Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 27 r stað í rpsins er, en þar sson ingsson, ar Haf- rfarandi talsins: ki er nið- um ekki a haldið hver áhrif sé nið- ð vitum ð geta að séu þá átt frek- ngt frá því kurri mmæli hyglisverð við Ísland, gar við rifuðu, unnar Pálsson, hvalastofn- ot af þeim runni Ís- r telja að land sé á a. ra upplýs- kingssonar ram- nvel sjáv- aldið því að skipta istofnanna li. þá stað- fna kemur er til þess ggjast á tingar, rík- a- un astofn- rnar hafa m á grunn- eim hrefn- unum nnan við ði, s.s. á nes. At- landi dýr- ð Höfn í Hafró að nandi slóðar og ist ekki. nn að n með því n. Þessi var gagn- efnd Al- mar. ið stunduð efur í ljós r eftir ár á g hegðun ngri dýra, ru sem mhald á ð fyrir að hrefnurnar imenn eldasta kin hafa plýsingar a, þ.e. átunum. art á hvítu fækkað Ef fram- um, að ekki d dýr á ári il, má gefa rtækin verði þá gundir en fa borið á mörg- um stöðum. Mun meiri óvissa er um heimsóknir stórhvela inn á grunn- slóð og því erfitt að treysta á að hægt verði að sýna þær tegundir. Hvalaskoðunarfyrirtækin hafa ítrekað lagt fram formleg mótmæli vegna veiða innan hvalaskoð- unarsvæða en á þau hefur ekki ver- ið hlustað. Í Morgunblaðsgrein 23. febrúar 2004 segir Gísli Víkingsson, for- stöðumaður hvaladeildar Hafró, að hrefnuveiðimenn hafi á und- anförnum áratugum nýtt sér sér- staka hegðun hrefnunnar, þ.e. að nálgast báta. Tilvitnun: „… því hegðun þessi (að nálgast báta) hef- ur lengi verið þekkt hjá hrefnu og er engan veginn einskorðuð við hvalaskoðunarbáta. Meðal ís- lenskra hrefnuveiðimanna voru slíkir einstaklingar kallaðir „skoð- arar“ með tilvísun til þess að dýrin koma að bátum og „skoða“ þá um stund. Hrefnuveiðimenn víða um heim hafa nýtt sér þetta atferli dýr- anna um áratugaskeið án þess að merkjanlegar breytingar hafi orðið á hegðun dýranna.“ Auðvitað breyt- ist hegðun þeirra ekki, því þau eru dauð og koma ekki til með að gleðja ferðamenn framtíðarinnar. „Skoðararnir“ eru einmitt „verð- mætustu“ dýrin fyrir hvalaskoð- unarfyrirtækin, þau dýr sem nálg- ast bátana gefa sterkustu upplifunina fyrir ferðamennina. Hrefnuveiðarnar hafa nú þegar skaðað hvalaskoðun með beinum hætti, og þar með skaðað ferðaþjón- ustuna sem atvinnugrein um leið. Benda má á að nýjasta ákvörðun stjórnvalda, þ.e. um heimila at- vinnuhvalveiðar á stórhvelum, hef- ur þegar orsakað afbókanir hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum og al- menna óánægju meðal ferða- heildsala erlendis. Staða íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi og ímynd landsins Eitt af því sem við verðum að gera okkur grein fyrir er sú stað- reynd að Ísland er ofursmátt ferða- mannaland þegar horft er til ann- arra landa. Við höldum stundum að ferðamenn bíði í röðum eftir að koma til landsins, það er hins vegar ekki rétt. Verulegum fjármunum er árlega varið í svokallaða landkynn- ingu erlendis. Þessir fjármunir, um 150 milljónir, eru þó smáræði miðað við það sem önnur lönd setja í markaðssetningu á ferðaþjónustu, t.d. ákváðu Norðmenn nýlega að leggja tvo milljarða í kynningu á ferðaþjónustunni erlendis. Að undanförnu hefur verið rætt um að ferðamönnum hafi fjölgað hér á landi þrátt fyrir vísindaveiðar á hrefnu. Jafnframt hefur verið klif- að á því að áhyggjur ferðaþjónust- unnar og einstakra ferðaheildsala hafi reynst með öllu óþarfar. Fjölg- un erlendra ferðamanna hafi aldrei verið meiri en síðastliðin 4 ár. Það er í sjálfu sér ósköp skilj- anlegt að erlendum „flugfarþegum“ hafi fjölgað á undanförnum árum þegar horft er til þeirrar ákvörð- unar