Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 23
mikið notaðir í Kína, en hér sjást kínverskir verkamenn við byggingu borholuhúss. nahagsleg agni.“ ankar séu nýjanlegr- tta er enn dir radar- Orkuteymi líu, gas og ð á næstu tast, t.d. í fyrirhug- milljarða arni segir um varð- andi heimildir til losunar mengandi efna, muni beina sjónum að nýtingu umhverfisvænna orkulinda. „Við höldum að við séum komin með for- skot í þessum geira og teljum að ef við höldum áfram á þessari braut verðum við leiðandi banki á þessu sviði á heimsvísu á árinu 2007. Það er markmiðið.“ Ásgeir Margeirsson, stjórnarfor- maður fyrirtækisins, segir að áhugi yfirvalda í Xian Yang hafi m.a. orðið til þess að borgin varð fyrir valinu við uppbyggingu hitaveitu. „Það er víða áhugi í Kína á að þróa jarðhit- ann en einnig víða tregða að gera það með hjálp útlendinga. En hér voru yfirvöld framsýnni en víða ann- ars staðar.“ Ásgeir segir að Shaanxi Green Energy muni fara í fleiri jarðvarma- verkefni í Kína í framtíðinni. „Það eru nokkur verkefni sem liggja fyrir og við búumst við því að þetta muni margfaldast á næstu árum og eftir nokkur ár búumst við við því að á þessu svæði verði langstærsta hita- veita í heimi.“ sgæða með i hitaveitu í gær fyrsta áfanga hitaveitu í kínversku borginni Xian Yang. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 23 Í sonnettu nr. 143 eftir Shake-speare hleypur húsmóðir áeftir hænu, sem hefur sloppiðúr búri. Rjóð og áköf eltir kon- an fuglinn en á meðan orgar smá- barnið hennar af krafti og trítlar ör- væntingarfullt á eftir mömmu sinni. Það er ekki ný bóla, að atvinna for- eldra og sálrænar þarfir barna stangist á. En sálrænt álag má hvorki verða of mikið, né vara allt of lengi. Samkvæmt nýlegri könnun Capa- cents á vegum Jafnrétt- isstofu finnst 90% ís- lenskra foreldra að þeir eigi stundum eða oft erfitt með að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Í grein sinni, „Eru foreldrar að missa af lestinni?“ (Mbl. 12.11.06), safnaði Orri P. Ormarsson saman mannfræðingi, kennara, rekstrarstjóra og flokks- foringja til að velta fyrir sér vanda- málinu og úrlausnum þess. Allir voru sammála um að óþægilega langur vinnutími, ýmist vegna lágra launa, skuldbindinga, eða fyr- irtækjamenningar, bitnaði á sam- verustundum foreldra og barna, með þeim afleiðingum að börn urðu fyrir streitu. Allir voru líka sammála um að ekki væri valkostur að annað foreldri hætti að vinna úti. Sumar breytingar á kjörum íslenskra fjöl- skyldna verða til vegna samfélags- legra úrbóta, t.d. löggjafar um fæð- ingarorlof, sem gerir foreldrum kleift að sinna ungbörnum, eða áfanga í jafnréttisbaráttunni, sem betrumbæta kjör mæðra. Aðrar breytingar koma til af innlendri þró- un t.d. aukinni tekjuþörf vegna hús- næðisverðs á höfuðborgarsvæðinu. Svo er enginn eyland: Sumar breyt- ingar á kjörum íslenskra fjölskyldna endurspegla þróun mannkynsins, vandamál sem eru sannarlega hnatt- ræn. Fyrir fimmtíu árum, af ástæðum sem tengdust fjárúthlutun og ríkjandi viðhorfum innan akademí- unnar, fannst félagsvísindamönnum nauðsynlegt að sanna sig sem raun- vísindamenn. Kenningar þeirra um fjöskylduform og barnauppeldi fóru eftir darvinskri fyrirmynd, sam- tvinnaðri