Morgunblaðið - 05.12.2006, Síða 13

Morgunblaðið - 05.12.2006, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 13 ÚR VERINU                                                                                                                                 !"  #" $%  & $      ' %!" #" %  $    # "  % $    # ( % )% '"  *     #+ ,  -.# #+ ,  -.#  #+ ,  -.#      /    / / /    !"   #" %% $%0  & $      , ! !    $!   $ " 1  $ ! !  23                    !   SÍLDARAFLINN á vertíðinni er nú orðinn um 90.400 tonn samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Það eru um 66% leyfilegs heildarafla, sem er 137.800 tonn. Þar af hafa ríflega 40.000 tonn farið til landvinnslu samkvæmt upplýsingum samtaka Fiskvinnslustöðva. Tæplega 16.000 tonnum hefur verið landað til frystingar og sölt- unar og ríflega 24.000 tonnum til bræðslu. Hærra hlutfall af síldinni fer nú til bræðslu en í fyrra vegna þess að verð á mjöli og lýsi er í há- marki og markaðir fyrir frysta síld takmarkaðir. 90.000 tonn af síld veidd FISKAFLI við Færeyjar frá ára- mótum til októberloka var svipaður í ár og á sama tímabili í fyrra. Nú var landað tæpum 111.000 tonnum á móti tæpum 110.000 tonnum í fyrra. Þá eru taldar allar fiskitegundir, skeldýr og hrogn og lifur. Verðið fyrir fiskinn var aftur á móti mun hærra eða sem nam um einum milljarði króna. Verðmæti landaðs afla umrætt tímabil á þessu ári var 12 milljarðar króna, en rúmir 11 milljarðar í fyrra. Aukningin er um 10%. Verð á flestum fisktegundum upp úr sjó hefur hækkað milli ára og er verð á þorski, ýsu og ufsa nú á bilinu 18 til 30 krónum hærra á hvert kíló, sé miðað við meðalverð mánaðanna ágúst, setpember og október. Það er sérstaklega verð á ufsa sem hefur hækkað. Í marzmánuði í fyrra fór verðið niður í 36 krónur á kílóið að meðaltali, en í júní á þessu ári fór verðið upp 72 krónur að meðaltali. Þorskafli aðeins tæp 4.000 tonn Þorskveiði heldur áfram að drag- ast saman og er aflinn til októberloka í ár aðeins tæp 4.000 tonn. Það þarf að fara allt aftur til ársins 1994 til að finna dæmi um slakari þorskveiði við Færeyjar. Verð á þorskinum hefur hins vegar verið í sögulegu hámarki. Ýsuafli hefur einnig dregizt saman síðustu árin en ekki í líkingu við sam- dráttinn í þorskinum. Ufsaafli er nú örlítið minni en á sama tíma í fyrra en þá var metveiði af ufsa. Sami afli en hærra verð "#$%%&' ()* '+,,-.+,,/        4 ,  , 4 4 5  6 7 8      %9 :  "#  $  % && && Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „NIÐURSTAÐA haustralls Haf- rannsóknastofnunarinnar leiðir ekki til breyttra væntinga um stærð þorskstofnsins á næsta ári, né heldur um veiðihorfur á næsta fiskveiðiári. Hvort veiðistofninn mældist stærri eða minni í haust- rallinu eða marsrallinu er ekki vit- að, enda ekki unnið úr gögnum haustrallsins með það að mark- miði,“ segir í frétt á heimasíðu LÍÚ. Hafrannsóknastofnunin sendi frá sér fréttatilkynningu um nið- urstöður nýafstaðins haustralls þann 24. nóvember síðastliðinn. Í fréttatilkynningunni kemur fram að stofnvísitala þorsks hafi lækkað um 6% frá haustmælingunni árið 2005. Jafnframt er þess getið að þetta sé í samræmi við spár þar sem árgangurinn frá 2001, sem hefur mælst mjög lélegur, er að koma í ríkara mæli inn í veiðina. Veiðistofn ekki metinn eftir haustrall „Þessar upplýsingar hafa verið túlkaðar þannig af ýmsum að haustrallið sýni minnkun þorsk- stofnsins um 6% frá því sem áður var talið. Þessi túlkun byggir á misskilningi,“ segir á heimasíðu LÍÚ. Þar segir ennfremur: „Mat á veiðistofni þorsks er ekki gert eft- ir haustrall. Það er einungis gert einu sinni á ári, þ.e. að vori, þegar gögn úr marsralli liggja fyrir. Stofnvísitala er ekki góður mæli- kvarði á stærð veiðistofns. Ef gengið er út frá því að stofnmatið í vor hafi gefið rétta mynd af ástandi þorskstofnsins þá leiðir af því að stofnvísitalan nú í haust átti að mælast lægri en í fyrra haust. Það er þetta sem átt er við þegar sagt er í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunarinnar að þessi niðurstaða sé í samræmi við spár.“ Túlkun byggð á misskilningi www.ormstunga.is – sími   „Illska er ekki algeng. Ég hef það einmitt eftir manni frá Belgrad að í venjulegu ári sé bara einn maður af hverjum hundrað illmenni og þegar verst láti fjölgi þeim í fimm.“ E nn á ný leggst Jón Björnsson sálfræðingur og rithöfundur í ferðalög og hjólar nú frá strönd Póllands suður í Miklagarð. Til forna lá leið kaupmanna um þessar slóðir með hið dýrmæta raf frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs. Mörgum öldum síðar var slegið upp ósýnilegu járntjaldi eftir sömu slóð eftir að tvær heimsstyrjaldir höfðu leikið þennan heimshluta grátt. J ón hjólaði upp með ánni Vislu norðan frá Eystrasalti suður í Karpatafjöll og svo áfram yfir fjöllin, niður með Dóná og allar götur til Istanbúl, borgarinnar á enda Evrópu. Leiðin lá um Pólland, Slóvakíu, Ungverjaland, Króatíu, Serbíu, Búlgaríu og Tyrkland. Austur-Evrópa, sem er flestum Íslendingum svo fjarlæg, erlangt í frá einsleit og sennilega fjölbreytilegri en Vestur-Evrópa. Þess vegna hjólaði Jón með skör járntjaldsins og bregður nú í þessari skemmtilegu bók upp myndum af ferðalaginu á sinn lipra og kímilega hátt og fléttar inn í frásögnina þáttum úr Evrópusögunni þar sem bæði rafleiðin og járntjaldið koma við sögu. Frábær ferðabók, full af glettni, fróðleik og leiftrandi andríki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.