Morgunblaðið - 05.12.2006, Side 6

Morgunblaðið - 05.12.2006, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ERT ÞÚ INNBROTI AÐBÍÐA EFTIR Öryggiskerfi fyrir heimili & fyrirtæki · 6 eða 10 öryggissvæði · Þráðlausir jaðarhlutir · Símaúthringjari með talvél · Skjáljós eða stafrænn skjár · Íslenskar leiðbeiningar Verð frá kr.: 27.700,- SAMSTAÐA er regnhlífarsamtök baráttuhópa sem hafa fækkun um- ferðaslysa á Íslandi að markmiði. Innan samtakanna eru m.a. „Vinir Hellisheiðar“ sem hefur tvöföldun Suðurlandsvegar og bætta lýsingu þar sem helsta baráttumál. Steinþór Jónsson, talsmaður samtakanna, segir að ekki þurfi að horfa lengra en til tvöföldunar Reykjanesbrautar til að sjá hversu miklum máli fram- kvæmdin skiptir. Samstaða stóð m.a. fyrir því að krossar voru reistir við Kögunarhól í Ölfusi til að minnast þeirra sem látist hafa í bílslysum á Suðurlandsvegi. „Við í Samstöðu segjum, eins og allir eru byrjaðir að tala um; horfum til Reykjanesbrautar og færum árang- urinn þaðan yfir á aðra vegi. Það finnst okkur afar jákvæð umræða,“ segir Steinþór sem barðist ötullega fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar en þar hefur ekki orðið banaslys vegna framanákeyrslu síðan tvöfaldað var. Steinþór segir samtökin ekki sætta sig við 2+1-lausn á Suð- urlandsvegi. „Að okkar viti er um bráðabirgða- lausn að ræða. Þegar fram- kvæmdin er að enda komin eru liðin tvö, þrjú ár og þá hefur umferð enn aukist.“ Steinþór bendir á tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnar- fjarðar og Kópavogs sem dæmi um framkvæmd sem hófst í raun of seint. „Það er mjög vont að hefja framkvæmdir ofan í þetta umferð- armagn sem þar er komið og kallar á tafir. Við viljum benda á að ef við horfum aðeins lengra fram í tímann og reynum kannski að taka fram úr okkur þá lendum við ekki eins oft í þessum vandamálum.“ Horft verði til Reykjanesbrautar Steinþór Jónsson „MARKMIÐIÐ er að ná tíu þúsund undirskriftum og afhenda sam- gönguráðherra,“ segir Eyþór Arn- alds, bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna í Árborg. Hann átti frumkvæðið að undirskriftasöfnun sem fram fer á vefsvæðinu sud- urlandsvegur.is – áskorun til sam- gönguráðherra um að tvöfalda Suð- urlandsveg, án tafar. Um miðjan dag í gær höfðu um 9.100 manns skrifað undir en undir- skriftasöfnun hófst fyrir tæpum þremur vikum. „Það fjölgaði mikið um helgina og um tvö þúsund manns skráðu sig frá laugardegi,“ segir Eyþór og bætir því við að flestir líti svo á að ef farið verður í 2+1-veg, sé illa farið með al- mannafé. „Þetta verður bráða- birgðaframkvæmd sem er hugs- anlega ónýt ef kemur til þess að leiðirnar verði aðskildar almenni- lega, eins og menn hafa verið að leggja til að undanförnu.“ 2.000 undir- skriftir frá laugardegi Eftir Andra Karl andri@mbl.is UNNIÐ er að verkhönnun á Suðurlandsvegi fyrir Vegagerðina um þessar mundir. Sam- kvæmt upplýsingum frá aðstoðarvegamála- stjóra eru forsendurnar 2+1-vegur með veg- riði alla leið á milli akstursstefna og gert er ráð fyrir að vinnu verði lokið í byrjun næsta árs. Framkvæmdir ættu að geta hafist í kjöl- farið, eða í vor. Formaður samgöngunefndar Alþingis segir ekkert að því að fara nýjar leiðir í vegagerð og lítur jákvæðum augum á hug- myndir um einkaframkvæmd. Tvennt lést í slysi á Suðurlandsvegi um helgina eftir að tveimur bifreiðum, hvorum úr sinni áttinni, lenti saman og mikill þrýstingur á tvöföldun. