Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K Omega-3 fitusýrur geta dregið úr hættu á hjarta og kransæðasjúkdómum. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi omega-3 gegn liðagigt. SVEINN Kristins- son skákmeistari lést aðfaranótt 2. desember á heimili sínu í Reykjavík, 81 árs að aldri. Hann fæddist á Hjaltastöðum í Skagafirði 2. mars 1925. Foreldrar hans voru Kristinn Jóhannsson og Al- dís Sveinsdóttir. Eftirlifandi eigin- kona Sveins er Jó- hanna Jónsdóttir. Dóttir þeirra var Álfheiður Þorbjörg Sveinsdóttir en hún lést á fyrsta ári. Sveinn Kristinsson var kunnur skákmeistari, m.a. var hann skák- meistari Taflfélags Reykjavíkur 1951 og 1957. Hann tefldi í skák- sveit á Heimsmeistaramóti stúd- enta í Lyon í Frakklandi 1955. Þá var hann formaður Taflfélags Reykjavíkur 1953. Sveinn ólst upp í Skagafirði við al- menn sveitastörf. Hann flutti tvítugur til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1951. Hann lagði um skeið stund á ís- lensk fræði og lög- fræði við Háskóla Íslands. Síðar stundaði hann sagn- fræðirannsóknir. Sveinn skrifaði skákþætti í Morgunblaðið og Þjóðviljann og var með skákþátt í Ríkisútvarpinu auk þess sem hann flutti fjölda fyrirlestra þar. Þá var Sveinn bókavörður á Landsbókasafninu um skeið. Eftir Svein hafa birst smásögur, kvæði og ýmsar greinar í blöðum og tímaritum. Andlát Sveinn Kristinsson HLUTI af eyra manns var bitinn af í áflogum í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stöðvaði maður annan mann í Pósthússtræti til að spyrja til vegar. Þau samskipti enduðu í slagsmálum þar sem hluti af eyra þess sem spyrja vildi til veg- ar var bitinn af. Að sögn lögreglu tókst manninum að finna stykkið sem bitið var af og var hann fluttur á slysadeild til að- hlynningar þar sem búturinn var saumaður aftur á. Árásarmaðurinn er enn ófundinn. Fimm aðrar líkamsárásir voru til- kynntar í Reykjavík eftir nóttina, all- ar minniháttar. Talsverður mann- fjöldi var í miðborginni fram eftir nóttu og annasamt hjá lögreglu. Í gærmorgun um kl. 7 varð svo umferðarslys á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Fjórir voru fluttir á slysa- deild en meiðsl talin minniháttar. Beit hluta eyra af í slagsmálum VÍÐA var kveikt á jólatrjám á opinberum stöðum nú um helgina. Í gær var einnig Alþjóðadagur fatlaðra. Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli voru tendruð klukkan 16.00 í gær að viðstöddu fjölmenni. Rúm hálf öld er nú liðin frá því að Norðmenn færðu Íslendingum fyrst grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð sem prýð- ir Austurvöll var höggvið í Finnerud í Sørkedalen fyrir utan Ósló og er rúmlega 12 metra hátt. Dagskráin á Austurvelli hófst með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur og svo söng Dómkórinn. Þá færði Guttorm Vik, sendiherra Noregs, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borg- arstjóra og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Jóel Ein- ar Halldórsson, 11 ára drengur af norsku og íslensku for- eldri, varð þess heiðurs aðnjótandi að tendra ljósin á Óslóartrénu. Eftir það stigu jólasveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Skyrgámur á svið og skemmtu. Hundrað Kertasníkjar Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra (SLF) prýða Óslóartréð og er það í fyrsta sinn sem tréð er skreytt einhverju auk jólaljósa. Listakonan Sigga Heimis útbjó Kertasníki, sem er órói úr burstuðu stáli, og skáldið Sjón frumflutti kvæði sitt, Kertasníkir snýr aftur, á Austurvelli í gær. Óróinn Kertasníkir verður seldur dagana 5. – 19. desember í versluninni Casa og rennur allur ágóði til Æfingastöðvar SLF. Æfingastöðin fagnar nú 50 ára afmæli en hún sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna í landinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá SLF. Þar segir að vænta megi fleiri jólasveina næstu jól í túlkun ann- arra listamanna. Austurvöllur er nú fagurlega skreyttur og upplýstur því auk ljósanna á Óslóartrénu prýða átta þúsund ljósaperur önnur tré á Austurvelli. Morgunblaðið/ÞÖK Aðventa Óslóartréð prýðir nú Austurvöll eins og það hefur gert í meira en hálfa öld um hátíðarnar. Jólaljósin tendruð í byrjun aðventu Skraut Kertasníkir, órói úr burstuðu stáli, skreytir tréð auk ljósanna. Kertasníkir verður seldur til styrkt- ar Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Víða um land var kveikt á jólatrjám á torgum og opinberum stöðum um fyrstu helgi í aðventu LJÓS voru tendruð á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar um helgina. Johann Wensl, sendiherra Þýskalands, og Horst Grubert, fulltrúi blaðamannaklúbbsins Wikingerrunde í Hamborg, afhentu tréð. Morgunblaðið/ÞÖK Hamborgartréð skreytir Miðbakka LJÓSIN voru kveikt samtímis á jólatrjám í allri Fjarðabyggð síð- astliðinn laugardag. Nú loga ljósin björt allt frá Mjóafirði til Stöðvarfjarðar. Mikil gleði og spenningur var meðal barnanna á Eskifirði, þar sem myndin var tekin, þegar jólasveinarnir birtust á slökkvi- bíl. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Jól í Fjarðabyggð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.