Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 35 Högg er hæfir harma allir ráðvilltir veg rata. Mun þó minning myndir geyma fjársjóðinn fagra. Ylja mun áfram öllum er þekktu góð og göfug kynni. Situr til sóma á Sigurhæðum engla allan prýðir skara. Hans af himni hingað lýsir stjarna yfir storð vora. Minnast munum mannsins prúða gáfna og góðs hugar. Allar okkar innstu kveðjur til samúðar sendum. Hlíf og Agnar. Í gegnum tíðina hef ég eytt mörg- um stundum í að reyna að átta mig á tilgangi og gangi lífsins. Oft hef ég spurt spurninga sem engin svör fást við og alltaf er eitthvað sem við menn- irnir getum ekki skilið. Fráfall þitt er eitt af því sem mér finnst erfitt að skilja. Þú varst búinn að mennta þig í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og stóðst þig með prýði í þinni vinnu sem og öðru sem þú gerðir. Þú sýndir áhuga á kennslu og langaði að prófa að kenna upprennandi tölvunarfræð- ingum. Veit ég að þar hefðir þú staðið þig mjög vel, eins og í öðru sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú áttir bjarta framtíð framundan, varst heitt elsk- aður af þinni fjölskyldu en ert núna farinn í annan heim. Þú greindist með illvígan sjúkdóm á unglingsárunum en stóðst þig eins og hetja, í mörg ár varstu alveg einkennalaus og maður trúði því að krabbameinið myndi ekki taka sig upp aftur. Það kom því sem þruma úr heiðskíru lofti þegar þú greindist aftur. Margar aðgerðir, geislameðferðir og lyfjameðferðir tóku við og alltaf varstu sterkur í gegnum þennan tíma. Þú barðist af ótrúlegu þreki og var ekki annað hægt en að dást að þér. Ég veit að þú varst orðinn mjög veikur undir það síðasta og það sem huggar mann er að trúa því að þú sért kominn á góðan stað þar sem þér líður vel, laus við all- ar kvalir og þyngsli. Þó að samskipti okkar hafi ekki verið tíð, þá var alltaf hægt að ræða við þig um hin ýmsu málefni. Sameiginlegur áhugi okkar á fótbolta og formúlu gerði okkur auð- velt fyrir og alltaf var hægt að rabba um gengi Arsenal-liðsins, en það er nú ekki erfitt þegar tveir Arsenal- aðdáendur eru samankomnir. Þú hafðir það forskot á mig að hafa farið á Highbury og séð Arsenal spila. Hafðir þú mjög gaman af þeirri ferð með Kjartani frænda. Eitt sinn rædd- um við hvað það væri gaman að fara á Nou Camp og sjá Barcelona spila og vildi ég að þú hefðir getað upplifað það. Ef ég einn daginn fer þangað, eins og ég stefni á, þá mun ég hugsa til þín úr áhorfendastúkunni. Elsku Örn, um leið og ég þakka fyr- ir liðnar samverustundir vil ég senda fjölskyldu og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúðarkveðju. Guðrún Björg Guðmundsdóttir. Elsku Örn, nú hefurðu loksins fengið hvíldina eftir erfiða og kvala- fulla baráttu. Eftir sitjum við hin og reynum að skilja tilgang þess að ung- ur og hæfileikaríkur maður sé hrifinn á brott í blóma lífsins. Í hjörtum okk- ar geymum við minningar um hæglát- an, góðan og traustan dreng sem barðist tvívegis hetjulegri baráttu við miskunnarlausan sjúkdóm sem að lokum hafði sigur. Elsku Örn, við viljum öll þakka þér innilega fyrir samfylgdina í gegnum unglingsárin, það var sannur heiður að fá að hafa þig í okkar lífi. Minn- ingar um stríðnislegt bros og enda- lausan hringborðtennis lifa með okk- ur um ókomna tíð. Megi englarnir vaka yfir þér. Elsku Ásbjörn, Kristín, Magga, Tobba og fjölskyldur. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Bekkjarsyskinin úr Laugarbakkaskóla ✝ Karl Gunn-laugsson eða Kalli eins og hann var jafnan nefndur fæddist í Bald- ursheimi í Mývatns- sveit 24. ágúst 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Karólína María Friðbjarn- ardóttir á Ísólfs- stöðum á Tjörnesi, f. 27. nóvember 1911, d. 14. mars 1985, og Gunnlaugur Sigurðsson, Húsavík, f. 5. des 1906, d. 14. des 1985. Bróðir Karls, sammæðra, er Sveinn Aron Bjarklind, f. 10. apríl 1935. Eiginkona hans er Gerður G. Bjarklind. f. 10. sept 1942. Alsystkini Gunnlaugs eru Eiður Sigurður Gunnlaugsson, f. 8. nóv 1936; Sólveig Inga Gunn- laugsdóttir, f. 11. mars 1939; og Sigríður Kristín Gunnlaugs- dóttir, f. 31. júlí 1948, eig- inmaður hennar er Hreinn Ein- arsson, f. 19. ágúst 1945. Fjölskyldan fluttist úr Mývatns- sveit 1943 til Húsavíkur þar sem hann bjó svo alla tíð. Karl kvæntist Báru Ernu Ólafs- dóttur, f. 27.11. 1966. Þau skildu 1975. Börn þeirra eru: 1) Hörður Már Karlsson, f. 22. des. 1963, í sambúð með Önnu Lilju Guðjóns- dóttur, eiga þau tvö börn, a) Silju, f. 7. nóv. 1985, og á hún tvö börn, Sesselju Sóleyju, f. 1. júlí 2002, og Guðjón Davíð, f. 25. mars 2005. b) Karl Þór, f. 15. sept. 1994. 2) Berglind María Karlsdóttir, f. 24. júlí 1966, gift Kristni Einarssyni, f. 11. mars 1967. Hennar barn Bára Erna f. 3. maí 1980. Þeirra börn a) Fann- ey Þórunn, f. 13. mars 1991. b) Arna Lind, f. 27. júlí 1994. Karl vann alla sína tíð við sjó- mennsku á ýmsum bátum. Lengst af var hann hjá útgerðarfélaginu Vísi á Húsavík. Á seinni árum átti golfið hug hans allan. Útför Karls verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Kalihl Gibran) Þín dóttir Linda. Nú hefur afi minn kvatt þennan heim og er hans sárt saknað Ég hef aldrei í mínu lífi kynnst eins góðum manni og afa mínum. Hann lét mér alltaf líða eins og ég væri mikilvæg- asta manneskja á þessari jörðu. Hann sá ekki sólina fyrir mér eins og svo margir orðuðu það. Ég var heillin hans afa og kærleikur og stolt hans yfir mér var alveg ein- stakt. Honum er ég svo þakklát fyr- ir allt og ég vona svo innilega að hann fylgi mér og passi mig að ei- lífu. Ég ætla að tileinka mér þraut- seigju, kátínu, góðmennsku, hörku og örlæti afa svo lengi sem ég lifi. Elsku afi, ég er ekki reið að þú hafir verið tekinn frá mér langt fyr- ir aldur fram. Ég veit það eru fleiri sem þarfnast þín og vilja hafa þig hjá sér. Við fengum þig bara að láni og þessi barátta þín fyrir lífinu hef- ur kennt mér að maður eigi ekki að taka lífi sínu sem sjálfsögðum hlut og að það sé ekkert sjálfsagt að maður fái að vakna hvern einasta dag. Ég er svo gríðarlega þakklát fyrir allt sem við afi höfum upplifað saman og allar góðu minningarnar. Ég lít ekki á dauðann sem endalok. Ég veit þú gafst aldrei upp. Aldrei. Þú þurftir bara að gefa eftir til að öðlast frið frá kvalafullum lík- amlegum sjúkdómi. Sál þín er ennþá sterk og ég trúi því að hún lifi enn. Elsk afi, þakka þér fyrir allt. Ég vona að þér líði vel núna og að það sé hugsað vel um þig hinum megin líkt og við hin reyndum að hugsa um þig eftir bestu getu. Ég hlakka til að segja börnum mínum í framtíðinni frá því hversu góður langafi þeirra var. Ég bið algóðan Guð að vernda þig og blessa ríkulega. Einnig vil ég biðja Guð að styrkja og vera með þeim sem eiga erfitt vegna fráfalls þíns. Ég bið að heilsa öllum og gangi þér vel í því starfi sem guð