Morgunblaðið - 05.12.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.12.2006, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 5. 12. 20 íþróttir mbíþróttir Dallas Mavericks komið á skrið í NBA-deildinni >> 4 SPENNA Í BARCELONA EVŔÆÓPUMEISTARAR BARCELONA LEIKA AFAR ÞÝÐINGARMIKINN LEIK VIÐ WERDER BREMEN >> 2 Kristín Rós kom þriðja í mark í 100 metra bringusundi í gær á tímanum 1.41,26 mínútum en hún var með fjórða besta tímann eftir undanrásirnar en þá synti hún vega- lengdina á tímanum 1.43,76 mínút- um. Kristín var skráð með fjórða besta tímann fyrir mótið en Íslands- met hennar í greininni er 1.35,64 mínútur. Bandarísk stúlka hrósaði sigri í bringusundinu en sigurtími hennar var 1.32,86 mínútur sem er nýtt heimsmet. Eins og áður segir voru þetta önnur bronsverðlaun Kristín- ar Rósar á mótinu en á sunnudaginn varð hún í þriðja sæti í 100 metra baksundi. Í dag er frídagur hjá íslensku keppendun- um en á morgun keppir Sonja Sigurðar- dóttir, ÍFR, í 50 metra baksundi. Á fimmtu- dag ljúka Íslendingarnir svo keppni. Þá keppir Kristín Rós í 50 metra skriðsundi, Sonja Sigurðardóttir keppir í 100 metra skriðsundi og Ey- þór Þrastarson, ÍFR, í 50 metra skriðsundi. Annað brons hjá Kristínu KRISTÍN Rós Hákonardóttir úr Fjölni í Grafarvogi vann í gær sín önnur bronsverðlaun í sínum fötl- unarflokki á heims- meistaramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Durban í Suður- Afríku. Að Ólympíu- móti fatlaða und- anskildu er heims- meistaramótið í Durban nú einn fjöl- mennasti íþrótta- viðburður fyrir fatlaða íþróttamenn. Á HM fatlaðra í sundi í S-Afríku Kristín Rós Hákonardóttir THIERRY Henry, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Arsenal, staðfesti við franska íþróttadagblaðið L’Equipe í gær að hann yrði frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar. Jafnframt hafnaði hann fregnum um ósætti milli sín og knattspyrnustjórans, Arsenes Wengers. „Ég verð að taka mér hvíld í einn mánuð, jafnvel hálfan annan, til að losna við sárs- aukann,“ sagði Henry og tók fram að ekki væri aðeins um eymsli í hálsliðum að ræða, heldur væri hann líka með stöðugan verk í lærvöðva. „Ég hef leikið sextíu leiki á þessu ári og nú hefur líkam- inn gefið til kynna að hann þurfi hvíld.“ Hann sagði að ekki hefði komið til rifrildis milli hans og Wengers eftir að sá síðarnefndi ákvað að velja hann ekki í leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Tottenham. „Jú, ég var vissulega reiður en það var vegna þess að mér fannst slæmt að geta ekki hjálpað mínu liði. Það er erf- itt að sætta sig við slíkt en ég reifst ekki við Arsene Wenger,“ sagði Henry. Thierry Henry Thierry Henry ekki með í fjórar til sex vikur ARABÍSKIR fjárfestar hafa fengið heimild til að fara yfir bókhald enska knattspyrnu- félagsins Liverpool og þykja mjög líklegir til að kaupa meirihluta í félaginu innan tíðar. Það er eignarhalds- félagið Dubai International Capital í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem þar er á ferð en félagið er í eigu Maktoum-fjölskyldunnar og er beintengt ríkisstjórn lands- ins. Fjölskyldan er þekkt á Englandi fyrir aðkomu sína að veðreiðum og hefur getið sér gott orð á þeim vettvangi. Miðað við það er talið líklegt að Rafael Benítez fengi strax umtalsverða fjármuni í hend- ur til leikmannakaupa. Talið er að heildarkaupverðið væri 450 milljónir punda, eða rúm- ir 60 milljarðar króna. Þar af er félagið sjálft metið á 170 milljónir punda, gerð nýs leik- vangs í Stanley Park á 200 milljónir punda, og þá eru skuldir Liverpool um 80 mi ónir punda. Félagið m skuldum er því verðlagt á 2 milljónir punda en til sama burðar keyptu Eggert Mag ússon og Björgólfur Gu mundsson West Ham fy 108 milljónir punda. Viðræður um kaup á Liv pool hafa lengi verið í gangi tveir aðilar hafa gert m heppnaðar tilraunir til eignast meirihluta í því á un anförnum misserum. Liverpool í hendur arabískrar fjölskyldu? VANJA Stefanovic, serbneska landsliðskonan í knattspyrnu sem hefur leikið hér á landi undanfarin þrjú ár, er gengin til liðs við Ís- lands- og bikarmeistara Vals og hefur samið við þá til tveggja ára. Vanja, sem er 27 ára gömul, hefur leikið 56 A-landsleiki fyrir