Morgunblaðið - 05.12.2006, Page 32

Morgunblaðið - 05.12.2006, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magdalena Guð-björg Ólafs- dóttir fæddist á Siglufirði 3. júlí 1930. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 í Reykja- vík, mánudaginn 27. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigurlína Ragnhildur Jóns- dóttir verkakona á Siglufirði, síðar ráðskona í Reykja- vík, f. 28. janúar 1901, og Ólafur Guðmundur Jó- hannsson skipstjóri og síðar kaup- maður í Reykjavík, f. 12. maí 1889. Systur hennar samfeðra eru Una Bára f. 15. október 1911, og Ingi- björg hárgreiðslumeistari f. 30. ágúst 1915. 21. janúar 1950 giftist Magda- lena Hannesi Vigfússyni rafverk- taka og síðar kaupmanni, f. 4. jan- ur skrifstofustjóra hjá Rafsól, f. á Grundarfirði 9. apríl 1956. Börn þeirra eru Jenný Rósa, f. 29. febr- úar 1976, Linda, f. 12. febrúar 1987 og Hannes Ármann, f. 11. sept- ember 1988. 4) Haukur , fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. í Reykjavík 12. janúar 1954. Dætur hans eru Sonja Berglind, f. 23. ágúst 1974 og Íris, f. 9. maí 1983. 5) Bryndís skrifstofustjóri í Reykja- vík, f. í Reykjavík 28. maí 1963, gift Halldóri Helgasyni, f. í Reykjavík 27. nóvember 1965. Dætur þeirra eru Helena, f. 21. ágúst 2000 og María, f. 27. maí 2003. Magdalena var uppalin á Siglu- firði, hún lauk skólanámi frá barnaskólanum á Siglufirði. Magdalena vann fyrst á Ljós- myndastofu Siglufjarðar, síðar hjá Lofti Guðmundssyni ljósmyndara í Reykjavík. Eftir að hún giftist var hún lengst af heimavinnandi en starfaði síðar við verslunarstörf í verslun sinni Glóey á meðan heilsa leyfði. Útför Magdalenu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. úar 1928. Lengst af bjuggu þau í Gnoð- arvogi 58, en síðar í Austurgerði 8 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ómar rafverktaki í Reykja- vík, f. í Reykjavík 4. september 1948, kvæntur Önnu Karls- dóttur bankamanni í Reykjavík, f. á Vega- mótum á Seltjarn- arnesi 20. júlí 1950. Börn þeirra eru Hild- ur, f. 10. júlí 1968, Rúnar, f. 30. júlí 1970 og Karl Bergmann, f. 6. júní 1975. 2) Elín verslunarstjóri í Reykjavík, f. í Reykjavík 19. október 1949. Börn hennar eru Steven Peter Matt- hews, f. 10. desember 1969 og Lísa Bryndís Matthews, f. 10. október 1971. 3) Baldur Elías rafverktaki í Reykjavík, f. í Reykjavík 28. júní 1952, kvæntur Særósu Guðnadótt- Það er komið að kveðjustund. Magðalena Ólafsdóttir, venjulega kölluð Lilla af ættingjum og vinum, er látin. Kallið sem allir höfðu beðið svo lengi eftir og ekki síst hún sjálf kom, að því er virtist, okkur öllum að óvörum eins og svo oft vill verða. Lilla greindist með Parkinson-veiki fyrir meira en tuttugu árum og bjó síðustu 5 árin á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Hún fæddist á kreppuárunum á Siglufirði og flutti þaðan ung kona til Reykjavíkur til að hefja búskap með Hannesi Vigfússyni sem hún bjó með til æviloka. Lilla var afar stolt af uppruna sínum og allir Sigl- firðingar sem hún hitti síðar á æv- inni nutu góðs af því að vera sveit- ungar hennar. Lilla var fremur hæglát, hlédræg og myndarleg kona með fínlegan þokka og fallegt yf- irbragð. Við fyrstu kynni komst maður því ekki hjá að veita augum hennar athygli. Svo falleg, blá og geislandi að þau lýstu upp allt and- litið sem var alla jafnan sólbrúnt og glaðlegt. Alltaf var hún vel tilhöfð og aldrei hefði hún látið sjá sig á öðru en skóm með háum hælum. ,,Það er ekki minn stíll,“ sagði hún ákveðið. Og ákveðin var hún og viljasterk sem sást best þegar veik- indin herjuðu á þessa stoltu konu. Ekki kvartaði hún eða barmaði sér yfir erfiðu hlutskipti sínu heldur bar sinn harm í hljóði og reyndi að njóta lífsins á meðan hún gat, ásamt manni, fjölskyldu og vinum. Oft var farið austur fyrir fjall í sumarbú- staðinn