Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Alþingi fresti ákvörðun um gjöld á áfengi ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra lagði til á Alþingi í gær að þingið frestaði því að taka afstöðu til ákvæða í matarskattsfrumvarpinu svonefnda sem kveða á um lækkun virðisaukaskatts á áfengi og hækkun áfengisgjalds. Hann sagði að tillögurnar hefðu valdið talsverðri ólgu og að þær gætu því orðið mjög umdeildar. Það væri því skynsamlegt að þingið frestaði því að taka afstöðu til þeirra. Árni mælti fyrir matarskatts- frumvarpinu í gær en í því er m.a. kveðið á um lækkun virðisauka- skatts, þannig að öll matvara beri 7% virðisaukaskatt frá og með 1. mars nk. Auk þess er lagt til að öll vöru- gjöld af matvælum, öðrum en sykri og sætindum, falli niður frá sama tíma. Í frumvarpinu eru lagðar til fleiri breytingar, m.a. að virðisaukaskatt- ur af áfengi lækki í 7% og að áfeng- isgjald hækki á móti. Ýmsir urðu hins vegar til þess að mótmæla þess- um breytingum. Formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, Andrés Magnússon, sagði til að mynda að þetta myndi leiða til þess að ódýr bjór og sterk vín hækkuðu í verði en dýrari tegundir lækkuðu. Ráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri rétt að tillögurnar myndu hafa í för með sér mismunandi breyt- ingar á verði áfengis eftir tegundum. „Það er ljóst að breytingarnar geta verið umtalsverðar og greinilegt að þær hafa valdið talsverðri ólgu,“ sagði hann. Ráðherra tók fram að ekki væri gert ráð fyrir því að breyt- ingarnar hefðu áhrif á tekjur ríkis- sjóðs og því væri skynsamlegt að fresta því að taka afstöðu til þeirra. Þannig gæfist tími til að fara betur yfir þær með hagsmunaaðilum og öðrum þeim sem hefðu gert athuga- semdir við þær. Mælt fyrir matarskattsfrumvarpinu á Alþingi Í HNOTSKURN » Í frumvarpi um breyt-ingar á virðisaukaskatti er lagt til að vsk. af víni lækki í 7% en að áfengisgjald hækki á móti. » Ýmsir hafa mótmælt þess-um breytingum og sagt að þær leiddu til þess að ódýrt áfengi hækkaði í verði en dýr- ari tegundir lækkuðu. » Ráðherra lagði til að þing-ið frestaði því um sinn að taka afstöðu til breytinganna. ÞRJÁTÍU manns; tuttugu karlar og tíu konur, fá heiðurslaun listamanna á næsta ári, samkvæmt tillögu menntamálanefndar Alþingis. Nema launin samtals 48 milljónum króna, en hver listamaður fær 1,6 milljónir. Þrír listamenn bætast í hópinn frá þessu ári, en þá fengu 27 lista- menn heiðurslaun. Þeir sem bætast við eru: Magnús Pálsson, Guðmund- ur Jónsson og Guðmunda Elíasdótt- ir. Aðrir listamenn sem fá heiðurs- laun frá Alþingi eru: Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búadóttir, Erró, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guð- bergur Bergsson, Gunnar Eyjólfs- son, Hannes Pétursson, Herdís Þor- valdsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson, Jónas Ingimund- arson, Jórunn Viðar, Kristbjörg Kjeld, Kristinn Hallsson, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Megas, Róbert Arnfinnsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bertelsson og Þur- íður Pálsdóttir. Hafa verið veitt frá 1944 Heiðurslaun listamanna hafa ver- ið veitt síðan að minnsta kosti árið 1944. Engin lagaákvæði gilda um þessi laun, en menntamálanefnd þingsins hefur gert tillögu um heið- urslaunin á hverju ári og eru þau sett á fjárlög næsta árs. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur síðustu árin mótmælt þessum heiðurslaunum og greitt, einn þingmanna, atkvæði gegn þeim. Þrír nýir fá heið- urslaun listamanna SIGURJÓN Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hélt því fram á Alþingi í gær að forseti Alþingis legði Frjálslynda flokkinn í einelti. Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, vísaði því á bug. Sigurjón kvaddi sér hljóðs eftir að óundirbúnum fyrirspurnartíma lauk á Alþingi og kvartaði yfir því að fyrir- spurn hans til sjávarútvegsráðherra skyldi ekki hafa verið tekin á dagskrá. Hins vegar hefði Samfylkingin verið með tvær fyrirspurnir, Vinstri grænir eina og Framsókn eina. „Mér finnst stórundarlegt að verða vitni að því á þjóðþingi Íslendinga að einn flokkur, minnsti flokkurinn, skuli vera lagður í einelti af forseta þingsins.