Serbíu- Svartfjallaland og kemur til Hlíð- arendaliðsins frá Breiðabliki þar sem hún spilaði í ár. Hún missti reyndar af síðari umferð Íslands- mótsins vegna meiðsla en skoraði 6 mörk í 8 leikjum fyrir Kópavogs- liðið. Vanja lék með Fjölni framan af sumri 2004 en lauk tímabilinu með KR og spilaði áfram með Vest- urbæjarliðinu 2005. Í heimalandi sínu lék Vanja með margföldu meistaraliði Masinac Nis. Vanja í raðir Valsara Reuter Háloftabardagi Manchester City og Watford gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld og er þessi mynd dæmigerð fyrir baráttu leikmanna. Yf ir l i t                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                           Í dag Sigmund 8 Bréf 31 Staksteinar 8 Minningar 32/36 Veður 8 Brids 37 Úr verinu 13 Skák 37 Viðskipti 14 Menning 40/44 Erlent 15/17 Leikhús 42 Menning 19 Myndasögur 44 Akureyri 20 Dægradvöl 45 Austurland 20 Dagbók 46/49 Suðurnes 21 StaðurStund 48/49 Landið 21 Víkverji 48 Daglegt líf 22/25 Velvakandi 48 Forystugrein 26 Bíó 46/49 Umræðan 28/31 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Tvær leiðir koma helst til greina við að fjármagna tvöföldun Suður- landsvegar, að sögn Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra. Ann- ars vegar svonefnd skuggagjaldsleið og hins vegar svokölluð lántökuleið. Hann telur að hægt sé að ljúka verk- inu á fjórum árum, fáist nægir fjár- munir til þess. »Forsíða  Lyfjafyrirtæki nota um 400 millj- ónir króna á ári til að markaðssetja lyf hér á landi, að því er heilbrigð- isráðherra sagði á Alþingi í gær. Ráðherrann sagði einnig mikilvægt að skorið yrði á öll hugsanleg hags- munatengsl lækna og lyfjafyr- irtækja. »Baksíða  Nýr meirihluti var myndaður í bæjarstjórn Árborgar í gær. Ragn- heiður Hergeirsdóttir verður nýr bæjarstjóri og Þorvaldur Guð- mundsson og Jón Hjartarson munu skiptast á um að gegna embættum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs. »4 Erlent  Stjórnvöld í Ísrael hyggjast reyna að forðast átök við herskáa Palest- ínumenn á næstunni í von um að ótraust vopnahlé á Gaza haldi, að sögn Ehuds Olmerts forsætisráð- herra. Hann segir hins vegar ljóst að vopnahléið muni ekki koma í veg fyrir allar árásir Palestínumanna. Hernum hefur verið skipað að forð- ast einnig að efna til óþarfa átaka á Vesturbakkanum. » Forsíða  Enn halda andstæðingar stjórnar Fuads Siniora, forsætisráðherra Líbanons, áfram að mótmæla í Beir- út og krefjast afsagnar stjórn- arinnar. Ráðherrar Hizbollah- flokksins drógu sig nýlega út úr stjórninni. »Forsíða  Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela á sunnudag og fékk um 60% atkvæða. Hann hét því í gær að stuðla að „byltingar- lýðræði“ í landinu. Chavez notaði einnig tækifærið til að hella sér yfir George W. Bush Bandaríkjaforseta og kallaði hann „djöful“ en sendi hin- um sjúka Fidel Castro Kúbuleiðtoga bróðurlega kveðju. »15 FORSTÖÐUMAÐUR fiskveiðimála hjá NOAA, stofnun sem fer með málefni hafsins og andrúmsloftsins í Bandaríkjunum, afboðaði fund með Einari K. Guðfinnssyni sjávarút- vegsráðherra sem halda átti um miðjan þennan mánuð. Ástæða af- boðunarinnar var „nýlegir viðburðir tengdir hvalveiðum“ að því er sagði í svari talsmanns NOAA við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Umræddur forstöðumaður NOAA, dr. Bill Hog- arth, er einnig fulltrúi Bandaríkj- anna í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra sagði að Hogarth hefði ekki verið í sambandi við sig eða sjávarútvegsráðuneytið varð- andi afboðun fundarins og hvalveið- ar ekki verið nefndar í því sambandi. „Við fengum þau skilaboð að fundinum hefði verið frestað,“ sagði Einar. „Við töldum ekki ástæðu til að lesa neitt mikið í það.