Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 24
menntun 24 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég þarf örugglega ekki aðkvíða vinnuleysinu þó égsé enn ekki kominn meðdraumastarfið fast í hendi enda kem ég ekki til með að útskrifast fyrr en um þar næstu áramót. Eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag býðst fjöldi starfa þegar maður er kominn með þessa menntun. Draumastarfið hlýtur því að vera þarna einhvers staðar,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, sem stundar nám í vél- og orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Ásgrímur var ekki með stúd- entspróf upp á vasann þegar löng- un í háskólanámið fór að gera vart við sig, en til að láta drauma sína rætast bauðst honum að fara í undirbúning á frumgreinasviði Há- skólans í Reykjavík. Opnar gáttir í háskóla Það er tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sem býður upp á nám í frumgreinum. Mark- mið náms á frumgreinasviði er fyrst og fremst að undirbúa nem- endur undir frekara nám í deild- inni og er kjörin leið fyrir iðn- aðarmenn og aðra úr atvinnulífinu sem þurfa frekari undirbúning til áframhaldandi náms í tækni- og verkfræðideild. Frumgreinasvið er líka vettvangur fyrir stúdenta sem þurfa að bæta við sig námi í stærð- fræði og raungreinum að sögn Hrundar Steingrímsdóttur, mark- aðsfulltrúa tækni- og verk- fræðideildar Háskólans í Reykja- vík. „Breiður hópur fólks úr röðum iðnaðarmanna, stúdenta og fólks með mikla starfsreynslu hefur sest á skólabekk á frumgreinasviði. Lengd námsins er misjöfn og fer eftir undirbúningi nýnema. Kennsla fer fram í dagskóla. Fullt nám er lánshæft hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Ekki eru skólagjöld á frumgreinasviði, ein- ungis skrásetningargjöld,“ segir Hrund. „Ég hef alla tíð haft krónískan áhuga á bílum, bílabreytingum og vélum almennt og finnst spennandi að sjá hvernig hlutirnir virka sam- an. Ég afréð því á unglingsárunum að fara í iðnnám, sem sneri að vél- um, en stúdentsprófið heillaði mig þá alls ekki,“ segir Ásgrímur, sem nú er 28 ára að aldri. Að afloknu grunnskólanámi fór hann í grunndeild málmiðnaðar Fjölbrautaskóla Breiðholts og svo í Borgarholtsskóla þaðan sem hann útskrifaðist sem rennismiður árið 2000 eftir að hafa verið á samning hjá Baader Ísland. Hann fór út á vinnumarkaðinn með iðnmennt- unina og starfaði um hríð hjá stoð- tækjafyrirtækinu Össuri, en árið 2002 ákvað hann að tími væri kom- inn á meiri menntun. „Ég ætlaði í byrjun að taka bara eina önn á frumgreinasviði, en þær urðu þrjár. Góður andi reyndist í hópnum. Flestir stefndu á tækni- fræði svo ég ákvað líka að slá til. Þarna var ekkert stefnuleysi í gangi því greinilegt var að fólk var komið á frumgreinasviðið til þess eins að læra og styrkja sig. Það virkar mjög hvetjandi fyrir mann að vera í slíku umhverfi. Ég þurfti að hafa talsvert mikið fyrir náminu sem var mjög krefjandi og treysti mér því ekki til að vinna með. Og nú stefni ég að því að út- skrifast með BS-próf í vél- tæknifræði um þar næstu áramót eftir þriggja og hálfs árs há- skólanám,“ segir Ásgrímur, sem skellti sér líka út í félagsstörfin og er nú formaður Félags tækni- fræðinema. Hann útilokar ekki frekara nám síðar. „Það er ekkert óhugsandi að maður bæti við sig meiri menntun eftir BS-prófið, kannski með vinnu.