Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 43 Tónlistarmaðurinn Sir PaulMcCartney viðurkennir, að hann hafi leitað hjálpar hjá sálfræð- ingi vegna álagsins, sem fylgt hefur skilnaði hans og Heather Mills. „Það er ekki slæm hugmynd að tala við einhvern,“ segir McCartney við tímaritið Radio Times. Hann segist einnig sækja huggun í tónlistina. „Ef maður er svo hepp- inn að geta samið tónlist þá er hægt að fara heim og setjast í hornið og vinna sig út úr vandamálunum.“ Heather Mills hefur hótað þremur breskum dagblöðum lögsókn vegna frétta, sem birtust og sagðar voru byggðar á skjölum sem Heather hefði lagt fram í skilnaðarrétti. Þar var haft eftir Heather, að McCart- ney hefði beitt hana ofbeldi og notaði fíkniefni. Fólk folk@mbl.is LeikkonanMarciaCross sem er bestþekkt fyrir hlut- verk sitt sem Bree Van de Kamp, í sjón- varpsþáttunum Aðþrengdar eig- inkonur, á von á tvíburum í apríl og segist hlakka mikið til að sjá tvöfalt. „Að eiga von á tveimur börnum á mínum aldri er sannkallaður lottó- vinningur,“ sagði Cross sem er 44 ára og gengur með sín fyrstu börn. Cross og eiginmaður hennar, hinn 48 ára verðbréfasali Tom Mahoney, giftu sig í júní á þessu ári og í októ- ber tilkynnti Cross að þau ættu von á tvíburum. „Þegar ég frétti að ég ætti von á tvíburum fann ég fyrir hræðslu yfir því að ég gæti ekki orðið góð móðir tveggja barna, að öðru þeirra fynd- ist það alltaf haft út undan.“ Hún tekur líka fyrir allan orðróm um að hún hafi átt í erfiðleikum á meðgöngunni. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu, ég er algjörlega 100% í lagi,“ sagði Cross en bætti við að það væri samt erfitt að bera alla þessa aukaþyngd sem fylgir meðgöngunni. Spurð út í trúlofun meðleikkonu sinnar í Aðþrengdum eiginkonum, Evu Longoria, sagði Cross: „Hún sýndi mér hringinn og ég öskraði, ég held að ég hafi hrætt þau, Tony unn- usti hennar var þarna líka og mér finnst þetta frábært.“ Hin ofurhressa Lindsay Lohanhefur að undanförnu sótt fundi hjá AA (Alcoholics Anonymous) samtökunum. „Já hún hefur sótt nokkra fundi og þetta verður hægfara ferli hjá henni,“ sagði talsmaður hennar, Leslie Sloane, við fjölmiðla. „Að Lohan sæki AA fundi er jákvætt og við skulum vona að fjölmiðlar snúi því ekki upp í eitthvað neikvætt.“ Sloan bað fjölmiðla að trufla ekki Lohan á AA fundunum eða elta hana þangað. „Kannski allt gangi betur ef fjölmiðlar bakka aðeins frá henni og gefa henni frið,“ bætti Sloan við. Fyrr í þessari viku var sagt frá því á blaðsíðu sex í New York Post að Lohan hefði sést á AA fundi í Los Angeles. Móðir Lohan, Dina, var eftir þá frétt spurð af skemmtiþætt- inum E! hvort dóttir hennar væri í meðferð og svaraði hún: „Það er satt og það er mjög jákvætt.“ Aðdáendur hljómsveitarinnarColdplay í Suður-Ameríku geta nú glaðst því að hljómsveitin mun frumflytja sæg af nýjum lögum á tónleikaferð sinni um Suður- Ameríku í byrjun næsta árs. Tónleikarnir fara fram í Argent- ínu, Brasilíu og Síle í febrúar og Mexíkó í mars. Í þessari ferð mun sveitin spila á miklu minni tónleika- stöðum og vera nær áhorfendum en hún er vön á tónleikaferðum sínum. Hljómsveitarmenn segja að þeir vilji gjarnan prófa nýju lögin fyrir áheyrendur, en lögin hafa þeir verið að semja á fjórðu plötu hljómsveit- arinnar sem er væntanleg á næsta ári. Þeir vildu líka endilega snúa aftur til Suður-Ameríku eftir þær frábæru viðtökur sem þeir fengu þar í síðustu heimsókn sinni, árið 2003. Tónleikaferðin hefst með þrenn- um tónleikum í Santiago, höfuðborg Síle, 14., 15. og 16. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.