Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar boðar til auka-aðalfundar þriðjudaginn 5. desember 2006 kl. 20.30 á Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn er haldinn vegna væntanlegrar sam- einingar Starfsmannafélags Akraness við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um næstu áramót. Fundarefni: 1. Tillaga til lagabreytingar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Félagslíf IOOF 10  1871248  O* I.O.O.F. 19  18712047  J.v.  HEKLA 6006120419 VI  MÍMIR 6006120419 I Elsku Nýja okkar, við gætum skrifað endalaust um það hversu góð þú hefur alltaf verið okkur systkinunum. Við munum alltaf minnast þín þegar jólin nálgast af því að þú varst svo mikið jólabarn. Það var alltaf mikill spenningur í okkur krökkunum eftir því að kjall- arinn á Birkihlíðinni væri skreyttur því að þar var sko jólasveinalager- inn. Þú varst ekki bara frænka okkar, þú varst meira eins og önnur amma okkar allra. En í ár verða jólin tóm- leg hjá fjölskyldunni án þín og mun- um við sakna þín mikið. En við vit- um að þú verður með fjölskyldu þinni. Nýja okkar, takk innilega fyrir allar góðu stundirnar, við erum þakklát fyrir þær. Við kveðjum þig nú með miklum söknuði. Þínir englar Sigríður Árdís, Jón Kristinn og Tryggvi Stein (Klöru börn). Elsku Nýja. Nú er bara komið að því, þú ert farin frá okkur. Þú sem sagðir alltaf: „Ég er nú dauð hvort sem er.“ Þessi orð voru svo fjarlæg okkur. Við höfum þekkt þig alla tíð þar sem þú bjóst í kjallaranum hjá ömmu og afa á Birkihlíðinni. Þú hef- ur alltaf verið okkur sem amma, alltaf stolt af okkur barnabörnunum og má ég til með að nefna Lauger- inn (lögfræðinginn) eins og þú vildir alltaf kalla hann Ágúst Emil, sem þakkar sérstaklega fyrir alla spila- mennskuna. Kristný Ólafsdóttir ✝ Kristný Ólafs-dóttir fæddist á Raufarfelli í A- Eyjafjöllum 8. júlí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 24. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju 2. desember. Nýja mín, þú hefur alltaf verið skemmti- legur karakter og höf- um við heyrt margar sögur af þér og er okkur minnisstæðust sú, þegar þú varst á röltinu niður í Fisk- iðju og bíll stoppaði og bauð þér far. Þá varstu fljót að svara: „Nei, takk, ég er að flýta mér.“ Okkur þótti öllum rosalega vænt um þig, Nýja mín, þú hefur sýnt okkur þá væntumþykju líkt og við þér. Þín verður sárt saknað úr kjall- aranum. Guð geymi þig. Svava Kristín, Kristgeir Orri og Ágúst Emil. Nýja mín, ég var búin að lofa þér þessu: Frost er úti, fuglinn minn, Ég finn hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt, því nú er frosið allt? En ef þú bíður augnablik, ég ætla að flýta mér, að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. (Stefán Jónsson) Ég veit þú átt eftir að skila kveðju til ömmu Kristínar frá mér þegar þú hittir hana. Svava Kristín. Elsku Nýja, okkur systkinin lang- aði að senda okkar hinstu kveðju og þakka fyrir öll árin með þér. Þakka þér fyrir kexið í skúffunni, pönnukökurnar, lagterturnar, koss- ana, grjónagrautinn, heita kókóið, ógleymanlega jólasveinalandið í kjallaranum. Og síðast en ekki síst þakka þér fyrir alla hlýjuna og væntumþykjuna. Hvíl í friði, elsku Nýja. Anna Rós, Halla Björk, Sæ- vald Páll og Einar Ottó. Elsku amma, það er með söknuði sem ég skrifa þessa minningargrein. En ég veit að þér líður vel í dag. Ég var að tala við afa í símann í gær og við vorum að ræða málin og þá var ég einmitt að segja hon- um hversu mikið þið hafið kennt mér. Í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur þá hef ég horft til ykkar. Elsku amma, ég man hversu stoltur ég var í hvert skipti sem einhver sagði við mig hversu fallega ömmu ég ætti. Fyrir mér varstu allra glæsilegasta kona sem ég hafði augum litið. Hugsaðir allt- af svo vel um þig, varst dugleg að hreyfa