“ Sólveig vísaði þessu á bug. Fleiri fyrirspurnir hefðu ekki komist á dagskrá, þrátt fyr- ir að beiðnir um þær hefðu verið lagð- ar fram á undan beiðni Frjálslyndra. Lagðir í einelti MEIRIHLUTI fjárlaganefndar Al- þingis leggur til, við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs, að gerðar verði breytingar á frum- varpinu sem nemi alls 96 milljónum kr. til lækkunar útgjalda. Gert er ráð fyrir því að lokaatkvæða- greiðsla um fjárlagafrumvarpið fari fram á Alþingi á morgun, mið- vikudag. Lækki um 139 milljónir Í tillögum meirihlutans er m.a. lagt til að fjárveiting til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) lækki um 139 milljónir frá því sem gert var ráð fyrir í upphaflegu frum- varpi. „Frá síðustu áætlun hafa nokkrar breytingar orðið hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Um- sóknum um námslán hefur ekki fjölgað eins mikið og ráð var gert fyrir. Áætluð fjölgun námsmanna á Íslandi og erlendis er nú 3%. Gert er ráð fyrir að lánþegar verði 10.600 og útlán hækki úr 8.260 m.kr. á árinu 2006 í 9.506 m.kr. á árinu 2007 í stað 9.778 m.kr. eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Einnig hefur gengisþróun verið hagstæð,“ segir m.a. í skýringum með tillögum meirihlutans. Samtals verða því fjárframlög ríkissjóðs til LÍN á næsta ári um 5.244 milljónir króna í stað um 5.383 milljóna króna. Morgunblaðið/Kristinn Lagt til að framlag til LÍN lækki á næsta ári Íhugulir þingmenn Á morgun verður fjárlagafrumvarpið til lokaumræðu. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri sjálfsagt rétt að betra og heppilegra hefði verið ef meira og betra samráð hefði verið haft við utanríkismála- nefnd þingsins er ákveðið var að ís- lensk stjórnvöld styddu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak ár- ið 2003. Hann sagði hins vegar að hann teldi að ákvörðunin um stuðn- inginn hefði verið rétt í ljósi þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi umræðunnar á Alþingi í fyr- irspurnartíma á Alþingi í gær. Hún vitnaði m.a. í ræðu Jóns Sigurðsson- ar, formanns Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi Framsóknar nýver- ið. Þar sagði hann m.a. að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um málefni Íraks hefðu verið rangar eða mistök. Forsendur hefðu verið rangar og ákvarðanaferlinu ábóta- vant. Ingibjörg Sólrún spurði for- sætisráðherra hvort ekki væri kom- inn tími til þess að hann, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, iðraðist ákvörðun- arinnar og bæðist afsökunar á henni. Geir svaraði því m.a. til að stjórn- völd hefðu, í sambandi við Íraksmálið, samþykkt í fyrsta lagi að leyfa yfir- flug og lendingar hér á landi. Auk þessa hefði Alþingi samþykkt, með sérstakri fjárveitingu, að verja 300 milljónum kr. til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar í Írak. Sú fjárveiting hefði verið aðild Alþingis að málinu. „Ég tel að sú af- staða sem tekin var af hálfu íslenskra ráðamanna á þeim tíma hafi verið réttlætanleg í ljósi þeirra upplýsinga og þess sem lá fyrir um þetta mál á þeim tíma,“ sagði hann. Gott að vera vitur eftir á Ingibjörg Sólrún lét ekki þar við sitja heldur spurði ráðherra aftur að því hvort hann væri sammála Jóni Sigurðssyni. Geir sagði þá að alltaf væri hægt að vera vitur eftir á. „En ég tel að sú ákvörðun sem var tekin á þeim tíma, og við erum hér að tala um, hafi verið rétt miðað við þær for- sendur sem þá lágu fyrir.“ Hann kvaðst margoft hafa tekið þetta fram á Alþingi. „Hvort síðan hefði mátt hafa meira og betra samráð við utanríkismála- nefnd, þá er það sjálfsagt rétt að það hefði verið betra og heppilegra að það hefði verið gert, en það var sem sagt ekki svo,“ sagði Geir. Morgunblaðið/Kristinn Íraksmál Stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrás Bandaríkjamanna í Írak var ræddur á Alþingi, að frumkvæði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Samráð hefði verið heppilegra Kallað eftir iðrun í Íraksmálinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.