar slysið varð. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Bænastund Á annað hundrað manns sótti bænastund í Þorlákskirkju í gær til að minnast og biðja fyrir stúlkunni sem lést og fjölskyldu hennar. Í HNOTSKURN »Alls hafa nú 27 látist í um-ferðinni á árinu en á öllu árinu í fyrra létust 19 í 16 um- ferðarslysum. »Eitt versta slysaárið á und-anförnum áratugum var árið 2000 þegar 33 létust í um- ferðarslysum. Árið 1977 létust 37, og hafa aldrei látist fleiri í umferðinni á einu ári hér á landi. »Á landinu öllu hafa 206banaslys orðið í umferð- inni frá árinu 1997 til dagsins í dag, skv. uppfærðum upplýs- ingum frá dómsmálaráðuneyt- inu. Á Suðurlandsvegi, milli Reykjavíkur og Selfoss, hafa 54 látist í umferðarslysum frá árinu 1973. RANNSÓKN er hafin á málsatvik- um þegar maður fékk hjartaáfall í vörslu lögreglu aðfaranótt sunnu- dagsins 26. nóvember sl. en maður- inn lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi á laugardag. Embætti ríkissaksóknara hefur nú fengið málið til meðferðar, segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hann segir það hefðbundin vinnubrögð þegar rannsaka þarf atvik tengd lög- reglu, og það þýði ekki að grunur sé um eitthvað óeðlilegt. Maðurinn gekk berserksgang á hóteli í Reykja- vík aðfaranótt 26. nóvember, og þurfti fimm lögregluþjóna til að handtaka hann. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna en fíkniefni fundust í her- bergi hans. Maðurinn fékk hjartaáfall í lög- reglubíl þegar hann átti skammt eft- ir ófarið á lögreglustöðina og voru tveir lögreglumenn viðstaddir. Sjúkraliðum tókst að bjarga lífi mannsins en hann lést síðar á sjúkrahúsi. Ríkissaksóknari rannsakar mannslát SJÁLFSTÆÐISMENN í Árborg sendu frá sér bréf sl. laugardag, í 3.500 eintökum, sem var borið í hvert hús í sveitarfélaginu. Þá samþykkti fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg yfirlýsingu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi D-lista, segir að sjálfstæðismenn í Árborg vilji virða vilja kjósenda eins og hann birtist í kosningaúrslitum á liðnu vori. Bæjarstjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar hafi ekki haldið meirihluta og tapað þremur bæjar- fulltrúum. „Okkur þykir umhugsunarefni fyrir VG að vera í þessum viðræðum. Með því eru þeir að framlengja líf þessarar gömlu bæjarstjórnar. Einnig þykir okkur umhugsunarefni að Samfylkingin skuli ekki vilja ferskt samstarf, í ljósi þess að gömlu bæjarstjórninni var sagt upp,“ sagði Þórunn Jóna. Yfirskrift bréfs sjálfstæðismanna er: Af hverju sleit B-listinn sam- starfinu? Þar segir m.a. að raunveru- leg ástæða ákvörðunar framsóknar- manna sé ágreiningur um skipulagsmál, launamál bæjarfull- trúa og trúnaðarbrestur. „Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á fagleg vinnubrögð í skipu- lagsmálum og að vinna með hag íbúa að leiðarljósi. Þeir höfnuðu hug- myndum framsóknarmanna um stórfelldar launahækkanir bæjar- fulltrúa og hlunnindagreiðslur til handa formönnum nefnda. Sjálf- stæðismenn héldu trúnað í meiri- hlutasamstarfinu allt til loka, þegar fulltrúar B-lista Framsóknarflokks gengu gegn fyrri samþykkt meirihlutans á byggingar- og skipulagsnefndarfundi í gær.“ Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg hélt fjölmennan fund á laug- ardag og sendi frá sér ályktun. Þar kemur m.a. fram að fundur fulltrúa- ráðsins harmi ákvörðun B-lista framsóknarmanna í Árborg um að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. „Uppgefnar ástæður B-listans eru ótrúverðugar og að- dragandinn þeim til minnkunar,“ segir m.a. í ályktuninni. „Þá voru áform B-listans um stórfelldar launahækkanir bæjarfulltrúa óásættanleg. Með þessu hefur verið gengið gegn vilja kjósenda og góðri stjórnsýslu. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna lýsir síðan yfir eindregnum stuðn- ingi við bæjarstjórnarflokk D-listans í Árborg.“ Harma ákvörðun framsóknarmanna Sjálfstæðismenn í Árborg senda frá sér bréf og yfirlýsingu Í HNOTSKURN »Framsóknarmenn slitumeirihlutasamstarfi við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Árborgar föstudaginn 1. des- ember síðastliðinn. »Strax á föstudagskvöldhófust viðræður um mynd- un nýs meirihluta milli full- trúa Framsóknarflokks, Sam- fylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. » Í síðustu sveitarstjórn-arkosningum fékk B-listi tvo fulltrúa, D-listi fjóra full- trúa, S-listi tvo fulltrúa, og V- listi einn fulltrúa. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Samstarfsslit Upp úr samstarfi D- og B-lista slitnaði síðastliðinn föstudag. LEGGJA þarf áherslu á að að- skilja aksturs- stefnur á fjölförn- ustu þjóðvegunum, Suðurlandsvegi og Vesturlands- vegi, til að koma í veg fyrir alvarleg umferðarslys sem verða þegar bílar skella saman úr gagnstæðum áttum, segir Ágúst Mo- gensen, forstöðumaður Rannsóknar- nefndar umferðarslysa. „Við horfum hér á ákveðna stað- reynd; á meðan umferðin er óað- greind úr gagnstæðum áttum er það því miður þannig að bílar rekast saman,“ segir Ágúst. „Þegar bílar rekast saman á svona miklum hraða þá verða oftast mjög mikil meiðsl.“ Þótt útafakstur sé algengari en árekstrar þar sem bílar koma úr gagnstæðum áttum segir Ágúst að í síðara tilvikinu sé ljóst að hægt sé að fækka þessum alvarlegu slysum mikið með því að aðskilja aksturs- stefnur á þjóðvegunum þar sem um- ferðin er mest, á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. „Á meðan þetta er svona verða áfram svona slys,“ segir Ágúst. „Þarna verður að bæta úr, og vinna sem hraðast í því að umferðin verði aðgreind á þessum vegum. Það hefur sýnt sig að eftir breikkun Reykja- nesbrautar hefur ekki orðið banaslys vegna framanákeyrslu þar.“ Aðskilja þarf akst- ursstefnur Ágúst Mogensen Alvarlegum slysum gæti fækkað mikið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.