Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 23 Sandgerðingar eru að komast í jólaljósastuð. Búið er að skreyta margar götur bæjarins og fjöldi húseigenda langt komnir með sín- ar skreytingar. Það færist í vöxt að húseigendur skreyti með list- rænu yfirbragði, sumir eru ein- göngu með hvít ljós á meðan aðrir láta litadýrð ljósanna njóta sín. Ekki er laust við að stundum komi upp smá samkeppni milli manna um glæsilegustu ljósaskreytinguna og á þetta sjálfsagt við í flestum bæjarfélögum.    Á mögum vinnustöðum eru um þessar mundir haldin litlu jólin eða efnt til jólahlaðborðs þar sem menn belgja sig út af góðum mat og drykk. Rafverktakar á Suð- urnesjum hafa í yfir fimmtíu ár haldið jólafund þar sem öllum starfsmönnum í rafiðnaði er boðið til veislu eina kvöldstund með til- heyrandi söng og fleiru. Hafa SANDGERÐI Reynir Sveinsson fréttaritari Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Jólaljós Skreytingakapphlaupið er byrjað á Suðurnesjum. Sjálfsagt verða margar götur eins og þessi gata í Sandgerði. þessar samkomur verið vel sóttar. Nýsveinar í rafiðnaði eru kynntir á jólafundinum. Þetta er skemmti- leg hefð.    Umferðaslys hafa tekið mikinn toll á þessu ári. Tveir ungir menn úr Sandgerði hafa látið lífið og tveir aðrir slasast mikið. Annað kvöld, þriðjudag, verða haldnir styrktartónleikar í Safnaðarheim- ilinu í Sandgerði þar sem fram koma listamenn víða að. Nú hafa verið kynntar nýjar reglur um sektir við umferðalagabrotum. Það er vonandi að þessar breytingar verði til þess að draga úr slysum.    Nýr vegur sem opnaður verður á næstunni mun opna nýja og áhugaverða ferðamannaleið um Reykjanesskagann. Vegurinn tengir saman Stafneshverfið og Hafnir. Frá því að herinn kom á Keflavíkurflugvöll hefur ekki verið leyft að leggja þarna veg og fyrr á árum voru menn handteknir ef þeir voguðu sér að ganga þessa leið. En nú er herinn farinn og langt komið með að leggja veginn sem kemur til með að opna róm- antískan kvöldsólarrúnt um skag- ann. Ásrún Davíðsdóttir sendivísnaþættinum línu í framhaldi af flatkökuvísum undanfarna daga með orðunum: „Ekkert lengir eins líf og heilsu og ekta góðar flatkökur. Hún segir að laufabrauðið komist ekki í hálfkvisti við það, þótt gott sé, og yrkir: Viljirðu lengja líf og þrótt og línum halda alla tíð af Ömmu-flatkökum et þú gnótt þá ellin mun þér reynast blíð. Tímaritið Són er komið út, 4. hefti ársins 2006, og fjallar þar Aðalheiður Guðmundsdóttir um ljóðagerð ársins 2005. Hún teflir fram limru Kristjáns Karlssonar úr ljóðabókinni Limrur um sprundið Ljóneiði: „Víst er ég létt í lund, mælti Ljóneiður. Hún er sprund. Hennar unnusti er maður. Og ennfremur glaður. En aldrei í sama mund. Og einnig Hagmælisgrey um ljóðið úr ljóðabók Þórarins Eldjárns, Hættir og mörk, þar sem Þórarinn vitnar í orð Þorsteins frá Hamri: „Ljóðið ratar til sinna: Víst er það löngu ljóst og bert að ljóðið ratar til sinna. Samt finnst mér ekki einskisvert að ýta því líka til hinna. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Flatkökur lengja lífið E N N E M M / S IA / N M 18 9 4 2 af flví besta! Brot jólapakkinn! ÍS L E N S K A /S IA .I S /D A S 3 51 38 1 1/ 06 Aðrir möguleikar á aðalvinningum í desember: 14. des. er 2 millj. eða 4 millj. á tvöfaldan 21. des. er 3 millj. eða 6 millj. á tvöfaldan 29. des. er 2 millj. eða 4 millj. á tvöfaldan Það er því til mikils að vinna fyrir aðeins þúsund krónur. Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 Kauptu miða í DAS, á þúsund kall, fyrir 7. des. Þú gætir þú unnið harðasta jólapakkann í ár. Hummer H3 + 5 milljónir í skottinu ef þú átt tvöfaldan miða! Harðasti NÚ hefur það verið staðfest að rauðvín frá ítölsku eyjunni Sardiníu annars vegar og Suð- vestur-Frakklandi hins vegar er það vín sem hollast er fyrir mannskepnuna. Svo segir á vef- miðli BBC en þar er vitnað í vísindamenn og rannsakendur sem hafa uppgötvað að efnið procyanidins gerir rauðvín svo vænt fyrir hjartað sem raun ber vitni. Og þegar rauðvín heimsins var efnagreint reyndist langmest af þessu góða efni í víni frá Nuoro á Sardiníu og Gers-héruðunum í Suðvestur-Frakklandi, en þessi svæði eru fræg fyrir langlífi íbúanna. Vínið þaðan á það sameiginlegt að vera gert samkvæmt gamalli hefð sem tekur mun lengri tíma en nútímavíngerð. Einmitt þessi gamla aðferð og þessi langi vinnslutími eru talin ástæða þess hversu mikið af hjartavæna efninu finnst í víninu. Hjúkrunarkona nokkur brást við þessum tíðindum með því að segja að enginn ætti að fara að drekka rauðvín í miklu magni til að draga úr hættu á hjartasjúkdómum, vænlegra væri að hætta að reykja, borða hollan mat og hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur fimm daga vikunnar. Sumt rauðvín betra en annað fyrir hjartað Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.