hefur falið þér. Þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta og minning þín lifir að eilífu. Þín afastelpa Bára Erna. Elsku afi, við söknum þín mjög mikið. Við vitum að þú hefur það betra þar sem þú ert kominn. Okkur langar gjarnan að hitta þig aftur. Þegar við kveðjum þig núna þá rifj- ast upp fyrir okkur allar skemmti- legu sögurnar þínar og ferðirnar til Húsavíkur til þín og þegar við fór- um í skíðaferðina. Það var líka gaman þegar við fórum upp að andapolli og gefa öndunum brauð. Arna Lind Kristinsdóttir og Karl Þór Harðarson. Elsku bróðir, nú þegar þínu stríði er lokið, þá er tómarúm í mínu hjarta, þú barðist eins og hetja fram á síðasta dag. Ég þakka fyrir að hafa átt þig fyrir bróður með þína léttu lund og góða skap. Frændsystkini þín fóru ekki varhluta af þeirri glettni, enda hændust þau að þér. Hin seinni ár átti golfið hug þinn allan og dvaldir þú mörgum stundum á golfvell- inum og eignaðist þar góða vini. Þakka ég þeim tryggð við þig. Ég kveð þig kæri bróðir með þessum ljóðlínum: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég votta börnum hans, Lindu og Herði og fjölskyldum, þeirra dýpstu samúð. Guð blessi minningu hans og styrki okkur öll, sem eigum eftir að sakna hans. Sólveig Inga. Kalli mágur minn var ham- ingjubarn, hlýr, bjartsýnn, húm- oristi af Guðs náð og drengur góð- ur. Fyrstu kynni mín af Kalla voru að sumri til árið l966 þegar tilvon- andi mannsefni mitt kynnti mig fyrir honum og sagði: „Þetta er hann Kalli, litli bróðir minn fyrir norðan.“ Að bragði svaraði hann: „Sæl vinan, þú lítur ágætlega út.“ Þannig var Kalli, léttur og skemmtilegur. Aldrei neitt vesen. Stundir norður á Húsavík með allri fjölskyldu Kalla voru alltaf ánægjustundir, þegar farið var í heimsókn þangað. Elskuleg tengdamamma Karólína Friðbjarn- ardóttir og maður hennar Gunn- laugur Sigurðsson tóku alltaf vel á móti okkur Sveini í Árgötu 6 og síðar að Hjarðarhóli. Ef Kalli var ekki heima, var hann við vinnu sína á sjónum en Kalli vann við sjó- mennsku nánast alla ævina. Hann átti heima á Húsavík, en var fædd- ur í Baldursheimi í Mývatnssveit og átti þar heima hjáforeldrum sín- um fyrstu árin. Kalli var kvæntur Báru Ólafs- dóttur, ættaðri af Suðurnesjum. Þau skildu síðar. Með henni átti hann son og dóttur, sem sakna föð- ur síns mikið. Þau búa á Suð- urnesjum með mökum sínum og börnum. Það sem einkenndi Kalla öðrum fremur var glaðværð hans, hversu kátur hann var, og smitaði alltaf út frá sér. Árið l985 gekkst Kalli undir hjartaaðgerð á Bromton- sjúkrahúsinu í Lundúnum. Með honum í för voru systir hans Sigga og undirrituð. Aðgerðin gekk vel og Kalli var ótrúlega duglegur að ná sér, á aðeins níu dögum sem hann var á sjúkrahúsinu. Hann varð eftirlæti hjúkrunarfólksins, gerði allt sem honum var sagt, gekk upp og niður stiga eftir ör- stuttan tíma, og var síbrosandi, enda Kalli vel á sig komin lík- amlega og hjálpaði það honum mikið. Þar gantaðist hann við sjúk- lingana og lét okkur Siggu hlæja og flissa. Ég kveð góðan mág minn Karl Gunnlaugsson með eftirsjá og hlýju. Minningar um hann og allt góða fólkið hans, sem farið er á undan okkur, verða sterkar í hug- skoti mínu er ég rita þessi orð. Daginn áður en Kalli dó hefði tengdamóðir mín Karólína orðið 95 ára og verður hann jarðaður á 100 ára afmælisdegi föður síns í dag, 5. desember. Þetta er gott fyrir Kalla. Ég votta bræðrum