trú á upplýsingarmætti vísindanna. Fræðingar á borð við Philip Aries og Lawrence Stone héldu því fram að í fortíðinni hefðu börn verið álitin fénaður eða lélegt vinnuafl, litlir menn og litlar konur. Þeir töldu „bernsku“ vera nútíma- hugtak, afleiðingu þróunar og fram- fara. En margar heimildir sanna að fortíðin bjó yfir hlýju, rétt eins og nútíminn hefur sína kaldhæðni. Ste- ven Ozment, prófessor við Harvard háskóla, skoðaði dagbækur presta og fjölskyldna í Evrópu frá síðmið- öldum fram yfir endurreisnartímabil og ályktaði að mannlegar tilfinn- ingar væru ótrúlega seigar og stöð- ugar, sama hvaða ösköp dyndu yfir og hvernig sem fjölskyldur björguðu sér. Miðaldarhjónin sem Ozment kynntist fundu sitt helsta yndi í full- nægjandi samförum og barneignum, báðir foreldrar syrgðu börn sín sem dóu ung, og jafnvel á dögum svarta- dauðans fengu börn sem fæddust andvana legsteina og sína línu í ætt- arskrá. Giftingaraldur, barnafjöldi og vinnuskipting milli kynja hafa öll breyst margsinnis, og þá eftir efna- hagslegum aðstæðum frekar en til- skipun kirkna eða ríkisstjórna. Kon- ur ráku verkstæði og seldu vörur sínar í stórum stíl á miðöldunum en þær misstu töluvert vald þegar auk- inn mannfjöldi og vinnuafl í sjáv- arplássum leiddu til þess að fram- leiðsla færðist í fjarlægar miðstöðvar. Þá varð einmitt erfiðara að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Þótt mikilvægt sé að viðurkenna framtak formæðra okkar í fram- leiðslu og viðskiptum er jafnmik- ilvægt að muna að það er ekki langt síðan flestir karlmenn voru, utan vertíða, heimavinnandi. Hvort sem störfin voru innanhúss eða utan, störfuðu bæði karlar og konur mest- megnis við það sem Aristóteles kall- ar búrekstur (husbandry) – að safna og rækta úr auðlindum náttúrunnar. Viðskipti verða til vegna skorts og offramleiðslu á mismunandi stöðum, og eru líka fullkomlega náttúruleg. En það að sækjast eftir veraldlegum hlutum sem teljast ekki til nauð- synja telur Aristóteles annað fyr- irbæri, list sem einn maður lærir að beita gegn öðrum, í þeim tilgangi að verða rík- ur. Ræktun jarð- arinnar hefur reynst mannkyninu erfið síð- an við vorum rekin úr aldingarðinum en fyrsti glæpur mann- kyns stafaði af verð- setningu á afurðum, þar sem guð og menn mátu kjötið sem Abel bar fram meira en grænmetið sem Cain hafði ræktað. En erfiðið hefur þó verið mismikið eftir magni og gæð- um náttúruauðlinda og mannfjöld- anum sem þær áttu að framfleyta. Þeir sem rannsaka lífshætti frum- byggja í Norður-Ameríku undan komu Evrópubúa halda að lítill mannfjöldi og miklar auðlindir hafi gert sumum ættbálkum kleift að „þróast“ ekki. Korn- og grænmet- isakrar og dádýragarðar voru ný- lunda um 1600 hjá Ninnimissinouk- fólkinu í Nýja Englandi – ekki vegna þess að fólkið vantaði búfræði- kennslu, heldur vegna þess að það hafði ekki áður þurft á slíkri erf- iðisvinnu að halda. Hins vegar urðu þeir að verja veiðisvæði sín og auð- lindir gagnvart öðrum hópum, sem ekki bjuggu í jafnsældarlegum döl- um. Sumir frumbyggjar lýstu undrun sinni á asa og angist Evrópumanna: Hvað lá á? Nóg var til af kjöti. Seinna var haft eftir Satanta, leið- toga Kiowa-fólksins, að þegar hann skildi að inflytjendurnir voru það margir