“ Hann sagði að þessir fundir hefðu verið haldnir frá 1999, þó ekki alveg reglulega. Þess vegna hefði það ekki breytt miklu hvort fundurinn yrði haldinn nú eða síðar. Einar sagði að ætlunin hefði verið að fulltrúi ráðu- neytisins ræddi þetta mál við Hog- arth næstu daga og kvaðst Einar gera ráð fyrir að það skýrðist þá nánar. Einar sagði að afstaða Banda- ríkjamanna til hvalveiða Íslendinga kæmi sér ekki á óvart. Hogarth hefði látið afstöðu sína í ljósi við sig persónulega og einnig komið henni til skila með formlegum hætti sem yfirmaður NOAA. Þá væri afstaða hans í Alþjóðahvalveiðiráðinu þekkt. „Ég ítreka að ég les ekki nein stórtíðindi út úr þessu,“ sagði Einar. NOAA afboðaði vegna hvalveiða Ráðherra telur það ekki mikil tíðindi SEGJA má að þjóðflutningar séu hafnir milli Aust- fjarða og Póllands, þar sem hátt í eitt þúsund Pólverjar sem unnið hafa við að reisa álver á Reyðarfirði fara heim í jólafrí. Björn S. Lárusson, samskiptastjóri Bechtel, segir að ólíkt jólunum í fyrra verði þó einhver starfsemi alveg til jóla, og milli jóla og nýárs. Þar verði um 2–300 starfsmenn við störf, mest Pólverjar. Alls starfa milli 1.600 og 1.700 manns við að reisa ál- verið, meirihlutinn frá Póllandi. Björn segir að þeir sem ekki fari heim til Póllands í jólafrí verði hér áfram við vinnu að eigin ósk, sem komi sér ágætlega þar sem vinna þurfi upp ákveðna verkþætti. Á myndinni má sjá yfir Eskifjörð og Reyðarfjörð frá Oddsskarði þegar rökkrið var að skella á. Morgunblaðið/Helgi Garðars Þjóðflutningar heim í jólafríið ÞJÓNUSTA frístundaheimila í Reykjavík mun hækka um 8,8% í byrjun næsta árs, samkvæmt ákvörðun íþrótta- og tómstundaráðs sem tilkynnt var í gær. Þetta er önn- ur hækkunin sem tilkynnt er á 11 mánaða tímabili, en í febrúar sl. hækkaði þjónustan um 5,6%. Frá og með 1. janúar nk. hækkar grunngjald fyrir frístundaheimilið úr 7.500 kr. í 8.160 kr. Gjald fyrir þjónustu á milli kl. 8 og 14 á daginn, t.d. á starfsdögum kennara, í jóla- og páskafríi, hækkar úr 800 kr. á dag í 870 kr. á dag. Ennfremur hækkar gjald fyrir síðdegishressingu í frí- stundaheimilunum úr 2.100 kr. í 2.280 kr. Hinn 1. janúar nk. mun þjónusta frístundaheimila hafa hækkað um 14,9% frá því í febrúar 2006, fyrst um 5,6% og nú aftur um 8,8%. Hækkunin nú er nokkru meiri en al- mennt í samfélaginu, en frá febrúar sl. til nóvember sl. hefur verðlags- vísitala hækkað um 6,7%, eða 6,1% ef undan er skilinn kostnaður við hús- næði. Bolli Thoroddsen, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í íþrótta- og tómstunda- ráði, segir áherslu Reykjavíkurborg- ar hvað varðar þessa þjónustu eins og aðra að hafa kostnað borgarbúa eins lítinn og mögulegt sé. Hvergi ódýrara en í Reykjavík „Það er alveg ljóst að þessi þjón- usta er hvergi ódýrari á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Bolli. Hann bendir á að eftir verðlagshækkanirnar verði tímagjaldið 125,50 kr. miðað við 65 tíma á mánuði, sem sé lægra en í öðr- um sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Þannig sé sambærileg tala í Kópavogi 158 kr., í Garðabæ sé hún 238 kr., í Hafnarfirði 171 kr., í Mos- fellsbæ 185 kr. og á Seltjarnarnesi 220 kr. Frístundagjöld hækka um 8,8% GRÍPA varð til þess ráðs að lóga særðum fálka sem hafði verið skotinn á Tjör- nesi í síðasta mánuði. Rjúpna- skyttur höfðu fundið fálkann vængbrotinn við Bangastaði og var hann sendur til Reykjavíkur til dýralæknis. Aðgerð leiddi í ljós að brotið var það slæmt að engin von var um bata og var fuglinum því lógað, segir í frétt frá Náttúru- stofu Norðausturlands. Þetta er í annað sinn á u.þ.b. einu ári sem staðfest er að fálki hafi verið skotinn í Þingeyjar- sýslum. Lýsir Náttúrufræðistofa áhyggjum sínum af innræti þeirra sem slíkt gera auk þess sem það kemur óorði á skotveiðimenn í Þingeyjarsýslum. Fálki skotinn við Tjörnes LANDSMENN tóku vel í söfnun- arátakið Dag rauða nefsins sem Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF, stóð fyr- ir 1. desember. Alls söfnuðust 88 milljónir króna og er þar með talinn ágóðinn af sölu rauðra trúðsnefja, geisladisks Baggalúts „Brostu“ og söfnunarátaki Bylgjunnar og fram- lög þeirra heimsforeldra á árs- grundvelli sem skráðu sig meðan á átakinu stóð, auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. Alls skráðu sig 3.950 heimsfor- eldrar meðan söfnunarátak UNI- CEF stóð yfir. Heimsforeldrar, sem styðja verkefni Barnahjálparinnar mánaðarlega, eru því orðnir 11.600 og á ársgrundvelli styrkja þeir börn í sárri neyð um 139 milljónir króna. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum, segir í fréttatilkynningu. Söfnuðu 88 milljónum Nefið sló í gegn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.