og systrum Kalla, börnum hans og öllum ætt- ingjum samúð og bið góðan Guð að blessa þau. Hvíl í friði, kæri mágur og vin- ur. Gerður G. Bjarklind. Vinir ljúka lífsins ferð, logar enn á skari. Þú ert farinn víst ég verð vini fátækari. Í dag er ég kveð Kalla vin minn og óska honum fararheilla, vil ég þakka honum fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem við höf- um átt saman. Margar voru þær á golfvellinum, þar sem við höfum verið samherjar í tæp tuttugu ár. Stórt skarð er höggvið í „Stranda- gengið“ og „makker“ kemur ekki oftar að sækja mig og leggja á ráð- in fyrir næstu „keppni“. Kalli var tíður gestur á Stór- hólnum og ávallt tekið fagnandi. Einstakt lundarfar hans og smit- andi hláturinn kom öllum í gott skap. Ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til barna Kalla og fjölskyldna þeirra, systkina hans og annarra ættingja. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Hvíl í friði, kæri vinur. Kristín. Ég geng inn í eldhúsið á Garð- arsbraut 28 á Húsavík. Ég heyri mannamál. Eru þeir uppi eða niðri? Kannski eru þeir uppi að horfa á enska boltann eða niðri að taka meistaradeildina. Þegar ég kem í eldhúsið sé ég og heyri að þeir eru á textavarpinu, skoða veðurspána eða ölduhæðina á duflinu í flóanum. Það þarf nefnilega að róa því það á að elda góðgæti úr hafinu. Kalli segir Eida bróður sínum að þetta sé nú bara spá og hlær ógurlega um leið sínum hvella hlátri. Síðan er farið að ræða enska boltann, aflabrögð og eða bara heimsmálin og þá ekki síst kvótakerfið, já, það er margt skrafað hjá Kalla og hann hefur sín- ar skoðanir á málunum. Þar er eng- in lognmolla og frábærar frásagnir af mönnum og málefnum. Kalli er í stuði í dag, leikur á als oddi, glett- inn og stríðnisglampi í augunum; þetta eru bestu dagarnir, lenda á Garðarsbraut 28 og „taka stöðuna“ eins og sagt er með bræðrum, ekki bráðónýtt það. Nú erum við trufl- aðir. Síminn hringir hjá Kalla, ég heyri hann segja „já, já, ég kem á eftir, við Eidi ætlum fyrst einn rúnt á Gónhólinn, svo kem ég á golfvöll- inn.“ Þar átti Kalli sínar bestu stundir á sumrin. Svo þegar líða tók á kvöldið var farinn annar rúntur að skoða sólsetrið eða bara horfa út á hafið. Svona liðu dagarnir hjá þeim bræðrum, þetta er dæmi um einn þeirra. Ég kann margar góðar sögur af Kalla gils eins og hann var kallaður, en ég geymi þær í hjarta mínu og segi þær kannski seinna. Baráttu þinni er lokið við þennan illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er, þú stóðst þig eins og hetja í baráttunni og tókst á við hann af miklu æðru- leysi. Það er sárt að kveðja og ég veit að börnin þín, Linda og Hörður og fjölskyldur þeirra, sakna þín sárt. Ég sendi þeim mínar innileg- ustu samúðarkveðjur sem og systk- inum þínum. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér, Kalli minn. Hvíl í friði. Pétur Helgi Pétursson. Karl Gunnlaugsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR RAGNAR EINARSSON, Melgerði 21, Kópavogi, lést föstudaginn 1. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Sigrún Magnúsdóttir, Sigurliði Guðmundsson, Ríkey Guðmundsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Jón Steinar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, SVEINN KRISTINSSON blaðamaður, Þórufelli 16, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 2. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.