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra að stefnt væri að því að tvöfalda stofnleiðir út úr Reykjavík, bæði Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Sturla sagðist jafnframt áhugasamur um einkaframkvæmd, þar sem hún gæti hraðað framkvæmdum, en tryggingafélagið Sjóvá kynnti nýverið hugmynd um að ráðast mætti í tvöföldun Suðurlandsvegar með einkafram- kvæmd sem ríkið myndi greiða á tilteknum tíma með skuggagjaldi í hlutfalli við umferð. Um ákvörðun sína vísar ráðherra í endurskoð- aða samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Al- þingi í janúar nk. Fækka má slysum um 40% með 2+2 Í drögum að samgönguáætlun 2007–2012 kemur fram að haldið verði áfram að breikka umferðarmestu vegi með aðskilnaði aksturs- stefna. „Í fyrsta áfanga verða Vesturlands- vegur og Suðurlandsvegur út frá Reykjavík gerðir sem 2+1-vegir. Gerð verði úttekt á um- hverfi stofn- og tengivega og lagðar fram til- lögur til úrbóta.“ Í drögunum kemur einnig fram að samkvæmt athugunum verkfræðistof- unnar Línuhönnunar á slysatíðni mismunandi vegaflokka megi áætla að við breytingu á 1+1- vegi í 2+1-veg lækki tíðni allra slysa um 25– 30% og tíðni slysa með meiðslum um 45%. Þegar 1+1-vegi er hins vegar breytt í 2+2-veg má vænta þess að tíðni allra slysa lækki um 40% en tíðni slysa með meiðslum um 55%. Fyrirvari er þó gerður um að aðstæður geti skipt máli. „Það hefur verið ákveðið að byggja þarna þennan 2+1-veg og eftir því vinnum við þang- að til annað verður ákveðið,“ segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. „Það er verkfræðistofa að vinna að verkhönnun á veg- inum. Verið er að hanna svokallaðan 2+1-veg með vegriði alla leið á milli akstursstefna.“ Hann telur framkvæmdir geta hafist í vor, þ.e. ef forsendur verksins breytast ekki. Gunnar segir að ekki hafi verið rætt mikið um tvöföldun Suðurlandsvegar og því liggur ekki fyrir hvort frekari undirbúningsvinnu þurfi til ef ákveðið verður að hverfa frá 2+1- lausninni. Tvær leiðir koma til greina ef ákveð- ið verður að tvöfalda veginn, annars vegar 2+2 með miðjuvegriði eða tvöföldun sambæri- leg Reykjanesbrautinni. „Það hefur ekki verið farið djúpt í það hvor leiðin yrði hagkvæmari,“ segir Gunnar og bætir því við að Vegagerðin hafi ekki fjármagn til framkvæmda alla leið eins og er, verið sé að endurskoða vegaáætlun og vonast til að aukið fjármagn verði veitt. Guðmundur Hallvarðsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis, segir að ef hægt sé að tryggja fjármagn til tvöföldunar Suðurlands- vegar sé eðlilegt að það sé skoðað. „Mér finnst að við eigum ekki að vera fastir í viðjum van- ans í sambandi við vegagerð og ekkert að því þó að við förum nýjar leiðir.“ Ef fjármagn fæst hins vegar ekki tryggt segir Guðmundur brýnt að hefjast handa við að leggja 2+1-veg í stað þess að bíða eftir fjármagni. Tryggja verði ör- yggi vegfarenda og hugsanlega sé hægt að bæta við veginn síðar. Enn er unnið að verkhönnun á Suðurlandsvegi og gert ráð fyrir að henni ljúki strax eftir áramót Framkvæmdir við 2+1-veg geta hafist í vor Stefnt að því að tvöfalda stofnleiðir út úr Reykjavík en óvíst er með framkvæmdina Í HNOTSKURN »Tvöföldun Suðurlandsvegar fráRauðavatni að Selfossi er talin kosta á milli fimm og sjö milljarða eftir því hvaða útfærslur yrðu á tengingum. »Endurbygging leiðarinnar með 2+1-aðferðinni með vírleiðurum myndi hins vegar kosta um tvo milljarða. »Með því að breyta 1+1-veg í 2+1minnkar tíðni allra slysa um 25– 30%. Með því að tvöfalda veginn minnk- ar slysatíðni hins vegar um 40%. Morgunblaðið/RAX Hraðann eða lífið? Það sem af er ári hafa 27 látið lífið í umferðinni, átta fleiri en í fyrra. Þar af eru sextán karlmenn og ellefu konur. Átta þeirra sem létust voru um eða undir tvítugu. Morgunblaðið/Júlíus Banaslys Fimm ára stúlka og karlmaður á þrítugsaldri létust í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi á laugardag. Bílarnir lentu hvor framan á annan, við tilraun til framúraksturs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.