Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Washington, Bagdad. AP, AFP. | Þótt George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenni að þörf sé á miklum breytingum á stefnunni í Írak mun hann ekki nota niðurstöður óháðrar nefndar, sem mun skila áliti í vik- unni, sem afsökun fyrir því að kalla herliðið heim, að sögn þjóðarörygg- isráðgjafa forsetans, Stephen Had- ley. „Okkur hefur ekki mistekist í Írak,“ sagði Hadley í gær. „Okkur mun mistakast í Írak ef við köllum herliðið heim áður en við getum að- stoðað Íraka við að sigrast á erfið- leikunum.“ Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi forseta Bandaríkjanna leyni- legt minnisblað tveimur dögum áður en hann sagði af sér um að hernaðar- áætlun Bandaríkjanna í Írak væri ekki að skila tilætluðum árangri. Rumsfeld lagði til að umfangsmiklar breytingar yrðu gerðar, meðal ann- ars að fækkað yrði í herliðinu, að sögn The New York Times. „Að mínu mati er kominn tími til stórra breytinga. Það er greinilegt að aðgerðir Bandaríkjahers í Írak eru ekki að skila nægilega góðum ár- angri eða nógu skjótum,“ segir á blaðinu sem dagsett er 6. nóvember. Hadley sagði aðspurður í gær að á minnisblaðinu væri einfaldlega verið að nefna ýmsar hugmyndir fremur en að Rumsfeld krefðist nýrra stefnu. The New York Times sagði um helgina að raddir í Demókrata- flokknum um að hraða bæri brott- flutningi herliðsins frá Íraka væru farnar að hljóðna en demókratar hafa nú meirhluta í báðum þingdeild- um eftir kosningarnar í nóvember. Írakar vilja ekki alþjóðlega ráðstefnu Forseti Íraks, Jalal Talabani, hafnaði í gær tillögu Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, um að haldin yrði alþjóðleg friðarráðstefna um Írak. „Við erum orðin sjálfstæð þjóð og munum sjálf ákveða framtíð þjóðarinnar,“ sagði Talabani sem er Kúrdi. Leiðtogar sjíta í Írak tóku einnig illa í hug- myndir Annans sem sagði að ástand- ið í Írak „væri verra en í borgara- styrjöld“. Beiðni Saddams Husseins, fyrr- verandi forseta Íraks, um áfrýjun vegna dauðadóms sem hann hlaut fyrir glæpi gegn mannkyni, var í gær lögð formlega fram af lögfræðingum hans í Bagdad. Rumsfeld lagði til mikla stefnubreytingu í Írak Reuters Fangar Írakar sem handteknir hafa verið fyrir aðild að uppreisninni. Þjóðaröryggisráðgjafi Bush varar við hugmyndum um að kalla herinn á brott Í HNOTSKURN »Saddam Hussein og sexsamverkamenn hans fengu í haust dóma fyrir morð á 148 sjítum fyrir um 24 árum. Huss- ein og tveir aðrir fengu dauða- dóm, einn var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi. »Um 150.000 bandarískirhermenn eru nú í Írak og halda þeir einkum uppi örygg- isgæslu í Bagdad og á svæðum norðan og vestan við borgina. Bretar og Danir annast gæslu í sunnanverðu landinu. ÁTTA erlendir ferðamenn og fjórir Marokkómenn létu lífið í gær í bílslysi í marokkóska bænum Benguerir, um 60 kílómetra norðan við Marrakesh, auk þess sem tugir slösuðust, þar af fjórir alvarlega. Sjö hinna látnu voru franskir og einn var sænskur. Rútan var í eigu franskrar ferðaskrifstofu. Mun hún hafa lent í árekstri við vörubíl sem notaður var við vegagerð. Hér sést þeg- ar verið er að fjarlægja brak rútunnar. Reuters Árekstur norðan við Marrakesh Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BENEDIKT XVI páfi flutti hefð- bundin blessunarorð sín á sunnudegi á torgi Péturskirkjunnar í gær og sagði að ferð sín til Tyrklands í lið- inni viku hefði verið „ógleymanleg reynsla.