Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 11 FRÉTTIR MINNKAÐU HRAÐANN! ÞAÐ BORGAR SIG Kynntu þér málið á www.us.is Þann 1. desember tók gildi breyting á reglugerð um sektir og viðurlög við umferðar- lagabrotum. Helsta breytingin er að sektir vegna einstakra umferðarlagabrota hækka umtalsvert, eða um allt að 60%. Vikmörk varðandi hámarkshraða hafa einnig verið lækkuð. Áður voru þau miðuð við 10 km/klst. yfir hámarkshraða án þess að fá sekt en með nýju reglugerðinni hafa mörkin verði lækkuð niður í 5 km/klst. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 7 7 7 7 MORGUNBLAÐINU barst í gær ósk um birtingu eftirfarandi yfirlýs- ingar í kjölfar umfjöllunar blaðsins um héraðsdómsmálið nr. E-10563/ 2004 og þá dóma Hæstaréttar Ís- lands sem fallið hafa um formhlið málsins. „Undirritaðir eru lögmenn stefndu í héraðsdómsmálinu nr. 10563/2004, sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í Morg- unblaðinu í dag, 3. desember, er fjallað um nefnt dómsmál og þá úr- skurði Hæstaréttar Íslands sem fall- ið hafa í málinu. Umrætt dómsmál er faðernismál. Þinghöld í slíkum málum eru háð fyrir luktum dyrum, í samræmi við 2. mgr. 12. gr. barnalaga nr. 76/2003, vegna þess hve viðkvæm slík mál eru fyrir þá sem þau varða. Umtalsverð- ur munur er því á slíkum málum og öðrum málum sem rekin eru fyrir dómstólum í opnum réttarhöldum. Óheimilt er að skýra opinberlega frá því sem gerist í lokuðum þing- höldum án leyfis dómara, að viðlögð- um refsingum, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Til að vernda friðhelgi einkalífs þeirra sem slík mál varða eru dómar Hæstaréttar Íslands í slíkum málum enn fremur birtir með þeim hætti að nöfn þeirra aðila sem málin varða koma ekki fram. Í þinghöldum í framangreindu dómsmáli hefur verið fjallað um og lögð fram gögn um verulega við- kvæm einkamálefni sem skýrt er frá opinberlega í framangreindri um- fjöllun Morgunblaðsins. Þá er nöfn- um hlutaðeigandi aðila bætt inn í út- drætti úr Hæstaréttardómum sem fallið hafa í málinu. Fyrir hönd um- bjóðenda okkar er harmað að Morg- unblaðið og viðmælandi blaðsins hafi ákveðið að brjóta gegn framan- greindu banni með umfjöllun sinni um málið með þessum hætti. Umfjöllun Morgunblaðsins er ámælisverð enda ekki eingöngu í andstöðu við framangreinda laga- grein heldur einnig ósmekkleg og óviðeigandi. Einhliða umfjöllun um svo viðkvæm einkamálefni, þar sem slegið er fram órökstuddum fullyrð- ingum, er til þess eins fallin að móta almannaróm og ýta undir sögusagn- ir, en er hvorki upplýsandi né fræð- andi á nokkurn hátt. Er slík umfjöll- un fyrir neðan virðingu Morgunblaðsins, sem til þessa hefur viljað láta líta á sig sem óháðan, vandaðan og hlutlausan fréttamiðil. Tekið skal fram að umbjóðendur okkar og við lögmenn þeirra höfum ekki viljað tjá okkur um málið við Morgunblaðið eða aðra fjölmiðla, þegar eftir því hefur verið leitað. Ástæða þess er sú að óheimilt er að fjalla um nokkuð það sem komið hef- ur fram í þinghöldum málsins með vísan til greinds lagaákvæðis. Reykjavík, 3. desember 2006. Virðingarfyllst, Landslög – lögfræðistofa. Jón Sveinsson, hrl. Ívar Pálsson, hdl.“ Yfirlýsing ÞESSIR nemendur Suzuki-tónlistar- skólans eru ábúðarfullir þar sem þeir búa sig undir að flytja atriði sitt á jólatónleikum skólans sem haldnir voru í Grensáskirkju um helgina. Ætla mætti að jólasveinninn væri mættur á svæðið, svo áhugasöm sem börnin eru um það sem þau eru að horfa á, þó að þau séu öll tilbúin með bogann í réttri sveiflu. Morgunblaðið/ÞÖK Hvað er að sjá?  