Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 20
fjármál heimilanna 20 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fyrstu helgina í aðventu birtir jafnanyfir borg og bý þegar háir og lágirsetja upp jólaseríur innandyra ogutan. Við þetta taka mælarnir í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur nokk- urn kipp en þess skjálfta verður sennilega ekki vart í heimilisbókhaldi meðalfjölskyld- unnar, nema hún sé þeim mun ljósaglaðari. „Þeir sem eru með 120 ljósa útiseríu með 21 vatts perum borga 4,05 kr. á dag fyrir að keyra hana allan sólarhringinn,“ segir Brynj- ar Stefánsson, sviðsstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Rafmagnskostnaðurinn við hana er því rétt tæplega 150 krónur sé miðað við að kveikt sé á henni 1. desember og hún látin loga þar til á þrettándanum. Þetta eru því ekki mjög stórar tölur.“ Hann bætir því við að töluverðu muni á tegundum sería og fjölda ljósapera. Þannig sé kostnaðurinn við að lýsa tíu metra ljósa- slöngu, sem er með 20 vatta perum, 38,59 krónur á dag sem gerir 1.428 krónur fyrir sama tímabil. „Reyndar eru alltaf að koma fram nýj- ungar í jólaljósaseríum sem miða að því að spara rafmagnið,“ segir kollegi Brynjars, Guðjón Magnússon sem stýrir almanna- tengslum hjá Orkuveitunni. „Dæmi um það eru svokallaðir ljóskvistar og díóður þar sem einn ljósgjafi eða ljósapera lýsir upp fjöldann allan af litlum ljósþráðum. Slíkar seríur þurfa mjög litla orku.“ Mesta álagið í kringum 12. desember Þó að pyngja landsmanna léttist engin ósköp við ljósanotkunina í desember sjást hennar greinileg merki í höfuðstöðvum Orku- veitunnar. Á línuritum sem sýna rafmagns- notkun annars vegar í lok nóvember í fyrra og hins vegar tveimur vikum síðar má sjá að hún eykst verulega á þessu tímabili. „Reynd- ar eru þetta ekki bara jólaljósin,“ útskýrir Brynjar. „Þetta kemur líka til af því að versl- anir eru opnar lengur, fólk stendur í bakstri og öll framleiðsla í fyrirtækjum og verk- smiðjum er á fullu fyrir jólin, s.s. í konfekti, sælgæti og kexi. Allt þetta hefur áhrif til aukningar á rafmagnsnotkun í desember.“ „Reyndar kemur veðurfar inn í þetta líka,“ bætir Guðjón við. „Orkuveitan er sjálf einn af stærstu notendum rafmagns hjá fyrirtæk- inu því við keyrum heita- og kaldavatnsdæl- urnar með rafmagni. Og eftir því sem kólnar í veðri eykst heitavatnsnotkunin eins og menn vita.“ Margir muna þá tíma þegar rafmagnið átti til að bregðast á örlagastundu, yfirleitt rétt eftir að steikin var komin í ofninn á að- fangadagskvöld enda var álagið aldrei meira á raforkukerfið en einmitt þá. „Áður fyrr settum við auglýsingar í blöðin fyrir jól þar sem húsmæður og húsbændur voru hvött til að elda jólamatinn fyrr um daginn til að jafna álagið á kerfinu,“ segir Guðjón sem fagnar því að þetta sé liðin tíð. „Undanfarin ár hefur mesta álagið á kerfið verið í kring- um 12. desember þó að vissulega sé álagið á aðfangadagskvöld líka mikið. Reyndar fer það svolítið eftir því hvaða vikudag að- fangadag ber upp á, hvort hann er um helgi eða ekki og hvort iðnaður og önnur atvinnu- starfsemi hafi verið í gangi sama dag.