Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ljósmynd/Axel Darri Glæsileg hátíð Elstu nemendur MA, 4. bekkingar, mæta í þjóðbúningum á árshátíðina. Þetta eru Aníta Elefsen og Ragnhildur Sigurðardóttir. ÁRSHÁTÍÐ Menntaskólans á Ak- ureyri, sem ætíð er haldin í íþrótta- höllinni að kvöldi fullveldisdagsins, 1. desember, er stærsta vímuefna- lausa hátíðin á Íslandi ár hvert. For- maður skólafélagsins kveðst mjög stoltur vegna þessa, en segir aðra framhaldsskólanema varla trúa því að hægt sé að halda svo stóra veislu án þess að einn einasti maður bragði dropa af áfengi. Hátíðina sóttu að þessu sinni um 900 manns, nemendur og kennarar. „Það er alltaf ofboðslega mikil spenna fyrir árshátíðina. Allir nem- endur hafa eitthvert hlutverk; allir taka þátt í undirbúningi hátíðarinn- ar með einum eða öðrum hætti,“ sagði Kristín Helga Schiöth, for- maður skólafélagsins Hugins, í sam- tali við Morgunblaðið. Stolt Hátíðin er að öllu leyti skipulögð af nemendum sjálfum og undirbún- ingur tekur nokkra mánuði, að sögn formannsins. Ýmis heimatilbúin skemmtiatriði eru jafnan í boði. „Svo mæta allir í sínu fínasta pússi og 4. bekkingar í þjóðbúningum.“ Hún segir árshátíðina hafa verið vímuefnalausa í mörg ár og nem- endur séu ákaflega stoltir af því og þessi staðreynd skipti nemendur máli auk þess sem orðstír skólans sé mjög góður, m.a. vegna þessa. „Það er mjög mikil samstaða um það á milli nemenda að hátíðin sé með þessum hætti,“ segir Kristín Helga. Ekki er hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að menntskælingar eru ekki orðnir nógu gamlir til þess að kaupa áfengi nema e.t.v. í und- antekningartilfellum, en engu að síður þykir það merkilegt að svona samkoma sé haldin. Enda segir Kristín Helga, aðspurð: „Nemendur annarra framhaldsskóla trúa okkur varla þegar við segjum frá því hvernig árshátíðin okkar er. Þeir halda jafnvel að það sé ekki hægt að halda svona hátíð! Það virðist ekki jafnmikil stemning fyrir þessu ann- ars staðar.“ Gömlu dansarnir Hljómsveitin Jagúar lék fyrir dansi að þessu sinni, eftir matinn, en þegar hún tók sér hvíld stigu nemendur og kennarar gömlu dans- ana við undirleik Þuríðar formanns og hásetanna, sem lék harmoniku- tónlist. „Gömlu dansarnir eru kenndir í íþróttatímum vikurnar fyrir árshátíðina og við héldum líka tvö fjölmenn námskeið í Kvosinni þar sem gömlu dansarnir voru kenndir.“ Mikil samstaða nemenda um vímuefnalausa hátíð Í HNOTSKURN »Árshátíð MA er fjölmenn-asta vímuefnalausa hátíðin á Íslandi ár hvert. »Níu hundruð manns, nem-endur og kennarar, snæddu saman á hátíðinni að þessu sinni og fleiri bættust í hópinn þegar dansleikur hófst að borðhaldi loknu. »Nemendur annarra skólatrúa því varla að hægt sé að halda svona fjölmenna vímuefnalausa hátíð, segir formaður skólafélagsins. NÆSTKOMANDI laugardag, 9. desember, verður boðið til aðventu- veislu í íþróttahöllinni á Akureyri. Veislan hefst kl. 18.00. Að þessum viðburði standa Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Þórs, segir í frétt frá hljómsveitinni. Dagskráin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, en með henni koma fram einsöngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson en hann söng ásamt fleirum á eftirminnileg- um óperutónleikum með sveitinni á Akureyrarvöku sl. sumar. Einnig kemur fram með hljómsveitinni Karlakór Dalvíkur. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson og kynnir er Margrét Blöndal. Efnisskráin samanstendur af jóla- og aðventutónlist, m.a. tónlist úr Hnotubrjótnum eftir Tchai- kowsky, Christmas Festival og Sleighride eftir Leroy Anderson, Ave Maria annars vegar eftir Gunn- ar Þórðarson og hins vegar eftir F. Schubert, Betlehemsstjarnan eftir Áskel Jónsson og jólalög í útsetn- ingu hljómsveitarstjórans, Guð- mundar Óla svo eitthvað sé nefnt. Að tónleikum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Baut- anum. Einnig er hægt að kaupa miða eingöngu á tónleikana. Miða- sala er í Pennanum Hafnarstræti og við innganginn. Hulda Björk Garðarsdóttir lauk einsöngvaraprófi Dip RAM með láði frá Royal Academy of Music í London 1998. Ólafur Kjartan lauk mastersgráðu í söng frá Royal Scottish Academy of Music and Drama 1998. Guðmundur Óli Gunnarsson hef- ur verið aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. Eftirminnilegt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á eftirminnilegum tón- leikum á Akureyrarvöku í sumar. Þúsundir manna fylgdust með. Aðventuveisla í Íþróttahöllinni Eftir Arndísi Þorvaldsdóttur arndis@heraust.is Á 69. gráðu norðlægrar breiddar á ysta odda Andeyjar í Norður-Noregi stendur menningarhúsið Hisnakul. Nafnið kemur spánskt fyrir sjónir en reynist við nánari athugun vera skammstöfun á orðunum histori, natur og kultur, þ.e. saga, náttúra og menning. Hisnakul er gamalt fisk- vinnsluhús sem hefur fengið nýtt hlutverk og er nú m.a. vinsæll staður fyrir fjölbreyttar sýningar og tón- leikahald. Í Hisnakul er rekið merkilegt menningarstarf, um það geta Aust- firðingar sem þar komu við í fræðslu og menningarreisu um Vesterålen á haustdögum borið vitni. Eins og oft vill verða á litlum stöðum hvílir starfsemin mikið á einum manni. Í þessu tilviki er það fjöllistamaðurinn Svein Spjelkavik en hópnum var m.a. boðið að skoða gjörning sem hann hefur sett upp ásamt leikkon- unni Katrine Maria Espoline Strøm. Það er erfitt að lýsa þeirri upplifun sem sýningin vakti en hún sækir efni sitt til hafsins og er bland af dansi, tali, tónum og ljóðrænum tilvitn- unum sem ritaðar eru á veggina í salnum. Í öllum hlutverkum eru börn og víst er að enginn fór þaðan ósnortinn. Um aldir hafa And- eyingar lifað af landi og sjó en hafa nú í æ ríkara mæli snúið sér að ferðaþjónustu með áherslu á fagra og fjölbreytta náttúru og ríkulegan menningararf en byggð á Andey má rekja allt aftur til járnaldar og drjúgur hluti eyjarinnar er nú frið- land. Landslag þar þykir mjög sér- stakt og hefur verið ákveðið að einn af svokölluðum ferðamannavegum verði byggður þar með ströndinni á milli staðanna Bjørnskinn og Bleik. Áformað er að hann verði opnaður árið 2013. Ferðamannavegirnir eru verkefni á vegum norska ríkisins og ferðamálayfirvalda þar sem lögð er áhersla á að byggja upp vegi á leið- um þar sem vegfarendur geta notið fagurrar náttúru út um bílrúðurnar. Jafnframt verður byggð upp ýmis konar þjónusta fyrir ferðamenn og er tilgangurinn bæði að bæta og auka ferðaþjónustu í viðkomandi byggðum og að fá fólk til að sækja þær heim til að njóta útivistar og upplifa náttúruna. Andey státar af fjölbreyttu fuglalífi til sjós og lands. Þar er aragrúi af ám og vötnum og mikið mýrlendi þar sem vaxa hin vinsælu moltuber og mór er útflutn- ingsvara. Þá gefur hafið ýmsa mögu- leika til afþreyingar og geta ferða- menn heimsótt hvalasafn eða brugðið sér í hvala- eða selaskoðun eða farið á sjóstöng. Ekki verður skilið við Andey án þess að nefna norðurljósarannsóknarstöðina sem er á Andenes en landfræðilegar að- stæður gera það að verkum að stað- urinn er ákjósanlegur til norður- ljósaskoðunar fyrir lærða og leika. Austfirðingar rýna í þrótt- mikla menningu í Hisnakul Ljósmynd/Andrés Skúlason Í járnaldarklæðum Leiðsögumaðurinn Ole Petter Bergland bauð upp á mjöð og þurrkað hreindýrshjarta. Saga, náttúra og menning undir einu þaki í gömlu fiskhúsi Vopnafjörður | 100 ár eru liðin síðan gamli barnaskólinn á Vopnafirði tók til starfa. Haldið var upp á afmælið 1. des- ember sl. og hófst dagskráin með því að nemendur mættu í morgunsárið og mynduðu töluna 100 með röðum við íþróttahúsið. Á eftir var mynduð vinakeðja með því að allir tókust í hendur. Keðjan gekk síðan sem leið lá yfir í skólann. Nemendum var nú skipt í hópa og farið var í skipulega leiki og spilað í stofum. Á miðjum morgni fengu allir ís og pylsur undir hádegi, gefið af versluninni Kaup- túni. Aðalhátíðin hófs kl. 12.15 með stuttu ávarpi skólastjóra þar sem hann rakti sögu skólans. Nemendur sungu skólasöng sinn Vorið komið var eftir Gunnar Gunnarsson skáld og Agnar Má Magnússon tónskáld. Nokkuð fjölmenni var og skemmtu allir sér vel. Gamli barnaskól- inn 100 ára Neskaupstaður | Norðfjarðarsaga I er komin út hjá bókaútgáfunni Hól- um. Um er að ræða fyrsta bindið af Norðfjarðarsögu eftir Ögmund Helgason og spannar það frá upp- hafi byggðar í firðinum og fram til 1895. Greint er frá landsháttum, at- vinnuháttum, verslunarmálum, fé- lagsmálum og málefnum kirkj- unnar, auk þróunar byggðar og upphafi þéttbýlismyndunar á Nesi. Fjölmargar myndir og kort prýða bókina. Merk bók um Norðfjarðarsögu ♦♦♦ FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.