GUNNHILDUR Óskarsdóttir kennslufræðingur og lektor við Kennaraháskóla Íslands, varði dokt- orsritgerð sína í uppeldis og menntunarfræði, 21. nóvember s.l. Ritgerðin ber tit- ilinn „The deve- lopment of childr- ens’ ideas about the body: How these ideas change in a teach- ing environment – Hugmyndir barna um mannslíkamann. Hvernig kennsla hefur áhrif á þróun hug- myndanna“. Aðalleiðbeinendur í verkefninu voru dr. Jón Torfi Jónasson prófess- or og dr. Michael Reiss prófessor. Andmælendur eru dr. Gustav Hell- dén, prófessor við háskólann í Kristi- anstad í Svíþjóð, sérfræðingur í kennslufræði náttúrufræðigreina og dr. Robert Lock, dósent við Birm- inghamháskóla á Englandi, sérfræð- ingur í kennslufræði náttúrufræði- greina. Rannsóknin fjallar um hvernig og við hvaða aðstæður hugmyndir barna um mannslíkamann breytast á tveim- ur fyrstu árum grunnskólans. Varpað er ljósi á hugmyndir barna um útlit, staðsetningu og hlutverk beina og líf- færa mannslíkamans og hvaða áhrif kennslan, kennsluaðferðir, námsefni, námsgögn og samskiptin í kennslu- stofunni hafa á þróun hugmyndanna. Skoðaður er sérstaklega munurinn á hæglátum börnum í bekknum og hin- um, sem gjarnan vilja hafa frum- kvæði og tjá sig, með tilliti til breyt- inga á hugmyndum og áhrifum kennslunnar og samskiptanna. Fræðilegur bakgrunnur rannsókn- arinnar á sér rætur í kenningum hug- smíðahyggju um nám og kennslu með áherslu á hvers konar virkni og samskipti eru forsendur náms. Nið- urstöður leiddu í ljós að við lok rann- sóknarinnar þekktu börnin frekar út- lit, staðsetningu og hlutverk hinna ýmsu líffæra en síður hvernig þau tengjast, vinna saman og mynda líf- færakerfi. Meltingarfærin voru eina líffærakerfið sem börnin almennt þekktu. Jafnframt sýndi rannsóknin hve mikilvægt er að nota fjölþætta mælikvarða til að meta þekkingu barnanna. Ólíkar kennsluaðferðir höfðu mismunandi áhrif á börnin sem undirstrikar mikilvægi þess að nota fjölbreyttar aðferðir í blönduðum bekk til að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Rannsóknin sýnir einnig hve virkni nemendahópsins er mikilvæg og jafnframt að sýnileg virkni ein- staklingsins er ekki góður mæli- kvarði á námsárangur. Hljóðlátu börnin sem tóku ekki þátt í um- ræðum og tjáðu ekki hugmyndir sín- ar munnlega lærðu ekki minna en þau sem tóku þátt í umræðum og voru sýnilega virkari. Í doktorsnefnd eru: dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Ís- lands, dr. Michael Reiss, prófessor við Institute of Education, Lund- únaháskóla og dr. M. Allyson Mac- donald, prófessor við Kennarahá- skóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af Rann- sóknarnámssjóði Rannís og Rann- sóknarsjóði Kennaraháskóla Íslands. Gunnhildur Óskarsdóttir er fædd 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð jólin 1978. B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1982. M.Ed. prófi frá Háskól- anum í Aberdeen, Skotlandi 1989. Foreldrar Gunnhildar eru Unnur Agnarsdóttir, (látin ) og Óskar H. Gunnarsson Maki, dr. Arnór Þ. Sigfússon, fuglafræðingur og börn Óskar Örn, Ragnhildur Erna og Snorri Már. Doktor í uppeldis- og menntunarfræði Gunnhildur Óskarsdóttir Ólafsvík | Áhyggjufullir bæjarbúar höfðu samband við fréttaritara Morgunblaðsins í Ólafsvík og bentu á að stórvirkar vinnuvélar væru að róta í hlíðum Ólafsvíkurennis. Höfðu menn áhyggjur af því að nú væri ver- ið að stækka sárið sem varð eftir að efni var tekið þarna til hafnargerðar í Ólafsvík á árunum 1958–1964. Hið rétta er hinsvegar að Framfara- félagið, Ólafsvíkurdeild, í samstarfi við Hafnarsjóð, hefur unnið að því undanfarin misseri að fjármagn fáist til að laga sárið í Enninu. Það fjármagn hefur nú fengist og var verktakafyrirtækið Stafnafell fengið til að laga til ummerki eftir efnistökuna. Næsta vor verða svo gerðar ráðstafanir til að auka gróður á svæðinu svo að það falli sem best að umhverfinu. Framfarafélagið er einnig að láta útbúa sjónskífu sem sett verður upp á Bekknum og um leið verður aðgengi bætt og komið upp aðstöðu svo að hægt sé að njóta útsýnis og umhverfis. Endurbæta Ennið Mogunblaðið /Alfons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.