Morgunblaðið - 05.12.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 05.12.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 33 ✝ Ástvaldur BragiSveinsson fædd- ist á Sléttu í Fljótum, Skagafirði, 14. júní 1945. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut að morgni 28. nóvember. For- eldrar hans voru Sveinn Pálsson, f. 1903, d. 1992 og Kristín Þorbergs- dóttir, f. 1915, d. 1999. Bragi átti fimm systkini, Ólaf- ur, f. 1935, d. 1994, Ásta Arndís, f. 1942, Ingvar Páll, f. 1944, Karl, f. 1947 og Þorbergur Rúnar, f. 1950, d. 1997. Bragi var kvæntur Birnu Guð- björgu Eyþórsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Kristín Ingveldur, f. 1967, maki Þórarinn Valgeirsson, f. 1969, börn þeirra eru Birna Sif, f. 1986, maki Kristmundur Daní- elsson, f. 1983, sonur þeirra er Ari Þór, f. 2006, Valgeir Bragi, f. 1997 og Sölvi Rúnar, f. 2000. 2) Þóra Sædís, f. 1970, maki Þórarinn Ingi Úlfarsson, f. 1968, börn þeirra eru Guðríður Eva, f. 1988, Þráinn, f. 1993, Andri, f. 1995 og Hörður Freyr, f. 2000. 3) Aðalheiður, f. 1973, maki Sig- urður Helgason, f. 1973, dætur þeirra eru Una, f. 1999 og Gígja, f. 2005. 4) Björn Bragi, f. 1978, maki Erna Kristín Ernudótt- ir, f. 1976. 5) Ingólfur Þorbergs- son, f. 1984, maki Kristbjörg Gunnarsdóttir, f. 1985, dóttir þeirra er Erla María, f. 2004. Seinni kona Braga heitir Helga Kristín Ðiep Nguyen. Bragi verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku pabbi, hvernig stóð á því að loginn slokknaði svo fljótt? Þú varst aðeins 61 árs þegar kallið kom eftir 40 ára baráttu við erfið veikindi. Ég hef fylgst með veikindum þínum frá því að ég var lítil stelpa. Ég man þeg- ar þú gast enn gengið, þá með spelk- ur og staf, en smám saman varð sjúk- dómurinn þér erfiðari og líkamskraftar þínir þurru. Þess vegna hélt ég að ég væri tilbúin þegar kallið kom, en sorgin og söknuðurinn virðast óyfirstíganleg á þessari stundu. Ég finn að eftirleiðis verður annar heimur hér, sagt er að tíminn græði sár en sársaukinn hverfur tæp- ast allra næstu ár. Margra ára reiði og sorg yfir því sem við fáum ekki við ráðið hellist yfir mig. Á stundu sem þessari er gott að ylja sér við glóð minninganna. Þú hafðir afskaplega gaman af því að spila og veiða. Ég man eftir því þegar við tvö fórum í veiðitúr, villtumst, sváfum í bílnum og komum ekki með neinn fisk heim. Þú varst svolítið svekktur yfir fisk- leysinu en lést það ekki spilla gleði ævintýrsins. Þú spilaðir mikið við okkur systkinin og stundum var gleðin svo mikil að við spiluðum heilu næturnar. Gerðir kröfur til okkar í spilamennskunni, kenndir okkur að hugsa rökrétt og það var engin heppni í spilum, öllu máli skipti að spila rétt úr því sem maður hafði á hendi og skynja næstu skref and- stæðingsins. Sætasti sigurinn var að vinna með léleg spil á hendi. Ég man skemmtilegar tjaldútileg- ur, gamla góða appelsínugula tjaldið sett í skottið, flatkökur og harðfiskur í skrautlega dunka, brunað eftir mal- arvegum á æskuslóðir norður í landi og að sjálfsögðu tjaldað og gist á leið- inni því leiðin var jú löng. Það var erfitt fyrir litla stelpu að fylgjast með alvarlegum veikindum pabba síns, skynja óttann, kvíðann og reiðina sem þessu hlutskipti fylgja. Eftir að ég varð fullorðin og hugsa um lífshlaup þitt finnst mér alveg ótrúlegt hvað þú gast þó spilað úr þeim spilum sem þú hafðir á hendi. Þú horfðir á tvo bræður þínar tærast upp af sama sjúkdómi og vissir hvað beið þín, 33 ára ertu komin með stóra fjölskyldu, fjögur börn sem þurfti að fæða og klæða. Þá var bara að hugsa um næstu skref andstæðingsins bretta upp ermar og koma ómegðinni til manns. Þú varðst meyrari eftir því sem ár- in liðu og áttir auðveldara með að sýna okkur væntumþykju. Þú varst afskaplega stoltur af okkur börnun- um þínum og fjölskyldu og fyrir það er ég þakklát. Maður er manns gaman, þú varst alltaf félagslyndur, alls staðar þar sem þú fórst hópaðist fólk í kringum þig, hafðir gaman af að spjalla og rökræða og hlóst mikið, gantaðist meira að segja á dánarbeði þínu þeg- ar ég hitti þig síðast, með tárin í aug- unum. Lífsvilji þinn var ótrúlegur. Lækn- irinn þinn sagði mér að hann hefði hitt fáa menn með jafn mikla líkam- lega fötlun og þú hafðir sem væru jafn duglegir, virkir í samfélagi og með jafn mikinn lífsvilja og þú hafðir. Það var alltaf eitthvað framundan hjá þér, eittvað sem þurfti að berjast fyr- ir og vinna. Fáir einstaklingar ef nokkrir hafa lagt jafn mikið á sig til þess að afla fé til góðgerðarmála og þú gerðir. Þú barðist fyrir réttlæti þeirra sem minna mega sín. Varst duglegur að benda á aðbúnað og að- gengi fyrir fólk sem býr við líkamlega fötlun. Ef þér fannst ekki hlustað á þig hikaðirðu ekki við að fylgja mál- um eftir og ræða við æðstu menn þjóðarinnar. Þú gerðir miklar kröfur fyrir þig og fólk í þinni stöðu, oft var talað fyrir daufum eyrum. Einhverju sinn