stjórnvalda að stórauka fjár- framlög til landkynningar eftir árásina á tvíburaturnana 2001. Sú markaðssetning hélt áfram 2002, 2003 og 2004. Þá er einnig vert að benda á þá miklu aukningu sem varð á sæta- framboði flugfélaga sem hingað fljúga, fleiri áfangastaði en nokkru sinni áður og þá staðreynd að þús- undir erlendra verkamanna hafa flogið reglulega milli Íslands og annarra Evrópulanda í tengslum við stórframkvæmdir á Aust- fjörðum. Þá hefur íslenska útrásin kallað á aukningu í millilandaflugi. Sú umferð skilar sér inn í ferða- mannatölurnar. Það má m.a. benda á að Iceland Express hóf flug milli Íslands og Evrópu árið 2003 og náði strax góðum árangri vegna ódýrra far- gjalda. Þá hóf British Airways flug til Íslands á þessu ári og nokkur önnur flugfélög á leigumarkaði hafa flogið reglulega til landsins á síðustu árum. Fjölgun eiginlegra ferðamanna hefur að mínu mati ekki verið jafn- mikil og sætaframboðið hefði átt að stuðla að. Það er því mikil ein- földun að halda því fram að ferða- mönnum hafi fjölgað mikið eftir að hvalveiðar hófust hér við land. Flugfarþegar og ferðamenn gefa mismikið af sér. Öll markaðs- setning Íslands hefur miðast við að fá efnaðri ferðamenn til landsins vegna þess að þeir dvelja lengur og gefa meira af sér en aðrir ferða- menn eða flugfarþegar. Stórir ferðaheildsalar sem sett hafa Ísland inn í sölubæklinga sína eiga mjög auðvelt með að henda okkur út verði þeir fyrir óþæg- indum vegna hvalveiða okkar eða ef illa gengur að selja Ísland. Fyrir þessa aðila er sala á Íslandsferðum aðeins brotabrot af heildarsölunni, en fyrir okkur er hún verulega mikilvægur hluti af markaðs- setningu Íslands. Ímynd lands er eitthvað sem byggist upp á áratug- um en getur hrunið á örfáum dög- um ef almenningi er misboðið, t.d. með ljótum myndum af blóðugum hvölum eða hvalskurði sem al- menningi í okkar helstu markaðs- löndum hryllir við. Enda eru hvalir í þeirra augum dásamleg dýr og táknræn fyrir umhverfisvernd í heiminum. Að lokum má benda á að erlend umhverfissamtök, m.a. í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi, stóðu hvorki fyrir háværum mót- mælaaðgerðum né hvöttu almenn- ing til að sniðganga Ísland eða ís- lenskar afurðir líkt og gerðist fyrr á árum. Þess í stað hvöttu sam- tökin ferðamenn til að ferðast til Íslands, m.a. til að fara í hvala- skoðun. Þessi viðbrögð umhverf- issamtakanna hafa vafalaust haft jákvæð áhrif fyrir Íslenska ferða- þjónustu og dregið mikið úr skað- anum sem við bjuggumst við þegar hvalveiðarnar hófust 2003. Á meðfylgjandi mynd er talan fyrir 2006 áætluð tala þar sem hvalaskoðunarferðir eru enn í gangi. Þá er hin mikla aukning árið 2001 að öllum líkindum tilkomin vegna innkomu flugfélagsins GO sem flaug á milli Englands og Ís- lands þetta eina sumar. Iceland Express hóf flug til landsins árið 2003. British Airways hóf flug til landsins árið 2006. Icelandair og Iceland Express juku sætafram- boð og fjölguðu áfangastöðum í Evrópu 2005 og 2006. ýta hvalina? ginn gt er að skoðun ýtingu á Höfundur er formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Fjöldi ferðamanna í hvalaskoðunarferðum á Íslandi 1995 til 2006. 