þig, rækta sálina og borð- aðir alltaf svo hollan mat. Það var enginn sem sauð betri ýsu og kart- öflur en þú, svo ekki sé nú minnst á jólamatinn. Að vera hjá þér og afa um jólin var það allra skemmtilegasta sem ég gerði. Ég man að ég grét í hvert skipti sem ég fór aftur heim. Það verður skrítið að fara norður á Húna- brautina og engin amma til að taka á móti okkur. Þú munt þó alltaf verða við hlið afa. Þið voruð alltaf svo sæt og samrýnd og þið voruð svo mikið skotin hvort í öðru. Það var hreint yndislegt að sjá hversu mikið þið nutuð samvistanna. Eins og afi sagði við mig: Við ætluðum að eiga svo mörg ár saman í við- bót, ferðast og njóta okkar. En við ráðum ekki við lífsins gang og veikindi geta herjað á okkur öll. Þú varst búin að berjast við krabbameinið lengi og baráttan var mjög svo erfið síðustu mán- uðina en þú varst alltaf sterk og miklu sterkari en við sem fylgd- umst með þér. Elsku fallega amma, sendum þér kossa og faðmlög úr Mosó. Elsku afi, megi Guð senda þér styrk á þessum erfiðu tímum. Við vitum að amma er með okkur og það styrkir okkur í sorginni. Arnaldur Birgir, Linda og fjölskyldan í Mosfellsbænum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kæra vinkona og amma, takk fyrir allar góðu minningarnar. Grímur og Ronja María. Það er komið að kveðjustund og margs er að minnast hjá starfs- fólki Barnabæjar sem vann með Gurru öll þessi ár. Gurra vann í leikskólanum Barnabæ á Blöndu- ósi frá árinu 1992 til ársins 2004. Til að byrja með vann hún með börnunum, tók síðan við eldhúsinu í nokkur ár, var frá vegna veikinda Guðrún Elsa Kristjánsdóttir ✝ Guðrún ElsaKristjánsdóttir fæddist í Alviðru í Dýrafirði hinn 8. mars 1937. Hún andaðist á lungna- deild Landspítalans í Fossvogi laug- ardaginn 25. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Blönduós- skirkju 2. desember. um tíma en kom svo aftur til vinnu með börnunum og hætti í mars 2004. Hún var elst í starfshópnum, amma okkar allra, bæði barna og starfsfólks. Okkur fannst skemmtilegt þegar Hallbjörn kom að sækja hana í vinnuna og börnin kölluðu til hennar: „Gurra, Gurra, pabbi þinn er kominn að sækja þig!“ Henni fannst það heldur ekki leiðinlegt! Gurra var glæsileg kona og við sem störfuðum með henni dáðumst alltaf að því hvað hún var snyrtileg og fín, hvort sem það var í máln- ingarvinnu með börnunum eða í eldhúsinu yfir pottunum. Við feng- um stundum að heyra það í góðlát- legu gríni að tími væri til kominn að henda kvennahlaupsbolunum og flíspeysunum! Maturinn var alltaf góður og snyrtilega fram borinn og teljum við víst að mörg börn á Blönduósi muni eftir Gurru og góða matnum hennar þótt þau séu löngu hætt í leikskólanum. Hún hugsaði einnig vel um okk- ur starfsfólkið. Hún var sífellt að gefa okkur góð húsráð enda fyr- irmyndarhúsmóðir. Gurra var kjarnyrt kona að vestan og kom hingað á Blönduós í Kvennaskól- ann löngu áður en við kynntumst henni. Þar sem uppeldismál voru oft til umræðu innan leikskólans var gaman að því þegar hún tók til máls og hafði sínar skoðanir. Hennar skoðun var sú að þetta væri allt í genunum og ekkert öðruvísi, hvort sem það var ætt- arskapið eða ættarsvipmótið. „Hann eða hún er nú með skapið hans afa síns,“ heyrðist stundum sagt og nefndi hún þá einhverja ákveðna ætt sem við þekktum kannski ekki. Hún hafði margt til síns máls. Far þú í friði. Við vottum Hallbirni, börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Samstarfskonur á Barnabæ. Kveðjustundir eru alltaf erfiðar, og að kveðja hana Gurru vinkonu okkar er afar erfitt og eitthvað svo óraunverulegt að hún skuli farin héðan úr þessu lífi. Ég man þegar við hittumst fyrst, það var vorið 1962. Fróðaliðið hafði farið á Húnavökuball saman eins og svo oft, og Gurra og Hallbjörn buðu okkur Ara heim á eftir í kaffisopa og spjall. Þegar