Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 11 FRÉTTIR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15 511-5656 FIOLSTRÆDE 7 3336 5656 WWW.12TONAR.IS HITTIR BEINT Í HJARTASTAÐ. FRÁBÆR TÚLKUN RAGNHEIÐAR Á ÍSLENSKUM ÞJÓÐLÖGUM Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgis@mbl.is FORMAÐUR Mæðrastyrksnefnd- ar, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, segir sífellt fleiri fjölskyldur sækja um aðstoð nefndarinnar. „Í haust hefur aðsóknin vaxið mjög og við finnum fyrir því að fólk kemur seinnipartinn í mánuðinum þegar þannig er komið fyrir því að það hef- ur ekki peninga sem duga munu því út mánuðinn. Við vitum um fólk sem ekki treystir sér til að koma, ein- hverra hluta vegna,“ segir Ragn- hildur. Ragnhildur telur að það fólk geti verið illa farið af veikindum eða hafi orðið fyrir einhverju sem valdi því að það treystir sér ekki til að koma. „Það eru alltof margir sem þurfa á aðstoð að halda. Það er sorglegt til þess að vita að hópurinn yngist og eldist. Það eru fleiri ungir sem koma núna og fleiri eldri borgarar en ver- ið hefur. Því miður eru eiturlyfin inni í þeirri mynd og fleiri öryrkjar sem leita til okkar en nokkurn tíma áður.“ 1.400 heimili fengu aðstoð fyrir síðustu jól Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Hjálparstarf kirkjunnar munu veita sameiginlega jólaaðstoð í des- ember um allt land. 1.400 heimili leituðu til hjálparstarfsins fyrir síð- ustu jól, en starfsmenn þess verða í Sætúni 8 í Reykjavík fyrir þessi jól. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir starfið fara fram um allt land. Mat- arkassar séu sendir fólki úti á landi og þá sérstaklega um jólin. „Um- sóknir berast í gegnum presta eða félagsþjónustu úti á landi í desem- ber en við erum líka með útibú á Ak- ureyri,“ segir Vilborg. Fólk á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri sæki um hjá skrifstofum Hjálparstarfs kirkjunnar eða Mæðrastyrksnefnd og sæki svo gjafabréfin. Verslanakeðjan Bónus veitti í gær 21 milljón króna til hjálparstarfsins. Þeim peningum verður varið í að að- stoða þá sem við bágust kjör búa. Gefin verða 4.200 gjafabréf frá verslunum Bónuss að upphæð 5.000 kr. hvert. Fyrir tveimur árum gaf Bónus sömu félögum 20 milljónir króna og 25 milljónir fyrir fjórum árum. Jóhannes Jónsson, kenndur við fyrirtæki sitt Bónus, sagði á blaða- mannafundi vegna peningagjafar- innar að fyrir hvert gjafabréf ætti að vera hægt að kaupa eina góða jólamáltíð í Bónus. Heildarverðmæti gjafarinnar, 21 milljón króna, væri ekki tilviljun þar sem það væri sama upphæð og veitt var dómsmálaráðu- neytinu með aukafjárveitingu í haust til að „gera út sérstakan sak- sóknara“ í Baugsmálinu, eins og Jó- hannes orðaði það. „Okkur fannst ágætt að sýna fram á hvað þessi upphæð gæti mettað marga munna ef hún væri notuð á viturlegri hátt en að hafa fólk að leiksoppi og kvelja það ef hægt er.“ Gott að gefa Jóhannes sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri kominn í jólaskap. „Þetta hefur virkileg áhrif á mann, hvernig samtökin taka manni þegar maður kemur færandi hendi. Manni líður alltaf vel þegar maður gefur og við höfum haft það að leiðarljósi frá fyrsta degi að ef maður gefur ekkert þá fær maður ekkert,“ segir Jóhannes. Morgunblaðið/ÞÖK Peningagjöf Jóhannes Jónsson í Bónus færir Mæðrastyrksnefnd gjöf til að styrkja þá sem búa við bágust kjör. Vakandi þörf fyrir hjálp Mæðrastyrksnefndar Bónus veitti í gær 21 milljón króna til hjálparstarfsins Í HNOTSKURN » Verslanakeðjan Bónushefur á undanförnum ár- um gefið samtals 66 milljónir til Mæðrastyrksnefndar, en nefndin og Hjálparstarf kirkj- unnar vinna sameiginlega að úthlutun. »Fólk á höfuðborgarsvæð-inu eða Akureyri getur sótt um aðstoð fyrir jólin á skrifstofum Hjálparstarfs kirkjunnar eða Mæðrastyrks- nefndar. NÍUTÍU ár verða liðin frá fæðingu dr. Kristjáns Eld- járns, fyrrver- andi þjóðminja- varðar og forseta Íslands, miðviku- daginn 6. desem- ber. Í tilefni af því er efnt til hátíðar- dagskrár í Þjóð- minjasafni Íslands sem hefst klukk- an 12 í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins. Við þetta tilefni verða m.a. kynnt- ar rannsóknaniðurstöður ársins 2006 og mun dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir mannfræðingur flytja fyrirlestur um verkefnið sem hún vann að í stöð- unni. Hvernig skyldi hafa verið að búa í torfbæ um miðja 20. öld? Þetta er meðal þess sem Anna Lísa velti fyrir sér en hún rannsakaði lífið í torfbæjunum á tímabilinu 1850 til búsetuloka fram yfir 1950. Í tengslum við rannsókn sína tók Anna Lísa meðal annars viðtöl við fjölda fólks sem man eftir að hafa átt heima í torfbæ, segir í fréttatilkynningu. Í framhaldi af erindi Önnu Lísu verður í Forsalnum opnuð sýning sem byggist á rannsóknum hennar: Á tímum torfbæja: híbýlahættir og efnismenning í íslenska torfbænum frá 1850. Myndir og textar ásamt úr- vali gripa varpa ljósi á þær miklu breytingar sem urðu á þessu síðasta tímabili torfbæjanna. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður flytur ávarp og fulltrúi afkomenda dr. Kristjáns Eldjárns afhendir gjöf bóka- og skjalasafns hans. Greint verður frá ráðningu í rannsóknarstöðu dr. Kristjáns Eld- járns árið 2007 og milli klukkan 13 og 16 verður opið hús í Setbergi, nýju húsi Þjóðminjasafnsins, í Suðurgötu 43. Í Setbergi eru nýjar aðalskrifstof- ur og bóka- og heimildasafn Þjóð- minjasafnsins. Starfsmenn verða á staðnum og kynna starfsemina og gefst gestum og gangandi tækifæri til að hitta þá að máli og kynnast innri starfsemi Þjóðminjasafnsins ekki síður en sýningum. Hátíðardagskrá á afmæli Krist- jáns Eldjárns Nýjar rannsóknir á torfbæjum kynntar á opnu húsi í Þjóðminjasafni Íslands Kristján Eldjárn Í HNOTSKURN » Hátíðardagskrá verður íÞjóðminjasafninu í tilefni af því að níutíu ár eru liðin frá fæð- ingu dr. Kristjáns Eldjárns. » Kristján var þriðji forseti Ís-lands, 1968–1980. Áður var hann þjóðminjavörður og sá um vinsæla sjónvarpsþætti um forn- ar minjar og muni í vörslu Þjóð- minjasafnsins. » Afkomendur Kristjáns munuafhenda safninu gjöf bóka- og skjalasafns hans. Á NÆSTU nítján mánuðum mun Baugur Group hf. styrkja Hið ís- lenska bókmenntafélag um alls nítján milljónir króna. Upphæðin er táknræn að því leyti að félag- ið, sem er 190 ára um þessar mundir, fær greidda eina milljón kr. fyrir hvern áratug í sögu sinni. Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað í Reykjavík og Kaup- mannahöfn árið 1816 og hefur starfað óslitið frá stofnun. Ekkert íslenskt félag, svo vitað sé, á jafn langa og óslitna sögu að baki og hefur frá upphafi lagt rækt við undirstöður íslenskrar menningar og sögu. „Á tímum hraða og hávaða er hætt við að starfsemi af þessum toga verði undir í samkeppni um athygli þeirra sem veita styrki til mikilvægra mála. Okkur fannst einfaldlega kominn tími til að styðja félagið með myndarlegum hætti, á stórum tímamótum í sögu þess,“ er haft eftir Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs Group, í fréttatilkynningu. „Stuðningur Baugs er okkur kærkominn, segir Sigurður Lín- dal, forseti Hins íslenska bók- menntafélags. „Ég tel að hér hafi verið brotið blað í styrkveitingum íslenskra fyrirtækja til velferð- armála, því almennt eru styrkir tengdir kynningu sem nær til fjöldans. Með slíku er hætta á, að útundan verði verkefni sem lúta að undirstöðum menningar nú- tímans og vandi er að kynna þannig að almenna athygli veki,“ segir Sigurður. Stuðningur við Hið íslenska bókmenntafélag er, að sögn Hreins Loftssonar, í anda þeirrar stefnu sem Baugur hefur markað og fylgt á undanförnum árum, að styrkja margvíslega menningar- starfsemi. Þar megi nefna útgáfu einstakra bóka, tónlistar- og leik- listarstarfsemi jafnframt því sem félagið hafi verið bakhjarl Listahátíðar í Reykjavík og Grím- unnar – íslensku leiklistarverð- launanna. Ljósmynd/Róbert Reynisson Stuðningur Sigurður Líndal, forseti Hins íslenska bókmenntafélags, og Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifuðu undir samninginn. Baugur styrkir bókmenntafélagið TÓLF ökumenn, allt karlmenn, voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um helgina og einn var stöðvaður fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Flestir öku- mannanna voru á þrítugs- og fer- tugsaldri en sá yngsti var 17 ára gamall og sá elsti á tíræðisaldri. Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um síðustu helgi. Á föstudagskvöld voru tveir karlmenn handteknir í miðbænum með ætluð fíkniefni í fórum sínum og aðfaranótt laugardags var maður stöðvaður í miðbænum af sömu ástæðu. Tvær konur voru svo hand- teknar á gististað í austurbænum um hádegisbil á laugardag. Aðfaranótt sunnudags voru tveir karlmenn færðir á lögreglustöð eftir að fíkni- efni fundust í bíl þeirra og tveir karl- menn voru handteknir í heimahúsi þar sem ætluð fíkniefni fundust. Karlmenn óku ölvaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.