sem þau hjónin byggðu sér og árlega hélt hún þar laxaveislu fyrir alla fjölskylduna sem samein- aðist í glaumi og gleði yfir tækifær- inu til að rifja upp gamlar minning- ar og eignast nýjar. Eftir að Lilla flutti í Sóltún tók við erfiður tími þar, sem eiginmaður, fjölskylda og starfsfólk heimilisins reyndu að gera sem bærilegastan og uppskáru að launum þakklæti hennar og hlýhug. Á kveðjustund er svo margt sem leitar á hugann, margar minningar sem mann langar að þakka fyrir, svo margt sem var látið ósagt, en að lok- um stendur eftir þakklætið. Þakk- læti sonar fyrir móðurkærleika og ást, þakklæti tengdadóttur fyrir hlýhug og umhyggju og síðast en ekki síst þakklæti ömmubarna fyrir samveruna sem þau áttu með ömmu sinni. Megi hún hvíla í friði. Baldur, Særós, Linda og Hannes. Tregt er mér tungu að hræra við fráfall móður minnar sem nú hefur fengið hvíldina eftir tuttugu ára stríð við Parkinson veikina. Hún var almennt kölluð Lilla frá æskuárun- um á Siglufirði og einnig hér syðra af sínum nánustu. Fyrst er ég man eftir mér bjuggu foreldrar mínir á Baugsvegi 17a í Skerjafirði. Hún var mitt skjól ef eitthvað bjátaði á. Þá hafði hún lagt af vinnu utan heimilis og sinnti um pabba og börn- in, þannig gekk það þar til hún hóf störf í versluninni Glóey sem for- eldrar mínir keyptu 1987. Þar vann hún við verslunarrekstur til 1998, er heilsan brást. Minningin um þig mun lifa í huga barna þinna og pabba og hjálpa okkur að takast á við sorgina. Við fjölskyldan þökkum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns, þar sem mamma dvaldi síð- astliðin fimm ár, innilega fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísumVatnsenda-Rósu.) Hvíl þú í friði, elsku mamma. Haukur Hannesson. Það koma upp margar góðar minningar þegar ég hugsa til ömmu minnar. Ég man þegar ég var lítil stelpa og fékk að fara ein í heimsókn upp í Austurgerði. Afi var þá oft að vinna og við amma brölluðum ým- islegt saman á meðan. Ég var stundum með henni þegar hún var að baka og sýsla í eldhúsinu og einhvern veginn var allt svo auð- velt fyrir henni. Amma var með ein- dæmum góð húsmóðir og henni fannst ekki mikið tiltökumál að baka og elda og halda öllu fínu í kringum sig. Amma var ofsalega myndarleg í höndunum og manni fannst ótrúlegt hvað hún gat saum- að út fallega hluti. Áður en amma veiktist svona mikið, naut ég þess að koma upp í sumarbústað til þeirra í sveitasæl- una, en hún hafði því miður lítið komist síðustu ár. Hún kom samt annað slagið og sá til þess að allt væri á sínum stað. Ég á eftir að sakna ömmu mikið og vildi að börnin mín hefðu kynnst henni betur, en ég veit hún er á góð- um stað núna og fylgist með okkur. Ég bið Guð um að styrkja afa og alla í fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Jenný Rósa Baldursdóttir og fjölskylda. Elsku amma mín, ég vil minnast þín hérna í fáum orðum, því mig skortir orð til að lýsa því sem fer í gegnum hugann minn þessa dagana. Það er alltaf sárt að kveðja, góða og fallega konu eins og þú varst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að í lífinu og þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skylduna mína í gegnum árin. Ég veit að þú ert komin á góðan stað núna, þar sem þjáning er ekki til og þér líður betur. Ég minnist þín sem góðrar og gef- andi konu sem áttir stóra fjölskyldu sem þú hugsaðir alltaf vel um á með- an heilsan leyfði, ólst upp 5 börn með afa og þið gerðuð það vel. Ég vildi óska að þú hefðir fengið að lifa góðu lífi í ellinni þinni í stað- inn fyrir að berjast við þennan erfiða sjúkdóm, elsku amma mín, því þú áttir það svo sannarlega skilið að njóta lífsins. En nú ertu farinn og ég mun alltaf minnast allra góðu stundanna sem við áttum, alveg frá því ég var lítil stelpa, þegar ég kom og heimsótti þig og afa til Reykjavíkur og þið gerðuð allt fyrir mig, gáfuð mér fal- legar gjafir og ég man eftir því þeg- ar þú dressaðir mig upp og fórst með mér í myndatöku þegar ég var smástelpa, gafst mér alltaf stærsta páskaeggið á páskunum og varst mér alltaf svo hlý og góð. Leyfðir mér að búa hjá ykkur afa þegar ég var unglingur sem var ómetanlegt. Ég á ótal margar fallegar og góð- ar minningar um þig og það sem við áttum. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elskulega amma mín. Ég er glöð að dætur mínar hafa einnig fengið að njóta góðs af þinni návist þótt stutt hafi verið. Ég geymi minningar okkar sem dýrmætan fjársjóð og mun alltaf gera það. Ég tigna kærleiks kraftinn hljóða, Kristur, sem birtist oss í þér. Þú hefur föður hjartað góða, himnanna ríki, opnað mér. Ég tilbið undur elsku þinnar, upphaf og takmark veru minnar. (Þýð. Sigurbjörn Einarsson) Elsku afi minn, ég bið Guð að styrkja þig og fjölskylduna okkar alla á þessum erfiða tíma. Við send- um þér okkar dýpstu samúð og styrk. Sonja Berglind Hauksdóttir, Guðrún Lísa Harðardóttir, Birta Júlía Sturludóttir. Elsku Lilla mín. Nú þegar ég sit hér heima í Dan- mörku, og hef móttekið sms frá dótt- ur minni um að þú sért orðin mikið veik og ekkert sé hægt að gera, þú sért að fara að kveðja, finnst mér erfitt að búa svona langt í burtu og geta ekki kvatt þig eins og mig hefði langað til, eins og maður kveður góðan vin, eins og maður kveður góða manneskju, manneskju sem aðeins hefur gert mér og mínum gott, það var ekki til neitt ljótt eða misjafnt í þinni sál. Ég var sem unglingur svo lánsöm að kynnast ykkur, þú og þið voruð mér alltaf góð (nokkuð sem ekki er sjálfgefið, því miður eru til mann- eskjur sem eru illa innrættar og sjálfmiðaðar eingöngu). Já, ég var heppin að hafa mætt ykkur á minni lífsgöngu. Ég er svo stolt af því að getað kallað þig vin minn. Þau bönd sem við bundum fyrir 35 til 36 árum síð- an hafa haldið, með mismunandi litlum og stórum kveðjum, heim- sóknum, jólakortum. Já, í öll þessi ár, alveg frá því ég var unglingur á föstu með syni ykkar hafa böndin aldrei slitnað alveg, og ég er óend- anlega þakklát fyrir það. Það koma margar minningar upp í hugann, já og vel að merkja, aðeins góðar, bara minningar sem ylja. Ég man vel þegar ég kom í fyrsta skipti inn á ykkar heimili með Hauki. Þið voruð nánast nýflutt í stórt og fallegt ein- býlishús í Gerðunum í Reykjavik. Ég var nú í byrjun mjög feimin, enda bara 15 ára. Ég man þegar þið hjónin treystuð mér fyrir húsinu ykkar á meðan þið fóruð í frí suður á bóginn, þú treystir mér fyrir að passa húsið, sem ég svo gerði eftir bestu getu. Ég man þegar þið borg- uðuð námskeið fyrir mig til að læra vélritun, ég man þegar þið veittuð mér vinnu við létt skrifstofustörf í fyrirtækinu ykkar, þar sem ég mætti daglega hálfan daginn. Ég man þegar þú studdir mig í gegnum erfiðan tíma. Ég man þegar við Haukur hættum saman eftir að hafa verið saman í 3 og ½ ár, og ég upp- götvaði svo að ég bar barn hans, þeg- ar þú sást til þess að okkur skorti ekki neitt. Fékkst lista frá Motherc- are frá útlandinu, við skoðuðum listann og pöntuðum í sameiningu upp úr honum allt sem lítið barn þarf fyrstu mánuðina. Ég man þegar þú komst svo í heimsókn á LSP þegar Sonja fæddist, með líka þennan stóra pakka. Já, svona get ég enda- laust talið upp allt sem þú og þið gerðuð fyrir mig. Já, og ekki nóg með það, líka eftir að ég gifti mig og flutti út á land, þegar ég fékk upp- hringingu frá flutningafyrirtækinu á staðnum um að ég ætti þar sendingu sem samanstóð af allskonar raf- magnsefni, (og ég svaraði að það hlytu að vera mistök, hefði sko ekki pantað neitt þannig í húsið sem við vorum nýbyrjuð að byggja)… sei sei nei… þið tókuð það bara upp hjá ykkur sjálf að gefa mér þetta og skýringin var að ég ætti það skilið… Já Lilla mín, þótt þú værir ekki stór, var þitt hjarta stórt og á réttum stað. Þú varst alltaf sterk, þrátt fyrir það mótlæti sem þinn sjúkdómur veitti þér síðustu árin, þegar þú hefðir átt að fara að njóta lífsins, já ég dáðist að þér og er glöð yfir að hafa fengið að kynnast þér. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir dóttur okkar Hauks, og héðan frá Árósum í Danmörku send- um við samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Hvíl í Guðsfriði, kæra Magdalena. Guðrún Berg, Sævar Berg og Sindri Berg, Danmörku. Amma var jafngömul og ég er í dag þegar ég kom í heiminn fyrir 38 árum. Ég held að henni hafi ekki þótt ömmuhlutverkið tímabært, og mikið skil ég það vel. Amma hélt því fram að henni væri meinilla við ketti. Breytti þó ekki því að nágrannaköttur mætti gjarnan í heimsókn og virtist frekar velkom- inn en hitt. Sömuleiðis þótti okkur krökkunum gaman að heimsækja ömmu og afa í Austurgerði. Barna- börnunum fjölgaði ört eftir fæðingu mína, fyrstu árin bættist einhver við á hverju ári uns hópurinn var orðinn stór og myndarlegur. Amma var stolt af okkur öllum og sýndi okkur væntumþykju sína á sinn hátt. Ég man eftir ótrúlega fallegum peysum sem hún prjónaði handa mér og gjaf- irnar frá útlöndum voru stórfengleg- ar fyrir smástelpu. Rúskinnspilsið, köflótta kápan, peysa og sokkabuxur í stíl, og svo samsvarandi sett á bróð- ur minn. Ömmu varð greinilega hugsað til okkar krakkana á ferðum sínum til útlanda, en þær voru ófáar. Sjálf var amma glæsileg kona. Lagt hár, vel snyrtar neglur, sól- brúnka, amma lagði metnað í útlit sitt á meðan heilsa leyfði. Fötin voru blá, fjólublá, rauð og bleik, allt litróf- ið klæddi ömmu. Um tíma keyrði amma um á kóngabláum Mini. Og þegar hún þaut áfram sem leið lá frá Seltjarnarnesi á leið í Austurgerðið með mig í aftursætinu, fannst mér hún hljóta að eiga Miklubrautina, skuldlaust. Síðar meir unnum við saman fyrir jólin í búðinni hans afa, Glóey. Ég held að ömmu hafi þótt gaman að hafa okkur krakkana með sér í jóla- ösinni, og þótt þekkingin á voltum og amperum hafi verið takmörkuð þótti ömmu held ég ljós okkar skína skær- ar en nokkuð annað í lampabúðinni. Þetta voru skemmtilegir dagar. Amma dvaldi síðustu árin í Sól- túni, með herbergið sitt yfirfullt af ljósmyndum af okkur afkomendun- um. Meðan heilsa leyfði þótti ömmu enn gaman að hafa sig til og þáði lagningu og handsnyrtingu við hvert tækifæri. Amma var mikill sælkeri og þegar matarlystin dvínaði nærð- ist hún helst á kók og staur eða góð- um tertubita. Það gladdi hana að fá heimsókn og ekki kom að sök ef smá sælgæti var með í för. Eftir áralöng erfið veikindi held ég að amma hafi verið hvíldinni feg- in. Ég gleðst yfir góðu árunum með henni þegar heilsunnar naut enn við og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja hana undir það síðasta. Afi minn, sem nú kveður li- taglaðan lífsförunaut sinn, á samúð mína alla. Hildur Ómarsdóttir. Magdalena Ólafsdóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN OTTÓ BJARNASON frá Böðvarsholti, Ennisbraut 18, Ólafsvík, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 2. desember. Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Gunnar H. Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Jóhann Pétur Guðjónsson, Þórey Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og svili, JÓN HELGASON (Jónsi), Hafnargötu 30, Vogum, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 1. des- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Selma Stefánsdóttir, Anita Máney Jónsdóttir, Glóð Jónsdóttir, Helgi Ragnar Guðmundsson, Júlía H. Guðmundsdóttir, Stefán Dan Óskarsson, Rannveig Hestnes, Gunnar Júlíus Helgason, Logi Helgason, Sandra Helgadóttir, Sindri Snær Helgason, Harpa Stefánsdóttir, Helgi Dan Stefánsson, Ingi Þór Stefánsson, Guðbjörg Þóra Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.