að buffaló-hjarðirnar dygðu þeim ekki hélt hann að hjartað í sér myndi springa. Margir hörmuðu þær deilur og vanda, sem fylgdu miklum mannfjölda. Í þingi Con- necticut-ríkis árið 1789 kröfðust Mó- híkanar þess, að „fyrst við verðum nú að girða akra, smala fé og byggja hús“ yrði stofnað eitthvert velferð- arkerfi „til þess að ekkjur og börn fái sitt úr súpupottinum“. Enn eru frumbyggjar að víkja eins og Satanta vegna landnáms: Í bókinni sinni, Kostnaður þess að lifa, lýsir Arundhati Roy því, hvernig stíflur í ám í Indlandi vegna orku- framkvæmda þvinga heila ættbálka úr ævafornum heimaslóðum, oftast til að flytja í verkamannanýlendur, þar sem þeir eiga að vinna láglauna- vinnu. Einn sem Roy tók viðtal við taldi upp fyrir hana, meðan hann ruggaði barni sínu, fjörutíu og átta tegundir ávaxta sem hann var vanur að tína í skóglendi sínu. Hann bjóst ekki við því að börn hans ættu eftir að hafa efni á slíkum ávöxtum. Á sín- um tíma hraktist Kiowa-fólkið til Oklahoma, ásamt öðrum ættbálkum, og þar kusu flestir að bjarga sér, en eldklár og reffilegur leiðtogi þeirra, Satanta, framdi sjálfsmorð. Lang- þýðingarmesta efnahagsbreytingin sem við upplifum er fjölgun mann- kynsins. Tvisvar sinnum fleira fólk býr á hnettinum en 1960. Á maður að undrast þótt straumur útlendinga til Íslands aukist? Hvað veldur at- vinnuleysi í útlöndum? Vissulega má benda á ómannúðlegar aðstæður og kerfisbundna græðgi í stóriðnaði, en heildarmyndin gefur líka í skyn að margs konar tæknileg þróun sem við erum vön að kalla framfarir eða böl sé í rauninni tímabundin aðlög- un. Hvort sem um er að ræða stórt stökk í lífsgæðum eins og mat- arúrvalið sem kæliflutningar leyfa, snjallræði eins og tölvutækni, eða jafnvel hreinustu miskunn eins og deyfingarlyf, eru þessar framfarir ávöxtur þeirrar nauðsynjar að bjarga sér í breytilegum aðstæðum, viðbrögð við matarskorti, stærri markaði eða útbreiðslu sjúkdóma. Það er neyðin sem kennir naktri konu að spinna, þótt það hafi verið ansi klár kona sem fann upp á því. Hvernig sem við björgum okkur, helst án þess að gera hnöttinn óvist- vænan, er draumur þessarar aldar ævagamall, sá sami og Móhíkanar áttu sér, að við getum tamið manns- eðlið að því marki að við tryggjum ekkjum og börnum góðan skammt úr súpupottinum. Súpupottinum verður að deila milli æ fleiri og sam- keppnin er víðs vegar óþægileg. Hvaða neyð hefur kennt okkur að samþykkja það að hver maður vinni fyrir kaupi, sem á ekki að duga nema honum einum? Hvernig lent- um við í því að nú þurfa tveir að vinna fulla vinnu fyrir sama kaup- mátt og einn fékk áður? Er það neyslunni að kenna? Jú – en flestir eyða langmest í húsnæðislánsaf- borganir. Stafar streitan af græðgi atvinnurekenda, sem borga sjálfum sér konungleg laun eða hefur fólks- fjölgun margfaldað kúgunarmögu- leikana? Seint á nítjándu öld var iðnbylt- ingin komin svo langt að þjóðir fóru að reikna þjóðarframleiðslu ein- göngu út frá söluvörum og launaðri vinnu. Ann Crittendon, í bók sinni Kostnaður þess að vera móðir, rekur sögu þess hvernig þjóðfélagslegt mat á húsmæðrastörfum rénaði í takt við vöxt atvinnumarkaðarins. Milli 1870 og 1880 hættu Banda- ríkin að telja til þjóðarframleiðslu húsmæðrastörf, leigu- og