“ Hann vonaði að ferðin myndi koma að gagni og bæta sam- skipti kaþólsku kirkjunnar við músl- íma og liðsmenn Rétttrúnaðarkirkj- unnar í austanverðri Evrópu. Páfi hitti meðal annarra Bartólómeus I, patríarka, æðsta klerk Réttrún- aðarkirkjunnar, í Istanbúl. Um 70 milljónir manna búa í Tyrklandi, þar af eru um 90.000 kristnir sem una lítt sínum hag og er þrengt að þeim á margvíslegan hátt. Er þeim meinað að reisa nýjar kirkjur og ýmsar skorður settar við starfsemi þeirra. Gagnrýndi páfi framkomuna við kristna í landinu, að vísu undir rós, er hann lagði áherslu á að allir ættu að hafa rétt til að iðka trú sína. Um var að ræða fyrstu ferð páfa til múslímaþjóðar eftir að hann tók við embættinu í fyrra. Páfa þótti tak- ast vel upp í ferðinni, hann lagði áherslu á að sættast við múslíma sem margir tóku óstinnt upp um- mæli hans í ræðu fyrir tveim mán- uðum en þau mátti skilja sem gagn- rýni á íslam. Var til þess tekið er hann heimsótti Bláu moskuna frægu í Istanbúl að þegar hann baðst fyrir í hljóði í moskunni sneri hann sér til Mekka eins og allir múslímar gera, hvar sem er í heiminum, er þeir biðj- ast fyrir. Stuðningurinn við aðild að ESB Það sem stendur upp úr í huga Tyrkja er að páfi, sem fyrir nokkr- um árum er hann var enn aðeins kardínáli lýsti andstöðu við að Tyrk- ir fengju aðild að Evrópusamband- inu, virðist nú hafa skipt um skoðun. Hann sagði í samtali við forsætisráð- herra landsins, Recep Tayyip Er- dogan, að hann væri hlynntur aðild þeirra. Erdogan sagðist hafa beðið páfa um aðstoð við að komast í ESB og hann hefði svarað: „Þú veist að við erum ekki stjórnmálamenn en við vonum að Tyrkland gangi í Evr- ópusambandið.“ Tyrkneskir fjölmiðlar efuðust samt um að páfi hefði í reynd látið slík orð falla og gaf skrifstofa Er- dogans því út yfirlýsingu á föstudag. „Á fundinum sagði Benedikt páfi XVI skýrt að hann vildi að Tyrkland gengi í Evrópusambandið,“ sagði þar. „Hann sagðist álíta að Tyrkland gæti lagt fram jákvæðan skerf til Evrópusambandsins með því að sýna að ólík trúarbrögð og menning- arheimar gætu lifað saman í sátt og samlyndi.“ Páfi vonar að Tyrklandsferðin auki gagnkvæman skilning Fann að meðferð á kristnum AP Handtak Benedikt páfi (t.h.) heilsar Bartólómeusi patríarka í Istanbúl. Kabúl, Washington. AFP. | Ræktun á valmúa, sem ópíum er unnið úr, hefur aukist um 61% á þessu ári og þykir vera um að ræða áfall fyrir ráðamenn Bandaríkjamanna og Atlantshafs- bandalagsins sem hafa í samstarfi við ríkisstjórnina í Kabúl reynt að berj- ast gegn fíkniefnaframleiðslunni. Oft eru milliliðir bænda liðsmenn talíbana sem koma vörunni á mark- aði erlendis. Þannig fjármagna talíb- anar að hluta til uppreisn sína en fjöl- margir sjálfstæðir stríðsherrar hagnast einnig mjög á slíkum