2.200 9.700 20.540 30.330 35.250 45.400 60.550 62.050 72.220 81.600 81.600 89.000 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 90.000 100.000 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GOSIÐ í Eldgjá sem hófst árið 934 var mun öflugra og stóð lengur yfir en áður var talið. Þorvaldur Þórð- arson, prófessor í eldfjallafræði, segir að áhrifin af gosinu hafi jafnvel verið meiri en áhrif Skaftárelda 1783–1784 og að líkur séu á að gosið í Eldgjá hafi bundið endahnútinn á landnám Íslands. Kenninguna um endalok land- námsaldar byggir Þorvaldur m.a. á rannsóknum sem hann og Guðrún Larsen hafa gert á gosmyndunum (þ.e. gjósku og hrauni) frá gosinu í Eldgjá. Auk þess hafi landnámsöld lokið á þeim tíma sem gosið stóð yf- ir. Þá segir Þorvaldur að það sé al- veg ljóst að gosið stóð lengur og var öflugra en hingað til hafi verið talið og vísbendingar um að það hafi stað- ið mun lengur, í 4–8 ár, mun lengur en áður var talið. „Það er ekki nokk- ur vafi á því að Eldgjárgosið stóð mun lengur en áður var talið og áhrifin af því hafa að minnsta kosti verið sambærileg við Skaftárelda ef ekki meiri. Eldgjárgosið er miklu stærra. Að sama skapi var brenni- steinsmóðan miklu meiri og sprengivirknin miklu öflugri. Þann- ig að það hefur haft mun víðtækari áhrif,“ segir hann. Rannsóknir hafi leitt í ljós að í Eldgjárgosinu hafi komið upp um 18 rúmkílómetrar af hrauni og fimm rúmkílómetrar af gjósku. Stuttlega vikið að jarðeldi Skaftáreldar eru annað nafn á eldgosi í Lakagígum sem stóð í um átta mánuði og leiddi til móðuharð- indanna, einhverra mestu hörm- unga sem yfir landið hafa dunið. Bú- smali féll unnvörpum og mannfall varð mikið. Á árunum 1783–1787 fækkaði landsmönnum um rúmlega 10.000, úr um 48.800 í um 38.500. Hafi áhrif gossins í Eldgjá verið sambærileg eða meiri hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna ekki er fjallað um þessar hamfarir í heimildum sem til eru um landnám Íslands. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn hafi ekki viljað fjalla um það. Þetta hefur verið vond aug- lýsing,“ segir Þorvaldur. Á þessum tíma hafi menn viljað fá fleiri til að flytjast til landsins og því ekki haft áhuga á að halda fram frásögum um gríðarlegt eldgos og tilheyrandi erf- iðleika. „Af þessum sökum þykir mér það ekki ósennilegt að vitnis- burðurinn um afleiðingar Eldgjár- gossins hafi ekki varðveist, þó svo að stuttlega sé vikið að „jarðeldi“ á þessum slóðum í Landnámu sem greinilega vísa til hraunflæðis,“ seg- ir Þorvaldur. Loftslag var töluvert hlýrra á landsnámsöld og gróður ríkulegri en í lok 18. aldar og segir Þorvaldur hugsanlegt að þetta hafi unnið með fólkinu og dregið úr harðindunum. Einnig hafi það hugsanlega haft áhrif að Skaftáreldar stóðu í um átta mánuði en gosið í Eldgjá stóð yfir í 4–8 ár. Áhrifin af Eldgjárgosinu hafi því dreifst yfir lengra tímabil. „En ég held að það dragi samt sem áður ekki úr þeirri staðreynd að áhrifin hafa verið gífurleg. Þetta hefur breytt lífi á Íslandi verulega,“ segir hann. Áhrifin voru mest í Vestur- Skaftafellssýslu en án efa hefur þeirra gætt um allt land. Það sé á hinn bóginn ekki ljóst hver áhrifin voru nákvæmlega en Þorvaldur vonast til að sú mynd skýrist með frekari rannsóknum á umhverfisbreytingum í kjölfar goss- ins sem lesa má úr jarðvegssniðum og stöðuvatnakjörnum. Áhrif víða um heim Fyrir rúmlega viku greindi Morg- unblaðið frá niðurstöðum rannsókna Þorvaldar og þriggja annarra vís- indamanna um að brennisteinsmóða frá Skaftáreldum hafi valdið því að vatnsborð lækkaði í Níl vegna minni úrkomu. Afleiðingin varð hungurs- neyð sem felldi um sjöttung íbúa Nílardals. Rannsóknin var m.a. unn- in með styrk frá Vísindasjóði Bandaríkjanna. Þorvaldur segir að áhrifa gossins í Eldgjá hafi sömuleiðis gætt víða um heim og til séu heimildir frá Írlandi, Egyptalandi og víðar í Mið-Austur- löndum um versnandi og óvenjulegt veðurfar og blóðrauð sólarlög, hvort tveggja fylgifiskar