mat- artekjur einstæðra kvenna sem ráku gistiheimili, og flestan heimilisiðnað svo sem prjón eða smíði sem stund- aður var í litlum mæli. Með einum drætti pennans töldust tólf milljónir bandarískra kvenna ekki lengur gera neitt. Frá og með árinu 1900 töldust þær vera háðar eig- inmönnum sínum, eins og börn, þótt þær syðu ennþá þvottinn, legðu hönd á plóg og slátruðu kjúklingum sínum. Höfðinginn á San Felipe Pueblo, George Eustace, benti á að árið 1982 taldi alríkisstjórn Banda- ríkjanna áttatíu prósent Pueblo fólksins vera atvinnulaus, þótt þau ræktuðu korn, veiddu kjöt og fram- leiddu margt til heimilisnotkunar. Þegar íslenskar konur fóru í verk- fall 1975, urðu konur um allan heim hugfangnar og innblásnar, ekki síst af því að heimavinnandi húsmæður tóku þátt. Í fyrra, á afmæli þessa merka dags, var áherslan lögð á launamisrétti, enda brýn þörf á betri launum í kennslu og umönn- unarstörfum. En þegar umönn- unarstörf sem fara fram á heimili teljast einskis virði, er þá nokkur furða að launuð umönnunarstörf séu vanmetin? Kannski gengur okkur betur að standa saman ef við lítum reglulega á heildarmyndina, sem nær út í hafs- auga, yfir vaxandi mannhaf og minnkandi landkosti. Þörf er á leið- togum sem passa upp á heild- armyndina og þeirra verðum við að leita einmitt meðal útivinnandi for- eldra sem hafa áhyggjur af streitu barna sinna, gamalmenna sem muna aðra tíð, og jú, kannski hjá þessum heimavinnandi foreldrum sem eiga ekki að vera til! Fólk vill taka saman höndum. Í heimalandi mínu árið 2004, þegar forsetakosningaúrslit reyndust aftur óskýr, hringdi mamma gamla í mig og skoraði á mig að fara með sér niður í bæ. „Fólk mætir,“ fullyrti mamma. Og þarna reyndust mörg þúsund manna vera mætt á vettvang, án tilkalls frá fjölmiðlum eða flokkum. Svoleiðis á það að vera. Börnin þarfnast okkar. Mætum öll. Vinna sem skiptir máli Eftir Sarah Brownsberger »En þegar umönn-unarstörf sem fara fram á heimili teljast einskis virði, er þá nokkur furða að launuð umönnunarstörf séu vanmetin? Sarah Brownsberger Höfundur er með magistersgráðu frá Harvard University í trúar- bragðasögu og stjórnmálafræði. þetta sé upphafið að miklu Sverrisdóttir utanrík- amstarfs Íslendinga og Kín- rðvarmavirkjana í Kína. na og segist hafa fundið fyr- endum ráðamönnum á nýt- nu. „Hér í Kína er víða að r greinilega orðinn áhugi á nandi fyrsta skrefið í ein- arfi á fleiri stöðum hér.“ taveituna að viðstöddu fjöl- rgum kínverskum frétta- efninu gríðarlegan áhuga. hugavert fyrir Ísland því þarna er um að ræða útflutning á þekkingu. Mér finnst þetta eins og draumur.“ Valgerður átti sem iðnaðarráðherra fund árið 2004 með þáverandi borgarstjóra Xian Yang og núverandi formanni Kommúnistaflokksins, m.a. um nýtingu jarðvarma. Tók hann strax vel í hugmyndina. „Lengi vel gerðist ekkert en nú er verkefnið loksins orðið að veruleika,“ segir Valgerður. Hagvöxtur er mikill í Kína og uppbygging hröð á mörgum svæðum. „Með því að þeir eru að styrkjast efnahagslega þá hlýtur þetta að vera einn þáttur í því,“ segir Valgerður um nýtingu jarðvarmans. „Þetta er mjög mikilvægt mál, ekki síst út af um- hverfisþættinum.“ pphafið að miklu meira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.