kvartaði einhver ráðamaðurinn við mig og hafði orð á því að þú væri nú ekki auðveldasti og þakklátasti fatlaði maðurinn sem hann hafði hitt. Mér fannst kröfur þínar einfaldar, skýrar og kurteisar. Að komast leið- ar sinnar, geta notað almenningssal- erni, vera eins sjálfbjarga og hægt er, fá aðgang að öllum þeim hjálpartækj- um sem gera lífið auðveldara. Elsku pabbi, dauðastríð þitt var mér erfitt. Mér áskotnaðist fallegt lag og texti á meðan þú lást bana- leguna. Þessi texti hefur verið mér huggun á þessari erfiðu stundu, ég læt hann fljóta hér með. Hugur minn er hjá þér. Hvíl þú í friði. Hvernig stóð á því að loginn slokknaði svo fljótt og kólguský dró fyrir sól? Stórt er spurt en svarafátt. Stundum virðist allt svo kalt og grátt. Þá er gott að ylja sér við minninganna glóð, lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð. En það er ótrúlegt hvað vindur getur snúist alveg ofurskjótt. Og svo er hljótt Allt sem var og allt sem er. Eftirleiðis annar heimur hér. Það er sagt að tíminn muni græða hjartasár. En sársaukinn þó hverfur tæpast alveg næstu ár. Ó þau sakna þín. En þau þakka fyrir það að hafa þó fengið að eiga með þér þetta líf. Því fær enginn breytt sem orðið er. Og öll við verðum yfirleitt að taka því sem að ber að höndum hér. Sama lögmál hjá mér og þér. En það er gott að ylja sér við minninganna glóð, lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð. Ó þau sakna þín. En þau þakka fyrir það að hafa þó fengið að eiga með þér þetta líf. (Stefán Hilmarsson) Ástarkveðja, Kristín. Látinn er góður vinur minn og fé- lagi, Bragi Sveinsson. Við kynntumst í Hátúni l2 og vorum nánast í daglegu sambandi, spiluðum mikið bridds og buðum hvort öðru í mat. Hann kunni vel að meta kjötsúpuna mína og ég ví- etnamska matinn sem Helga, hans góða kona, bar fram af sinni alkunnu snilld. Bragi var skapmaður mikill og vel gefinn. Hann var mjög góður í að meta spilin, var ótrúlega góður í að sjá út hvað spilin þoldu miklar sagnir og þegar hann var að segja mér til sagði ég oft já, pabbi! Og þá var mikið hlegið. Það hefur ekki verið auðvelt í blóma lífsins að missa heilsu, hafa dugnaðinn og mikinn viljastyrk, en líkama sem hlýddi ekki boðum vilj- ans. Menn í slíkri aðstöðu eiga það á hættu að verða bitrir en það varð ég aldrei vör við hjá Braga. Ég ætla að ljúka þessum orðum um Braga, með tveimur erindum úr ljóði eftir Jörund Sveinsson: Þú ert á förum – forlög okkur skilja – framtíðarveginn, nú og ávallt hylja. Skildum við hittast einhvern tíma aftur? Aleinn það veit hinn sami duldi kraftur. Vertu nú sæll, ég þakka samveruna, saknandi hlýt ég hana lengi muna. Hollvættir allar götu þína greiði, gæfunnar veg þig alla tíma leiði. Ég kveð þig með söknuði og megir þú hvíla í friði. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Helgu konu hans. Sigríður H. Gunnarsdóttir. Bragi Sveinsson Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is                   ✝ KRISTÍN GUÐRÍÐUR HJALTADÓTTIR lést sunnudaginn 19. nóvember. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum öllum auðsýnda samúð og hlýhug. Antonio Passero, Hannes H. Gilbert, Þórunn A. Einarsdóttir, Edda Lilja Hjaltadóttir, Kristinn Björnsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, SVAVAR INGIBERGSSON, Framnesvegi 20, Keflavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 3. desember. Nína Færseth og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir, SVEINBJÖRN KRISTINN STEINDÓRSSON, Heiði, Ásahreppi, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, föstudaginn 1. desember. Útförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Finnbogadóttir, Tryggvi Sveinbjörnsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTINN JÓNSSON, Skriðustekk 22, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 1. desember. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sesselja Guðmunda Sigurðardóttir, Helgi Sigurður Guðmundsson, Sigrún Sjöfn Helgadóttir, Stefanía Guðríður Guðmundsdóttir, Kristín Helga Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Geir Siggeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir minn, EGILL EGILSON, Kaplaskjólsvegi 39, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt miðvikudagsins 29. nóvember, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 6. desember kl. 15.00. Blóm eru afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Júlíus Egilson. ✝ Ástkær sonur minn, vinur, bróðir okkar, mágur og frændi, ÁSGEIR HILMAR JÓNSSON, Bræðraborgarstíg 32, Reykjavík, sem lést af slysförum sunnudaginn 26. nóvember, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 6. desember kl. 15.00. Þorbjörg Eiríksdóttir, Bára Bryndís Sigmarsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðný Ragnarsdóttir, Jóna Halldórsdóttir, Svanur Pálsson, Ragnhildur Þórólfsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.