brennisteins- móðu. Þá hafi vatnsborð Nílar fallið í sögulegt lágmark á árunum 935– 950, sem bendi til langvarandi þurrka sem Þorvaldur segir að séu að öllum líkindum afleiðing þess að brennisteinsmóðan frá Eldgjá hafi dregið verulega úr styrkleika mons- únvindakerfisins og valdið minni úr- komu og þurrkum í Egyptalandi. Þorvaldur segir að hingað til hafi verið talið að gosið í Eldgjá hafi staðið í nokkra mánuði eða hugsan- lega í ár en samkvæmt rannsóknum hans, Guðrúnar Larsen og fleiri bendi allt til þess að gosið hafi staðið í 4–8 ár. Þá hafi sprengivirknin í upphafi gossins verið mun öflugri og umfangsmeiri en áður var talið. Jafnframt hafi gosið sent gríðarlegt magn af brennisteinsgasi upp í and- rúmsloftið, að líkindum um 200 megatonn, sem jafngildir um 400 megatonnum af brennisteinsmóðu samanborið við um 100 megatonn af brennisteinsgasi frá gosinu í Laka. Hitnar í háloftunum Brennisteinsmóða frá stórum eld- gosum veldur því að hluti af ljósi sól- ar nær ekki alla leið til jarðar. Þar af leiðandi kólnar loft við jarðaryfir- borð. Þorvaldur segir að ein af mik- ilvægustu niðurstöðum fyrrnefndr- ar rannsóknar sé að einnig hafi tekist að sýna fram á áhrif móðunn- ar á loftstrauma. Aflvaki loft- strauma er sá mismunur sem er á lofthita í háloftunum yfir pólunum annars vegar og yfir miðbaug hins vegar. Brennisteinsmóða sem liggur í um það bil 10–15 km hæð drekkur í sig hluta af sólarorkunni og hitnar í kjölfarið. „Og ef þú hitar upp loftið fyrir ofan pólana þá dregur úr styrk loftstraumanna. Og ef það gerist þá breytist líka veðurfarsmynstrið við yfirborð jarðar,“ segir Þorvaldur. Brennisteinsmóða frá Lakagígum og einnig frá Eldgjá hafi einmitt valdið þessu og afleiðingin hafi m.a. verið breyting á monsúnvindakerf- inu. Skyndidauði og útrýming Gosið í Eldgjá og í Lakagígum voru svokölluð flæðibasaltgos, en svo nefnast stór gos sem mynda miklar hraunbreiður á yfirborðið. Bæði gosin teljast til þeirra stærstu á jörðinni á sögulegum tíma. Á for- sögulegum tíma urðu allt að 100– 1.000 sinnum stærri flæðibasaltgos og segir Þorvaldur að afleiðingar þeirra hafi einatt verið mun hrika- legri. Raunar sé það svo að tíma- setning eldvirkninnar sem myndaði stærstu flæðibasaltsvæði jarðar falli saman við tímabil sem einkennist af skyndidauða og víðtækri útrýmingu á dýrategundum sem og kollsteyp- um í veðurfari. Þannig hafi veðurfar á jörðinni kólnað mjög skyndilega fyrir 16 milljón árum eða á þeim tíma sem flæðibasaltgos voru að byggja upp Columbia River hraun- breiðuna í norðvesturhluta Banda- ríkjanna. Þessi kólnun hafi verið upphafið á þeim veðurfarsbreyting- um sem leiddu til ísaldarinnar sem hófst fyrir um 2,5 milljónum ára. Þá megi geta þess að fyrir um 65 millj- ónum árum var eldvirknin sem myndaði Deccan flæðibasaltsvæðið á Indlandi í fullum gangi en sú tíma- setning falli saman við útrýmingu á risaeðlum. Öflugra Þorvaldur Þórðarson segir að rannsóknir hans og Guðrúnar Larsen sýni að gosið í Eldgjá var mun öfl- ugra en áður var talið. Áhrifanna gætti víða, þó ekki á Suðurskautslandinu þar sem þessi mynd var tekin. Batt gosið í Eldgjá enda á landnámsöld? Í HNOTSKURN » Rannsóknir ÞorvaldarÞórðarsonar og Guðrúnar Larsen hafa leitt í ljós að gosið í Eldgjá var mun öflugra og stóð lengur yfir en áður var talið. Þorvaldur segir að áhrif gossins hafi jafnvel verið meiri en áhrif Skaftárelda sem ollu móðuharðindunum. » Gosið í Eldgjá hófst árið934 og stóð í 4–8 ár, en yf- irleitt er miðað við að land- námsöld hafi lokið árið 930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.