við- skiptum. Talíbanar bönnuðu í valda- tíð sinni ópíumrækt og dróst hún þá mjög saman. Gert er ráð fyrir að ópíum hafi ver- ið ræktað á alls 172.600 hektörum í landinu á þessu ári sem er 61% aukn- ing frá því í fyrra, að sögn embættis- manna í Washington. Stóraukin ópíumrækt Afgana Áfall fyrir stefnu Vesturveldanna Havana. AFP. | Fidel Castro Kúbuleiðtogi var ekki viðstaddur upphaf hátíðar- halda á aðaltorgi Havana á laugar- dag í tilefni af 80 ára afmæli hans. Mikil hersýning var í tilefni dags- ins en Castro hef- ur verið forseti Kúbu í 47 ár. Hann gekkst undir skurðaðgerð í júlí sl. og tók þá bróðir hans, Raul, tímabundið við forsetaembættinu. Bandarískir embættismenn segjast vera sann- færðir um að leiðtoginn sé með krabbamein. Raul Castro notaði tækifærið á laugardag til að bjóða Bandaríkjamönnum til viðræðna um deilur ríkjanna en þær yrðu að vera „á jafnréttisgrundvelli“ og báðir að- ilar að lofa að blanda sér ekki í innan- landsmálefni hvor annars. Hersýningin í Havana á laugardag hófst með því að Raul Castro var ek- ið í herjeppa um torgið. Sýnt var sov- ésk-smíðaðir skriðdrekar, eldflauga- vörpur og MiG-þotur. Castro fjarverandi á afmælinu Mikil hátíðarhöld í Havana Fidel Castro, leiðtogi Kúbu. Lissabon. AFP. | Ný skoðanakönnun gefur til kynna að 80,3% Portúgala finnist að leyfa eigi kaþólskum prest- um að kvænast. Könnunin birtist í blaðinu Correio da Manha í gær, 15,5% voru andvíg en 4,2% höfðu ekki skoðun á málinu. Langflestir Portúgalar eru kaþ- ólskir. 74,6% kaþólikka sem svöruðu könnuninni vilja leyfa prestunum að kvænast en einlífi klerka hefur síð- ustu árin verið mikið deilumál í kaþ- ólsku kirkjunni, ekki síst í Evrópu. Félagsfræðingurinn Jorgé Sa segir í samtali við blaðið að afstaða kaþ- ólsku kirkjunnar endurspegli ekki vilja kaþólikka. Páfagarður hafnaði nýlega kröf- um um að prestum kirkjunnar yrði leyft að kvænast. Nær hálf milljón kaþólskra presta er í heiminum en þeim fer fækkandi á Vesturlöndum vegna þess að æ færri ungir karlar sætta sig við einlífið. Ákvæði um ein- lífi presta voru lögfest á 11. öld. Andvígir einlífinu ♦♦♦ London. AFP. | Tveir slökkviliðsmenn fórust þegar þeir börðust við að slökkva eld í flugeldaverksmiðju ná- lægt bænum Ringmer í Sussex í suð- austurhluta Englands í gær. 12 manns til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús af völdum brunasára og reykeitrunar. Sprengingar heyrðust enn á staðnum í gærkvöldi og höfðu íbúar í nálægum húsum verið fluttir á brott. Breska ríkisútvarpið, BBC, hafði síðdegis í gær eftir John Winter, bróður eiganda flugeldaverksmiðj- unnar, að slökkviliðsmenn hefðu gef- ist upp við að reyna að slökkva eld- inn og ætluðu að láta hann brenna út. Hús í nágrenni verksmiðjunnar hefði eyðilagst og skemmdir orðið á öðr- um byggingum vegna glers og flísa sem þeyttust á þær í sprengingum. Verksmiðjan nefnist Festival Fireworks, hún er fjölskyldufyrir- tæki og hafa þar unnið um 50 manns. Fyrirtækið framleiddi m.a. flugeld- ana sem notaðir voru til að fagna nýrri öld í Lundúnum. Manntjón í eldsvoða ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.