“ Inntökuskilyrði í tækni- og verk- fræðideild er stúdentspróf, frum- greinapróf eða sambærileg mennt- un. Til að geta hafið nám í verk- fræði eða tæknifræði þarf hald- góða þekkingu í stærðfræði, raun- greinum, íslensku og ensku. Hefur krónískan áhuga á vélum Morgunblaðið/Sverrir Háskólaneminn Ásgrímur Sigurðsson lærði rennismíði eftir grunnskólann, en er nú að nema véltæknifræði við Háskólann í Reykjavík eftir að hafa farið í frumgreinadeildina til að undirbúa sig. Hver hópur, sem í eruþrír eldri borgarar ogþrír áttundu bekkingar,hittist þrisvar sinnum til að spjalla saman um gamla tím- ann og nútímann undir yfirskrift- inni „Kynslóðir mætast“. Þetta hafa verið mjög skemmtilegar stundir og því má fastlega gera ráð fyrir að framhald verði á,“ seg- ir Bergþóra Gísladóttir, kennslu- ráðgjafi hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en hún hefur að undanförnu leitt umræðu- hópa, þar sem unglingum og eldri borgurum er teflt saman. Verkefninu var hleypt af stokk- unum í haust því talið var að það gæti orðið bæði fræðandi og skemmtilegt fyrir kynslóðir að bera saman bækur sínar varðandi mannleg málefni fyrr og nú. Þann- ig ná skólarnir í hverfinu að tengj- ast inn í félagsstarf aldraðra. Mikl- ar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið á síðustu öld og kynslóðabilið hef- ur aukist til muna fremur en hitt. Verkefninu er ekki síst ætlað að brúa þetta bil og leiða kynslóð- irnar saman á ný auk þess sem því er ætlað að auka fjölbreytni í fé- lagsstarfi fyrir aldraða með því að bjóða upp á umræðuhópa með unglingum. Í annan stað er verk- efninu ætlað að gefa unglingum kost á að kynnast eldri kynslóðinni og sögu hennar auk þess sem ung- lingarnir eiga kost á að deila reynslu sinni með eldri borgurum. „Þetta er í reynd tilraun, sem virðist ætla að lofa góðu, og allir virðast hafa gagn og gaman af,“ segir Bergþóra. Enn sem komið er hafa aðeins nemendur í Vogaskóla og Réttar- holtsskóla tekið þátt í verkefninu og hitt eldri kynslóðina í fé- lagsmiðsmiðstöðvum borgarinnar við Norðurbrún og Hæðargarð. Þegar Daglegt líf brá sér í heim- sókn í félagsmiðstöðina við Norð- urbrún voru þau Guðný Vilhjálms- dóttir, Hera Guðlaugsdóttir og Kristján Orri Jóhannsson, öll nem- endur í 8.K.J. í Vogaskóla, að ræða um lífið og tilveruna við þau Önnu Guðbjörnsdóttur, sem er fædd og uppalin í Steingrímsfirði, Sigur- borgu Hjaltadóttur frá Hólum í Hornafirði og Ólaf Diðriksson, fyrrverandi sundkappa úr Ármanni og Vesturbæing í húð og hár. Tölvur og gemsar nauðsynleg „Við erum mest að forvitnast um það hvernig lífið var þegar þau voru að alast upp og hvernig ung- lingsárin voru í þá daga. Og það er auðvitað margt sem kemur okkur á óvart. Þá voru hvorki til tölvur né gemsar, sem eru algjörlega nauðsynleg tól og tæki fyrir ung- linga nútímans,“ segir Guðný. Anna segist aðeins hafa lyktað Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samræður Standandi frá vinstri, Bergþóra Gísladóttir, hópstjóri, Björg Þorsteinsdóttir, Ólafur Diðriksson og Kristján Orri Jóhannsson. Sitjandi frá vinstri: Guðný Vilhjálmsdóttir, Sigurborg Hjaltadóttir, Anna Guðbjörnsdóttir og Hera Guðlaugsdóttir. Kynslóðir mætast og fræða hvora aðra Unglingar og eldri borg- arar hittast í umræðutím- um og spjalla saman um gamla tímann og nú- tímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.