Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 331. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SÖNGLAGASJARMI ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR OG FRUMHERJ- INN MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON >> 40 19 dagar til jóla Samtök iðnaðarins hvetja landsmenn að skipta aðeins við fagfólk með tilskilin réttindi og það er að finna á Meistarinn.is og framleiðsla er góð gjöf Íslensk hönnun Jerúsalem. AFP, AP. | Forsætisráð- herra Ísraels, Ehud Olmert, tjáði þingnefnd í gær að brugðist yrði af hófsemd við flugskeytaárásum her- skárra Palestínumanna á Gaza sem brjóta gegn vopnahléinu. „Ljóst var að ekki yrði algerlega bundinn endi á árásir en munum að fram til þessa hefur okkur ekki tek- ist að finna aðra leið [en vopnahlé] til að stöðva flugskeytaárásir og vopna- smygl,“ sagði Olmert. Ísraelsher handtók í gærmorgun 16 herskáa Palestínumenn á Vestur- bakkanum en þar er ekki í gildi vopnahlé. Þingmaður Verkamanna- flokksins, Danny Yatom, sagði að herinn hefði fengið skipun um að reyna að forðast óþarfa átök. Reuters Leit Ísraelskur hermaður stöðvar Palestínumann í Hebron í gær. Vilja forðast átök LÖGREGLAN í Keflavík telur sig hafa upplýst með rannsókn sinni ofsaakstur á Reykjanesbraut aðfara- nótt sl. fimmtudags. Þar var piltur á ferð á BMW-bíl sem hlýddi ekki til- mælum lögreglu um að stoppa en náðist daginn eftir þar sem lögreglu- menn í eftirför náðu bílnúmerinu og handtóku eigandann. Í fyrstu var hann ófús að viðurkenna að hann hefði verið þarna á ferð á umrædd- um tíma en játaði síðar meir. Hraði hans var mældur 201 km á klukku- stund en hann viðurkennir ekki þann hraða þótt hann viðurkenni hrað- akstur að öðru leyti. Hann verður væntanlega sviptur ökuskírteininu. Lögreglan segir piltinn ekki ein- göngu hafa verið á hættulegum hraða, heldur ekið bílnum við hættu- legar aðstæður auk þess sem bíllinn var vanbúinn. Bíllinn var með árs- skoðun en vegna rannsóknarinnar var hann tekinn í aukaskoðun þar sem hann var dæmdur óhæfur til aksturs. Dekkin voru slitin auk þess sem hljóðkútur hafði verið tekinn undan bílnum en slíkt er óleyfilegt. Játaði ofsaakstur Ók á 201 km hraða á vanbúnum bíl LIÐSMENN Michel Aouns, sem er úr röðum kristinna Líbana, við Al- Amin-moskuna í höfuðborginni Beirút í gær. Þeir styðja kröfur Hizbollah um að ríkisstjórn Fuads Siniora forsætisráðherra víki en hún nýtur stuðnings Vesturveld- anna. Hizbollah-menn drógu sex ráð- herra sína úr stjórn Siniora fyrir skömmu. Nýlega var ráðherra, andvígur Sýrlendingum, myrtur og fækki enn um tvo í stjórninni, ann- aðhvort vegna úrsagna eða morða, telst hún ekki lengur lögleg. Hiz- bollah nýtur stuðnings Sýrlendinga og segja sumir stjórnmálaskýr- endur að markmið Hizbollah sé að koma í veg fyrir að stjórnin geti samþykkt fyrirhugaða rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Ráðamenn í Sýrlandi eru grunaðir um aðild að morðinu. Mótmælum haldið áfram í Beirútborg Reuters STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að tvær leiðir komi helst til greina til fjármögnunar á tvöföldun Suðurlandsvegar. Annars vegar svoköll- uð skuggagjaldsleið og hins vegar lántökuleið. Fyrri leiðin felur í sér að verkið verði boðið út, þ.e. verktaki taki að sér að byggja og reka veginn en ríkissjóður greiði síðan kostnað á móti í hlutfalli við umferð. Síðari leiðin felur í sér að ríkissjóður taki langtímalán til að fjármagna verkið. Sturla segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar varðandi tvöföldun vegarins, en hin póli- tíska stefnumörkun sín sé að leiðirnar út frá höf- uðborginni verði tvöfaldar með aðgreindum akst- ursstefnum. Hann kveðst munu gera tillögu um fjármögnunarleið í samgönguáætlun sem lögð verður fram á Alþingi eftir áramót. Gert er ráð fyrir að sú áætlun verði samþykkt á vorþingi. Að sögn Sturlu er áætlað að breikkun Suður- landsvegar milli Rauðavatns og Selfoss kosti á bilinu fimm til sjö milljarða; það fari m.a. eftir því hve mörg mislæg gatnamót verða. Aðspurður tel- ur hann að hægt verði að ljúka verkinu á fjórum árum, fáist til þess nægilegir fjármunir. 2+1-vegur tímasóun Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Sveitarfé- laginu Ölfusi, segir að bæjarstjórnin hafi í síðustu viku tekið þá afstöðu að taka ekki frekari þátt í vinnu vegna breikkunar á Suðurlandsvegi með Vegagerðinni þar sem unnið sé með hugmynd um 2+1-veg, enda sé slíkt tímasóun. „Allir stjórnmálamenn eru búnir að lýsa því yfir að 2+2 sé það sem koma skal. Við höfum verið að reyna að fá Vegagerðina inn á þá leið, en þeir hafa alltaf verið að kynna okkur 2+1,“ segir Ólafur Áki. „Við viljum vinna þetta svona og ég held að það sé pólitískur vilji til þess.“ Skuggagjaldsleið eða lán koma helst til greina Morgunblaðið/RAX Tvöföldun Suðurlands- vegar gæti tekið 4 ár London. AFP. | Áhöfn breskrar sprengjuþotu af Nimrod-gerð frá flugstöð í Skotlandi varð nýlega fyrir óhappi, hlíf á um 20 sm breiðu gati, sem hljóðduflum er varpað út um, lokaðist ekki. Varð að grípa til örþrifaráða og troða tekatli í gatið meðan þotunni var flogið heim. Viðhald Nimrod-vélanna er sagt lélegt og dæmi um að mælitæki séu fest með límbandi til bráðabirgða. Teketillinn er ómissandi Rio de Janeiro. AP. | Stjórnvöld í Para í Norður-Brasilíu hafa ákveð- ið að friða algerlega regn- skógasvæði sem er á stærð við allt England, um 150.000 ferkílómetr- ar. Skógar Brasilíu hafa minnkað um 20% síðustu áratugi vegna rán- yrkju og aukins landbúnaðar. Um 54% af öllum tegundum plantna, fugla og dýra á Amazón- svæðinu eru á nýja friðlandinu og talið að um sé að ræða mikilvæg- ustu aðgerð til verndar regnskóg- unum frá upphafi. Regnskógar friðaðir ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.