við svo komum á Húnabrautina biðu þar þrír litlir glaðvakandi englar, þriggja, fjög- urra og fimm ára, eftir mömmu og pabba svo kaffispjallið fór í að gantast við börnin og koma þeim í svefn. Þetta voru okkar fyrstu kynni sem þróuðust svo í vináttu sem staðið hefur síðan. Fyrstu tvö árin okkar Ara sam- an bjuggum við á heimili þeirra og kynntumst vel þeim hjónum og börnunum sem þá voru fædd. Oft sátum við Gurra og spjölluðum þegar karlarnir okkar voru að vinna á kvöldin, hún að lagfæra einhverjar flíkur af fjölskyldunni og ég með handavinnu. Þá var nú margt rætt. Þannig voru þessi fyrstu ár okkar kynna stúss í kringum börnin og heimilin. Alltaf var jafn fínt hjá henni, oft var það mikil vinna með líflega krakka og mikinn gestagang að halda öllu alltaf svona hreinu og fínu, en þetta var henni algjörlega eðlis- lægt og hefði aldrei komið til að hún léti heimilið ekki ganga fyrir öllu öðru. Þá var ekki hægt að fara út í búð og kaupa alla hluti eins og t.d. föt á börnin og sjálfa sig held- ur var saumað heima nánast allt sem þurfti og þar kom snilligáfa Gurru best fram. Hún var algjör snillingur að sauma, hvort sem voru fínustu jólakjólar eða jakka- föt á strákana. Allt lék þetta í höndunum á henni. Ég naut þeirra forréttinda að fá hjálp frá Gurru þegar kom að mér að fara að sauma á börnin mín, hún sagði mér hvað ég ætti að kaupa mikið efni og þegar það var komið hjálp- aði hún mér að sníða og síðan ótal ferðir á meðan á saumaskapnum stóð til að láta hana yfirlíta. Oft sá ég sjálf að ekki fór flíkin nógu vel en hvað var að gat ég ekki séð. Þá þurfti ekki annað en sýna Gurru og vandamálið var leyst því hún sá strax hvað var að. Við gættum barna hvor annarr- ar þegar á þurfti að halda; ég gætti hennar barna og þegar dótt- ir hennar stækkaði svolítið passaði hún fyrir mig og þegar svo mín dóttir óx svolítið passaði hún barnabörnin hennar Gurru. Þannig höfum við alltaf verið mikið sam- vistum hvor við aðra. Eftir að þau eignuðust bíl buðu þau hjónin okkur stundum með í bíltúra. Út á Skaga eða fram í Vatnsdal o.s.frv. Það voru skemmtilegar ferðir, oft stoppað til að skoða sig um, slappa af og leyfa krökkunum að hlaupa. Þetta voru góðir dagar, sem við minntumst oft þegar við hittumst. Gurra talaði oft um æskustöðv- arnar kæru í Dýrafirði og lýsti öllu þar, lýsti því svo vel að þegar við fórum þangað ekki alls fyrir löngu lá við að ég þekkti umhverfið. Við Ari kveðjum Gurru með virðingu og þökk fyrir áratuga góða vináttu og biðjum guð að styðja og styrkja fjölskyldu henn- ar á þessum erfiðu sorgarstund- um. Megi minningarnar lýsa þeim veginn til framtíðar. Halla. Fallinn er frá föð- urbróðir minn Jón Stefánsson 87 ára gamall. Leiðir okkar hafa legið saman frá því að ég man fyrst eftir mér. Jón giftist frænku minni í móðurætt, Sigríði Ingimundardótt- ur. Hún lést 7. maí 1997 og alla tíð mikil og góð samskipti á milli þess- ara fjölskyldna. Nonni og Sigga voru þau kölluð og voru mjög sam- rýnd hjón. Jón Stefánsson ✝ Jón Stefánssonfæddist í Vestra-Stokks- eyraseli í Árnes- sýslu 28. október 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 1. nóvember síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Bústaðakirkju í 7. nóvember. Maður sagði ekki Nonni nema að segja líka Sigga, það var bara þannig. Nonni var harð- duglegur maður og alltaf tilbúinn að skjótast hvert sem var. Hann var líka skemmtilegur og já- kvæður sem kom best í ljós við veikindi og ástvinamissi, því ekki er lífið alltaf dans á rósum. Þá brást minn ekki. Ég gæti skrifað margt og mikið um hann frænda minn en ætla að geyma minningarnar fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég votta fjölskyldunni samúð mína. Kveð Jón föðurbróður minn. Blessuð sé minning hans. Svava Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.