“ Sennilega þarf enginn þó að hafa áhyggjur af því að rafmagnið fari því eins og Brynjar út- skýrir eru rafmagnsbilanir ákaflega fátíðar núorðið enda búi Orkuveitan við einna mesta rekstraröryggi í heiminum í dag. „Svo er ekki síður gaman að skoða vatnslínuritin okkar til að sjá hvað þjóðin aðhefst á hvaða tíma,“ heldur Guðjón áfram. „Til dæmis er hægt að sjá á hvaða tíma flestir fara í sturtu og eftir matinn hvenær uppvaskið stendur yfir.“ 85 þúsund ljósaperur Þeir segja erfitt að gera sér grein fyrir hvað þeir, sem ganga lengst í ljósaskreyting- unum fyrir jólin, eyði í rafmagn vegna þeirra enda erfitt að áætla um hversu margar ljósa- perur er að ræða. „Undanfarin ár höfum við haft augun opin og veitt viðurkenningar fyrir falleg jólaljós,“ segir Guðjón og Brynjar kinkar kolli. „Við lítum á þetta sem krydd í tilveruna enda myrkasti tími ársins og ég hugsa að öllum finnist þessi ljósadýrð nota- leg. Heima hjá mér er ég beittur þrýstingi til að tryggja að seríurnar séu komnar upp fyrir fyrsta í aðventu enda mikilvægt að vera ekki síðastur upp með ljósin.“ Það er þó ekki bara á Íslandi sem fólk nýt- ur ljósadýrðar yfir jólahátíðina. Eins og kom fram í jólablaði Morgunblaðsins er mikið um ljósaskreytingar í Kólumbíu á aðventu og jafnvel veittur afsláttur af rafmagni fyrir jól til að hvetja fólk til að lýsa enn meira upp hjá sér á þessum tíma. Þetta hefur ekki komið til tals hér. „Hins vegar stendur Orku- veitan á bak við aðra hluti,“ segir Brynjar og Guðjón útskýrir þetta betur. „Orkuveitan greiðir fyrir skrautlýsingar í miðbænum að helmingi á móti borginni. Sömuleiðis leggur Orkuveitan til jólaseríur í öll jólatré á vegum borgarinnar, uppsetningu ljósanna og rekst- ur. Alls setjum við upp um 85 þúsund ljósa- perur á aðventunni, ekki bara í Reykjavík heldur einnig nágrannasveitarfélögunum, eða á okkar helsta dreifingarsvæði. Árlega eyð- um við 12–14 milljónum í jólaljós á höf- uðborgarsvæðinu. Sá siður á sér langa sögu, allt frá því í kringum 1950 þegar byrjað var að skreyta Austurstræti en allar götur síðan hefur Orkuveitan annast þessar ljósaskreyt- ingar.“ ben@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Ekki dýrt Rafmagnskostnaðurinn við 120 ljósa útiseríu með 21 vatts perum er tæplega 150 krónur sé miðað við að kveikt sé á henni 1. desember og hún látin loga þar til á þrettándanum. Rafmagnsnotkun í hámarki     ! !  !" #$%&!' ( %  " #' ) %  "#' ) %  " #' " #$ % %  %   %  % &  #$ % %  %  % &   '  (   ')* ') +, '- . #  ! #  !" #$%&!' ( %  " #' ) %  "#' ) %  " #' " #$ %  %  % %  % &  #$  % %  %  % &   '  (   ,- ')/ - ' . # '   # *+$$,% - ".'/ 0# 1+$$,% - ".'/0# 2+34 ".'/ 0# 0  # "0   #  # 1 5% %  %36%% / 34. -!7%. -!7  '* ' ') ' ' *  )   2%   )  * ' ' ') ' '*   ) '  )  ' #3 Desember er tími ljóssins þrátt fyrir að sól sé lágt á lofti en lítið yrði um ljósadýrð án rafork- unnar sem drífur áfram ljós- gjafa nútímans. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að því að kostnaður heimilanna við aukna rafmagnsnotkun veltir sjaldnast stórum steinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.